Sunnanfari - 01.08.1902, Side 5

Sunnanfari - 01.08.1902, Side 5
maður, hjálpsamur, tryggur og raungóður, vits- munatnaður, fróður og minnugur, fremur dulur í skapi ódrukkinn. Drakk í ferðalögum, eins og þá var títt, og var þá ekki fyrir alla að mæta honum í oroakasti. Heima drakk hann ekki, nema þá er hann veitti gestum. Var hann þá einkar-skemtilegur í viðtali. Því brá fyrir, er hann var drukkinn, að hann talaði eins og hann sæi eitt eða annað gerast á íjarlægum stöðum. Var það haldið drykkjurugl En stundum íréttist það þó síðar, að það, sem hann hafði talað unr, hafði gerst á þeirri sömu stundu. Aldrei talaði hann berlega um þessa fjarskynjun sína, og því voru flestar sagnir um hana óglöggar. Þó ltefi eg náð í eina, sem er gfögg og áreiðanleg, og set eg hana hér. Sunnudaginn n. okt. :868 komu gestir að Rauðnefsstöð- um; veitti Þorgils þeim vín og varð sjálfur nokkuð drukkinn. Þá er þeir voru farnir, lagði hann sig fyrir i rökkrinu og sofnaði. Bráðurn vaknaði hann aftur, og fór þá að tala um, eins og við sjálfan sig, að bágt cetti mennirnir á fjöllun- um, og óskaði hvað eftir annað, að þeir væri komnir heim að Rauðnefs- stöðum. Þetta heyrði alt heimafólkið, og áleit það drykkjurugl. En seinna fréttist, að Þorlákur bóndi í Gröf í Skaftártungu, og þeir 4 saman, hefðu þá um morguninn lagt á Fjallabaksveg, og komu þeir aldrei fram. Var margs til getið um þá. Og eitthvert sinn (eða jafnvel oftar en einu sinni), er Þorgils heyrði tilgátur manna, sagði hann berlega: »Þeir liggja dauðir á fjallinu, — ekki veit eg hvar; — þeir eru þrir sarnan og hinn 4. skamt frá«. Meðal þeirra, sern heyrðu Þorgils segja þetta, var Ingibjörg Ketilsdóttir, vinnukona hans. Hún var gáfuð vel, réttorð og skrumlaus. Hún varð síðar seinni kona Odds bónda Eyólfssonar á Sámsstöðum, og þá sagði hún frá þessu, svo Oddur heyrði Oddsson, stjúpsonur hennar. En hann sagði mér síðar. Bein þeirra Þorláks fundust að 10 árurn liðn- um undir öldu vestan til á Mælifellssandi. Voru 3 saman, en hinn 4. skamt frá. Svo sagði Odd- ur. Hafði hann lagt þetta vandlega á minnið, því áður hafði stjúpa hans sagt honum orð Þor- gils, sem nú var sagt. Þorsteinn, son Þorgilsbónda, er nú verzlunarmaður á Eyr- arbakka. Hefi eg sýnt honurn það, er eg hafði ritað hjá mér um þetta, eftir Oddi. Segir Þorsteinn það standi alt heima. Segist vel nntna eftir orðurn föður -síns, sent áður eru sögð. Og sjálfur segist hann hafa verið einn af fjall-leitarmönn- um þeim, er beinin fundu 10 árurn síðar, og sé sér því vel kunnugt um, hvernig þau lágu. Um staðinn, sem beinin voru á, segir Þorsteinn, að hann sé langt fyrir austan Hvanngil, og hafi talsvertvant- að á, að þeir hafi náð þang- að,—-sent Þjóðólfur (21. ár, nr. 3 —4) gerir þó ráð fyrir.—Hafi bylurinn þvýhlotið að koma á þá þegar á sunnudagskvöldið. Er það og líklegt, þar sem svo hátt liggur, þó ekki kæmi hann í bygðinni fyr en daginn eftir. Brynjúlfur Jónsson. Bréf tíl Konráðs Gislasonar frá Jónasi Hallgrimssyni og Gisla Thorarensen 1844. [Konráð var þá 1844 suður í Krescha á Saxlandi sér til lækninga, einkum við augnveiki. Þóaðbréf- ið sé sumstaðar nokkuð gáskafult, kemur það þó

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.