Austri - 10.03.1900, Blaðsíða 2
NR. 8
A U S T R I.
28
Tungu eigum vér þó, svo að vér getum
eins fundið eðiileg nöfn, heiti og titla
handa mönnum eins og aðrar pjóðir
jafnóðum og iðnir og listir lærast.
M. J.
Eyjafirði, 12. febr. 1900-
„V eturinn sá arna, kemur við oin-
hvern“, sögðu margir í haust. Menn
töldu sjálfsagt, að aldamótaveturinn
hlyti að verða harður, pví stundum
hefir sýnzt svo áður, sem harðindi
hafi verið óvanalega mikil um alda-
mót. En pað sem af er vetrinum
hefir hann mátt heita fremur mildur
en harður, frost optast mjög lítil,
snjór ekki mikill; en heldur hefir
tíðin verið óstillt, og jörð pví ekki
notast vel fyrir útigangsfé. Ura hey-
skort talar pó enginn enn, enda voru
hey óvanalega mikil að haustinu.
I dag er snjóburðarhrið á norðan.
A f 1 a 1 a u s t hefir mátt heita á
Eyjafirði síðan löngu fyrir jól. |>ó
hefir nú orðið ofurlítið síldarvart
innst á firðinum (á Pollinum), og
náðst dálítið í net, sem lögð voru
undir ísiun.
H e i 1 s u f a.r manna yfirleitt gott
i Eyafirði í vetui. P>ó hefir á stöku
stað stungið sér niður hálshölga,
en ekki verulega illkynjuð,
Miltisbrandur drap 4 hesta
í vetur á Svertingsstöðum í Kaupangs-
sveit. Orsök veikinnar er mönnum
víst ókunn.
Norðurljósamennirnir
dönsku á Akureyri halda stö'.ugt á-
fram rannsóknnm sínum og telja, peir
nú för sína orðna mjög góða. J>eir
hafa að sögn fundið einhvern nýjan
geisla í norðnrljósunum, og er pað
sögð mjög mikilsverð uppgötvun.
Sjónleikir hafa verið leiknir
á Hjalteyri í vetur, og tekizt vcl nð
sagt er. Akureyringur leika og allt
af við og við. Næsta miðvikudag á
að leika „Æfintýri á gönguför.“
Hefír mjög verið vandað allt til pess
leiks; máluð ný skógartjöld og yfir
höfuð kostað miklu til að gjöra hann
sem skemtilegastan. Tjöldin hefir
málað Einar Jónsson fiá Sauðárkrók.
og eru pau talin afbragðs falleg, enda
er Einar mjög smekkvís málari, og
svo naut hann leiðbeiningar herra
greifa Moltke málara fyrst við máln-
ing tjaldanna.
pjófnaður var framinn á Akur-
eyri í vetur, brotizt inn í vörugeymslu-
hús pöntunarfélagsins á Torfunefi og
stolið paðan brauði og sykri o. fi.
í lok janúar komst pað upp, að
pjófarnir voru 3 piltar og sá fjórði
var í vitorði; allir af Akureyri og úr
nágrenninu. Sá elzti er á 18. ári, en
sá yngsti á 13. — Voru peir pegar
teknir undir rannsókn og bíða nú
dóms. Eorsprakki pessara óaldar-
seggja, 14 ára piltur frá Kotá, með-
gekk” einnig að hafa í vetur brotizt
inn í búð á Oddeyri (hjá Snorra
Jónssyni) og stolið paðan prjónasaum.
Og enn fremur hafði hann framið
pjófnað í 3 öðrum búðum án innbrots,
og hugsað sér nýtt innbrot á öðrum
stað áður en hann var tekinn. En
pað sem ósvífnast er af öllu pessu er
pað, að meðan hann stóð undir
rannsókn, hljóp hann eitt kvöld af
heimili sínu, biauzt inn í húð Árna
Péturssonar og stal paðan ýmsu smá-
vegis. — Áður mundi hafa verið sagt
um slíkt, að mönnunum væri ekki
sjálfrátt. Enda er líklegt að petta
stafi af einhverjum sjúkdómi. Piltur
pessi er dável skynsamur og heldur
vel að sjer, og liefir fengið bezta orð,
hvar sem hann hofir verið áður.
Stöðvarfirðí, 29. janúar 1900.
Veturinn hefir verið hér ágætur
frá byrjun til pessa, líiil snjókoma, en
optast pýðviðri, með allsnörpum suð-
og norðvestan svipum sem pó engan
skaða hafa gjört. Hið eina sem að
veðuráttunni heflr mátt finna er, að
sumum peim er í slæmum húsum búa
hefir pótt óparflega mikið rigna, og er
pað ljós vottur pess að full pörf væri
á, að landsmenn tækju sér fram um
húsagjörð meir framvegis en hér til.
f>að er leiðinlegt að geta ekki búið
óhrakinn me'ð eigur sínar í kofunum pó
skúr komi úr lopti.
Afla reitingur var í firðinum fram
til prettánda, og hafa menn hér ekki
átt að venjast pví unianfarandi.
Margir eru að geta til að Garðars-
félagið muni verða lítil heillapúfa
fyrir útvegsmenn hér á Austfjörðum,
og ^enn aðrir spásagnarmenn eru að
geta til, að petta sé nú byrjun til pess
að Island verði með tímanum að enskri
nýlendu.
Með fréttum má pað telja, að bráða-
pestin hefir nú I vetur ekki gjörtvart
við sig á peim bæjum sem fé var i
bólusett í haust, par sem hún pó áður
hafði gjört allmikinn usla, og eru
pví margir hér farnir að fá gott traust
á bólusetningum sem vörn gegn bráða-
pest.
Útlendar fréttir.
— :o:—
Ófriðurinn.
Stórtíðindi.
J>að fór sem vér spáðum í síðasta
Austra, að nú mur.du Englendingar
láta til skarar skríða með sér ogBúum,
er ágætustu hershöfðingjar peirra,
peir Roberts marskálkur, og
Kitchener lávarður væru báðir
komnir til herbúðanna með miklu liði.
Barðist Buller hershöfðingi að aust-
an verðu við Tugelafljótið, par sem
Englendingar hafa misst svo marga
hrausta hermenn, og sótti fram norður
að L a d y s m i t h til pess að losa
W i t h e bershöfðingja og lið hans úr
umsátri Búa, er hafði pá varað frá
byrjun stríðsins, snemma í nóvember
mánuði og varizt par öllum árásnm
Búa af mestu hreysti, og ekki látið
hugfallast pó herflokkar Englendinga,
sem voru sendir borginní til újálpar,
færi hverja óförina ofan í aðra á bökk-
um Tugelafljótsins, sem hvað vera
helmingi minra en Kíníljótiðog illtyfir-
ferðar fyrir stórgrýti og straumhörku.
En mestur garpur í liði Bullers er
Dundonald hershöfðingi er barðist
harðast við Búa á nyrðri bakka Tugela-
fljótsins 25. og 26. janúar s. I, og átti
sín í að hefna á peim fyrir pað að peir
neyddu hann pá til oð hörfa suður
yfir fljótið eptir að hafa misst par
margan vaskan dreng. En ráðin voru
nú á peim vígvelli öll pau sem hinn
frægi yfirforingi, Kitcheuer lávarður,
hafði lagt. hin sömu er hann hafði notað
í Sudan við Dervisjana; var alltbúiðsem
bezt undir atlöguna. Hólt Buller svo
leiðar sinnar hægt og hægt norður að
Ladysmitli og neyddi Búa með stór-
skotaliði mikiu til pess að yfirgefa hvert
vígið af öðru, en frændi og nafni
Kitcheners var fyrir miðfylkingunni og
sótti par jafnan fram er mest var
hættan og mest var vörn fyrir.
Búar vörðust að vanda af mikilli
hreysti og var hvert vígi blóði drifið
og fullt af föllnum og særðum áður
en peir létu undan síga, en neyddust
pó til pess sökum hins miklu betra
stórskotaliðs Euglendinga, enda eru
pær svo kölluðu M a x i m- fallbyssur
Englendinga svo hraðskeytar, að pær
I* spúa út úr sér sex hundruð skotum
á mínútu hverri.
En parna gátu Búar síður notið
5 byssanna í svo miklum fjarska, sem
Englendingar gátu náð til peirra úr
með fallbyssunum. En er Búar kom-
ust í skotfæri við Englendinga veitti
Englendingum allörðugt að hrekja pá
aptur á bak, og urðu að gjöra mörg
áhlaup á sum vígin áður en peirnæðu
peim, pó fallbyssurnar veitti peim mikið
lið, við að ansa kúlunum yfir vígin.
En endirinn varð pó sá, að Búar
urðu til neyddir til að hefja umsátrið
um Ladysmith og hörfa paðan norður
eptir hina drengilegustu vörn og komst
Du ndonald hershöfðingi pann 28.
febr. inní hina umsetnu borg, og verða
Búar nú að halda liði sínu burt frá
Natal og inná sitt eigið land, Trans-
vaal, og er nú fremur sókn en vörn
par eystra, af Englendinga hálfu,
Englendingar hafa og náð borgunum
Bensburg og Colesberg úr höndum
Búa, er nú verða alstaðar undan að
halda, enda er nú liðsmunur afarmikill,
og sannast hér hið fornkveðna „að
enginn má við margnum,“ hversu
hraustur sem hann er.
Annar aðalbardagastaður en við
Tugelafljótið, hefir í pessu striði verið
við Modderfljótið, par sem
M e t h u e n lávarður missti mikið og
frítt lið fyrir C r o n j e yfirhershöfð-
ingja Oraninga, er Englendingar sóttu
norður yfir fljótið til pess að bjarga
Kimberley og Cecil Rhodes,
úr höndum Búa, en komust eigi yfir
Modderfljótið. pangað suður hraðaði
nú Cronje hershöfðingji sér rneð 8000
herroanna til pess enn að verja
Englendiningum yfirferðina yfir Modd-
erfljótið, og fór lið hans í einum
áfanga 35 enskar mílur og kom par
að ánni, er heitir Koedoes Kand, og
skildi par á nyrðri bakka árinnar eptir
vagna sína og farangur, en hélt með
liðið allt suður yfir ána til hárra hæða
við Paardeberg, par sem járn-
brautin frá höfuðbæ Oraninga,
Bloemfontein, liggur um og er
vígi gott, og beið par Englendinga,
til allrar ógæfu með ána a ð b aki
sér, er jafnan hefir verið talið óvitur-
legt, og pað pví fremur sem nú réðu
par fyrir Englendingum hinir reynd-
ustu herforingjar, lávarðarnir Ko-
b e r t s og K i t c h e n e r, er kunnu
vel að nota sér af pessari óhyggni
og ofdirfsku Cronjes og Búanna.
Fóru peir líkt að og Napoleon
mikli við Ulm. Stefndu herliði að
Cronje úr öllum áttum og afkróuðu
haun og her hans parna alveg.
Kom par fyrst Kelly Kenny her-
fonngi til móts við Búa með 6. her-
sveit og Hálendinga pann 18. febrúar
og lagði pegar til ornstu, en varð lítið
ágengt fyr en honum bættist meira
lið, er prengdi hringinn um Búa.
En p. 19. komu peir Koberts og Kit-
chener og French riddaraliðsforingi
pangað með enn meira liði og lokuðu
alveg hringnum urn Cronje og lið hans,
sem varðist pó Englendingum parna í
heila viku með dæma fárri hreysti, pó
1 peir dengdu skotunum á pá úr öllum
I áttum, jafnt á nótt sem degí.
En „nvað skal mennskra manna afl
pá Múspellssymr vega.“
fann 20. febrúar bað Cronje um
t vopnahlé í 24 tíma. En Koberts
sagði að Cronje yrði sjálfur að koma
á hans fund og iáta liermenn sína
gefast upp og ieggja niður vopnin.
Og varð Cronje að ganga að peim
kostum 27. febr. par eigi var til
nokkurs hlutar að halda lengur uppi
vörn gegn stórskotaliði Englendinga,
er var svo langt um betra en Búa,
og sem líka hafði brennt upp alla
vagna, farangur bg vistir Búa við
Koedoes Kand. Tók Koberts mar-
skáikur Cronje hið bezta og annálaði
mjög hreysti hans og liðs hans. j?ar
var og handtekin kona Cronje og
fleira skyidfólk og 4000 hermanna, par
af 1150 Oraningar. En hitt iiðiö var
fallið, sært eða flúið.
I Af liði Englendinga er sagt að hafi
faliiö 200 en særst 740.
Cronje hershöfðingi og kona hans
og alhr herteknir menn voru svo
daginn eptir 28. febr. sendir suður til
Kapstaðarins, og lofaði Koberts Cronje
áður góðri meðferð á honum og Jiði
hans.
De Wett, hershöfðingi Búa, hafði
ætiað að koma Cronje tii liðs með
1000 hermanns. En Englendingar
fengu lirakið hann aptur og ónýtt
pá tilraun hans til að iosa Cronje úr
j árngreipum Englendmga.
Eptir bardagann skoðaði Koberts mar-
skálkur herstöðvar Búa og dáðist að
vígum peirra, er hann sagði að aldrei
mundu hafa orðið unnin með áhiaupi
fótgönguliðs, og óúgrandi nema með
stórskotaliði, sem vesalings Búar höfðu
mjög lítið af, pareð fréttirnar geta eigi
um að fleiri en 6 falibyssur hafi verið
teknar af Búahernum.
Englendingar hafa einnig náð
Kimberley, sem Búar urðu nú
nauðugir að yiirgefa og vin sinn Cecil
Rhodes, sem peim tókst þá^eigi að
heDgja að pessu sinni. Er hifett við
að eigi verði pess héðan af langt að
bíða, að Koberts marskálkur haldi lið-
inu tíl höíuðborgarinnar, Bioemfontein.
Er hætt við að Búum fari nú að
ganga miður úr pessu, par eo svo lít-
ur út sem Englendingar hafi nú aflað
sér góðs og mikils stórskotaliðs, er
gjörir saotfimi Búa ekki eins hættulega.
Búar haía nýlega ráðist á M a f e -
k i n g en verið hraktir frá með tölu-
verðu mannfalli.
Á Englandi er, einsog nærri má
geta, hin mesta gleði yfir pessum
sigrum, og hafa margir stórhöfðingjar
áilu vorrar sent Viktoiíu drottningu
heillaóskir út af peira.
Kýlega fórust 4 botnvörpuskip í
hríðarveðri miklu við HjaltJand og
drukknuðu par um 60 manns.
Siðast í f. m. gekk ákaflega mikill
hríðarbylur yfir mestanhluta Korður-
Evropu, og eru skaflarnir á sumum
stöðum sagðir að hafa verið 20 fet á
hæð, Hefir pað líklega verið í pessum
byl, að botnverpingarnir fórust við
Hjaltland.
ý þann 2. p. m. dó hér í bænum
Vigfús Sigurðsson 73 ára
gamall, fyr bóndi á Hofi í Öræfurn.
Hafði alla æíi verið starfsmaður
mikill og vel látinn.
Seyðsfirði, 10, marz. 1900.
Veðrátta liefir nú verið hlý, sólskin
og þyða á hverjum degi, og tekur nú snjö
óðum upp, enda er liér af miklu að taka.
„Dronning S o p h i e“ kom hingað 7.
þ. m. með kolafarm frá Englandi til verzl-
unar O. Wattnes erfingja. Skipið fcerði ensk
blöð til 4, þ. m.
Fyrir þá miklu hluttekningu, sem
mér var sýnd við jarðarför minnar
kærumöður, Önnu Rasmussen, votta
eg mitt innilegasta þakklæti.
8eyðisfirði, 8. marz 1900.
Andr. Rasmussen.