Austri - 29.02.1892, Blaðsíða 2

Austri - 29.02.1892, Blaðsíða 2
X i; <; A U S T R I 22 lie'ppilegt- fyrir hin auknu verzl- unarviðskipti vorra tíma við þessa frændþjcð yora. En aptur hefir félagið ekki taliðeptirskipunumað flækjast svo dögum skipti í liverri ferð innan um Færeyjar meðal óskabarna sinna þar, er vér ís- lendingar ekki stöndum í jiokkr- uni verzlunarviðskiptum við; og til Eæreyinga hefir opt verið lof- að lestarúmi í gufuskipunum fyr- irfram, svo vér íslendingar, sem .,fengam að borga gildið“, höf- um opt orðið að sitja á hakanum með tvöfaldan skaðann. |>ogar nú ofan á alla þessa ókosti bætist það, að Danir eiga ofur- örðugt með að útrýma því áliti hjá sér, að vér íslendingar séum þó hálfgjörðir skrælingjar, sem standi langt undir þeim, og sem þeir megi „hundsa“ svona nokkurn veginn eptir geðþótta — þá er ekki von að vel fari ætíð við- skiptin almennt, þð að vérhöf- um átt því láni að fagna, að hafa haft marga mjög viðfeldna og nærgætna skipstjóra, eins og nú hinn mannúðlega Capt. Hov- gaard o. fl. þ>egar litið er á allt þetta, þá er varla ofhermt, þó vér segj- um, að alþingi hafi mjög svo mis- hepnazt í gufuskipsferðamálinu: Fyrst í því að taka ekki að sér að halda uppi ferðunum upp á landsins eigin kostnað og í öðru lagi með því að „dependera“ svo mjög af Danskinum oghinudanska gufuskipafélagi, að það sér engin önnur betri ráð en hnýta þessu velferðarmáli landsins aptan í taglið á þeim og því. það hefir og mjög spillt fyrir því, að þessar dönsku gufuskipa- ferðir kæmu að góðu gagni, að skipiri hafa öll verið í stærra lagi til þess að þau gætu komið við á hinar grynnri og þrengri hafn- ir. þannig fór í fyrsta skipti um Raufarhöfn, sem er hin bezta lröfn og vel djúp, en nokkuð þröng innsigling á, að skipið kenndi svolítið grunns, líklega fyrirmið- ur heppilega stjórn við innsigl- inguna, Og síðan var ekki við það komandi að gufuskip kæmu þangað, hvað þá heldur á þórs- höfn eða Köpasker og hefir því öll hin víðáttumikla Norðurþing- eyjarsýsla alltaf farið á mis við gufuskipaferðirnar, og því orðið að sæta hálfgjörðri verzlunarein- okun og menn hvorki getað pant- að þangað vörur frá útlöndum, né þar risið upp innlendir kaup- menn, eins og hér eru nú ab komast víða upp á Austfjörðum. það þyrfti þv í að nokkru leyti að tvískipta gufuskipaferðum vor- um. Hafa stærri, hraðskreið skip í förum til útlanda og minni eiginleg strandferðaskip hér við land, er gætu svo flutt vörurnar úr hinurn stærri skipum út um allar strendur landsins. — A ísa- fiiði, og svo einhverstaðar hér austanlands yrði að vera til vöru- uppskipunarhús, er hin stærri skipin gætu lagt vörurnar í, er þau kæmust ekki norðanum land fyrir hafísnum, sem svo hin smærri strandferðaskip tækju og sættu tækifæri að koma til skila þang- ab sem vörurnar ættu ab fara. þegar nú Ihin stærri gufuskipin aðeins kæmu vib á hinum stærri verzlunarstöðum, þá er all-líklegt ab strandferðaskipin fengju nóg að starfa með að dreifa vörun- um út um strendur landsins og reka annan miliiflutning og vib- skipti og mannflutning héraða í milli. En bæði skipin, þausmærriog hin stærri, ættu að vera landsins eigin eign. þegar þannig lag- aðar gufuskipaferðir væru ákomn- ar og skipin væru landsinseign, þá er líklegt, að sjómenn vorir mundu ekki lengi horfa á, að þeirn væri stýrt af útlendingum, heldur rnanna sig bráðum upp til að stýraþeim sjálfir. Mætti þá álíta þessi vísu- orð skáldsins sem spádómsorð : Skrautbúin skip fyrir landi fiutu með fríðasta lið færandi varninginn heim“. (Niðurl. næst). líxinaðarrit. Utgefandi Hermann Jónsson. það virðist eiga vel við að minn- ast á þetta parfa og nauðsynlega rit í „Austra“, ef verða mætti að það vekti athygli manna á pví, að gerast kaupendur að ritinu frá upphafi, meira en almennt á sér stað nú hér fyrir austan. Söluverð ritsins er ekki hátt í samanburðí við aðrar bækur; I. ár II. ár III.—IV. ár kosta hvert fyrir sig kr. 1,50 og fæst hjá öllum bóka- sölumönnum á landinu. I pessum ár- göngum ritsins eru gagnlegar og fróð- legar ritgjörðir fyrir alla, einkuni hændur og búandi menn. (Hinn V. árgang húnaðarritsins, sem prentað- ur var petta ár (16,91.),hefir herra rit- stjóri Skapti Jósepsson góðviljuglega sent mér til um-sagnar. Eg vona að liann lái mér ekki, eðaaðrir, sempetta lesa, pó pessi umsögn mín um”ritið verði pví í vil). þessi síðast útkomni V. árgangur kostar kr. 1,00 og eruíhonumll rit- gjörðir, Fyrsta ritgjörðin er „Kokkurorð um skógana hér á landi, eptir Sæ- mund Eyjólfsson“. Engum dylst pað sem les pessa ritgjörð, að höf. hennar mælir með góðu málefni, að hann er — ef eg má komast svo að orði — enginn upp- blástrarmaður, að hann trúir á við- gang og framfarir pessa lands og að hann leiðir gild og góð rök fram mál- efni sínu til stuðnings og skýringar. En röksemdaleiðsla höfundar er sorg- leg sannindi um aðgjörðir forfeðra vorra, hvernig peir vísvitandi og óaf- vitandi, að pörfu og ópörfu eyddn skóg- unum, og röksemdaleiðsla hans nær lengra, hún nær allt frá landnámstíð tíl vorra tíma. Lesið einungis pessa ritgjörð með eptirtekt. Á bls. 12. stend- ur: „Ef einhverstaðar bólar á pví að skógur sé í vexti eða viðgangí, pá er gengið pvi harðara að honum — hann er höggvinn og beittur pví meir“. Mun petta vera satt? Skyldi ekki vera til heiðarlegar undanteknirigar undan pessu? þó svo kunni að vera, pá munu pær, pví jniður, vera harðla fá- ar. En skyldi pað vera mögulegt að fara hetur með liinar litlu skóg-leifar sem eptir eru hér á landi en gjört er? Jú pað cr vel mögulegt, enhvað eigum vér pá að brúka í stað peirra til eldiviðar, til „tróðs“ á hús, til beit- ar o. s. frv.? Höf. tekur pað ekki bein- lmis fram, en bendir á (sjá 20. til 21. bls.)að snemma á tímum hafi mór = svörður verið notaður til eldsneytis, en pó lítið hér á landi fyrst framan af. Auðvitað hefir mótekja aukisthér á landi einkum á síðustu öld, en pó er hún ekki, enn í dag, eíns almenn eins og hún parf að vera, pó nógan mó megi finna í jörðu viðast hvar. Mótekjan parf að verða almenn, svo eigi purfi að brúka til eldsneytia vora litlu skóga, og, hvað ekki er svo lítið í varið, nl. sauðataðið. í staðinn fyrir að „tróða“ hús, o: leggja skógvið á raft- inn til varnar fúa, má brúka hellur sem víða má fá, væri peirra leitað. það er vel til vinnandí að sækja pær langar leiðir ef pær eru ekki að fá í grend, pví hellur eru pað tróð sem trauðla fyrníst. Eg er sannfærður um að pað er engu verra að leggja vel purt veltugott mýrartorf usest roftum á hús- um, en smáann skógvið og „fjalldrapa“, sem svo víða er brúkaður, opt og tíð- um illa purr, svo hann fúnar eptir fá ár. það er óútreiknaulegur skaði sem menn gjöra lönbum með að höggva og rífa penna smá-skóg, og að sjá eigi penna skaða, sem er langtum meiri en stundar hagurinn, eða vilja ekki sjá hann, bendir á ekki svo lítinn „and- legan uppblastur“. það er heldur ekki hægt að beita sauðfé á penna smá-skög, pegar búið er að rífa hann og höggva eður eyðileggja á annan bátt, eins og svo mörgum er hætt við. Mikið væri hægt að hlífa skógi við beit, ef vilji væri góður, sem hvað mest hefir eyðilagt alla ung-skóga hér á landi nú á síðari árum. Höf. setur góðar reglur til varnar skóginum, væn peim hlýtt, par sem hann segir á 27. bls. „Bóndinn, sem býr á skógarjörð má eigi telja slcóginn pess konar hlunn- indi við jörð sína, er spari honum hey, eigi heldur pess konar hlunnindí, er hann megi auka tekjur sínar með til nokkurra muna á pann liátt, að selja skógarhögg“. Auðvitað mun mörgum Pykja petta kosta eigi svo litla sjálfs- neitun, en hana ætti pó, sérhver sá bóndi sem býr á skógarjörð, að leggja a sig, til pess að spara liina fögru nátturuprýði, nl. skógana. Önnur ritgjörð er „IJmverðá heyi“, eptirEirík Briem. þeir sem lesa pessa ritgjörð hljóta að sjá hinn góða til- gang liöf., par sem hann gerir ljóst, að menn almennt meti hey of lágu verði, og liversu skaðlegar afleiðingar pað hefir fyrir húskap og við slcipti manna. Hættulegesta og jafnframt súskaðleg- asta afleiðingin er, ef hið of lága og óákveðna verð á heyinu er orsök í að sumir menn, sem pannig eru pjörð- ir, luigsa minna um að afla heyanna að sumrinu. Eg efnst ekki um að lestur pessarar ritgjörðar beritilœtlað- an árangur hjá mörgum, og ætti pað að vera einkum í pá átt að menn al- i mennt lcynnu að meta verð á lieyi sinu eptir kringumstæðum, eir.kanlega er viðvíkur ásetningiá heyin að haustinu, og að afla peirra að sumrinn, hafa pau mikil og góð. svo vel hirðt sem framast má verða. En er ekki liœgt að afla heya á öðrum tíma árs en á. sumrin? það er hægt einnig á vetur- na pegar gefa parf og beitt er fénu Árvakur fjármaður sem hirðir. fé pað sem honum er trúað fyrir að passa. vel, bœði úti og inni, fylgir pví í hag- ann ög stendur ýfir pvCjgMir pe§s að pað mæti sem minnstum hrakningi, hafi góð.a húsvist, sem jöfnust uniskipti liita og kulda o. s. frv., hann aflar heys bæði heinlínis og óbeinlínis, féð heldur sig betur að heitinni og parf minni gjöf. Góðum fjármönnum er nú stöðugt að fækka, sem sjálfsagt á sína orsök í hinu órétta og of lága heyverði. J>etta er atriði sem menn ættu að ’ræða um, á fundum heima í sveitum, á öllum stærri fundum og jafnvel á pingi; ekkí hvernig á að fara að ráða bót á pessu, pví pað vita nú allir! held- ur hvernig að bændur ættu að „manna sig upp“ til pess að venja menn sína á. betri og meiri hlýðni en nú á sér stað allt of almennt. Eg tek pað sér- staklega fram, að pað er alvarleg apt* urför fyrir pjóð, sem lifir jafnmikið á sauðfjár rækt eins og vér Islendingar, hversu góðum fjármönnum er allt af að fækka. það getur mikið vel verið, að Suður-þingeyingar taki öðrum fram í pessu efni og pað gjöra peir vissu- lega, en aílögu hafa peir eigi góða fjármenn, ef flytja á í aðra landsfjórð- unga, pó hátt kaup sé i boði. Hvað er pá eptir að athuga gagnvart hey- verðinu? Jú pað, að koma skýrt fram með meininguna og hún er sú, að sá bóndi sem lætur beitarhússmala sínæ vera daglega heima, jafnvel púttmis- jafnt veður sé úti, og féð standi í stöðu eða hami sig undir húsveggjunum, hann kann eigi að meta hið rétta verð á lieyi sínu, eða sá fjármaður sem pannig hagar sér. Margar góðar

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.