Austri - 31.10.1896, Blaðsíða 2
NR. 29
A t) S T R I.
114
mest staðið fyrir heppilegum úrslitum
málanna, að þeir hafa togað sitt i
hverja áttina i Miklagarði.
Erá Englandi sigldi keisari á lysti-
skipi sínu, „Pólstjörnunní“, 5. okt. yíir
um Ermarsund, og fylgdu honum 34
herskip útí mitt sundið, þar sem hinn
frakkneski herfloti mætti keisaranum
og fylgdi honum í tveim fylkingum
með ,.Pólstjörnuna“ í fararbroddi, til
Cherbourg á Frakklandi, stóð keisar-
inn i lyptingu á skipi sínu, svo allir
máttu sjá hann af hinum frakknessu
hersldpum, og var þá ógn um dýrðir
og fögnuð af Frakka hálfu, er kvöddu
keisara með 101 fallbyssuskoti fráöll-
um þessum mikla lierhota, og var dát-
unum fylkt eptir rám skipanna, en
hljóðfæraleikendur léku hinn rússneska
þjóðsöng, allt i heiðursskyni við hina
tignu gesti, og gekk á þessum fagn-
aðarlátum alla leið til Cherbourg, sem
er einhver rarcmgjörvasti sjókastali
Frakka og ágætt herskipalagi, er
Napoleon III. lét gjöra þar með ærn-
um tilkostnaði. far var svo stígið í
land og sezt að veizlu, þar sem forseti
lýðveldisins, Faure, og keisarinn skipt-
ust blíðmælum á yfir borðum, og siðan
var ekið viðstöðulaust til Parísarborg-
ar, þar sem viðtakan var hin dýrð-
legasta, og mannþröngin öll ósköp, því
svo er sagt, að um þessar mundir
muni liafa verið um 3 millíónir gest-
komandi i Parísarborg. Keisarinn og
drottning hans óku í vagni lýðveldis-
forsetans frá járnbrautarstöðinni til
hallar hins rússneska sendiherra, í
gegnum margfaldar hermannaraðir, með
lögregluliði að baki, sem saeri fanginu
að áhorfenduniun, og fór það allt stór-
slysalíti'ð, en þó tróðust einhverjir
undir í þeim skelfilegu þrengslum.
Frakkar gjörðu nú keísarahjónun-
um hverja veizluna af annari, fóru
með þau í hin frægu leikhús sín og
sýndu þeirn hin ágætu listasöfn og
merkisstaði borgarinnar, og mæltu
þeir keisarinn og Faure til hinnar
beztu vináttu milli llússa og Frakka.
Síðast ætlaði keisarinn að verða við
hersýningu mikla í Chalons, og fara
svo þann 10. okt. til Darmstadí á
jpýzkalandi, til að heimsækja þar
tengdaforeldra sína.
En við Chalons bjuggust menn við,
að keisarinn mundi gjöra lýðum kunn-
an sambandssamning þann, er lengi
hefir verið talið áreiðanlegt að á væri
kominn með Pússum og Frökkum.
Anarkista þá, sem lögregluliðið tók
fasta á Frakklandi, Belgíu og Skot-
landi, hefir það látið sér nægja að
senda aptur slyppa og snauða til Ame-
ríku, enda mun stjórnunum eigi hafa
þótt við eiga að gjöra hátíðaspjöll
með málarekstri á meðan Pussakeis-
ari var að heimsækja Yesturþjóðirnar,
og allur sá fögnuður stóð sem hæst.
A Spáni aukast enn vandræðin, þar
sem Karlistarnir liafa gengið af þingi
og gjört sig líklega til þess að hefja
uppreíst á ný í Baskalöndum gogn
stjórninni í Madrid.
Ráðgjafaskipti tvenn hafa nýlega
orðið all-merkileg, bæði á Rússlandi
og pýzkalandi, þar sem Rússakeis-
ari hefir gjört leyndarráð Schischin að
utanríkismálaráðgjafa í stað Lobanov,
er dó, en hermálaráðgjafi Prússa hefir
sagt af sér, er þykir bera vott um,
að eigi muni rýmkað um heragann á
pýzkalandi.
Yilhjálm Þýzkalandskeisara segja
síðustu hraðfréttir hafa veikst eptir
dýraveiðar, líklega ofkælt sig á þeim.
Látnir eru nýlega þessir merkis-
menn: Ivar Aasen, norskt skáld og
málfræðingur; hann ritaði mest á sveita-
málinu norska, og vildi koma því á í
stað hins mjög dönskukynjaða máls,
er almennt er ta.lað og ritað í Kor-
vegi, skáldið Morris, er ferðaðist hér
um land með meistara Eiríki Magn-
ússyni og heimsótti okkur á þúsund
ára hátíðinni og var Islandi mjög vel-
viljaður/ Trochu hershöfðingi, er átti
að vígbúa Parísarborg, eptir ósigrana
miklu í frakkneska ófriðnum við pjóð-
verja síðast, en þótti takast það mið-
ur en skyldi, þó hann hefði orð á sér
fyrir að vera dugandi herforingi, og
prófessor, Luigi Palmieri í Neapels-
borg, sá sem nú í yfir heilan manns-
aldur hefir haldið vörð við Vesuv, þá
eldfjallið hefir ausið eldi og brenni-
steini vfir vísindavígi hans, er var
byggt utaní hlíð eldfjallsins og stund-
um varð svo heitt í eldgosunum, að
enginn hélzt þar við nema Palmieri,
og sendi hann þaðan hraðskeyti til
Keapel um hvað eldgosunum leið.
Peru. Nyrzti hluti þessa lýðveldis,
er heitir Loreto, liefir hafið uppreist
undir forustu ofursta Ricardo Semi-
nario, og sagt skilið við lýðveldið Peru,
er innbúum Loreto þykir hafa van-
rækt þenna hluta landsins, og er það
álit manna, að Peru muni skorta fé
til þess að bæla þessa uppreist niður,
enda vegir hinir torsóttustu þangað
norður, yfir þver Andesfjöll, alla leið
norður að Amazonfljöti, þar sem böf-
uðborg þessa nýja lýðveldis, Igvitos,
stendur.
Buluwayo, höfuðborgin í Matabela-
landi, sem gjört hefir uppreist gegn
yfirráðum Englendinga, hefir mjög
hrunið og skemmst við það, að stórt
púðurgeymsluhús í miðri borginni
sprakk í lopt upp og misstu margir
menn við það lífið, en enn fleiiú særð-
ust, eignatjón varð og ákaflega mikið.
Jíýir fj árfiutningar. Eins og vikið
var hér á í Austra í haust, hafa nú
nýir fjárflutningar hafizt frá vestur-
strönd Korvegs til Belgíu; hefir kon-
sul Wattne í Stavanger nú sent þang-
að nokkra skipsfarma af lifandi fé,
en ekki var veruleg reynsla komin fyr-
ir því, þá er síðast fréttist, hvernig
þessi nýja fjársala mundi gefast.
Nýir konsúlar. Farstjöri Ditlev
Thomsen er orðinn þýzkur konsúll og
kaupmaður Carl Tulinius á Fáskrúðs-
firði frakkneskur konsúll.
Embættaskipun. Konungur hefir
veitt cand. juris Magnúsi Jónssyni
Yestmannaeyjasýslu, þar sem hann
áður var settur sýslnmaður.
Mikla gufuskipaútgjörð hefir stór-
kaupmaður Thor E. Tulinius, þar
sem liann hefir nú 5 gufuskip í förum
hér við land í haust, nefnih: „Rjukan“,
„Inga“, „Dronning Sophie“, „Imbs1!
og „Bremnæs“.
Brauð veitt. Hof á Skagaströnd
hefir landshöfðingi veitt cand. theol.
Birni Blöndal, samkvæmt kosningu
safnaðarins.
Jarðskjálftarnir
vonuðu menn þar syðra, er vér vorum
í Reykjavík, að væru nú loks búnir
að þessu sinni og hafði siðasti jarð-
skjálftakippurinn komið eystra þann
19. september, en ekki gjört neinn
skaða að nokkrum mun. Ritstjóri Isa-
foldar, sem för austur til þess að skoða
sig um á jarðskjálftasvæðinu fyrst í
septembermánuði og hefir skrifað mjög
ýtarlega og fróðlega grein um jarð-
skjálftana og skemmdir þær, er af
þeim hafa orsakast, lenti sjálfur í
hinum voðalega jarðskjálfta þar eystra
nóttina milli hins 5. og 6. sept., en sá
jarðskjálfti varð nokkru minni fyrir
austnn þjórsá heldur cn í Flöa og
Olfusi, þar sem liann gjörði hinar
voðalegustu skemmdir.
Ekki hefir með nokkurri vissu orðið
vart við eldgos i þessum jarðskjálft-
um, enda hafa þau opt eigi verið
hinum stærstu jarðskjálftum liér á
landi samfara. í Landeyjum þóttust
menn hafa séð eldgos útí hafi út af
Vestmannaeyjum, en eigi mun vissa
fyrir þvi, að svo hafi í raun og veru
átt sér stað.
Til allrar hamingju hafa þessir voða-
legu jarðskjálítar ekki skemmt brýrn-
ar á Olfusá og |>jórsá til nokkurra
stórskemmda, er örðugt verði við að
gjöra, en það héldu menn þó fyrst,
um síðari jarðskjálftann þar eystra.
þessir jarðskjálftakippir, er aðeins
stóðu fáar mínútur í senn, hafa verið
ógurlegir meðan á þeim stóð.
Bæirnir og húsin lékú sem á þræði
og hoppuðu upp áður en þau féllu
alveg til grunnaniður, stór timburhús
lyptust alveg frá grunni, svo að það
sást algjörlega undir þau, jörðin rifn-
aði undir bæjunum og langar sprung-
ur mynduðust, stór björg og hamrar
rifnuðu, og „fjöllin hristu sig eins og
hestur sem er kominn af sundi“ og
flettu af sér í einni svipan skrúðgræn-
um hlíðunum, og þeyttu öllu jarðlagi
í einu vetfangi ofaná jafnsléttu, og er
talið víst, að margt fé hafi orðið fyrir
þeim hlaupum. J>annig fórust víða
beztu engjar og töluvert af heyi, er
varð fyrir þessum hlaupum úr fjöllun-
um. Jarðskjálftaöldurnar voru svo
háar, að ár urðu á sumum stöðum
þurrar, er þær riðu yfir, hvcrar og
laugar hurfu, en aðrir nýir komu upp
aptur á öðrum stöðum. Maður, sem
kom utanaf Eyrarbakka með lest,
heyrði dunurnar og ósköpin á eptir
sér og varð litið aptur og sá liann þá
svo greinilega, hvernig jörðin gekk öll
í bylgjum, er nálguðust hann öðfluga
og skelltu hestunum um koll, er jarð-
skjálftaaldan reið undir fætur peim.
það var mesta guðs tillag, hvað fáir
menn týndu lífi i þessum ósköpum;
hefir það og nokktið stuðlað að því,
að manntjön varð cigi meira, að á
undan seinni jarðskjálftakippnum stóra
kom um kvöldið, er menn voru að
hátta, all snarpur kippur, svo menn
þorðu víða ekki að fara í rúmin og
voru úti um nóttina, og því urðu þeir
eigi undir húsunum, er þau hrundu í
hinum voðalega jarðskjálfta síðar urn
nóttina. En margir menn meiddust
meira eða minna undir bæjarrústun-
um, og voru drcgnir undan þeim nær
dauða en lífi.
Á Stóranúpi, þar sem sálmaskáldið
mikla, síra Valdímar Briem býr, féll
gaflaðið á húsinu þar sem þau lijónin
sváfu undir, út, svo þau skaðaði eigi.
Hefði gaflaðið fallið inn, hefði þeirn
hjónum verið bráður bani búin, eins
og hjónunum á Selfossi, sem eru þeir
einu rnenn, er vér höfum heyrt getið
um að hafi misst lífið við bæjarhrun í
jarðskjálftunum.
I>að var mesta gœfa, að tíðarfar
var mjög milt á Suðurlandi á meðan
á þessum ósköpum stóð, svo menn sak-
aði eigi útivistin. En huga mapns
hryllir við að hugsa til þess, ef þessa
voðalégu jarðskjálfta hefði að borið
um hávetur í harðindatíð!
Sú liefir orðið reynsla á í þessum
iarðskjálftum, að timburhúsin hafa
staðið miklu betur í þeim en torf bygg-
ingar, og er það því tillaga nmrgra
viturra manna þar syðra, þar á með-
al ritstjóra ísafoldar, að bæirnir yrðu
nú sem í'lestir byggðir upp úr timbri,
en eigi torfi, sem líka er hin versta
jarðarníðsla, þar sem rista verður opt
torf og strengi í þeim eina engjablett-
inum, sem til er á jörðinni.
Kærsveitirnar hafa brugðizt mjög
vel við nauðsýn jarðskjálftasveitanna,
og léð þeim vinnukrapta og tekið af
þeim börn til skemra eða lengra fóst-
urs, og til Reykjavíkur liefir verið ek-
ið mörgum börnum yfir Hellisheiði
til fósturs þar. Og allstaðar' að
af landinu spyrst til samskota, meiri
eða minni, þö höfum vér hingað til
ekki spurt nokkurstaðar að hér á landi
til eins rausnarlegra gjafa og þeirra
1000 kr., sem stórkaupmaður Otto
Wathne og fólk hans gaf landskjálíta-
sveitunum, og margir aðrir liér á Seyð-
isfirði hafa gefið allsæmilegar gjafir
eptir efnum og ástæðum. Heyrt liöf-
um vér, að hvalveiðamaðurinn Berg á
Framnesi og fólk hans lnvfi gefið 500
krónur.
Fimmtíu ára afmæli
latínuskólans
var haldið í skólanum þ. 1. október
með allmikilli viðhöfn í nærveru lands-
höfðingja ' og stiptsyfirvaldanna og
flestra embættismanna í Reykjavík,
stúdenta og nokkurra fleiri bæjarbúa.
|>ar flutti forstöðumaður prestaskól-
ans, lektor |>órh. Bjaruarson latínu-
skólanum ávarp frá prestaskólanum,
og landlæknir, Dr. Jónas Jónassen,
annað ávarp frá læknaskólanum, en
kandidat Einar Hjörleifsson frá stúd-
entum. Steingrímur Thorsteinsson
liafðí ort ágætan „flokk“, er var sung-
inn við þetta tækifæri.
þeir biskup landsins, Hallgrimur
Sveinsson og rektor skólans, Dr. Björn
M. Ólsen liéldu sína ræðuna hver, og
sagðist báðum snildarlega, og eru báð-
ar ræðurnar þess verðar að þær væru
teknar uppí sem flest blöð landsins,
en rúmleysis vegna verðum vér að láta
oss nægja, að taka siðasta kaflann úr
ræðu rektors, til skólasveinanna. Sá
kafli tekur svo ljóslega og fagurlega
fram þá stefnu og anda, erliann vill
láta ríkja í stjórn sinni á skólanum
og sem ætti að vera hverjum góðum
íslendingi unun og ánægja að heyra,
en einkum og sérílagi þeim, sem eiga
börn sín í svo góðum og stjórnsömum
höndum og rektors Björns Ólsens.
Kafli úr ræðu rektors.
. . . En eg sný mér að piltunum.
peir geta gert engu minna en kennar-
arnir til þess, að skólin nái sínu háa
niarki. Yið viljum gera úr ykkur öllum