Sunnanfari - 01.06.1895, Blaðsíða 6
94
Til Jóns Jónssonar í Húsey,
hér um bil jafnaldra míns. Ort eptir fótbrotið 1888.
Býsna máður orðinn er
æfiþráður spunninn
og hjá báðum okkur hér
út mun bráðum runninn.
Við höfum leingi saman sveizt,
sopið, geingið, riðið,
vatnastreingjum rönd við reist,
reyndar eingu kviðið.
Nú er eg kall og förlast fiest.
feta um pallinn skakkur;
eg kemst valla upp á hest
án þess hallist hnakkur.
Páll Ólafssnn.
Merkilegt cr það, að rétt um sama leyti sem
Sunnanfari útskúfar guðleysisgreinum, kvað vera
stofnað nýtt tímarit hér í borginni, sem heiti
»Eimreið«, og sagt er að byrji gaungu sína með
rammasta guðleysiskvæði.
KaupeDdnr Sunnanfara í Múlasýslum eru leðnir
að borga andvirði hans til Magnúsar kaupmanns
Einarssonar á Seyðisfirði, eða ]>ess er hann tiltekur.
Kaupendur blaðsins í Dala og Barðastrandar-
sýslu eru beðnir að borga það til Björns kaupmanns
Sigurðssonar í Flatey.
Sunnanfari lýkur nú með þessu blaði 4. ári
sínu og hefir þá flutt 91 mynd af íslenzkum mönn-
um frá því hann hófst og þessutan nokkrar myndir
af útlendum mönnum og mannvirkjum. Blaðið var
stofnað hér á miðju sumri 1891 af milli 10 og 20
manns, en náði strax á fyrsta ári þeirri útbreiðslu,
að það hefði vel mátt borga sig með góðri skil-
semi á andvirði þess. Síðan hefir útbreiðsla þess
altaf farið smávaxandi, og nú hið síðasta ár hefir
kaupendum fjölgað svo, að upplag fyrstu númer-
anna var gjörþrotið áður en árgangnum væri
lokið, og þó ekki öllum fullnægt, er um blaðið
höfðu beðið. Verður því upplag næsta árs stækk-
að að mun. Abyrgðarmanni Sf. dettur ekki i hug
að þakka sér það, að blaðinu hefir fárnast svona
vel, heldur því, að margir góðir menn hafa stutt
það bæði sem útsölumenn og með því að rita í
það og má nú finna í Sunnanfara spor margra rit-
færustu mannanna okkar og nefnum vér þar til
hin formætustu skáldin Dr. Grím, Bened. Grön-
dal, Pál Olafsson, Steingrím, Matthías, Valdimar
Briem, þorstein Erlingsson, Einar Hjörleifsson,
Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, og teljum
vér þá eptir aldri þeirra, auk margra annara góðra
manna, sem sýnir sig og enn munu rita í blaðið.
Mun því verða framhaldið í sama horfi og hingað
til, og hafi allir þeir góða þökk og guðs vináttu,
gem hafa verið og enn verða því til liðs.
Dppseld eru 3 fyrstu blöðin af IV. ári Sunn-
anfara. þeir, sem kynnu að hafa eitthvað óselt
af þeim og ekki hafa von með að koma þeim út
eru beðnir að senda þau sem allra fyrst til ábyrgð-
armanns blaðsins.
Myndir af ýmsum merkum bændum og af
hinum konungkjörnu þingmönnum er ætlazt til að
komi út í blaðinu i sumar.
Sendið þið Sunnanfara myndir af merkum ís-
lenzkum mönnum með æfiatriðum þeirra.
Gamlar myndir af islenzkum mönnum ættu
þeir, sem kynnu að eiga þær, að ljá Sunnanfara
til afnota.
Fornbréfasafnið. I skýrslu þeirri, er stendur
í ísafold 11. Mai (41. bls.) þ. á., um samninga
Hafnardeildar Bókmentafélagsins við Jón þorkels-
son um útgáfu Fornbréfasafnsins, er slept, án efa
af ógáti eða ókunnugleika, einu ekki álveg óverulegu
atriði, sem sé þvi, að Jón, fyrir tilleitan félagsins
tók því að eins að sér prófarkalesturinn á safninu, að
styrkurinn til þess af Ríkisfé Dana væri hækkaður um
200 kr. árlega og styrkur sá héldist framvegis og
vitanlega borgaðist hindrunarlaust, sem þingið
veitti síðast. Af því að Kenslumálastjórnin tók
strax vel í málið að sínu leyti, þegar það var nefnt
við hana, liðkaðist það og af Jóns hendi, svo að
hann tók að sér prófarkalesturinn til bráðabyrgða
uppá væntanlegan veitingarauka. En um borgun
fyrir þann prófarkalestur, sem unninn er hefir ekkert
verið samið enn milli Jóns og félagsins. Próf-
arkalestur við fyrsta bindi safnsins var borgaður
af félaginu, og Jón telur sér þvi bera hann líka
þaðan fyrir það, sem hann hefir gefið út, en fé-
lagið heimtar að Jón gefi sér það starf. Forseti
félagsins lítur eins og áður yfir eina próförk, en
ber hana aldrei saman við frumritin. En alt hvað
meiri rekagátt verður út úr þessu máli, eru öll
líkindi til að Jón verði svo leiður á þvi, að hann
vilji ekkert eiga við útgáfu safnsins framar. Tim-
inn er dýr, góðir menn, og ekki vert að eyða
meira i þras af honum en þarf.
Fundur í íslenzku stúdentafélagi var haidinn
hér á sumardaginnfyrsta(25. Apr.)eptiráskorun nokk-
urra manna til þess að ræða um það, hvort ekki
skyldi félagið senda áskorun til alþingis í sumar
um að krefjast lagaskóla; fylgdi þvi einkum fram
Bogi Th. Melsteð, Helgi Jónsson o. fl. Tillaga sú
var feld, en samþykt tillaga J>orsteins Gislasonar
um það, að félagið sendi einga áskorun um hin
æðri kennslumálefni landsins í þetta skipti, því
að þingið mundi taka þau fyrir hvort eð væri.
Einn af fundarmönnum, ýngismaður Bogi Th. Melsteð,
var svo æfur á fundinum út í háskólasjóðinn, að hann
lýsti því yfir, að sinu nafni væri stolið undir stofnunar-
áskorun sjóðsins, oghafði hann þó undirskrifað hana í
eitthvað 30 manna viðurvist og varð feginn að
fá að mega gera það.
Danskur innliraunarhugsunarháttnr er það ó-
neitanlega, sem kom fram hjá Dr. Valtý Guð-