Sunnanfari - 01.08.1912, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.08.1912, Blaðsíða 8
04 Bækur. Sktjrsla um nœndaskólami á Ilólum í Iljalladal. Akurevri 1912. 38. bls. 8vo. Skýrsla þessi gelur, að því er virðist, einkar- glögga hugmj'nd um ásigkomulag Hólaskóla, og er skólinn ágætur skóli, ef marka má skýrsluna, og er ekki ástæða til annars. fó að titilblaðið beri það eigi með sjer, nær skýrslan yfir árin 1910—1912, og liafa nemendur skólans þau ár verið 58, og er það allálitleg tala. Kennarar eru 3 fastir og náms- greinar eigi færri enn 18. Gleðilegt er það eins og skýrslan hcrmir, að sljórnarráðið skuli liafa l'arið að ráðum byggingarráðunauts- ins Rögnvaldar Olafssonar um skólahúsið nýja, og haft það úr steini heldur enn úr trje, því saga timburkumbaldanna lijer á landi ætti nú að vera á enda. Ekki eru ómyndarleg áhalda- og hókasöfn skólans, að því er skýrslan segir, en slik söfn eru bráðnauðsynleg, eigi kensla að verða í nokkuru lagi. Pó að skýrslan yfirleitt beri það með sjer, að skólinn sje ábyggileg stoínun, eru þó í skýrslunni frásagnir af ýmsum hálfbarnalegum »skringileghcitum«, er þar við- gangast, t. d. fyrírlestrarnir sem getið erum á bls. 18—19, að skólapiltar hafi haldið á unglinganáms- skeiði. Að æfa piltana í rökfimi og málfimi er að vísu gott, en vart skilst manni, að fyrirlestur, sem einn pilta lijelt og nefndist Ut i bláinn, hafi verið neitt lærdómsríkur fyrir þann, sem bjelt eða þá sem heyrðu, hafi hann borið nafn með rentu. Sömuleiðis er ekki laust við, að skriffinskugutlið, sem getið er um á hls. 24, að verið sje að kenna piltunum á námsförum, sje hálf skoplegt, og í sambandi við nefndarálitin, sem þar er talað um, skal því stungið að skólastjórninni, að lesa livað Gröndal segir um nelndirnar i Rórðarsögu í Ilatt- ardal. En eins og tekið hefur verið íram er skólinu víst mesta myndarstoínun. /. Fríi li>r. Jóni Bjarnasiyiii í Winnipeg hefir Sunnanfari fengið tvö hrél (11. og 12. júlí) með athugasemdum um vísur, sem hér hafa verið prentaðar i blaðinu. Hið fyrra um Skeiðarár- sandsvisu Arna sýslumanns Gíslasonar (XI, 6), svo látandi :l) 1) Ragnheiður dóttir Árna sýslumanns segist lial'a heyrt föður sinn hafa Steinsmýringavísuna, sem prentuð er á sama slað svo: mannúð (ekki manndáð) sína niiða þeir. Ólafur bókhaldari Runólfsson eignar þá vísu Páli prcsti í Pingmúln. eEn ekki þykir kunnugnin það líklegt, því að síra Páll var kki hagur á þá liluti, og var torfynt um kveðskap. »Skrölt hefi’ eg um Skeiðarársand og skemt mér eptir vonum, en nú er eg kominn lífs á land úr ljótu Núpsvötnonum. Svona lærði eg vísuna eptir Arna sýslumann mjög snemma á æfi minni; og svona hygg eg hún sé rétt — eins og hann upphaflega gekk írá henni—, en ekki eins og stakan er prentuð í nýkomnu Júní- blaði Sunnanfara«. Hið síðara hréf fer í sömu átt og bent var lil fyrir skemstu i blaðinu um vísur síra Magnúsar Ilá- konarsonar eptir Magnúsi landshöfðingja Steplien- sen (XI, 5, 7). Er hréfið skrifað áður en l)r. Jón sá þær athugascmdir, en orð lians eru á þessa leið: »I’óstspjaldi til ritstjórnar Sunnanfara stakk eg í póstinn í gær út af vísu Arna sýslumanns »Skrölt hefi’ eg yfir Skeiðarársand«. Nú kom mér annað, er snertir blað ykkar feðga í hug, en vildi ekki aftur senda opið spjald. Og því kem eg til yðar nú í bréfi, sem eg þó lofa, að ekki skal verða langt og fyrir þá sök yður til leiðinda. Rað er Ijóðið litla: sRá var úti frost með fjúki«, sem eg nú er að hugsa um. Að liöfundurinn sé síra Magnús Ilákonarson þori eg ekki að neita; en að það er orkt við það tækifæri, er fregnin um dauða Friðriks sjöunda barst til Islands, getur ekki komið til mála. Tvö ár hafði eg verið í skóla, þá er sá konungur andaðist. En er eg snemma á barnsaldri var að læra að draga til stafs hjá föður mínum (austur í í’ingmúla), gaf hann mér eitt sinn að forskript upphaf vísu þessarar: Bpá var úti« o. s. frv. Petta man eg vel, og verð ekki af því skekinn. Einhvern veginn komst það inn í mig endur fyrir löngu, að Bjarni Thórarenscn vær höfundurinn; en vel má vera, það sé ímyndun ein. Hitt er víst, að vísan stendur í engu sambandi við dauða Frið- riks sjöunda. Annað er liklegra, að Friðrik sá, sem þar er átt við, sé Friðrik sjölti, sem dó í Decembcr 1839«. Stoi»liíYn G. StojiliAiiiáíísoii kvað, eptir lestur í Oðni á aulalegu leirburðar-þvættings-þvogli Irá Sandleiru um all-marga af sjálfstæðisþing- mönnunum frá 1911: Sé þeim óþökk, sem að gaf Sendlings kvæðancfi hjáræmi og hæsi af heimastjórnarkvefi. Prenlsmiðjan Gutenberg,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.