Austri - 07.04.1892, Side 1

Austri - 07.04.1892, Side 1
II. ar. SEYÐISFIKÐI 7. APRÍL 1892. Fimleikar (Gynniastik). Eptir G. Hjaltason. I. Dugnabur og þekking, dyggö og trúrækni, vísindi og listir eru hinir helztu máttarstólpar mannlegrar fullkomnunar og farsældar. Fagrar listir finnast mörgum fremur prýöa en gagna. En gagn [teirra er meira en marg- ur hyggur. En menning þarf til þess aö sjá það og meta. Meö fögrum listum: óði, söng, bygging, málverki og likansmíði býr maöurinn sér til sérstakan unaðsgeim. Meö þeim má og telja fi m 1 eikana. Eins og byggingarlistin sam- eina þeir einna bezt fegurö og gagn. Eimleik- ar allir hafa fjarska mikla þýöingu fyrir fram- för og fullkomnun likamans ogjafnvel sálarinn- ar. þeir gjöra líkamann liraustan, sterkan og fallegan. þeir gjöra allar hreifingar hans reglu- legar og frjálsar, liprar og yndislegar. Hreysti ijör og fimleiki likamans ettir fjör og glaöværö sálarinnar og eykur herini kjarlc, starílöngun og sjálf'stæðis og frelsis tilfinning. þetta hafa fiestar menntaöar þjóðir fundiö og viðurkennt. Og fyrir því hafa þær álitið fimleikana eitthvað hiö bezta uppeldismeöal. II. Egyptar þekktu þá — þa& sýna myndir þær er fundizt liafa í fornleifum þeirra. Á þeim eru sýndar margar fimleiksíþróttir t. d. knatt- leikar, glímur, skilmingar o. fl. Persar létu unglinga sína æfa sig daglega í boga- og spjótskotum cg reiöum. En engin þjóö hefir samt haft fimleikana i eins miklum liávegum og Grikkir. þeirdýrk- uðu guöi sína með fimleikum á öllum stórhá- tíðum sínum. Sá, sem vann sigur í þeim, fékk vegsemdarkransa, minnisvarða og myndastyttur í verblaun. Og stundum sungu skáldin lionum dýrðaröð. Já, þaö kom fyrir, aö fallegur piltur, sem varö manna frægastur í fimleikunum, var gjörður aö guöi eptir dauöan. Og lika er sagt, að maöur nokkur hefði oröið bráökvaddur af gleði yfir þvi aö synix hans unnu sigui’ í fim- leil vUiuun. Grikkir byrjuöu snemma á að láta æsku- lýðinn læra fimleikana. þeir létu fyrst börnin læra marga fjöruga og fjölbreytta leilci og eru inargir þeirra í miklum metum enn í dag. Síö- an er þau uröu eldri og- komust á unglingsárin læi’ðu þau hina eiginlegu fimleika, sem voru xneöal annars, glímur, knattleikur, spjótkast og ýmisleg lilaup og stökk. Hver unglingur keppti við annan með eld- Kr. 10. fjörugum álcafa og hetjulegri hörku og frábærri snild. t Fimleikar þessir gjöi’ðn unglingana hrausta og vel vaxna, þolna og herskáa, og fylltu þá fegurðartilfinning. Meðfx’anx þess vegna urðu Gi’ikkir svo miklar hetjur og smekkmenn. En þegar þeir fóru að vanrækja fimleikana, förþeirix aptur bæði í manndáö og listum. Rómvei’jar voru íninna gefnir fyrir fagrar listir og fimleika með, en Grikkir. Samt iðk- uöu þeir þá nokkuð og lærðu smámsamangrísku fimleikana, en lögðu mesta áherzlu á leiki þá, er gjörðu menn að góðum hermönnum, svo sem skilmingar, sund og reiðar. Norðurlandabiiar héldu einnig mjög mikið upp á fimleikana. Yopnfimi, knattleikar, kapj>- reiðar, læstaat, hlaup, stökk, sund og klifrun og glímur voru hinar helztu fimleiksíþröttir þeirra. Ver þurfum elcki annað en lesa um Giunnar á Hlíðarenda og Steinþórr á Eyri, Kax’l rauða og Auðun, Orn, Skarphéðinn, Gretti og Kjartan, Olaf Tryggvason og Jökul, lvlaufa og þói’Ö, til þess að sannfæi’ast nm þetta. Á nxiðöldunum voru það einkum riddarai’nir sem æfðu allsháttar fimleika, einkum vopnfimi og veiðar. Að öðru leyti var fimleikum lítið sinnt á þeim timum. En það er fyrst á seinni timum, einkum samt á vorri öld, að fimleikarnir liafa náð al- menningsáliti og 01010 að námsgrein í flesfum barna- og unglingaskólum. Margir af fimleikum þessum eru heræfinga- leikar. (Militær Gymnastik). En Ixvað eru heræfingar? þær eru æfing í að læra að skjóta, höggva, stinga, i’íða, standa og ganga, hlaupa og stökkva eptir vissum regl- um og vei’jast höggum og stungum. En auk þessa byi’ja þær mcð ýmsixm öðruixx æfinguxn, er heita forspjallsleikir (Forberedeixde 0velser) og eru þeir fölgnir í ýmsunx beygingum, sveiflunum, teygingum lneð höfði og búk, höndum og fót- ixm og fleira. III. En lxvaöa fimleika liöfum vér ? Glimurnar eru því miður aö afleggjast, sund allt of sjald- æft. Kappreið þekkist varla, og- liinar aðrar í- þróttir forfeðra vorra eru xir gildi gengnar. En þetta dugar eklci. Vér verðum að far.t. að læi'a finxleika og foi’nar íþróttir. Ekki tfi að verða hernxenn, þess þurfunx vér ekki. Heldur til að verða h.eilsuhraustir, sterkir, fjörugir, þoln- ir og duglegir til allrar vimxu. Og einkxxnx riður öllmn þeim, sem þxxrfa að liafa kyrsetur eöa tilbreytingalitla vinnu, á aö læra þá.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.