Austri - 20.07.1897, Blaðsíða 3

Austri - 20.07.1897, Blaðsíða 3
NR 20 ADSTBI. 79 hallarinnar, svo allur kertafansinn er horfinn a.f reikningnum, Æðstur allra hirðmanna soldáns, er hallar-marskálkurinn, hann einn meðal hirðmanna hefir leyfi til að láta skeggið allt vaxa, hinir ganga aðeins með yf- irskegg; og er soldán „leyfir“ einhverj- um af prinzunum eða öðrum hirðmanni sínurn áð láta skeggið vaxa, pá pýðir pað, að hann sé rekinn frá hirðinni og í ónáð soldáns. Hallar-marskálkurinn á að hafa gæt- ur á pví að lífi soldáns sé engin hætta búin. Hann skal jafnan vera viðstadd- ur niáltíðir soldáns, og er hver rétt- ur á borð borinn í innsigluðum fötum. Brýtur marskálkurinn innsiglin og smakkar fyrst á hverjum rétti til pess að fullvissa soldán um, að eitur sé eigi í matnum. Kislar Aga, eða yfirumsjónarmaður kvennabúrs soldáns, gengur næst hall- ar-marskálknum að metorðum, og er vanalega svertingi. Hefir liann opt mjög mikið að segja hjá soldáni, pví hann hefir vanalega kvennfólkið i kvennabúrinu á sínu bandi, og hefir opt verið sá, er eiginlega liefir stjórnað. Fyrsti skrifari soldáns og fyrsti herbergisvörður hans eru og í miklum hávegum hjá soldáni, er ier opt að ráðum peirra, einkum pó skrifaraus, er hefir allar pær hréfaskriptir á hendi fyrir soldán, er mestu varða og er honum mjög handgenginn, og sem soldán hlýtur að hafa að trúnaðar- manni. Hirðpresturinn hefir og mikil áhrif á soldán, og pau eigi góð, og leggur soldán mikinn trúnað á tillögur lians, pví í pau ár, sem Abdul Hamid lifði áður en hann kom til ríkis, umgekkst hann mest hina æðri prestastétt lands- ins og heldur peim vana ennpá. En hinir Múhamedansku prestar eru litlir framfaramenn, og hatast við alla ný- hreytni í stjórn og hirðsiðum, og álíta peir allt pað illt, er eigi er samrými- legt við Koraninn. Mun pað einkum að kenna mótstöðu prestastéttarinnar, að ekkert verður af öllum peim fögru frelsis- og framfaraloforðum í stjórn ríkisins, sem soldán liefir livað eptir annað lieitir stórveldunum og sjálfur haft vilja á að enda, en ekki fengið pví ráðið fyrir klerkastéttinni, er hefir hótað soldáni með uppreist endilangt ríkið, og bráðum hana. Abdul Hamid hefir ekki heldur por- að að reka af höndum sér allan pann sæv ónýtra hirðmanna, er kosta hann margar milliónir króna á ári hverju, en sem hann veit að mundu allir ganga í hatursmannaflokk hans, ef peir væru reknir burtu og ættu að yfirgefa hið náðuga hirðlíf. Enda er Abdul Hamid svo hræddur um líf sitt, að hann sef- ur sjaldnast í sömu sæng tvær nætur í einu, og enginn nema trúnaðarmaður hans veit, hvar hann ætlar sér að sofa næstu nótt, en ekki porir hann að reka pessa hirðsnápa á dvr, pó hann hafi allan vilja á pví, og ei heldur að breyta stjórnarfari ríkisins í frjálslynd- ari og tímabærari átt. En soldán kvað sjálfur vera vel menntaður maður, og sér vel meinbugina á hinu núverandi stjórn- arfyrirkomulagi; en porir ekki að breyta um til batnaðar fyrir hinu tyrk- neska klerkaveldi og morðkutum liirð- manna. Ef að sá maður kæmi til valda á Tyrklandi, er pyrði að rísa gegn of- urvaldi hins tyrkneska apturha.ldssama klerkalýðs, og sem pyrði að umskapa hirðlifið og reka af höndum sér allar pær púsundir sníkjugesta og ónytjunga, er nú lifir á lífeyri soldáns og á tekj- um ríkisins, er hann prýtur, — mundi hæði stjórnarfar og fjárhagur landsins batna. En hann mætti pá ekki vera eins lífhræddur og Ahdul Hamid. D ó m s o r ð landsyfirréttarins í máli ritstjóra Skapta Jósepssonar gegn verzlunar- stjóra J>órarni Guðmundssyni. „pví dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaúrskurður og úthurðargjörð eiga ógild að vera. Stefndi, verzlunarstjóri J>órarinn (Juð- mundsson, greiði áfrýjandanum, Skapta l'itstjóra Jósepssyni í skaðabætur 1000 kr. — eitt púsund krónur — og í málskostnað greiði hann lionum 50 — fimmtíu krónur. — Dómi pessum her að fullnægja iunan 8 vikna frá lögbirting hans að viðlagðri lagaaöför. L. E. Sveinhjörnsson“. f lannalát f>ann 9. p. m., andaðist í Búðar- kaupstað á Fáskrúðsfirði, frú Agústa M. Vigfúsdóttir borgara á Yopnafirði, kona verzlunarstjóra Olgeirs Friðgeirs- sonar, eptir nýafstaðinn barnsburð. Ágústa sál. var hin elskulegasta kona,, fríð sýnum og vel menntuð. Hún var aðeins 24 ára gömul. jpann 14. p. m., andaðist snögglega sýslunefndarmaður Hallgrímur Jóns- son á Skeggjastöðum í Fellum. Hné niður á leið neðan frá Lagarfijóti heim að bænum. Líklegahefir æð sprungið í hjartanu. * Hallgrímur sál. var einhver með allra efnilegustu bændiun í Fljótsdals- héraði, dável greindur og vel mennt- aður og stilltur manna bezt, göfug- lyndur, sem hann átti ætt til, og í einu orði hvers nmnns hugljúfi, og er mikill skaði að pvílíkum mönnum. Frétzt hefir, að Halldór bóndi Jakobsson á Hallfreðarstöðum hafi drukknað í Jökulsá 17. p. m. Seyðisfirði, 20. júlí 1897. Tíðarfar er nú á degi hverjum hið ínndælasta, nema hitarnir í mesta lagi, svo allar ár hafa nú lengi verið í mikilli foráttu, en snjó tekið nú loks mikið til fjalla. En hitarnir hafa verið svo sterkir, að varasamt hefir verið að breiða hlautan fisk, svo eigi skemmdist af sólarhitanum. Fiskiaíli misjafn nokkuð, og lang- sóttur, en pó er líka reitingur kominn hér inní fjörðinn pangað sem róið var í undanfarandi hvassviðrum, sem bönn- uðu allt langræði, en gufuskipin fiska alltaf fremur vel, en pau geta líka sótt langt til hafs. Tomhólan, Bazarinn og Lotteriið er haldið var hér hina ákveðnu daga gekk allt vel og varð ágóðinn rúmar 1500 kr. Amtmaður Páll Briem fór með Yaagen norður á fórshöfn, paðan sem hann ætlaði landveg heim til sín. O. W. var með Yaagen, er átti að vitja um, hvað liði hinu nýkeypta gufu- skipi peirra O. W. og 0. & W. og hvort hægt mundi að fieyta pví og koma pví hingað. f Nýlcga varð hér bráðkvödd sunn- lenzk stúlka Margrét Finnbogadóttir að nafni. Slys. I>;uin 11. p. m., sökk hér á uppsiglingu á skipalegunni í ofsaveðri nótahátur Sig. Johansens, „Hrólfur". Yoru á lionum fjórir karlmenn og ein kona. Konunni varð bjargað og tveim karlmönnum; en hinirtveir drukknuðu; var annar peirra Guðm. Jónsson frá Borgarhóli hér í firðinum; hinn mað- urinn var sunnlenzkur sjómaður. þeir, sem bjargað varð, voru: forsteinn Jónsson á Brimnesi, og sunnlenzk hjón. Gufuskipið „Jyden“, aukaskip liinn- ar íslenzku landsstjórnar, kom hingað að morgni hins 17. p. m. Með pví komu hingað frá Vopnafirði: Frú Stefanía Davíðsson; frú Sigurveig, ekkja Árna sál. læknis Jónssonar, með stjúpsyni sínum 8 vetra gömlum, á leið til Reykjavíkur; Yigfús borgari Sig- fússon með dóttur, á leið til Fáskrúðs- fjarðar, og nokkrir sjómenn. í stað farstjóra D. Thomsens var með skip- inu hr. Jón Norðmann frá Reykjavík. „Jyden“ fór héðan kl. 12 um kvöldið. Með skipinu fóru héðan: stórkaupm. V. T. Thostrup; til Eskifjarðar, Skapti ritstjóri Jósepsson, forsteinn prentari Skaptason, o. fl., en til Berufjarðar Lárus læknii’ Pálsson. 82 dögum hefir flokksforingi í næturverðinum, Antonió Hernandes, verið myrtur; hann var einn minna beztu, trúustu og áreiðanlegustu pjóna“. „Nú, hvað er petta, morð aptur? Og pað á næturverði! Yar pá maðurinn aleinn?“ „J>ví miður var hann pað, J>essi happasæla ró og íriður, sem hefir vaxið með degi hverjum, siðan eg tók við embætti mlnu í Sevilla — blessaðri guðs móður séu pakkir fyrir pað — hefir gjört næturverðina öruggari og övarari. Svo vildi pá svo til, að flokks- foringi næturvarðanna í el Oaridad-strætiuu var einmitt sendur á umferðargöngu pvert á móti skipun minni, einsamall, af yfirvarð- stjóranum, pessa nótt, en hann varð að borga trúmennsku sína og skyldurækni með lífi sínu. Eg hefi pegar rekið yfirvarðstjórann frá embætti sínu, og pótti mér illt, pví að hann var duglegur maður“. „J>að var honum mátulegt. J>ó, eg býst við, herra borgarstjóri, að per hafið pegai' haft upp á sökudólginum, og hann biði maklegs dóms innan hinna tryggu múra dýfiissunnar“. „Mér til mestu sorgar, verð eg, minn konunglegi herra, að játa að morðinginn er ennpá ófundinn, pótt eg hafi gjört allt sem í mínu valdi stöð til pess að finna hann. „Hvað er petta, herra borgarstjöri, morðinginn ófundinn eptir prjá daga?“ Konungur sagði petta með Irilfgerðri hæðnisröddu. „Og hefir pú ekki fuudið nokkrar líkur, -— engan mann grun- aðan?“ „Morðinginn hefir verið Caballeró; Hernandes hefir verið lagður til bana með löngu lagsverði, sem riddarar einir bera. J>að er allt og sumt, sem eg veit enit um morðingjann“. ,,J>að er fjandans lítið, herra borgarstjóri, pað verð egaðsegja! Við hinn heilaga líkarna, Don Sanchó Zerbúró, manstu hvað pú sagðir heima í koti pínu nóttina góðu, pegar eg gisti hjá pér?“ „Yel man eg pað, minn konunglegi herra!“ „Gott er pað, herra borgarstjóri11, sagði konungurinn strang- lega, „en ef morðinginn er ekki fundinn, dæmdur, og dóminum full- nægt innan priggja daga frá pessum degi að telja, pá hefir pú sjálf- ur dæmdan pinn dóm“. Jafnir fyrir logunum. 79 „Lögin eru jöfn fyrir alla; dómurinn er upp kveðinn; réttvísin verður að hafa sinn gang“. Svo hafði konungur sagt, og fólkið æpt fagnaðaröp við peim oi'ðum hans. Alit Sanchó Zerbúrós var nú sem mest. Ohlutdrægni hans og rétt- dæmi var nú fullreynt — og svo hin vægðarlausa harðneskja hans við hina seku. VII. J>að var niðdimm nótt. Maður nokkur stóð framan við hús eitt í del Oardidadgötunni; hann hafði hatt síðan og barðastóran, og hafði hulið andlit sitt með möttlinum, er liann sveipaði um sig. Hann leit upp til glugga nokkurs á pessu stóra húsi; ljós var að sjá í glugganum; hann bar pípu upp að muuni sér og blés í liana, pá var ljósið óðara slökkt. „Hvað er petta?“ tautaði maðurinn, „í staðinn fyrir að koma ofan með ljósið, eins og vant er, og opna fyrir mér, er pað nú slökkt!“ Hann blés aptur ópolinmóðlega í pípuna. Ekkert bærði sig í húsinu. „Caramba", sagði maðurinn, „hvar er kerlingarhrotan?“ Hann barði ópolinmóðlega með meðalkaílanum á sverði sínu, sem hann liar undir möttlinum, á hliðgrindina, svo höggin heyrðust langt til í næturkyrðinni. En ekkert lét á sér bæra í húsinu né í lystigarðinum, en pangað út sneru bogadyrnar úr neðstu herbergjum hússins. „Við hinu heílaga líkama er kerlingarnornin orðin heyrnarlaus11, kallaði nú maðurinn hærra; „og Don Jayme? Nú, hann heyrir nú varla, hann er svo sokkinn niður í að lesa, pö að himin og jörð hryndi saman, ef lierbergið hans, stjörnuboginn og bókfellin haus kæmust bara hjá. Fjandinn liafi syndasvefnin í kerlíngunni. Eg verð pó endilega að ná tali af Don Jayme í nótt. Nú skal hann efna pað heit sitt, sem hann hefir gelið mér á hverri nóttu til pessa,

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.