Sunnanfari - 01.08.1912, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.08.1912, Blaðsíða 7
Þorsteinn Guðmundsson yíiríiskimatsmaður er fæddur 7. Júní 1847 á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd; foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson bóndi þar (f 1876) og Rangheiður Þorsteinsdóttir (f 1866) stúd- ents i Laxárnesi í Kjós; þeir Bjarni rektor og Guðmundur voru bræðrasynir, og drukknuðu feður þeirra báðir 1817 í sama veðrinu, faðir Guðmundar á bát undir Vogastapa, en faðir Bjarna á póstskipi, sem fórst undir Svörtu- loptum. Þorsteinn og Björn Guðmundsson kaupm. eru bræður. Guðmundur faðir þeirra Porsteinn Guðmundsson yfirfiskimatsmaðnr. bræðra fluttist hingað til Reykjavíkur með alla fjölskyldu sína, þegar Þorsteinn var á 4. ári, en Þorsteinn hefur dvalið lijer síðan. 19 ára gamall rjeðist bann í vinnumensku til Þorvalds Stephensens, sem þá var verzl- unarstjóri Smithsverzlunar í Reykjavík, og var hjá honum í 6 ár eða þarlil Þorvaldur 1872 fluttist alfarinn til útlanda, en þá rjeð- íst Þorsteinn í þjónustu Smithsverzlunar og Segndi þar utanbúðarstörfum í lijerumbil 18 ar- Þá gekk Þorsteinn í þjónustu H. Th. A. 1 homsensverzlunar, og var þar við utanbúð- arstörf þangað til stjórnarráðið 1904 skipaði bann yfirfiskimatsmann. Síðar á þvi ári forðaðist hann, samkvæml skyldu og með styrk af almannafje, til Spánar og Ítalíu til þess að kynna sjer saltfisksmarkað, og var hann 3 mánuði í þeim leiðangri, enn áður árið 1901 hafði hann ferðast til Kaupmanna- hafnar og dvalið þar nokkra hríð. Skýrslu um Spánarförina birti hann i ísafold í Fe- brúar 1905, og er sú skýrsla hin fróðlegasta. Ilann hefur líka við og við í blöðum og tíma- ritum gefið einar og aðrar nytsamar bend- ingar um fiskiverkun. Þorsteinn hefur verið feinginn til þess af einstökum mönnurn að fara til Vestmanneyja og víðar til að koma þar umbótum á fiskiverkun, og hefur það borið góðan árangur. 1908 fór hann að til- hlutun stjórnarráðsins til að líta eptir fiski- verkun manna kringum land alt. 1907 sæmdi konungur hann heiðursmerki Dana- fánumanna. Kona Þorsteins er Kristín Gests- dóttir frá Hliði á Álptanesi, og er hún fædd 20. Október 1851. Börn þeirra eru: 1) tíaðmundur lijeraðslæknir á Þórshöfn. 2) Sigurður verzlunarmaður í Reykjavík. 3) Ragnar verzlunarm. f. 20/io 1884-þ 17/o 1911. 4) Ragnheiður. Þó að starfi Þorsteins sje svo varið, að það blasi ekki allaf við í blöðunum, er það engu þýðingarminna fyrir það, því að um fiskiverkunina og fiskiverzlunina má með sanni segja, að hún sje ein af lífæðum þjóð- arhagsins. Og öllum ber saman um, að Þorsteinn hafi leyst starf sitt mætavel af hendi. íslenzkur fiskur lieíir sem verzlunar- vara feingið á sig alt annað orð en hann hafði áður Þorsteinn tók til starfa. Það var einmælt, þegar Þorsteinn var gerður að yfir- fiskimatsmanni, að þar hafði verið hitt á réttan mann. Það hefir ekki logizt með reynslunni. Samvizkusemi hans, dugnaður og áhugi í starfi sínu er sjaldgæfur, og það mun óhætt að segja, að landið hafi nú þeg- ar grætt stórfé á vandlæli hans og trúleik í þess þarfir. Þorsteinn er prýðilega greindur maður, skap- stór, en stiltur vel, alvarlegur í framgöngu, þýður í viðmóti og einbeittur um leið. Vel látinn af öllum, sem meta kunna gerðarskap og grandvara skyldurækt.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.