Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 5
69 blaðið sýnir. Fjallkonan ætti heldur að fylla flokk kvenþjóðarinnar i Reykjavik, en að unga út fleira af svona greinum. þjóðólfur gæti líka verið henni til fyrirmyndar í þessu máli. SÓIDÍ er það fyrir kvenþjóðina á íslandi, hvernig flestar enar beztu konur i Reykjavik og þar i grend hafa snúizt við Háskólasjóðnum, og verður það einhvern tíma i frásögur fært; hafa þær nú bundizt föstum félagskap til þess að halda hlutaveltu (tombolu) á næstkomanda hausti til ágóða sjóðnum og voru nú, þegar vér fréttum síðast, orðin nær 400 kvenna í samtökunum; en á alsherjar fundi, er haldinn var, voru þessar 18 konur kosnar til þess að standa fyrir félagsskapnum '): Sigþrúðar Friðriks- dóttir háyfirdómarafrú (aðalforstöðukona félagsins), Elínborg systir liennar (prófastsfrú), Kristjana Hav- steen amtrnannsfrú, frú póra Pétursdóttir Thoroddsen,frú Valgerður Jónsdóttir, Kristín dómkirkjupresisfrú, og þá hver merkiskonan af annan : Marta Pétursdóttir (Guð- jónssonar), Sigríður Eggerz, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Kristjana (Zoega) Thorsteinson, Anna Petersen, Maria Kristjánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ingunn Hoff- mann, Ingibjörg húsfreyja Hannesar skipstjóra Haf- liðasonar, Hólmfríður Bjórnsdóttir (Rosenkranz) og jporbjörg Sveinsdóttir, og getum vér hennar síðast, en ekki sízt. En til aðstoðarmanna höfðu þær kosið ér þessa menn: Tryggva Gunnarsson, banka- stjóra, gjaldkera Háskólasjóðsins, Benedikt prófast Kristjánsson, Hannes ritsjóra þorsteinsson, Haldór bankagjaldkera Jónsson, Helga b'AupmannHelgason og Einar vegfræðing Finnsson. það er vonandi að sem flestir góðir menn íslenzkir og konur, hvar sem eru, verði til að styðja þetta fyrirtæki, og ættu nú konur út um land í því að sýna, að þær væru ekki óþjóðlegri en systur þeirra í Reykjavík. Um ritdóma og ní kvæói. ii. Fleiru skal ég ekki svara. það veit ég vel að margt má með réttu út á kvæðin setja, en hitt veit ég líka, að flestir þeir ritdómar, sem um þau hafa verið skrifaðir, eru að sínu leiti miklu vitlausari en kvæðin sjálf. En ég skal minnast á dóma blaðanna um önnur ní kvæði, t. d. Hannesar Hafstein. Aldrei, svo ég til þekki, hefur jafn óblandað og almennt lof verið borið á nokkurt skáld firir ekki meira eða betra en það, sem Hannes hefur afkastað. Heimsfræg skáld, svosem þeir Björnson og Ibsen, verða að þola það, að þeim sé óspart sagt til sind- anna af imsum í hvert sinn sem þeir gefa út rit sfn, sem þó óðar fljúga í þíðíngum út um allan hinn mentaða heim. En allir, sem stungið hafa niður penna til að minnast á kvæði Hannesar, ljúka þar upp einum munni: »dírrin-dírrin-dí«. Lofið og smjað- rið hnígur þikt og óblandað, sírópssætt eftir blaða- dálkunum. Og út úr öllum ritdómunum má lesa þetta sama: sKvæðin eru snildarverk, af því að þau eru eftir vin vorn og átrúnaðargoð, Hannes Hafstein.« Ég get best ímindað mér Hannes haldandi um eirun í öllum þcim gullhamraslætti, sem dinur hrínginn í kríng um hann. I öllum ísl. blöðunum austan hafs hef ég lesið um kvæði Hannesar og kveður þar al- staðar við sama tón. Heirt hef ég og að Lögberg hafi haft ritdóm mcðferðis, en ekki hef ég enn getað náð í það númer blaðsins. Jæja þá, það var ætlun mín að minnast á kvæði Hannesar og sjcrstaklega í sambandi við álit það, sem blöðinhafalátið í ljósi. Hanneser »realisti« ogersústefna, er þeir munu filgia, orðin allkunn á íslandi nú á síðari árum. En það hef ég oft sjeð og heirt, að menn higgjaþá stefnu first flutta inn til okkar Islendinga með Verð- andi og á því máli er Ísafoldar-Bjarni. lín þessu cr ekki svo varið. Jón Ólafsson hefur firstur manna kvcðið »rcalistisk« kvæði á Islcnsku og saga hans Eivindur er hin firsta »realistiska« saga, scm rituð cr á voru máli. En einkenni þessarar stefnu koma best fram hjá Gesti Pálssini; einginn hinna er jafnmikill »realisti« og hann. Eitt af því, scm ritstjóri Norðurljóssins fræðir oss um, þar sem hann leggur koll-húfurnar ifir kvæðum Hannesar, er, að hann sje first og fremst tilfinninga- skáld. Meiri tjarstæðu hefði maðurinn varla getað sagt. Tilfinningaskáld hafa þau skáld verið nefnd, sem lcika á hina viðkvæmu streingi í sálu mannsins, sem kitla og æsa tilfinninguna, svo sem Kr. Jónsson og síra Mattías víða gera. Á dögum »rómantíkurinnar« var þetta ríkjandi í skáldskapnum, en realistarnir reina til skíra tilfinníngarnar fremur en að kitla þær og æsa. Annars er Hannes Hafstein mjög sjaldan inni á svæði tilfinninganna. Hann er skáld hins itra fremur en nokkuð annað ísl. skáld, og hann er »materialisti«. Hann er skáld augans og eirans en ckki hjartans, ef svo mætti að orði kveða; til þess talar hann hvergi nema að nokkru leiti í kvæðinn »Ást og ótti«. Hann irkir um náttúruna, fjöllin, fossana, hafið, um veðrið, vindinn og sólskinið, um það, sem augað getur hvílt á. Og hann sjer fossana þenja brjóstið og öldurnar hniklast eins og stælta vöðva. Um það, sem nefnt er hinn andlegi heimur, fá menn lítið að vita hjá honum. Hann lísir ekki ástríðum, löngunum og vonum sínum eða annara, ekki til finníngunum. Hann lísir mjöðmum og mitti, brúnum og lokkum kvennanna og »rósfögrum, þriflegum kinnum« karlmannanna, en lffi fólksins og breitni, með öllum þess göllum og gæðum, lísir hann ekki. Öldukast gleði og sorgar, hlátra og tára, vonar og örvínglunar, baráttan firir lífinu og hið eilífa stríð hugans, sem án afláts bír til níjar og níjar gátur og reinir að leisa, — allt þetta hefur lítil áhrif á Hannes. (meira.) (f>orst. V. Gíslason). ) Vér höfum ekki feingið nafn á einni þeirra.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.