Austri - 10.08.1897, Blaðsíða 1

Austri - 10.08.1897, Blaðsíða 1
Kemur id 3 á mánuðí eða 36 bl'óð til nœsta nýdrs, og kostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1■ júií. Uppsögn skrifleg lundin við áramót. Ógild nema kom- in sé til ritstj. fyrir 1. októ- ber. Augíýsingar JO aura línan, eða 60 a. hvcrþvml. dálks og Jiálfu di/rara á 1. síðu. VII. AK. Seyðisfirði, 10. ágúst 1897. 5TR. 22 AMTSBÓKASAFNIÐ á Sey.ðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. —o— Frumvarp til stj órnarskipunarlaga um breytingar á stjóruarskrá um hin sérstaklegu máleíiti íslands, 5. janúar 1874. Flutningsmaður: Valtýr Guð- mundsson. í stjórnarskrá um hinsérstöku mál- efni íslands, 5. janúar 1874, breytist 3., 25., 34. og 61. gr. ásaint 2. ákvörð- un um stundarsakir, sem hér segir: 1. gr. 3. gr. orðist svo: I peim mál- mn, sem getið er í fyrra bð 1. greinar, ber ráðgjafinn ábyrgð á stjórnarathöfn- inni. Alþingi 'kemur fyrir sitt leyti ábyrgð fram á hendur rá'gjafanum eptir pei n reglum, sem nákvæmar rerð- ur skipað fyrir um með lögurn. 2. gr. 1. liður 25 greinar orðist svo: Fyrir hvert reglulpgt alpingi, undir eins og pað er samankornið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir Island fyrir tveggja ára fjárhagstimabilið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja bæði hið fasta tillag og aukatillagið, sem somkvæmt lögum urn hiua stjórn- arlegu stöðu íslands í rikinu, 2. janúar 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sér- staklegu gjalda Islands, pó pannig, að greiða skuli fyrirfram af tillagi pessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar Islands, eins og pau verða ákveðin af ko; unginum. 3. gr. 34. grein orðist svo: Itáðgjaf- anum fyrir tsland skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alpiugi, og á hann rétt á að táka pátt í um- ræðunum, eins opt og hann vill, en gæta verður hann pingskapa. Eáðgjafinn getur einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á pingi við hlið sér og láta pví í té skýrslur pær, er virðast nauðsyrdegar. í forföllum ráðgjafa má veita öðrum umboð til að semja við pingið. Atkvæðisrétt hefir ráðgjafinn cða sá, sem kemur í hans stað, pví að eins, að peir séu jafnframt alpingismenn. 4. gr. 2. málsgrein. 61. greinar orðist svo: Nái uppástungan um breytingu á stjórnarskránni sampykki beggja pingdeildanna, og vdji stjórnin styðja málið, skal leysa alpingi upp og stofna til almennra kosninga af nýju. 5. gr. 2. ákvörðun urn stundarsakir orðist svo: þangað til lög pau, er getið er í 3. grein, koma út, skal hæsti- réttur ríkisins dæma mál pau, er al- pingi höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland, eptir peim málsfærslu- reglum, sem gilda við téðan rétt. íjs $ * Um petta frumvarp doktors Yaltýs urðu all-snarpar umræður í neðri deild alpingis, og voru allir ræðumenu frum- varpinu mótfallnir, nema Jón assessor Jensson, er var prí rnjög meðmæltur og sagði fyrir löngu kominn tima til að hætta við pessa „löðrungapolitik11 frumvarpsmannannp og taka nú pað sanr gæti fengizt í bráðina. Lands- höfðingi rnælti all-fast í móti frum- varpinu. er hann neitaði að eiga nokk- urn pátt í, og leiddi hann athygli ping- manna að pví, að ef alpingi féllist á ]ætta frumvarp, pá mundi stjórnin á- líta svo, að hfermeð væri bundinn endi á stjórnarbótarkröfur vor Islendinga, og pví purfti einmitt að fella úr gildi 61. grein stjórnarlaganna, svo eigi yrði frarnar stefnt til aukapinga, er stjórn- arskrárbreyting hefði náð framgangi í báðum deildum pingsins. Yér efumst nú alls ekki um, að doktor Valtýr liefir borið petta frunr- varp sitt upp á alpingi í góðri mein- ingu, og álitið pað sjálfur sem lítinn afdrátt af mikilli skuld, er vér eigum enn óborgaða inni hjá Danastjórn, og hefir sjálísagt vonast til að ráðgjafan- um fyrir ísland tækist að sannfæra hina ráðgjafana, sern pekktu svo sára lítið til íslenzkra mála. En hér er sá stórgalli á frumvarp- ir.u, að pað tekur pað alls ekki fram, að hinn sérstaki ráðgjafi fyrir íslaud skuli vera Islendingur, sem er aðal- skilyrðið fyrir pví, að starfi hans í hinu danska ráðaneyti komi oss að tiiætluðum notum, pví pað er marg- reynt, að Danir eiga mjög örðugt með að setja sig inní mál okkar íslendinga, og skilja okkur og pau, pó peir að öðru leyti séu oss mjög velviljaðir, eins og fæstir af ráðgjöíum vorum hafa svo mikið sem skilið fslenzku, og hljóta pví að vera ókunnugir umraið- uuum og undirbúningi málanna í blöð- unum, sem opt er töluvert á að græða. Og loks er pessi sferstaki ráðgjafi ís- lands alls eJcJn skyldur að mæta á al- pingi, hann má pað aðeins, ef hann finnur hvöt bjá sér til pess. p>að er pví mjög hætt við, að pessi danski maður, álíti sig jafnan fremur dansJmn, en islenzJcan ráðgjafa, og pað yrði sami danski andinn í honum sem hinum ráðgjöfunum, er hann ’ætti að vinna með, og pví erum vér alveg samdóma hinum skarpvitra pingmanni Skagfirðinga, herra Olafi Briem, að frumvarp petta fari í öfuga átt, með pví pað mundi rýra vald hinnar inn- lendu stjórnar, og draga pað enn meira útúr landinu, ofaní hið danska ríkisráð í kongsins Kaupmannahöfn. En að alpingi fari að afsala sér landsréttind- um vorum fyrir pvílíkt tylliboð, sem petta frumvarp hefir á boðstólum til oss Islendinga — pví svo mundu Danir álíta að alpingi gjörði, ef pað gengi að frumvarpinu — getur pví ekki komið til nokkurra rnála. Bitstj. Aðalfimdiir G-ránufélagsins. Ár 1897, 3. dag ágústmánaðar var aðalfundur Gránufélagsins settur og haldinn á Yestdalseyri við Seyðisfjörð. Úr félagsstjórninni voru mættir, Erb. Steinsson og Björn Jónsson og fram- kvæmdarstj. fél. Chr. Havsteen. Af fulltrúum voru mættir: Úr Djúpavogsdeild: Ari bóndi Brynjólfsson fverliamri. Úr Seyðisfjarðaideild- Eiríkur bóndi Einarsson, Bót, Sölvi bóndi Vigfússon, Arnbeiðarst., síra Björn Jporláksson, Dvergasteini, veit- ingarn. Kr. Hallgríinsson, Seyðisf. Úr Yopnafjarðardeild: Vigfús Sigfússon kaupm. Yopnafirði. Úr Baufarhafnardeild: |>orsteinn .Jónsson, Skinnalóni. Úr Oddeyrardeild: Erb. bóksali Steinsson, Akureyri, Björn prentari Jónsson, Oddeyri, Jón söðla- smiður Jónsson, Oddeyri. J>vínæst var kosinu fundarstjóri bók- sali Frb. Steinsson og skrifari prent- ari Björn Jónsson. pessi fundarmál voru síðan tekin til umræðrr: 1. Lagt fram: athugasemdir end- urskoðunarmanna við reikninga félags- ins 1895, svör uppá pær og úrskurðir ffelagsstjórnarinnar á peim, sera og at- hugasemdir endurskoðenda við reikn- ing kaupStjóra og verzlunarstjórans á Vestdalseyri fyrir árið 1896, svör reikningshaldara og úrskurði félags- stjórnarinnar á peim. Til að yfirlita og yfirfara var kostin 3. manna nefnd, peir Yigfús Sigfússon, Kristján Hall- grímsson og síra Björn porláksson. Yar fundinum síðan frestað í tvo tíma. Síðan var fnndimim framhaldið og úrskurðir félagsstjórnarinnar á fram- lögðum atbugasemdum sampykktir í einu hljóði. 2. Eramlögð prentuð hagsskýrsla félagsins við lok ársins 1896 og henni útbýtt meðal fundarmanna og urðu síðan nokkrar umræður um liag fé- lagsius. 3. Var sampykkt ákvæði félags- stjórnarinnar að fela kaupstjóra að selja veTzlunarhúsið á Baufarhöfn, fyr- ir verð, er pætti viðunandi. 4. Var lesin fundargjörð úr Seyð- isfjarðardeilcl, og var eptir áskorun hennar sampykkt að prenta ujip lög félagsins hið fyrsta. 5. Lesin uppbeiðnifrá Jóni söðla- srnið Jónssyni um að fá keypta lóð undir íbúðarhúsi sinu á Oddeyri, og var sampykkt með 5 atkvæðum að selja honum lóðina fyrir 20 aura liverja □ alin. 6. Skapti ritstjóri Jósepsson bar upp fyrirspurn til fundarins, hvort eigi myndi fást með góðum kjörurn lóð undir tóvinnuverksmiðju á Vestdals- eyri fyrir norskt hlutafélag. Sam- pykkt að fela félagsstjórn og kaup- stjóra að standa fyrir samningnm ef til kæmi unr leigu á lóðiuni og uotkun árinnar, og að leignn serstaklega íyrir að nota vatnið íánni til að drífa með verksmiðjuna, eigi skyldi fara fram úr 50 krónum árlega. 7. Endurkosinn var í félagsstjórn- ina Björn prentari Jónsson á OJdeyri til 3. ára. 8. Endurskoðunarmenn voru kosn- ir, Ounnar Einarsson verzlunarmaður í Beykjavik og cand. Jóbannes Hall- dórsson á Akureyri. Til vara var kosinn Davíð Ketilsson, söðlasmiður á Oddeyri. 9 Veitingamaður Kristján Hall- grímsson hreyfði pví, hvort aðalfund- ur vildi eigi ákveða að félagið veitti einhvern styrk til sjúkrahússbyggingar á Seyðisfirði, og var sumpykkt að gefa 100 Ícrónur til peirra stofuunar, peg- ar hún væri reist. 10. Laun félagsstjórnarinnar voru ákveðin 450 krónur og lann endurskoð- enda 505 krónur. * * r * Á fundinum kom opt fram 1 ræðum fulltrúanna ánægja með, og traust, til liins núverandi kaupstjóra Clir. Hav- steen, stjórnarnefndarinnar og liins hér- verandi duglega og vinsæla verzlunar- stjóra, sem líka hefir á pessum árum, síðan liann tók hér við Gránufélags- vcrzluninni, stóruin aukið hana og vin- sældir hennar. . Lýsti sér í öllu hin bezta samvinna á fundinum, og fullt traust til fram- tíðar Oránufélagsins, enda ættu rnenn almennt að styðja heldur pá verzlun, og m,una jafnan eptir pví, að stofn- féð er pó ætíð innlunt, og Oránufélagið okkar Islendinga eigið barn. „p>ess skal getið sem gjört er“, og pví getum vér pess liér, að kaupstjóri gaf Magnúsi bónda Sigurðssym á Fossi, hér uppaf Vestdalseyri, í 10 ár, eptir alla leigu af húsalóð og túni pví, er Magnús liefir nú A tveim síðustu árurn umgirt, og ræktað par upp með frá- bærunr dugnaði, úr stórgrýti og mel, allt með slögi og öðrum fiskiáburði. Vildu nú hinir háttvirtu jarðeigend- ur landsins feta í pessn cfni í fótspor kaupstjóra Gránufélagsins, pá mundu bráðurn fjölgapvílíkum „Magnúsum“, og vort kæra föðuiland batna og hækka í verði. Ritstj. r s. 1 a nni ástand Gránnfélagsins við árslok 1898. í. 2. 2. Eignir félagsins: Skipið „Bósa“ með tilheyrandi.................. — „Lykken“ með tilbeyrandi .................. Við Eyjafjörð: a. Oddeyrarverzlunarhús með verzbinaráhöldum og bryggju, niðursöðuhús mcð áhöldum, gufu- bræðsluhús með nýjum gufukatli, bryggj u og öðrnm áhöldum, 4 salthúsum og 1 sjómannahúsi b. Steinhús, Liedshús, Sigurðarhús og partur úr Einarshúsi...................., . . . . c. l/6 úr Njáli; ^/g úr Akureyrinni, */o lu’ Hrís- eyjunni, með tilheyrandi veiðarfærum . • . Kr. au. Kr. au. 14,000 00 2A00 00 16,500 00 45,000 00 8,200 00 2,S00 00 56,000 00 Flyt 72,500 00

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.