Austri - 09.04.1898, Blaðsíða 1

Austri - 09.04.1898, Blaðsíða 1
Kcmur út 3 á tn&nuðí eða 36 blöð til næsta nýárs, og kostar hér á landi aðeins 3 hr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1. júlí. Uppsögn skrifieg Ulndin við áramót. Ógild mma kom- in sé til ritstj. jyrir 1. okté- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 a.hverþuml. dálks og hálfu dýrara á 1. síðu. YIII. AR. Seyðisflrðij 9. apríl 1898. líR. 10 AMTSBÓKASAFNIÐ áSeyðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. Almeimur bindindisfundur verðnr haldinn á Seyðisfirði 21. maí næstlromandi. Á pennan fund ættu allar Good-Templarstúkur og bindindis- félög í Múlasýslum, pingeyjarsýslum og Eyjafjarðarsýslu að senda fulltrúa, 1 fyrir hverja 10 félagsmenn. Umdæmisstúka kann að verða stofnuð á fundinum fyrir pær stúkur, er taka vilja pátt í pví. Seyðisfirði, 5. apríl 1898. Björn Torláksson. Skapti Jósepsson. Hjálmar Sigurðsson. Hús til sölu. íbúðarhús pað á Vestdalseyri, sem er eign Armanns verzlunarstjóra Bjarna- sonar, auglýsist hérmeð til sölu með góðum söluskilmálum. Húsinu fylgir geymsluhús, nýbyggt fjós, kindaskúr, fiskiskúr og sáðgarður. Lysthafendur gjöri svo vel að snúa sér til undirskrifaðs. Seyðisfirði, 6. apríl 1898. Snorri Wiium. Hus til sölu. Husið kallað Nóatún á Ejarðaröldu í Seyðisfjarðarkaupstað, er til sölu frá pessum degi. Húsið er 10 al. langt og 8 al. breitt, með járnpaki, nýrri klæðningu og kjallara undir; að öðru leyti er húsið vel vandað og traust- lega byggt utan og innan; ágæt íbúð með tilheyrandi góðum eldfærum bæði uppi og niðri. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til tantí.irskrifaðs. Nóatfmi á Fjarðaröldu, 6. apríl 1898. Kristján Jónsson. ÚTLENDAR PRÉTTIR. —o— Norðurlönd. í Danmörku var nú mest rætt um kosningarnar til pjóð- pingsins, er fara par fram næstu daga, og um undirbúninginn undir áttugasta afmælisdag Kristjáns konungs, og verð- ur pað hátíðahald líklega fært fram um páska, par afmælisdagur konungs ber í ár uppá föstudaginn langa,. Öll Norðurlönd voru samtaka í að halda hátíðlegan sjötugasta afmælis- dag hins mikla leikritahöfunds Korð- manna, Henriks Ibsens, 20. f. m., og víða annarsstaðar var afmæli skálds- ins fagnað, pví hann er kunnur orð- inn í öllum hinum menntaða heimi, og hafa leikrit hans verið leikin í flestum löndum í Evrópu. Sverdrup norðurfari er nú sem óð- ast að búa „Eram“ til fararinnar kringum Grænland, og eru nú allir menn ráðnir á skipið, og er einn af hinum fyrri sjóliðum úr Nansens för- inni, Pétur Hendriksen nú líka með. Ætlar Sverdrup af stað frá Norvegi í júnímánuði næstk. og halda vestur fyrir Grænland og svo norður með vesturströndinni norður fyrir landið og paðan, — eptir að hafa kannað eyjar pær, er liggja norður af land- inu — suður með austurströndinni, par sem Sverdrup hefir fengið leyfi til að nota forðabúr Dana. Sverdrup gjörir ráð fyrir, að vera 2^ ár í förinni. 1 vor ætlar elzti sonur Eriðriks krónprinz, Kristján, að giptast stór- hertogadóttur Alexandrine af Meckl- burg Schwerin suður í Cannes á Frakk- landi, og var í orði að hirðprestur Paulli færi pangað suður til Cannes með prinz Kristjáni, til pess að gefa pau saman. Hiu ungu hjón setjast að á „Sor- genfrili-höll við Lyngby, skammt frá Kaupmannahöfn, einhverri snotrustu höll, er Danir eiga, og sem nú er verið að búa sem bezt undir móttöku ungu hjónanna. Danir hafa nú látið leika hinn stór- fenglega sjónleik Holger Drachmanns, ,, Völund smið“, á Konunglega leik- húsinu, og kostaði útbúnÍDgurinn 60,000 kr., enda er par sýnt Bagnarökkur og margar aðrar sýningar ákaflega stór- feldar og skrautlegar. Miðarnir til beztu sætanna í leikhús- inu voru seldir á 40 kr. fyrstu kvöldin. Hið unga danska tónskáld, Fini Henriuqes, hefir samið „Musikina“ við leikinn, og pótti hann að öllu leyti hinn áhrifamesti. Ekkert spyrst ennpá til dr. Andrée og félaga hans, og eru menn nú orðn- ir mjög hræddir um afdrif peirra. Frakkland. Málsfærslumennirnir við hæstarétt Erakklands neituðu að flytja mál Emile Zola fyrir réttinum. Ann- ars fer álit manna á framkomu Zola í pessu máli, alltaf v axandi í útlönd- um og jafnvel á Erakklandi sjálfu, par sem pingmennirnir eru farnir að segja af sér, af pví peir vilja enga samvinnu eiga við pá stjóm, er fer pannig að ráði sínu, sem hin frakkneska, undir forustu Meline forsætisraðgjafa. Einn af mestu auðmönnum Ameríku, Bussel Peabody, hefir boðið Zola að- setur i hinni nafnfrægu höll Contar- inianna í Yenedig, ef hann geti eigi haldizt við, eða vilji ekki lengur vera á Erakklandi. Ofursti Pii'qvart, er bar með Zola og Dreyfus síðast, hefir háð einvígi við ofursta Henry, einn af mótstöðu- mönnum peirra, og sært hann 2 sár- um. Svo skoraði Esterhazy major, Pig- qvart á hólm, en liann neitaði að berjast við mann, er hefði svo illt orð á sér sem majórinn. Italia. par féll nýlega Cavalotti, foringi frjálslynda flokksins, í einvígi við sampingismann sinn, ritstjóra blaðs- ins, Gazetta di Venezia; börðust peir með höggvopnum, og hjó mótstöðu- maður Cavalottis í sundur slagæðina á hálsinum, svo hann dö samstundis. Austurríki. par hafa ennpá einu sinni orðið ráðgjafaskipti. Káðaneyti dr. Gautsidi tókst eigi að semja milli pingflokkanna, og varð pví frá að fara, og tók pá við Franz Thun, greifi, er áður var landshöfðingi á Bæheimi, og pykir dugandi maður, og eigi ólíkleg- ur til pess að geta komið samvinnu á á pinginu á milli hinna æstu ping- flokka. Grikkland. pað hefir náðst í sam- vinnumann NHiilistans, Karditzis, for- göngumaans morðtilraunarinnar á Ge- org Grikkjakonungi og Maríu dóttur konungs, og heitir hann Johann Geor- gis, pessaliskur böndi, er Karditzi hafði tælt til að vera í verki með sér, í von um alla pá frægð! er peir mundu hljóta meðal Anarkista og Nihilista fyrir petta riíðingsverk. petta banatilræði hefir aflað kon- ungi mikilla vinaláta hjá hinni grísku pjóð, og gjört stórveldin vinveittari peirri tillögu Kússa, að Tyrkir gjörðu Georg, yngri son Grikkjakonungs, að landstjóra á Krítey og voru allar horf- ur á pví, að sú ráðagerð næði fram að ganga, pví að soldáni munu litast Rússar all-ófriðlegir á austur-landa- mærum ríkisins, par sem peir standa með albúinn óvígan her til að berða á Tyrkjum með að fallast í pessu máli á tillögur peirra, eins og Svartahafs- floti Rússa er líka sagður albúinn til bardaga. Kronprinz Oonstantinos, er fékk svo mikið ámæli af Grikkjum fyrir her- stjórnina í vor, hefir nú ritað í móti peim óhróðri og borið páverandi for- sætisráðgjafa, Ralli, mjög illa söguna, sem hann ekki hefir getað borið af ser; og lítur út fyrir, að krónprinzinn hafi gjört allt pað, sem í hans valdi stóð, til pess að forða hernum frá al- gjörðri eyðileggingu við Larissa og víðar, par sem Ralli og aðrir grískir orðabelgir flýðu, sem geitur, af vígvell- inum. Ófriðarhorfurnar voru nú, er síðast fréttist, með ískyggilegasta móti nær pví í öllum heims álfum. 1 Suðurálfunni lá við illdeilur nieð Frökkum og Englendingum, par sem báðir gjörðu tilkall til sama landsins. 1 Ameríku versnar alltaf samkomu- lagið með Spánverjum og Bandaríkja- mönnum, er gruna Spánverja um að hafa sprengt gat á herskipið „Maine“, er getið er um í 8. tbl. Austra að hafi sokkið á höfninni í Havanna á Cuba með á 3. hundrað manna, og trúa Bandamenn ekki Spánverjum pó peir sverji sig og sárt við leggi, að vera ekki valdir að nokkrum svikráðum í pví efni. Ameríkumönnum pykir pó vissast að vera við öllu búuir, og senda nú menn í allar áttir til pess að kaupa ný herskip, og hafa veitt 50 milliónir dollara til pess að auka herflotann. I Asíu harðnar alltaf deilan um Kína meðal stórveldanna. þegar þjóðverjar höfðu fengið sinn landskika með góðri herskipahöfn — kröfðust Rússar Port Arthur og Ta- lienvan til ótakmarkaðra afnota, og að mega leggja járnbraut útúr sibir- isku járnbrautinni, suður yfir Man- sjuríið alla leið til Port Arthur, sem er sama sem að pau lönd, er járn- braut pessi gengur eptir, komist und- ir yfirráð Rússa. Rússar kröfðust skýlausra svara af Kinverjum innan 5 sólarhringa, svo peir porðu eigi annað en láta undan Rússum. En pá risu Englendingar og Jap- ansmenn upp óðir og uppvægir gegn pessari miklu ívilnun Kínverja við Rússa, er peir bönnuðu Kínverjum; en peir standa uppi ráðalausir, og vilja öllum gjöra til hæfis. Frakkar heimta og einhverja land- skika sunnan af Kína. Allir pessir keppinautar um hið frjóvsama Kínaveldi búa nú herflota sína í ákafa, og veita óspart fé til pess að búa pá sem bezt til bardaga og hafa Rússar veitt aukagetu til her- flota síns uppá 90 milliónir rúbla, og Englendingar álíka. En vonandi er pó, að betur ráðist fram úr pessum ófriðarhorfum, heldur en síðast áhorfð- ist. A Indlandi hafa Múhamedstrúar- menn og Indverjar gjört i sameiningu aðsúg að kristnum mönnum í stórborg- iuni Bombay og víðar, svo herliðið hefir orðið að skakka leikinn og nokkr- ir menn fallið í pessum óeirðum. Amerikskir auðmenn hafa keypt pjóðríkið Honduras í Mið-Ameríku, sem er mjög frjófsamt land, nema strandlengjan; ætla peir að stjórna pví líkt og enska kaupmannafélagið forð- um Indlandi. Kallar úr ferðasögu Priðþjófs Kansens. —o— XII. Utbúningurinn til ísfararinnar1. „Eg hefi áður opt minnzt á fatnað- inn og tilraunir vorar með hann. |>ó við hefðum komizt að raun um, að úlfaskinnsfötin voru of heit, pá höfð- 1) Á þeirri göngu voru þeir Nansen og Johansen í 5 mánuði, frá 17. marz framund- ir miðjan ágúst, og á henni komust þeir 86° 14 norðl. breiddar, þar sem þeir urðu að snúa aptur, vegna þess ísinn var ógeng- ur lengra norður fyrir liröngli og saman- skrúfuðum borgarís. Ritstj.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.