Austri - 07.04.1892, Page 2

Austri - 07.04.1892, Page 2
ÍTr. 10 A U S T R I 38 í öllum barna og unglingaskólum, karla sem kvenna, og eins vib heimiliskennslu ættiaðtaka hálfan eða að minnsta kosti einn þriðja úr kl. tíma daglega til fimleika kennslu. Glímur og skautahlaup, kapphlaup á sléttu og kappstöklc yfir mælisnúru og grafir, reglugöngur og alls- konar áðurnefnda forspjallsleiki, ætti að láta hörn- in æfa kappsamlega. Auk þessa eiga þau að hafa hálfan til tvo kl.tíma daglega til leika. sem þau finna upp á sjálf. 'þetta er alveg nauðsyn- legt til þess að þau haldi heilsufe og læri dug- lega. Að þröngva þeim til kyrsetu og banna | þeim leiki gjörir þau veikluð og sljó 4 sál og líkama, eptirtektalaus og löt. Yrði skólaiðnaði viðkomið, þá yrði hann lika ágæt æfing fyrir líkamann. Fimleikana er hollast að æfa undir berum himni þegar gott er veður. þá er eitt, sem allir barna og unglingakenn- arar ættu að gjöra. Kenna úti undir berum himni þegar veður leyfir. Loptið í kennsluhús- inu er sjaldan eins lífgandi og heilnæmt einsog góðviðrisioptið útij og börnin langar út þegar gott er veður. Munnleg kennsla i málfræði, sögu, og lnndafræði, hugarreikningur o. fl., einnig yfir- heyrzla í öllum þessum námsgreinum, getur opt farið fram úti. Og stundum er hægt að lesa á bók og reikna á spjald úti. Allt þetta hefi eg látíð nemendur mína gjöra. Eg hefi gengið með þeim út um hraun, sanda, og enda upp í|fjöll og kennt þeim og yfirheyrt þá bæði gangandi og eins kyrrum þegar veður leyfði. Og þegar íslands landafræði er kennd, hver aðferð er þá betri en sú, aö byrja á að ganga út og kenna nemendunum að þekkja þann hluta landsins, sem^þeir lifa í og hafa sifellt fyrir aug- um? því skal byrja á að sýna þeim fjöll, hnjúka, skörð, hlíðar, sléttlendur, ár og vötn og aðra parta landshlutans. segja þeim hvað þeir heiti, og láta þá svo endursegja uns þeir hafa lært nöfn þeirra. Líka skal kenna nemendunum að þekkja jurtir, steina og jarðveg landshlutans. Svo þegar inn er farið, tak bókina og kortið! Yíða hér á landi eru menn farnir að halda samkomur til að dansa. Séu dánshúsin stór og loptgóð og sé varast að ofkæla sig á eptír, þá getur dans orðið góð og gagnleg hreyfing. En miklu meira álit hefði eg á því, abmenn kæmu saman til að æfa sig í áöurnefndum fim- leikum. Og af öllum fimleikum er enginn eins nauð- synlegur fyrir oss eins og sund. Kynnu menn það almennt, þá drukknuðu miklu færri í sjó og vötnum, en nú á sér stað. jSTóg hreyfing, nóg vatn og hreint lopt eru þau þrjú heilsumeðöl, sem mjög lítið kosta, mik- ið gagna, en margir vanrækja. IIm samgöngumálift. Eptir Ara Brynjólfsson á Heykliíi. II. þaðjer sorgleg saga en sönn, að ekki erum vér betur komnir með samgöngurnar á sjónum en landi. þrátt fyrir pað pótt vér íslendingar sjálfir og [útlend- ar pjóðir sjái og viðurkenni, að sjórinn í kringum ísland er sú aðal samgöngu- og flutningsbraut, sem vér ætt- um að nota, og prátt fyrir pað, pó vér á ári hverju horfum á gufuskip erlendra pjóða, pjóta fram og apt- ur kringum strendur landsins, og præða hverja vík og vog eptir sem purfa pykir, pá befir pó löggjafar og fjárveitingarvaldið sáralítið gjört til að bæta úr sam- gönguleysinu á sjónum. aðeins með pessuin ónógu og óvinsælu strandferðum dönsku gufuskipanna; ekki að tala um pví lin.fi komið til lmgar. eða nokkur liafi op- inberlega vogað að breyfa pví. að landssjóður eignað- ist eitt einasta gufuskip. rétt eins og sú nppástunga, væri ,.óalandi, óferjandi öllum bjargráðum.“ það liefir verið og er min lifandi sannfæring, að liið rétta sem alpingi befði gjört strax pá pað fékk fjárforræðið. pnð var að kaupa eitt eða tvö guíuskip, bæði til strand- ferða og til nð fara landa i milli. Hefði petta verið gjört fyrír 24 árum síðan, mundi landsjóður nú vera búinn að græða eins mikið á skipum sínum. sein liann á sama tíma hefir tnpað á strnndferðunum. auk pess sem landsmenn befðu pá fengið greiðari og hagkvæin- ari strandferðir en verið bafa liingað til. Á næstliðnum 14 árnm er pingið búið að kasta rit fyrir strandferðir dönsku gufuskipanna 228,000 kr. og auk pess með fjárankalögum — ef mig minnir rétt — rúmum 20,000 kr. Fyrir petta te liefði mátt kaupa, tvö stór gufuskip, sem vafalaust befði verið búmann- legra, en láta peningahít danska gufuskipafélagsins gleypa petta fé; paðivar viðkunnanlegra að vita pessa peninga í gufuskipum er landið hefði átt, og sjá pau skrautbúin skriða með landi fram. það er ekki gott að geta sér ti). livað pví hefir raldið. að pingið hefir aldrei hreyft pví að kaupa guf'uskip ; fátækt land- sjóðs verður ekki.um kennt, og pörtína á að fá greið- ar og hagkvæmar strandferðir pekkja allir; að slikt fyrirtæki ekki borgi sig, liefir ef til vill verið sú grýla er pingið hefir óttast, en pað mundi naumast verða til- fellið, pvi ef skipin væru tvö og fœru á víxl til útlanda mundu pau fá. nóg að flytja, sem er aðalskilyrði fyrir. að slik fyrirtæki liorgi sig. Eg get með engu móti fellt mig við pá kenningu cr sumir lialda fram. að gufu - skip ekki geti eins borgað tiíkostnaðinn við ísland sem önnur lönd, og að dönsku strandferðaskipin liafi tapað á ferðum sínum liér við land. en gufuskipafélagið hafi af einberum mannkærleika við íslendinga lialdið bér uppi strandf'erðum. Sama má segja um norska og enska dampa, sem hér eru stöðugt á ferð. peír mundu ekki lialda peim ferðum fram ef pað væri einbert tap. Setjum svó, að landsjóður knypti 2 gufuskip á svip- aðri stærð sem „Laura“, og útgerðarkostnaður beggja á áriyrði 120000 kr. — meiri yrði hann naumast — en innvinningur aðeins 90,000 kr.; yrði tapið 30.000 kr., pá er pað pó 6,000 kr. minna en pað sem pingið voitti í sumar til gufuskipa og gufubátsferða á pessu ári. og jafnt pví fé sem pað veitti til aðgjörðar á aðalpóst- leiðum, svo hér er ekki uin neitt óttalegt tap að ræð pó allt færi verr en maðnr vonar; með pvi lika pað ping sem sér sér fært, að veita fé svo tugum púsunda skiptir í miður heppileguiu smábitlingum, ætti ekki að láta sér í augum vaxa að eignast gufuskip. Yér fs- lendingar sem viljum í ýmsum atriðuin taka oss snið eptir erlendum pjóðum, sem er ofur eðlilegt, par pær eru langt á undan oss í öllu, pví skyldum vér ekki vilja pað í pessu efni, er oss varðar svo miklu. Eg geng að pví sem gefnu, að of umsvifamikið pyki fyrir landstjórnina, að annast gufuskipaúthald og hún sé ekki inn í pví sem pyrfti, cn pá er henni eða pinginu innan bandar, ao fá einhvern sem slíku ervax- inn í félag, t. d. Zölner ,0. Wathne eðaíslenzkt gufu- skipafélag, er eg tel víst að myndast nnindi ef von væri á töluverðu fú í pví augnamiði. Orsökin, að slík félög ekki koinast á fót, er bæði peningaleysi, og pröngsýni peirra manna að kenna sem kraptinn liafa. III. Eins og pví verður ekki neitað að alpingi hefir að

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.