Sunnanfari - 01.08.1902, Qupperneq 4

Sunnanfari - 01.08.1902, Qupperneq 4
6o Soínar Einar jafnskjótt aftur. Sjónin hvarf þegar aftur. En Guðríður var hrædd eftir og vakti lengi. Þetta kvöld hafði skip larið úr Stykkishólmi út í eyjar. Þeir er á því voru áttu þar heima. Einn átti skemst að fara, og ætluðu þeir að landsetja hann i þeirri ey, sem hann ætlaði til. En af því nótt var, og mennirnir drukknir, vilt- ust þeir og settu manninn á land í eyðiey nokkra. Þar varð hann að gista til morguns, og hélt hann á sér hita með því að hlaupa fram og aftur. Um morguninn heyrðust köll hans til bygðra eyja, og var hann þá sóttur. Því skal bætt við þessa sögu, að í Olafsvík átti eg tal við mann einn um fjarskynjunargáfu, og sagði honum þetta. Hann sagði þá: »Eg kannast við þetta. Maðurinn hét Guðmundur. Eyðieyin, sem hann var í um nóttina, heitir Hníísey. Og af því hann orgaði þar svo hátt og lengi, var hann upp frá þ'ví kallaður Hnijs- eyjarorgelið«. II. IngunníGötuí Fellum. Þorsteinn hét bóndi á Skeggjastöðum í Fellum, faðir Jóns, föður síra Ein- ars i Kirkjubæ. Þorsteinn var röskur maður og skytta góð. Valgerður hét kona hans. Oddur hét bóndi í Götu hjá Skeggjastöðum. Ingunn hét kona hans. Hún hafði orð á sér fyrir fjarskynjun. Oddur hafði búið á Skeggjastöðum á undan Þorsteini, og voru þær vinkonur, Ingunn og Valgerður. Það var einn vetur, er hjarn gerði og færi gott, að Þorsteinn fór snemma morguns einn upp á Fljótsdalsheiði með byssu sína, að leita hreindýra. En brátt rak á blindhríð með frosti og stormi. Stóð hún þann dag. Um morgun- inn eftir var Þorsteinn ekki kominn. Þá var fært veður í bygð, en sömu hríð að sjá til heið- arinnar. Stóð svo í ii dægur, og allan þann tíma vantaði Þorstein. Eigi voru tiltök að gera leit upp á heiði. En Valgerður fór á hverjum morgni yfir að Götu og spurði Ingunni, hvort hún sæi nokkuð til Þorsteins. Hún svaraði 3 morgna hinu sama: »Hann er að villast á heiðinni, og er í óvana- legum búningi og dregur eitthvað á eftir sér, sem eg veit ekki, hvað er«. En fjórða morguninn sagði hún: »Nú er hann kominn að insta eða næst- insta bænum i Fljótsdal. Nær er ekki til neins að spvrja að honum«. Þann morgun hafði Olafur bóndi á Kleif séð, er hann kom út, að eitthvað var að skríða á ísnum fyrir neðan túnið. Forvitnaðist hann um það. Fann hann þar Þor- stein, örmagna tnjög, og bar hann heim. Lá hann þar um hríð, en náði sér svo aft- ur. Sagði hann svo frá, að hann skaut hteindýr eitt, og fló af þvi húðina. En þá rak á hríðina, og sá hann, að hann mundi villast. Vafði hann því dýrshúðinni um sig, tók af dýrinu annan bóginn og dró hann eftir sér. Var hann á ferli öll þessi 11 dægur og nærðist á því, að naga dýrsbóginn frosinn. Loks komst hann ofan að ánni fyrir neðan Kleif, og sást þaðan, sem fyr segir. Stóð þannig alt heirna, sem Ingunn hafði sagt. Frá þessu sagði mér Gunnar Hinriksson, vef- ari. En honum sagði Jón á Víðivöllum, merkur fróðleiksmaður, og svo gamall, að hann mundi vel eftir þessu. III. Þorgils á Rauðnefsstöðum. Um og eftir miðju 19. aldar (fyrir 1882) voru margir vel efnaðir sauðabændur á Rangárvöllum, fornmannlegir í háttum, en drenglyndir í huga. Einn af hinum helztu var Þorgils Jónsson, bóndi á Rauðnefsstöðum (f. 1799, d. 1878). Hann var »þéttur á velli og þéttur í lund«, rausnar- Haepa Stbingr. Thoksteinsson.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.