Sunnanfari - 01.08.1902, Side 2

Sunnanfari - 01.08.1902, Side 2
s8 suður í Dresden og Vín með 450 kr. styrk af »dánargjöf Larsens og konu hans« (í Khöfn). Hann hvarf heim hingað aftur 1896, til Vopnafjarðar, dvaldist þar eitt ár og kvæntist þar jungfrú Sig- rúnu Gestsdóttur frá Fossi í Vopnafirði. Haust- ið 1897 kom hann hingað til Reykjavíkur og hefir hafst hér við síðan. Tíma sínum hefir hann orðið að verja mestöilum til að hafa ofan af fyr- ir sér með tilsögn í dráttlist í skólum hér (Kvennaskóla, Barnaskóla, Iðnaðarmannaskóla o. s. frv.); hefir auk þess haft heimaskóla hjá sér til þeirrar kenslu, með nokkrum landssjóðsstyrk síðari árin, — með 40 til 50 nemendum hvern vetur, í 3—4 deildum. Tréskurð hefir hann og kent fáeinum uemendum, 5—6 alls. Fyrir það liggur ekki mikið eftir hanu enn af smíðisgrip- um; en einkarvandað er það. Sunnanf. hefir áður (IX, 5) flutt mynd af aski þeim, ersmíðaður varhanda íslandsvininum P. Feil- berg og nokkrir vinir hans sendu honum. Myndirnar í þessu tbl. (bls. 60 og 61) eru önnur af hörpu þeirri, er skólapiltar gáfu yfir- kennara Steingr. Thorsteinsson á sjötugsafmæli hans 31. maí 1891. Hún er öll gerð úr fíls- beini. Hin er skorin í peruvið og er skjöldur á ljósmyndabók, er nokkir Islendingar sendu ekkjufrú Molbech í Khöfn, systur dr. Har. Krabbe. St. E. er mjög yfirlætislaust lipurmenni, eink- arvel látinn af lærisveinum sínum og öðrum, er kynni hafa af honum. Hann ætti að fá fleiri verkefni og meiri hátt- ar en gerst hefir til þessa, og vera svo háttað högum hans, að hann gæti varið tíma og kröft- um til þeirra. Það kemur vonandi, þegar hér fjölgar meiri háttar stórhýsum og fólki lærist að meta meir en nú gerist vönduð listaverk, til hi- býlaprýðis m. fl. Höf. kvæðisins hór á eftir, Sigurður Jóns- son, er Þingeyingur, bróðir Jóns kaupstj. Jónsson- ar frá Múla. Hans er getið frekara í síðasta hefti Eimreiðar, um leið þar er birt kvæði eftir hann. Þetta kvæði, um Laxá, og eins hitt í Eimr., ber ó- rækan vott þess, að þar eigum vér mikið efnilegt skáld, er almenningnr hefir ekki vitað um áður. L.axá yíö Mývatn. Af ijallkringdri sléttu um flúðir og kletta þú flæðir braut; svo djörf og ítur þú áfram þýtur í Ægis skaut. Sem gyðja svífi, og söngvum hrifi burt sorg og drunga af Jarðar brá. Þú sveitir klýfur og sálir hrifur þar söng-elsk hjörtu í brjóstum slá. Þó einn sé strengur á óðarhörpu, þú öllum tónum ert viss að ná. Eg söngljóðin vanda þér vildi til handa, mín vina góð! sem tálmun hleður og hlær og kveður þinn hreysti-óð. Mér lágu uugum svo oft á tungu þau orð, sem féllu í stuðla’ og söng, en hvergi betur um vor né vetur en við þín straumsorfnu klettagöng. Það var sem sál mín þar samhljóm fyndi, og sorginni kvæði þar Líkaböng. Þú kennir ei’ ára, svo alt af er bára þín ung og söm, og fossar dynja, svo flugbjörg stynja við fótstig röm. Þú vefur armi að björtum barmi og blómum klæðir hvern hólma’ og sker, og fjör og yndi með einu lyndi þar Eden byggja í faðmi þér. Og skyldi Adam þar yrkja’ og verja með Evu sinni — það kysi’ eg mér. Hve frjálsleg er bráin þín, fegursta áin vors fagra lands; og blómsturlindar um bakka mynda þér brúðarkranz, en sporðar blika í blástraums-kviku, sem bugðast og vefst um dranga og sker, und’ viðarfléttu i fylgsnum kletta þar fuglinn hreiður-bú gerir sér. Hér bezt eg uni mér upp til fjalla, og aldrei þaðan eg viljugt fer. Um hraungrýtis-klungur og hyldýpis-sprungur

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.