Sunnanfari - 01.06.1912, Blaðsíða 8
Skilnaðarósk.
Gamalt kvæði.
[Eptir Gráskinnu Gísla Konráðssonar.]
48
skemti þér að borði
skerjakolla,
en liafgýgja
hvíli þér á armi.
Fylgi þér úr garði
fornir lómar,
gambanbrúsar
og gorlirafnar,
megnir máfar
og mærir skarfar,
langir kjóar
og linar1) álkur2).
Leiði þig til sætis
lýr og þorskur,
hákall og humri
og hafslrambur,
brosma og skala
og bjartar skinor8),
hámerar og vogmerar
og hrafnreyðar.
Standi fyrir borði
blöðruselur,
náhvalur og hrafnlivalur
og nauthveli,
hundhvalur og kallhvalur
þér horn beri,
rauðhöfði, orkn
og rauðkembingur.
Styðji þig stökkull
og strokkhveli,
brimill og búrhvalur
beri ljós fyrir,
rostungur og marköltur
rekkju búi,
skeljungur og steinbítur
skúa bindi.
Leiði þig Leviathan
og lyngbakur,
marsvín matreiði
og miðgarðsormur,
Síi'n. Snori’i IVordijörd (d. 1887) var
vel gefinn maður á ýmsan háll, liagur vel og hag-
orður. Meðal annars fékkst hann við að gera við
stundaklukkur. Þegar síra Snorri var prestur í
Reynispingum, gallaðist eittsinn, á árabilinu 1869—
1874, stundaklukka á Felli hjá síra Gísla, og sendi
síra Gísli honum orð og bað hann að gera við
klukkuna og bera á liana, en síra Gísli var manna
feitastur og hafði áður ort köpuryrðavísu um síra
Snorra. Þeim skilaboðum svaraði sira Snorri svo:
Brýt eg ekki bein í mér,
pó bili klukka á Felli;
í liana lýsi’ úr sjálfum sér
síra Gísli hclli.
Arnl sýslumnður Gíslason (d. 1898)
var maður smáskritinn, skemtilegur, orðheppinn
og hagorður vcl. Eitt sinn kvað hann petta um
síra Gísla á I'elli:
Pegar ]>resti pótti mest að kveða,
öfugt gaut hann augunum
eins og naut í fjörbrotum.
Fctta kvað liann á pingaferð einu sinni:
Skrölt hef eg um Skeiðarársand, —
skemtun haft af munum;
nú er eg kominn lífs á land
úr ljótu Núpsvötnunum.
Um 1870settu Steinsmýrarbændur brú á Steins-
mýrarfljót og lokuðu brúnni, en pó á pann veg,
að undir slána mættu kýr peirra komast, pó að
lokuð væri brúin, en of lágt undir slána handa
hestum, svo að ferðamenn yrðu að borga brúartoll.
Um petta framfarafyrirtæki kvað Árni sýslumaður:
Steinsmýringa dýrð ei deyr, —
dýr er hnaus á brúnum, —
manndáð sína miða peir
við malirnar á kúnum.
í Bókinentafélag Færeyinga eru nú
geingnir hér i bænum um 20 manns, og Ifklegt að
þeir verði enn fleiri.
1) ljúfar, aðr. 2) smirlar, aðr. 3) Svo.
Prentsmiðjan Gutenberg.