Sunnanfari - 01.02.1912, Page 6

Sunnanfari - 01.02.1912, Page 6
14 hann með eigin hendi. Þau högg liaíði hann látið eins og vind um endann þjóta, — af því að það lá svo beint við, að hann hefði svikist um og sofið. Jón var góður þegar lygin barst upp í hendurnar á honum. Hins vegar hefði hann hvorki haft snarræði né áræði til þess, að lála skipsjómfrúna kyssa sig í dimmum káetugangi, fullum af fólki í misgripum fyrir stýrimanninn, eins og sumir hafa gert. Svona var Jón, og þegar þessi saga byrjar, stóð hann úti við borðstokkinn, og vissi ekki til þess, að hann væri neitt nær æfintýrinu, en vant var á þeim stað. Farþegar voru margir, eins og vant var, en ekki þekti hann margt af þeim og langaði ekki einu sinni til að þekkja þá. Hann hélt því mest til niðri í þriðja klefanum á fyrsta fari, þar sem hann bjó með Sigurði, félaga sínum,og þangað ætlaði hann nú alfarið þetta síðasta kvöld. Hann vissi hvað Sigga greyinu leið, hann var ekki vanur að hafa mikið um sig milli hafna, og morguninn eftir áttu þeir að vera komnir á Reykjavíkurhöfn. En það átti nú ekki fyrir Jóni að liggja, að ganga til hvílu kl. 9 síðdegis þetta kvöldið. Á leiðinni niður skaut einhver þremillinn því að honum, að líta inn í reykingaklefann og sjá hverjir þar væru að spila. Og það fyrsta sem hann sá, var Ijóshærð stúlka, sem brosti og blasti við honum þar sem hann stóð á þröskuldinum. Það datt alveg ofan yfirJón, því að þessa stúlku hafði hann ekki séð áð- ur á skipinu. Hún hlaut að hafa komið á síðustu höfn og verið niðri síðan. Það er fleira fallegt af dökkhærðu kven- fólki, en ljóshærðu. — Það er með öðrum orðum minni vandi, að sóma sér nokkurn veginn, ef hárið er dökt. En ef ljóshærð stúlka er falleg á annað borð, þá er flestum þeim dökkhærðu óhætt að draga sig í hlé,— eða svo þótti Jóni. — Og þessi stúlka var falleg — eða svo þótti Jóni. Vöxturinn sýndi það, að hún var ein af þeim stúlkum, sem þola að tekið sé á þeim, og sem geta jafnvel tekið svo á manni sjálfar, að honum þætti nóg um, ef það væri karlmaður, sem gerði það, — og Jón vildi einmitt haía það svo. Andlitið var opinskátt og fjörlegt, hárið gló- hjart og þétt, en best voru þó augun. Þau voru stór og blá og altalandi. Þegar Jón kom í dyrnar, sögðu þau strax: »Komdu sæll, manni, og vertu velkominn, ef þú ert nokkuð skemtilegur, því að, þér að segja, er þetta fólk hérna ekki á marga fiska«. Jón leit á það og sá að þetta var satt. Næst henni sat tólt ára telputryppi, kaup- mannsdóttir úr höfuðstaðnum, sem Hka var nýkomin á skipið, og Jón þótlist óðar sjá að hún væri eitthvað áhangandi þeirri ljós- hærðu. Þá var náunginn, sem hafði orðið Jóni samnátta á gistihússholunni þar sem hann beið eftir skipinu. Hann var sá ljót- asti maður sem Jón hafði séð, þeirra sein ekki eru vanskapaðir, bæði ófríðastur, og þó einkum illmannlegastur, enda hafði hann einu sinni verið í tukthúsinu fyrir eitthvert óvana- legt óþokkabragð, að sagt var. Hann kall- aði sig »Agent«, og var það »Ferðalangur« á máli þeirra Jóns og Sigurðar. — Loks var þar smákaupmaður einn, besti karl, sem Jón þekti vel, og best að því, hvernig hann gaf í staupinu. Nú var hann með fylsta móti; það heyrði Jón á því, hve hátt og títt hann blés úr vinstri nösinni. Þegar hann hafði eitthvað í kollinum, var eins og hann þyrfti altaf að vera að blása burt einhverri stýflu úr henni. »Gott kvöldið! Hvað spilið þið, með leyfi?« »Og það er nú bara Gosi, karl minn«, sagði kaupmaðurinn, hálfsúr á svipinn. »Ja, hvað er þetta! Það hefði eg hugsað að þér þætti magurt. Mig minnir að þú viljir þó helst halda þér við Vistina, eins og eg og fleiri góðir menn«. »Það vildum við nú líka helst, en hún kann ekki vel Vist, litla stúlkan«, sagði Ferðalang- ur og gaut illu hornauga til Jóns, sem þýddi eitthvað þessu líkt: »Vertú ekki að sletla þér fram í það, sem þér kemur ekki við, drengur minn! Það er eg, sem hefi fengið þessa stúlku í spil við mig, og er nú á góð-

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.