Sunnanfari - 01.05.1893, Qupperneq 6
102
Sunnanfara muni hafa tekið það hér eptir blöðunum,
sem ekkert hafi urn það vitað. Víst er svo, að sá
ábyrgðarmaður Sunnanfara þetta hér í blöðunum
og jafnvel þeim blöðum, sem aldrei skýra frá
ákvæðum stjórnarinnar, nema þegar með vissu er
að fara, og þetta hefir stjórnin ekki borið tilbaka,
og Valtýr hefir heldur ekki þorað að mótmæla því hér
i dönskum blöðum. En þess utan var ábyrgðarmanni
Sunnanfara kunnugt um, að Konunglega bóka-
safnið hafði vissu um að málið var útkljáð og að
bókin og Valtýr ættu hvergi að fara, en á þvi
sem Valtýr segir, sést að hann hefir geingið þess
duldur. Er nú bezt að bíða átektanna og sjá
hverju Dr. Valtýr kann að fá áorkað, og vel má
hann hafa þá trú, þótt hann vilji til dómadags,
að það eigi fvrir honum að liggja að fara með
Flateyjarbók á sýningu i Chicago.
Skoplega ferst Dr. Valtý minum að breiða
yfir það, að hann hafi fyrstur breitt út hér i blöð-
um um sendiför sína og getur þess, að blaðamaður
hafi til sín komið að spyrja sig um þetta af því
að hann hafi heyrt um það áður. Meir enn
so! En Valtýr getur þess ekki, sem þó er ekki J
þýðingarlaust, hvort hann hafi ekki sent ónefndan j
mann til hlutaðeigandi blaðs, til þess að segja þvi
frá þessu á undan og benda því á að leita upp-
lýsingar hjá sér (Valtý). Hann hefir og látið þess
ógetið, hvort hann hafi nokkuð verið riðinn við að
samdar væri greinir hér í blöðin til hvatnings þvi
að senda Valtý og bókina, eptir það að andróður-
inn hófst gegn þvi. Hvaðan ættu þær greinar að
hafa stafað annarstaðar frá? Allir fræðimenn hér, er
vér vitum til og nokkurs er um vert, voru önd-
verðir sending bókarinnar. Norðmenn rituðu eld-
harðan móti henni og enskir fræðimenn hið sama
(Jórvikur-Páll: York-Powell), og var það vel, því
sending bókarinnar var ekki hættulaus. Hefði þvi
setið betur á íslenzkum manni að þegja og mæla
því ekki bót að stofna bókinni í hættu, því að
hún er svo dýr. að það hefði jafnvel verið meiri
eptirsjón í þvi að hún hefði glatazt en Valtýr sjálfur,
svo raunalegt sem það hefði verið.
þá er nú það búið i grein Dr. Valtýs undir-
kennara við háskólann danska, sem snertir Flat-
eyjarbók og för hans, en þá kemur hitt sem mér
er ætlað, þótt reyndar sé öllu því persónulega á
mig stefnt, er í grein Dr. Valtýs stendur, og úr
því Valtýr minn hefir stofnað til þess að eg svari,
verð eg að gera það í stuttu máli. Ekki er það reyndar
svara vert, þar sem Dr. Valtýr er að drótta þvi að
mér að eg öfundi hann fyrir það, að hann fái
ekki að fara Chicagoferðina. Svo er óðs manns æði
að mæla. En auðvitað er það ekki annað en sama
hræðslan og afbrýðissemin, sem kvelur þenna
mann altaf, og hefir komið því á leið, að Valtýr
hélt í vetur að annar Islendingur hér væri að öf-
unda sig af förinni, svo að sá setti um það yfir-
lýsingu hér í blöðin.
Dr. Valtýr kvartar yfir því að Sunnanfari hafi
verið »að bíta i hælinn á sér«,eins og hann orðar
það, »ef honum hefir verið mögulegt að koma
mínu nafni(!) þar að«. það er smátt sem hunds-
tungan finnur ekki, segir máltækið; og þó að hér
se nú ekki um hund að ræða, heldur Dr. Valtý
Guðmundsson, þá er þó nokkuð líkt ástatt. Af Sunn-
anfara eru komnar út alls 208 bls. og á þessum 208
bls. hefir velnefndur Dr. Valtyr verið nefndur i
þrem samböndum, sem sé í sambandi við tvo illa
skrifaða ritdóma og svo i sambandi við Flateyjar-
bók. þar sem Tímarits Bókmentafélagsins er getið,
er þar á móti hlaupið yfir »ritsjá« eptir Valtý og
var þó mart um hana að segja, ef vel hefði verið.
Undan þessu, hvað opt Valtýr sé nefndur í Sunn-
anfara, er hann nú að kvarta. En hinu gleymir
hann, og það er að þakka fyrir að hann hefir ekki
verið nefndur þar optar og verður nú að gera
honum dálítil skil.
það er að vísu satt, sem Dr. Valtýr minn segir,
að við sóttum báðir, ásamt Páli sýslumanni Briem,
um þetta dæmalausa kennaraembætti eptir Gísla
Brynjólfsson í íslenzkri sögu og bókmentumt og
þrátt fyrir það þó að prófessor Konráð Gíslason og
annar góður og hálærður Islendingur — eg á yfir-
lýsingar þeirra um það enn — hvettu háskólann
þess að eg feingi þessa stöðu, og þrátt fyrir það,
þótt Dr. Vilhjálmur Finsen gerði að síðustu það, er
hann fremst mátti til þess að Páll feingi hana til
að kenna íslenzk lög, réðu þó Danir meira, svo
að Dr. Valtýr fékk embættið. I upphafi vissi eg
að Dr. Vilhjálmur vildi styðja að því svo leingi sem
þess var nokkur von, að eg feingi þessa stöðu,
enda stóð honum það nærri, því að fyrir hans orð
var það, að eg neitaði 1887 tilboði, er mér var
gert að setjast að í Öxnafurðu. Latti Vilhjálmur
þess þá að eg tæki því einmitt af þeirri ástæðu, að
mér stæði opið þetta embætti, hvenær sem það
losnaði. Var þetta um það skeið, sem Valtýr
sótti um skólakennaraembætti á landsbygð úti í
Danmörk og fékk ekki, að sögn, sakir þess að
hann talaði illa dönsku. En þótt Valtýr hafi nú
feingið það embætti, er við keptum um, er það vita-
skuld að eg muni einga fæð leggja á hann fyrir
það. Ef Valtýr ætlast til þess að eg leggi fæð
á sig og óvirðing, þá verður það að vera fyrir
einhvern dónaskap mér til handa, sem Valtýr
kynni að vera sér meðvitandi. Og óþarfi er af
Valtýr að bregða mér því, að eg hafi »neytt
allra bragða til að reyna að ná í« embættið, þvi
að ekki var það eg sem gekk grátkjökrandi milli
manna í þann tíð að biðja um lið, né væri að
reyna að láta nafnlausar skammir koma fram sem
víðast um keppinautana eða jafnvel fá menn til að
skrifa um þá óhróður. En heimskur má Valtýr
Guðmundsson vera þá, ef hann heldur að eg láti
það hamla mér frá því að hirta hann réttvíslega fyrir
hneyklsanir, að við höfum einhvern tíma sótt um
einhverja stöðu á móti hvor öðrum, ellegar að
halda að honum þýði nokkuð að vera að kunngera