Sunnanfari - 15.06.1900, Side 7

Sunnanfari - 15.06.1900, Side 7
»Hvernig stendur á því, að þór fenguð ekki björgunarmedalíu, yðar hátign?« spurði Frederiksen hafnsögumaður. »Það er von þú spyrjir svo«, segir konungur; »það var lúalega gert, að láta mig ekki fá hana«. Þetta, hve konungur var að sjálfs hans sögn ódeigur að fleygja sér á kaf til að bjarga, kem- ur ekki meira en svo vel heim við óbeit þá, er hann hafði annars á að koma nærri vatni. Skó- sveinar hans áttu oft í mestu . herkjum að fá hon- um þvegið um andlit og hendur. Eg horfði sjálfur einn morgun í Kristjánshöll á konunginn á flótta um gólfið hringinn í kring undan Lojtved skósvein, er var með vatnsskál í hendi til að þvo honum. Stundum fóru líka björgunartilraunir konungs t'ram á þurru landi. Hann sagði okkur Fensmark einu sinni sögu af því, að einn góðan veðurdag hefði haun verið að leika sér í hallargarðinum og heyrt alt í einu hljóðað hátt einhversstaðar inui i höllinni. Hann gekk á hljóðið. Þetta var þá her- togafrúin af Bevern, og hafði fest sig á pilsunum í þröngum gormstiga ; fæturnir diugluðu niður í lausu lofti. Hann skreið inn undir pilsin og togaði í fæt- urna þanga til, að hún gat tylt þeim niður. »Eg ætlaði alveg að kafna« sagði hann, »og var helblár i framan, þegar eg kom út«. Ekki var þessi at- burður ókynlegri fyrir það, að hertogafrú þessi dó mörgum árum áður en Friðrik konungur fæddist. Það var sök sér, þótt konungur segði sögur af þessu tægi hirðmönnum sínum eða heimamönnum.. Hitt var lakara og óviðfeldnara, er þannig vaxiun skáldskaparandi kom yfir hann í viðurvist ókunn- ugra. Einu sinni hafði hann boðið Hinrik prinz af Weim- ar til dagverðar með sér. Eftir máltíð tók konung- ur sig til og fór að skemta honum sjálfur með hljóðfæraslætti. Hansen »kammermusieus« liafði kent honum að leika á fortepiano dálítinn kafla úr liergönguslag með einum fingri. Þegar þeirri þraut var lokið, segir konungur við Hinrik prinz : »Eg hefi sjálfur samið þetta lag«. »Það er mikið fallegt, yðar hátign«, mælti pritiz- innj »en mér finst það vera í seinna lagi«. »Já«, anzaði konungur; »eg samdi það líka við fráfall föðtir míns og ætlaðist til að það vreri sorg- arslagur«. En svo leikinn, sem konungur var að setja saman svona sögur, þá var rnaður einn við hirðina, sem stóð honum allvel á sporði í þeirri list. Það var einn aðstoðarforinginn hjá hontim, N. N. kapteinn. Það var eins um hann og konung, að furðumargt fáheyrt og kynlegt hafði á dagana drifið fyrir honum. Ekki var hægt að kotna með neitt það, er N. N. hefði ekki að höndum borið eitthvað af sama tregi, nerna hvað það var oftast fáheyrðara og merki- legra. Það var bysna-gantan að heyra þá konung leiða saman hesta sína og ganga hvorn fram af öðr- um í frásögum um fáheyrða atburði, er þeim hafðt að liöndum borið um ævina, og það er sannast að segja, að konnngur lét sjaldan standa upp á sig. En einu sinni slettist þó upp á. Við vorum þrír á báti úti á Baðstofutjörn og vorunt að veiða síli. Þá sagði N. N. sögu af því, að einn sinni hefði haun verið á ferð austur í Kína og séð þar postulínsturn svo gamlan, að út úr efstu gluggun- um á honum óx eik, »sem var hærri og gildari en þessi þarna«, mrelti hann og benti á geysimikið eikitré, er stóð á bakkanum við tjörnina. Eg sá undir eius á konungi, að hann var að berjast við að koma með aðra sögu, sent skaraði frarn úr þess- ari hjá N. N. En þótt furðulegt væri, þá lánaðist honutn það ekki. Þá varð hann fok-vondur og mrelti : »Hvern fj......ertu að gera með að ljúga svona að okkur, Holten ? Eg vil ekki hafa það !« — Ekki er gott um það að bera, hve mikinn eða lítinn trúnað konungur hefir lagt sjálfnr á þessar sögur sínar. Honum virtist hafa veitt yfirleitt held- ur örðugt að skeia úr, livort eitthvað hefði á sér sannleikseinkenni eða ekki. A það benda ummæli þau, er hann hafði einu sinni um Irminger sjóliðs- foriugja, er lengst hafði verið hirðmaður hans; Frið- rik VI. hafði skipað hann aðstoðarforingja hjá hon- um þegar hann kvæntist Vilhelmínu prinzessu (1829). Eg hefi aldrei kynst skylduræknari manni en Irm- inger sá var. Hann vildi ekki vamm sitt vita, hvorki í embættisstörfum sínum né öðruvísi. Hann var svo vandur að því að láta sér aldrei um munn fara annað en það, er væri sem allranákvæmlegast sannleikanum samkvæmt, að hann hugsaði svo ræki- lega um hvert orð, sem hann sagði, aö það vareins og manni fyndist hvað ómerkilegt sem hann sagði vera miklu meiri sannindi en ef einhver annar kom með það. Það var einhvern dag, er við komum inn til kon- ungs nokkurir saman, hirðmenn hans, og bað hann okkur þá virða sér til vorkunnar, þótt liann kynni að vera eins og eitthvað utan við sig. »Því hann Irminger er búinn að troða i mig þeim

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.