Sunnanfari - 01.05.1893, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.05.1893, Blaðsíða 1
 Veríl 2 kr. Sj »« »«» arg., | í borgist [fjrir | 0 15. október. $ l I 'S’S'SSQses í Anglysingar í p 8J 6 ir ffi 20 a. inegin- S | málsliiia; 25 | 0 aura smáletnr. @ 8 SSQ5SSSS XI, 11 M -A. X 1893 Dr. Grimur Thomsen. í þetta skipti kemur Sunnanfari nú með mynd af nafntoguðum manni, sem vér ætlum að margan fýsi að sjá, en það er Dr. Grímur Thomsen, og er hann nú þrem vetruin betur en sjötugur um miðbik þessa mánaðar. Dr. Grímur er fæddur á Bessastöð- utn 15. dag Maímán- aðar 1820. Var faðir hans vel kendur maður þ>orgrímur skólaráðs- - maður Thomasson á Bessastöðum (d. 1849), gull-ogúrsmiður; þ>or- grímur var einkenni- lega gáfaður maður, atorkusamur, harð- gerr, tryggur vinum sínum og mannlund- aður. Faðir þ>orgríms var Thomas gullsmið- ur í Ráðagerði (d. 1805), Thomasson í Sölvanesi, Jónssonar i Litluhlíð, Olafssonar, Kárssonar, Bergþórs- sonar lögréttumanns í Geldingaholti, Sæ- mundarsonar prófasts í Glaumbæ (1584— 1638), Kárssonar. En kona þ>orgríms gull- smiðs og móðir Dr. Gríms var Ingibjörg (d. 15. Júlí 1865), systir Gríms amt- manns, dóttir séra Jóns í Görðum á Akranesi (d. 1797), Grímssonar lögsagnara á Giljá, Gríms- sonar fálkafangara í Dögurðarnesi og Margrétar dóttur Jóns Péturssonar í Brokev; en faðir Gríms fálkafangara var Jón lögsagnari á Barðaströnd, Ozurarson lögsagnara samastaðar, Grímssonar á Gunnarsstöðum á Langanesi, en sá Grímur var sonur Skoruvíkur eða Kumblavíkur Jóns, þess er uppi var á 16. öld.1) Dr. Grímur gekk ekki í Bessastaðaskóla, heldur nam hann allan skólalærdóm hjá Árna bisk- upi Helgasyni í Görðum og útskrifaðist áf honum 1837, seytján vetra gamall. Fór hann sama ár til Kaupmannahafnarháskóla og tók tvö hin fyrstu lögskipuðu próf. Kveðst hann þá í æfi- sögu sinni2) hafa þrjú fyrstu árin verið á báðum áttum, hvort hann ætti að leggja fyrir sig lögfræði eða málfræði, en á endan- varð það úr, að hann gerði það sem menn kalJa fagurfræði og heimspeki að megin námsgrein sinni. Dró og mart til þess, og ef til vill einkum það, að þessi ár tók Dr. Grímur mikinn ogfjör- ugan þátt í athöfnum Stúdentafélagsins (Stu- denterforeningen) danska og kornst þá í kunnleil<a við flesta fagurfræðinga og flest skáld Dana. Svo hefir hann ogsagt þeim, er þetta ritar, að þau ár hafi sér þótt inndælust æfi sinnar. Árið 1841 svaraði Dr. Grímur svo látandi spurningu fráháskólanum: »Hefir viti og skynbragði á | skáldskap farið fram eða aptur á Frakklandi upp á síðkastið?« og fékk hann önnur verðlaun há- ') Jón Pétursion rekur þetta nokkuð öðruvísi í Tíma- riti sínu IV, 11. En Mála-Davíð, sem var af þessari ætt, rekur svo sem hér er gert í ættartölu sinni og Bergs sonar síns 1833, er Ingimundur hreppstjóri Eiríksson á Rofabæ í Meðallandi hefir sent oss afskript af. 2) Háskólaboðsrit 1845. Grimur Thomsen.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.