Sunnanfari - 01.08.1902, Qupperneq 1

Sunnanfari - 01.08.1902, Qupperneq 1
X 8. REYKJAVÍK ÁGÚSTMÁN. 1902 íslenzkir listamenn. i. Skurðhagir hafa margir íslendiugar verio, fyr og síðar, eins og frændur þeirra Norðmenn. En mjög fáir notið almennilegrar eða jafnvel nokk- urrar tilsagnar í þeirri list, við listaskóla eða hjá fullnuma listamönnum. Vér minnumst eigi annarra en Gunnlaugs Briem, síðar sýslumanns (f 1834) og Guðmundar nokkurs Pálssonar »bíld- höggvara« (um miðja öldina sem leið), auk manns þess, er hér verður frá sagt og fyrstur og fremstur er slíkra lista- manna vorra kynslóðar, — eða réttara sagt hinn eini í þeim flokki að svo stöddu. Gunnlaugur Briem sigldi ung- ur til Khafnar, 15 vetra, með Sigurði biskupi Stefánssyni 1788, að ráðstöfun Bjarnar prófasts Halldórssonar, er tekið hafði hann til fósturs, »til að læra þar hand- verk; þar lagði hann sig í 7 ár eftir bíldhöggvarasmiði á íþrótto- skólanum, varð útskrifaður þaðan og fekk skólans silfur-heiðurspen- ing« segir Bogi Benediktson í Sýslumannaæfum (I. 289). »Haíði lært bilætahögg« segir um hann í Espolíns bókum (XI 108). Þeir höfðu verið vel kunnug- ir í æsku i Khöfn, hann og landi hans Albert Thorvaldsen, er mikil frægð og frami átti fyrir að liggja, og héldu vináttu meðan þeir lifðu báð- ir. En lítið mun Gunnlaugur hafa fengist við list sína, er liingað kom til lands aftur, enda gerðist brátt embættismaður og hefir vitað sem var, að hér var lítil atvinnu von að henni. Guðmundur Pálsson höfum vér heyrt að stundað hafi nám við listaskóiann í Khöfn um stund milli 1850—1860, en lagðist í óreglu og varð auðnuleysingi; flæktist hingað til lands og var eitthvað notaður lítils háttar í sinni iðn, t.d. af Ásgeiri á þingeyrum, er hann lét reisa kirkj- una þar hina merkilegu og vönduðu. Svo sagði Brynjúlfur Bergslien, myndasmiðurinn norski, er mikil kynni hafði af Islendingum í Khöfn og dáinn er nú fyrir fám árum, að Guðmundur hafi verið óvenju-hagur að náttúru; hann hafði verið honum samtíðaí Kh. ánámsárum þeirra beggja. Stefán Eiríksson, sá er hér seg- ir frá, er nú maður hátt á fer- tugsaldri, f. 4. ágúst 1864, að Fremra-Seli í Hróarstungu, sonur Eiríks bónda þar Einarssonar og konu hans Katrínar Hannes- dóttur. Hann sigldi til Khafnar hálfþrítugur (1889), fyrir tilstuðl- an Sigurðar prófasts Gunnarsson- ar, er þá var prestur á Valþjófs- stað (tiú í Stykkishólmi), og veitt hafði óvenjulegum hagleik hans eftirtekt; og stóðu þau hjón, frú Soffia Einarsdóttir fyrir tom- bóluhaldi á Vopnafirði sama haust, er gaf af sér 300 kr., sem send- ar voru honum til styrktar til Khafnar. Annan styrk fekk hann ekki héðan af landi til náms síns, hvorki fyr né síðar. Hann dvaldist 6 ár í Khöfn og naut þar beztu tilsagn- ar í tréskurði, dráttlist o. fl. — í tréskurði hjá C. P. Hansen, ágætum listamanni í þeirri grein. Því næst íerðaðist hann suður til Berlínar og naut þar tilsagnar Ferdinands nokkurs Fogt, og árið eftir suður í Leipzig; þaðan suður i Sviss og dvaldist í Zíirich 3 mánuði. Hann fekk bronze-medalíu fyrir prófsmíð sína í Khöfn, er hann varð fullnuma þar. Síðast ferðaðist hann

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.