Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 6
70
ir okkar verður að ganga berfætt á klakanum í
vetur, af því að kirkjan gat ekki hjálpað mér um
eina oblátu fyrir bréf.
J ó n :
Kirkjan ! Hún hefir ekki átt fyrir útförinni
sinni, eftir að hjúin fóru að kjósa húsbændurna.
Það er aumi búskapurinn á þeim bæ.
B ó n d i n n:
Hefir þú heyrt það, elskan mín, að alt fóikið
i veröldinni er dáið. Þeir opnuðu brjóstið á
henni Asu minni, og fundu hrafntinnu þar, sem
hjartað átti að vera.
S i g n ý:
Asa ! — Heyrir þú ? (Ása yptir öxlum).
B ó n d i n n
(rankar vift sér aftur):
Helga min, hún mððir þín var að sækja mig.
H e 1 g a :
Þú mátt ekki deyja frá mér !
B ó n d i n n :
Helga mín! eg finn ekki, hvort þú heldur í
höndina á mér enn þá.
H e 1 ga:
Eg held alt af í hötidina á þér. Skildu mig
ekki svona eftir!
Bóndinn:
Þú býr yfir dulinni hjartasorg — því hefir þú
ekki sagt mér hana. — Hvar ertu ? — Eg sé þig
ekki.
Helga
Mín sorg er mín! — Eg get ekki borið hana,
þegar þú ert farinn.
B ó n d i n n:
Mér heyrðist þú — tala — einhversstaðarfyr-
ir utan bæinn (íokar augunum).
Síra Sigurður:
Nú flýtur hann út úr lífsins ós og út á ei-
lííðarinnar haf. (Gerður k emur og gengur inn undir
kamer8dyrnar).
B ó n d i n n:
Þarna stendur krossinn í skýjunum — og
hún Sigríður mín — stendur undir honum.
Helga:
Undir honum standa ótal konur í lífanda lífi
enn þann dag í dag.
B ó n d i n n
Sjáið þið! sjáið þið! — Nú ekur krossinn —
á eldlegum vagni — hingað norður á — —
sveitirnar! (Andvarpar, seðlarnir detta úr hendinni 4
honum niður á gólfið. Ása tekur seðlana upp og telur
þá. Bóndinn deyr).
Helga
(Hallar sér yfir föður sinn og spennir handleggina
yfir um hann og stólinn sem hann liggur í):
Nú er öll von úti.
(Gerður gjörir krossmark fyrir sér í kamersdyrunum).
Síra Sigurður:
Sigrað hefir hann enn, timburmannssonurinn
frá Nazaret!
(Tjaldið fellur).
íjiillhúsið kóngsins og drengirnir.
(Eítir lidr. 289, 4to, i Saíni Jóns Sigurðssonar).
(Framh.).
V.
Ekki hafði Bjarni áður komið til Lundúna, og
var því ókunnugur veginum í borginni. Gengur
hann þá á land og inn i borgina; þótti honum
byggingar og götur mikilsverðar, og sá hann, að
Kaupmannahöfn var 1 ítilfjörlegur kotbær hjá þess-
ari stóru borg, sem hann nú var kominn í. Þeg-
ar Bjarni er búinn að ganga lengi, tekur honum
að lengjast eftir að sjá höll konungs; fer hann
þá að hugsa um, að ;,pyrja einhverstaðar til veg-
ar, en réð það þó af, einna mest vegna þess,
að hann hafði heyrt svo mikið talað um sniðuga
þjófa á Englandi, enda bar hann talsvert á sér
af peningum. Dettur honum þá í hug, að setjast
einhverstaðar niður á afvikinn stað, og bíða
þangað til tungiið kæmi upp. Sezt hann niður
á stein og fer að rifja upp fyrir sér »Fingrarím-
ið« og fann undir eins, að tunglið átti að koma
bráðum upp; en eftir því sem hann sá á sigur-
verki sínu, var hann búinn að ganga góðar tvær
bæjarleiðir frá skipinu. Ekki leið það á löngu,
áður tunglið kæmi upp, og birti þá mikið í borg-