Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 3
59 þi'i hefur för, og hoppnr n steimim i hundrað greinum með hlátra’ á vör. En skórinn þrengist, er leiðin lengist, þá lemurðu’ í hamrana gljúfra flug, þar sezt í eining öll sundurgreining, og syngjandi fellurðu’ í öldubug. Svo brjótum við gljúfrin í gegnum fjallið, ef göngum saman með einum hug. í átthögum mínurn, hjá upptökum þínum, þar er svo margt, sem oft eg minnist, en einkum finnist mér alt svo svart. Ef fjarri bý eg, í faðm þinn sný eg á fjöðrum andans, ó sveit mín kær! hjá ánni þinni mér enn í minni með öllum litskiftum bernskan hlær. Og fyrsta kveðjan frá ánni ómar, ef aö sá kemur, sem dvaldi fjær. Þó sakleysið skini á svipmóti þínu, eg samt veit vel, und’ vinarhjúpi í dimmu djúpi sig dylur Hel. Þó trygðabandi sé bundinn andinn við bláa strauminn þinn ár og síð, samt hver, sem mætir þér höllum fæti, má heyja ’ið efsta og síðsta stríð. Því réttum fæti að brjóta boðann þú bendir syngjandi öllum lýð. Signrður Jónsson. Nokkrar sagnir um fjarskynjunargáfu. i. Guðríður Jónsdóttir i Bjarnarhöfn. Það er hin sama Guðríður, sem sagði mér sögurnar 8. og 11., hér að framan (bls. 39 og 47). Hún var ekkja, 79 ára gömul, árið 1899. Hafði hún fyrrum búið með manni sínurn i Höskuldsey og átt nokkur börn, sem nú voru öll dáin. Eftir lát manns síns hætti hún búskap og fór að Bjarnarhöfn. Var hún fyrst vinnu- kona hjá Þorleifi eldra dbrmanni og svo hjá Þorleifi yngra, en eftir lát hans hjá ekkju hans, sem nú (1899) býr í Bjarnarhöfn með seinna manni sínum. Báru þau Guðríði mjög gott orð fyrir trúmensku og áreiðanleik. Sonum Þorleifs yngra, sem þar eru nú fulltíða menn, bar og saman við þau um hana. Það kom upp hjá Guðríði, þegar við vorum að tala um fjarskynjunargáfu Þorleifs, að hún hafði sjálf haft þess konar gáfu stöku sinnum, meðan hún var á bezta aldri. Bað eg hana að segja mér sjónir sínar, en hún var treg til þess; sagði, að svo hefði flestum af þeim verið háttað, að sér væri engin gleði að rifja þær upp. Loks lét hún þó til leiðast að segja mér tvær, og set eg þær hér. Einu sinni sem oftar lá hún undir barni sínu í Höskuldsey. Það var um haust. Kvöld eitt var hún lasin og háttaði snemrna. Þá er hún var ný-sofnuð, vaknaði barnið. Settist hún upp, kveikti ljós, huggaði barnið og svæfði það aftur. Síðan slökti hún ljósið og lagðist út af. í því sama virtist henni sem þekjan væri horf- in af baðstofunni og hún sæi út á rúmsjó; sér hún þar skip á hvolfi og 1 mann á kili, en annað skip ber að og bjargar honum. Þessi sjón hvarf þegar aftur. Seinna fréttist, að þetta kvöld hefði skipi úr Rifi hvolft á heimsiglingu og allir mennirnir far- ist nema 1, er komst á kjöl og var bjargað af öðru skipi, sem á eftir kom. Annað sinn stóð eins á. Hún lá undir barni, hafði svæft það um nótt og kveikt ljós á með- an, en slökti það, er hún lagðist út af. I því sér hún út um eyjar. Sér hún mann í eyðiey, er þar hleypur í sífellu fram og aftur. Henni verður bilt við og kallar til húsmanns, er Einar hét og svaf þar í baðstofunni, og segir: »Heldurðu að hann lifi til morguns, maðurinn sem þarna er einn í eyðiey?« — Því veður var kalt. Einar vaknar og svarar: »Hann getur kallað á hjálp úr bygðum eyjum«.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.