Austri - 26.09.1892, Qupperneq 1
Kemur nt 3 á mánuði, eða
36 blöð til næsta nýárs, og
kostar liér á landi aðeins 3
kr., erlendis4 kr, Gjalddagi
31. júlí.
Uppsögn, skrifleg, huiwl-
in við áramót. Ogild nema
komin sé til ritstjórans fyrir
1. október, A.uglýsingar 10
aura linan, eða 60 aura hver
þml. dálks og hálfu d/rara á
fyrstu síðu.
II. -Á-R.
SEYÐISFIRÐI, 26. SEPT. 1392.
NE. 20.
(Aðsent.)
Kjorfundnr
var haldinn fyrir Norburmúlasýslu
ab Fossvöllum 17. þ. m.
3 þingmannaefni voru í boði :
sira Einar Jónsson á Kirkjubæ,
Jón Jónsson á Sleöbrjót og Sig-
urður Jónsson á Vestdalseyri.
Sira Einar tók fyrst til máls
og lýsti í fáum orbum skoöun
sinni á helztu þinginálum. Nefndi
hann fyrst stjórnarskrármáliö.
Kvaöst hann vilja gjöra stjörn-
ina innlenda, hafa æösta dóm-
stól (liæzta rétt) í landinu og
helzt ekki hafa neiti annab sam-
eiginlegt viö Dani en konung.
Yfir höfuð væri hann miblunar-
maður, er stæbi á sama grund-
velli og þingið 1885 og 1886 í
stjórnarskrárfrv. sínum, en vildi
þó ekki sleppa neinu af rétti
vorum.
Lýsti liann því eindregib yfir
að hann væri á móti leysingu
vistarbandsins.
Yfir höfub kvaöst liann vilja
spara fé landdns og verja því
se'n ’bezt.. Væri hann móti ötl-
um smábitlingum, en vildi styrkja
búnaðarfélög og gufuskipaferðir
kröptuglega, eins og liann yfir
höfuð vildi eflasamgöngur ásjé
og landi og veita ríflegan fjár-
styrk til þeirra.
Útaf spurningum kjósenda um
bankann týsti hann yfir því áliti
sinu, a& fyrirkomulag hans væri
ekki hættulegt. Seblana væri
reyndar heppikgra að hafa inn-
leysanlega, til þess þeir gætu
gengið allstaðar. Utibu ætti þeg-
ar að stofna á Seyðisfirði, Akur-
eyri og ísafirði. Póstávisanaskuld
sína vib ríkissjóð mundi lands-
sjóður jafnan geta greitt.
Hann var spurbur, hvort hann
áliti ab fækka mætti og ætti em-
bættismönnum landsins. Vegna
víðáttu landsins, og strjálbyggðar
kvað hann hér jafnan þurfa fleiri
embættismenn en annarstaðar í
samanbuiði við mannfjölda. Að
visu kynni að mega fækka sum-
um embættismönnum, þó ekki
prestum meir en orðið væri.
Eptirlaun hinna æðri embætt-
ismanna ætti að lækka og yfir
höfuð að jafna eptirlaunin. Eptir-
laun presta væru of lág.
Hann kvaðst vera móti háum
kaffi- og sykurtolli, og vildi því
lækka hann úr þvi sem er, sér-
staklega vegna þurrabúðarmanna.
Vínfangatoll ætti að hækka og
jafnvel með lögum banna inn-
flutning áfengra drykkja. Tjáði
sig hlynntan bindindi. Yfir höf-
uð væri hann móti aukningu tolla
eða nýjum tollum.
Ilann vildi auka að mun vald
héraðanna til að ráða málum sín-
um til lykta. Kosningarlögum
til alþingis ætti að breyta í þá
I átt, ab sem flestir gætu sér sem
! kostnaðarminnst haft áhrif á þær
kosningar.
Menntun og uppfræðíngu vildi
hann auka. Sérstaklega tók hanxi
fram, að við skólana ætti aðauka
vinnu og verklega kennslu, til
þess að sá hugsunarháttur breytt-
ist, sem nú bryddi viða á, ab ó-
virðing væri að vinnu.
þar næst tók Jón Jónseon frá
Sleðbrjót til máls.
Hann lýstí yfir að sú pólitíska
skoðun, sem hann hefði tvisvar
áður skýrt hér frá væri hin aama
enn óbreytt í aðalatriðunum, hún
væri byggð á frelsinu sem grund-.
velli. Hann minntist á stjórnar-
skrármálið; kvabst nú ekki skuld-
binda sig til að fylgja neinu vissu
frumvarpi til stjórnarskrárbreyt-
ingar. er fram hefði komið til
þessa. Hann væri miðlunarmað-
ur að þvíýeyti, að hann vildi, að
stjórnin færðist sem mest inn í
landið og að stjórnin bæri ábyrgð
fyrir þinginu. Honum þótti frv.
frá 1885 og 1886 meb jarli og
3 ráðgjöfum vera of dýrt, enda
í ýmsum atribum ábótavant. Yirt-
ist haliast að skobun Einars As-
mundssonar í Nesi í Andvara 1879
um breyti'ngu á stjórnarskránni.
Gat þess um frestandi neitunar-
vald, að ef það kæmi inn á næsta
þing, mundi hann hugsa sig vel
um, áður en hann greiddi atkv.
gegn því. Annars talaði þing-
mannsefnið svo óljóst og óákveð-
ið umstjórnarskrármálið, að erfitt
var fyrir kjósendur að fá skýra
hugmynd um skoðun lians á því.
Hann tjáði sig enn meðmælt-
an vistarbandsleysingu. þó kvaðst
hann mundu, kjósendum sinum til
geðs, er hann vissi ab væru yfir
höfuð móti henni, geta lofab því
að beytast ekki fyrir því máli á
þingi.
Dómgæzlu og umboðstjcrn
kvabst hann vilja gjöra sem ó-
dýrasta. Öll íóst eptirlaun ætti
að afneina. þætti þinginu einn
embættismaður verður eptirlauna,
gæti það sérstaklega ákveðið það.
Eó til vegagjöröa kvaðst hann
ekki vilja spara. Og gufuskipa-
ferðir ætti þjöðin sjálf að taka
að sér.
Útaf spurningum kjósenda gat
hann þess, að liann vildi setja
fast þingfararkaup. Tolla vildi
hann ekki hækka. Hann væri
móti banni gegn innflutningi á-
fengra drykkja. Með lögum vill
hann sporna við drykkjuskapar-
óreglu og styðja bindindismálið
að því leyti sem þab kæmi ekki
í bága við pei sónulegt frelsi. Hann
væri ennfremur meðmæltur háu
árgjaldi í landssjóð af vínveitinga-
leyfum.
Hann kvaðst vilja efla alla
menntun, einkanlega þó mennt-
un kvenna, þar eð öll menntun
og uppfræðing byggðist fyrst á
því, að mæðurnar væru mennt-
aðar og gætn uppfrætt börn sín.
Eins og nú stæöi, vildi liann sér-
staklega leggja fram fé til að
styrkja aukna sveitakennslu.
Hann tók enn fremur fram, að
hann vildi abskilja ríki og kirkju.
Eptir að þessi 2 þingmanna-
efni höfðu þannig lýst skoðunum
sinura tók Sigurður Jónsson fram-
boð sitt aptur af því að hann
þóttist ganga að því vísu að hann
kæmist ekki að.
Að því búnu var gengið til
lcosninga, og voru þeir kosnir :
Síra Einar Jónsson með 67 at-
kvæ&um og Jón Jónsson með 65
atkvæðum.
Kjörfundurinn var yfir höfuð
illa sóttur, á honum voru 74kjös-
endur, enginnúr Skeggjastaðahr.
3 úr Vopnafirði,4 úr Borgarfirði,
1 úr Loðmundarfirði, 7 úr Seyð-
isfirði, örfáir úr Eljótsdal og Jök-
uldal, tíningur úrFellumog Hjalta- I
staðaþinghá, en allflestir kjósend-
ur í JÖktdsárhlíð og Tungu,
enda eiga þær sveitir hægast meb
að sækja fundinn, og í þetta
skipti voru bæði þingmannaefnin
úr þeim sveitum. Nokkrir kjós-
endur neyttu ekki kosningarrétt-
ar. Aðalorsökin til þess að fund- I
urinn var .ekki betur sóttur, var
án efa það að menn voru i óða-
önnum ab heyja, og þóttust ekki
mega missa tima frá heyskapar-
störfum, þar eð sláttur mun all-
staðar hafa gengið með erfiðasta
móti. Kjörfundur og aðrir opin-
berir fundir, er halda skal á haust-
um, mundu af ýmsum ástæðum
verða miklu betur sottir, ef þeir
væru lialdnir fyrir slátt, eða snemma
í júlímánuði.
Um að sameina ekki liina
nuveraiidi biinaðarskóla á
íslamli.
Eptir
Jónas Eiriksson.
I.
Jpað hefir verið margt og mik-
ið rætt og ritað um búnaöarskól-
ana, frá því fyrsta ab hugsað
var til að stofna þá hér á landi
og allt fram á þenna dag.
í»ó umræðuefnið liafi ætíð verið
hið sama, hefir þö álit manna
verið harla misjafnt, enda þött
um sömu atriði hafi verið að
ræða, er snert hafa málefnið,
eins og vanalega á sér stað, þeg-
ar margir taka til máls, sitt finnsfc
hverjum. Um eítt atriði hafa
menn þó orðið ásáttir, nefnilega
um nauðsýn þá að hafa búnaðar-
skóla, en það hefir greint á um,
hve margir þeir ættu að vera á
landinu, hvernig fyrirkomulagið
ætti að vera o. s. frv.
Aðalþráðurinn í búnaöarskóla-
sögu vorri er sá, að hafa skólana
marga; enda gáfu lög stjörnar-
innar fullkomið tilefni til þess,
er gefin voru út í febr. 1872 ept-
ir tillögum þingsins, þar sem svo
er ákveðið: „Svo fljótt sem því
verður viökomið, skal stofna einn
eða fleiri búnaðavskóla í hverju
amti á íslandi* o. s. frv. |>að
er því upphaflega þjóðin og svo
þingiö, sem kemur hugmyndinni
á rekspöl, ab hollast mundi vera
fyrir landið, að koma á stofn
mörgum búnaðarskólum, endamun
sumum mikilsmetnum mönnum
hafa komið til hugar, að gjörandi
væri að liafa búnaðarskóla eða
fyrirmyndarbú, ekki einungis í
hverjum landsfjórðungi heldur
jafnvel í víðlendustu og mann-
flestu sýslunum. Niðurstaðan I
þessu máli er — enn sem komið
er — sú. að 4 búnaðarskólar liafa