Sunnanfari - 01.06.1895, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.06.1895, Blaðsíða 7
95 mundssyni, þingmanni Vestmannaeyja, á fundinum hér 25. Apr. J>að er svo sem auðvitað, að hann vildi ekki hafa háskóla á íslandi, en hann vildi hvorki hafa þar lagaskóla né lagakenslu, heldur láta kenna íslenzk lög við Kaupmannahafnarhá- skóla, en þar með yrði með öðrum orðum alveg skotið loku fyrir, að lsendingar feingi nokkurn tíma Iaga- skóla í sjálfu landinu. Ekki einn fundarmaður var sá, er talaði, að ekki léti hann í ljósi fulla fordæming á slíkum »þeinkimáta«. Ofan á þetta bætti Dr. Valtýr svo því að vilja láta leggja niður læknaskólann, svo að allir íslenzkir læknar skyldu lika framvegis reyrast við háskólann danska. Pólitíkin Og kvenfólkið. Stefnir (III, 5) er eitthvað að gera gys að því, að kvenfólkið sé að skipta sér af pólitík. I ræðu, sem Bismarck gamli hélt á dögunum til kvennaflokks eins, er færði honum ávarp og árnaðaróskir, fórust honum svo orð meðal annars : »Kveðja yðar er mér sérlega kærkomin og fagnaðarrík, af því að það eru kon- ur, sem flytja mér hana. Hafi eg konurnar með mér, þá er eg úr því ekki smeikur við mennina; það verður þá hægt að ráða við þá. Mér hefir altaf þótt það illa farið, að betri helmingur mann- kynsins hefir ekki meiri áhrif á pólitíkina en nú er. Eg heimta ekki að konur skuli tala í Ríkis- þinginu, en ef þær hefðu dálitið meiri áhrif á þingkosningarnarenhingaðtiþþá held eg færi betur«. Skandinavisk Antikvariat hér í borginni (Höst & Sön) hefir eins og sjá má af auglýsingu hér áður í blaðinu(Nr.l l)gert samningvið Jónskólameistaraþor- kelsson í Reykjavik um nýja útgáfu af öðru safni hans til viðbótar íslenzkum orðabókum, sem fyrsta heptið er komið út af, og um nýja útg. af Sex söguþáttum, sem prentaðir voru i Rvík 1855, og eru þeir út komnir Báðar þessar bækur voru uppseldar og eru nú prentaðar alveg eins og fyrri svo að eingu skakkar. f>að kalla menn erlendis anastatiskt prent, en vér köllum það uppstöðuprent, og með því prenta menn nú upp fornbækur. Ætla má, að þessi gamli og góði heiðursmaður, sem er höfundur og útgefandi þessara bóka, sé mönnum svo tíður nú á Islandi, að marga fýsi það til að eignast bækurnar. Um framfaramál Jandsins og samgaungur ritar einn merkisbóndi í Isafjarðarsýslu ábyrgðarmanni Sunnanfara á þessa leið: »f>að hafa eigi hið minsta hrygt mig afdrif stóra málsins á þinginu i sumar, og meira að segja eg óska helzt að það komi aldrei á dagskrá þess framar í sömu mynd. Eg þoli ekki að þjóðin selji erlendu auðvaldi, hverrar þjóðar sem það er, framfaraveg sinn um svo lang- an tíma, sem henni er svo ofurhægt að feta sjálfri, ef hún vill. f>að er eingin gild afsökun móti því, að hún geti átt kænu eða kænur með gufustrompi, er flotið geti milli landa og kringum strendur landsins, og sem að nægt gætu þörfum hennar í bráðina. það getur ekkert afsakað þetta, nema forn lítilmenskuandi, sem vill láta aðra gera alt fyrir sig, og kveina svo á eptir yfir okurvaldi og illri meðferð á sér, að berjast af öllum krapti fyrir sjálfsstjórnarrétti, en falla á kné í andans auð- mýktar lítilsmensku fyrir konglegri majestet gufu- skipskonunganna erlendis til að biðja þeirra allra náðugustu mildi um bát, er fljótari sé en þeirra fáu fiskikænur kringum strendur landsins, og skroppið (geti) til næstu landa, — er vegur. sem eg fæ ekki fetað og ekki fest fót minn á. jþað vita allir að atvinnuvegirnir eru lífsskilyrði, en þeir eru það því að eins, að hver bjargi sér sjálfur, og það skilyrði nær eins til þjóðanna sem einstaklingsins«. Væri svona dugandi hugsunarháttur hjá mörgum mönnum og framkvæmd fylgdi með eptir orku, þá skipaðist mart á skömmum tíma. Járnbrautarmálið. Hana nú, þar hefir þing- maður Dalamanna lýst þvi yfir, að mál þetta komi ekki fyrir þing í sumar, því að allir »ríkismenn- irnir« (erlendu?) sé geindnir úr skaptinu. Tarna var ljóta kjaptshöggið fyrir Austursýslurnar, sem voru allar komnar á lopt af járnbrautarórum. Veslings Skaptfellinga, sem útundan eru átakan- legast með samgaungurnar, kvað enda hafa verið farið að dreyma um járnbraut austur endilanga Skaptafellssýslu með jarðgaungum undir alla sand- ana og stórárnar, eða þá að brautin skyldi liggja á svo himinháum bogum, að eingin jökulhlaup næði þeim að granda, borað gat gegnum Steigar- háls og Reynisfjall og þar fram eptir götunum, en nú verða þeir fyrst um sinn að sætta sig við þenna bollalagnað og eimreið á pappirnum. Danir og íslenzkar bokmentir Rétt í sömu andránni og háskólinn danski dauðadæmir allar bókmentir Islendinga frá síð iri öldum rita »Ber- lingatiðindi«, helzta blað Dana og málgagn stjórn- arinnar, hinn 27. Mai. þ. á. um kvæði Dr. Gríms Thomsen á þessa leið meðal annars: ». . . Ætli menn i kveðskap nútimans að leita hins fornnor- ræna anda, þá finna menn hann hvergi koma svo glögt fram sem hjá honum. Hinar stórkostlegu myndir, sem hann leiðir fram með orðfáum gagn- yrðum, minna mann á kveðskap fornaldarinnar . . . Hinn fámálugi ljóðkveðskapur hans, sem er stórauðugur af frumlegum hugsunum og lýsingum (myndum), sem eru alveg einstakar i sinni röð, er eitt hið einkennilegasta, sem til er í kveðskap allra Norðurlanda . . .« Komi nú dómi háskólans og Berlingatiðinda saman hundlaust hver, sem vill og heiti þar með hofmann. Stj örnu-heilsud rykkur. Stjörnu-heilsmlrykkurinn skarar fram úr alls konar „Lífs-Elixír“ sem inenn alt til þessa tíma bera kensli á, bæði sem kröptugt læknislyf og sem ilmsætur og bragðgóður drykkur. Hann er agætur læknis-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.