Austri - 27.03.1900, Blaðsíða 2

Austri - 27.03.1900, Blaðsíða 2
m. 10 AOSTRI. B6 hins enska liðs, í trausti til þess að Guð muni ekki yfirgefa oss. Yér höfum hingað til pagað með pessa yfirlýsingu þareð vér óttuðurnst, að á meðan að það rar fremur sókn af vorri hendi og herlið vurt hafði náð enskum vígum á sitt vald, mundi slík yfirlýsing meiða virðingu hinnar ensku þjóðar; en nú þegar virðingu liins f-nska ríkis virðist bjargað með því að her- lið drottningarinnar hefii tekið einn herflokk vorn höndum og vér urðum þar af leiðandi neyddir til þess að yfirgefa vlgi vor, er sú ástæða horfin. Yér látum því eigi lengur hjálíða, í áheyrn alls hins menntaða heims, að skýra hinni ensku stjórn og hinni ensku þjóð frá því hversvegna við berjumst og eptir hvaða skilmálum vér erum fúsir til að semja frið.“ Salisbury forsætisráðgjafi sendi svar stjórnarinnar 11. þ. m. Svarið hlóðaði á þá leið, að Transvaal hefði fyrst hrotið friðinn og sagt Englandi stríð á hendur með 2 daga fresti og auk þess gefið út meiðandi ákvæðisorð, en Oraníuríkið hefði án nokkurra undan- genginna samningstilrauna gjört hið sama. pjóðveldin orsökuðu Englandi stórkostlegt manntjón og fjártjón, og væri það refsing fyrir það að Eng- land á sínum tíma lét þjóðveldin ha!da frelsi sínu. í tilliti til þeirrar ógæfu, sem hefir orsakast-af ófriðnum, sem var byrjaður af þjóðveldunum, geti stjórnin eigi viðurkennt sjáífstæði Transvaals eða Oraníu. Svari' Salisbury hefir verið tekið með ósegjandi fögnuði yfir allt Eng- land, og heimta fiestir að ófriðnum sé haldið áfram þar til Búar gefizt upp, upp á náð og miskun. J>ó er þess getið, að í neðri mál- stofunni hafi tveir þingmenn, Labou- chere og Wilfred Lawson, mælt á móti svari Salisburys, er þeir kváðu vera eigi einungis heimskulegt frá pölitisku sjónarmiði, heldur einnig ódrengilegt. 13. þ. m. er mælt að 3 sendimenn frá Búum hafi lagt á stað til Eyj opu til þess að semja um frið. Mafeking halda Búar i herkvíum, kvað ákafleg neyð geysa þar í borg- inni, hungur og pest, og er álitið að borgin muni gefast upp þá og þegar, ef henni komi eigi hjálp. Við Dortrecht í Kaplandinu unnu Búar sigur yfir Englendingum, sem misstu fjölda manns og nokkr- ar fallbyssur er Búar náðu. Við Ambrahams Kraal hafa Eng- lendingar hvað eptir annað orðið að hörfa undan Búum. 13 þ. m. hefir Krúger sent svo- hljóðandi hraðskeyti frá Prætoriu: „Búar ætla að berjast meðan nokkur maður stendur uppi lifandi. Herlið vort hörfar undan hingað, þar sem vér höfum góð vígi. Englendingar kom- ast aldrei til Prætoriu. Steijn, Joubert og eg og allir Búar eru með einuni huga. Guð varðveiti oss!“ Búar þeir, sem hafa gjört uppreisn á Kaplandinu norð- vestanverðu, er nú mælt að hafi gefizt upp, 1000 að tölu, og iátið af hendi yfir 5900 skot- vopn, og fleiri muni gefast upp síðar, Af svari Salisbury má Ijóslega sjá, að Euglendingar ætla sér eigi að hætta ófriðnum fyr en Búar gefast aigjör- lega upp. En hve lengi þess veröur að híða er óvíst, en víst er urn það, að litla frækna þjóðin mun selja dýrt sitt frelsi og vart láta það nema fyrir sína síðustu blóðdropa. Englandsbanki gengst nú fyrir pen- ingaláni, að upphæð 30 mill. pund sterl., til ófriðarins; var þessu boði svo vel tekið, að mælt er nú að búið só að fá tryggingu fyrir 10 sinnum meiri upphæð, Stórkostlegur bruni. „pjóðarleik- húsið í Paris, Theatre francais, brann 8. þ. m. til kaldra kola. Eldurinn kom upp kl. 12. á hádegi er eigi voru aðrir í leikhúsinu en leikendurnir, sem voru að æfa nýtt leikrit. Eldur- inn læsti sig svo fljótt um leikhúsið að leikendurnir komust naumlega út og leikkoná nokkur, að nafni Heni’iot, brann inni. Eldurinn kom upp á þann hátt, að kviknað hafði út frá rafurmagnsleiöingunum og hafði þris- var áður á þessu ári kviknað út frá rafurmagnsleiðingunum. 17 slökkvilið- ar kváðu hafa brennzt til stórskaða. J. P. E. Hartmann, tónfræðingur- inn og tónskáldið, er nú látinn, 94 ára gamall. Slys. 10. þ. m. sigldi enskt gufuskip á gufuskjpið „Cuvier“ frá Belgíu svo það sökk. Drukknaði þar öll skips- skipshöfnin, 38 meno alls, Ekki cr allí gull sem glóir. Niðurl: fótt nú herra Barth væri ókunn- ugur Jökulsá í Axarfirði, hefði hann samt átt að fá dálitla pekkingu á henni, þegar honum var sagt og sýnd- ar breytingar hennar og hann var bú- inn að mæla hraða vatnsins, þótt að- ferð mælinga hans væri að vísu nokkuð hlægileg, en það segir gamall máls- háttur, að 'það sé betra að veifa röngu tré en öngu, og svo mátti segja um verkfæri herra Barths, en samt tókst honum nú aldrei að mæla dýpið, þótt verkfróður væri, var hann þar að auk rétt kominn í ána með verka- menri sína af vanhugsaðri fyrirskipan, því slík mælingaraðfei ð sem haun brúkaði við Jökulsá, hefði verið ófyrir- gefanleg af verkfróðum manni. Ef herra Barth hefði þá með einu orði minnst k sviíferju á Jökulsá, þá hefði honum strax verið sýnt fram á ómöguleika þess, en það var öðru máli að gegna, þá hugsaði hann ekki um annað en brú og það helzt stein- boga eptir því sem hann sagði sjálfur, og það var víst eindregin sannfæring hans, en þá hefir hann náttúrlega ekki verið búinn að athuga nógu vel fólksfjölda-uppdráttinn, sem sýnir fram á hve strjálbyggt sé, og þar af leiðandi umferðin svo lítil yfir ána, að brúin yrði ailtof íburðarmikil. Eólksfæðin og umferðarleysi yfir ána virðist nú helzt standa í veginum fyrir fjárveitingu til brúargjörðar á Jökulsá eptir því sem herra Barth álítur, en þareð eg er hræddur um að það sé hugmyndasmíði eitt en engin sönnun. fó urðist mér naumast takandi til greina, þetta hafði þingi voru heldur aldrei dottið i hug að athuga, þótt það notaði flest þau meðul sem komu í bága við brúargjörð h Jökulsá, allt þangað til í sumar, þá þagnaði það alveg, líklega af þeirri ástæðu, að það hefir álitið þessa uppgötvun herra Barths með umferðaleysi yfir ána sökum fólks- fæðinnar alveg fullgilda, og nú væri umræðum um brúargjörð á Jökulsá alveg lokið, en það mun fara á aðra I leið; þingmenn vorir munu brátt kom- ast að þeirri niðurstöðu á næsta þingi að sækendur þessa máls eru eigi fallnir á bak aptur þótt árangur hafi verið lítill að þessu, en nú er fyrst risin almenn óánægja, og hún í meira lagi, yfir þessari mótspyrnu gagn- vart brúnni á Jökulsá, sem öll hefir verið byggð á svo óskiljanlegan hátt, að það er naumast hægt að gjöra sér grein fyrir hvernig á því stendur, eða það er að minnsta kosti ekki sjáan- legt að hún sé byggð á neinum grund- velli t.d. þar sem baldið er fram öðru brúarstæði á ánni miklu betra, billegra og heppilegra heldur en því sem ákveðið var, auðvitað tóm ósann- indi, bara til að villa mönnum sjónir og tefja fyrir fjárveitingu tii brúar- gjörðar á Jökulsá; til þess að ganga nú úr skugga um þetta, ákveður þing- ið að fá skuli verkfróðan mann frá Norvegi til þess að skera úr þessu vandasama rnáli, þrátt fyrir það þó það hefði nú verkfræðing sem búinn var að mæla og ákveða það eina brúarstæði sem heppilegt var á ánni, þetta var nokkuð eptirtektarvert, en sleppum nú því; nú kemur þessi norski verkfræðingur, herra Barth, hann gjörir auðvitað ekkert annað en það sem veikfræðirgur landsins var búinn að gjöra, er alveg á sömu skoðun og finnur enga, ástæðu fyrir því að staðið sé á mpti fjárveitingu til brú- argjörðar á Jökulsá, telur hann engan vafa ao féð verði veitt á næsta þingi; við þessa ályktun herra Barths urðu menn næsta glaðir og bjuggust við miklum framkvæmdum frá næsta þingi í þessu efni; en svo kemur, eins og eg hefi áður tekið fram, þessi nýja uppgötvun herra Barths með umferðar- leysi yfir ána og þar afleiðandi þessi kynlegi snúningur í höfðinu á honum, sem gjörði menn svo óánægða, að varla þarf að búast við að Norður-pingey- ingar hlífi næsta þingmanni sínum, ef hann ekki heldur fastlega með brúar- gjörð á Jökulsá og starfar kappsarn- lega i þVí efrii; mun því að öllum lík- indum hreinn og beinn óþarfi fyrir þann maim að bjóða sig fram fyrir þingmann hér i sýslu sem eigi hefir sjálfkrafa komizt að þeirri niðurstöðu, hve afar nauðsynlegt það sé að greiða samgöngur með því að brúa þetta voðalega vatnsfali, því enginn efi er á því að það er ekkert annað enn hug- arburður hjá he ra Barth að umferð sé lítil yfir Jökúlsá í Axarfirði, eða getur hann gefið nokkra skýrsla yfir það hve 'margir fara yfir Jökulsá í Axarfirði, að undanskildum þeim sem fara beina leið ■ frá Akureyri til Seyð- isfjarðar; enda er umferð yfir Jökulsá. í Axaríirði allt árið þegar hún er fær; má því nærri geta hve langferðamönn- um er þægilegt að bíða dögum sainan við ána þegar hún er ófær, og leggja svo lif sitt og skepna sinna í hættu undireins og hún er slarkandi, mér getur heldur naumast dottið til hugar annað en möunum hljóti að renna til rifja, þegar þeir sjá hestana koma af sundi úr þessum vatnsföllum, hríðskjálf- andi og gaddfrostna á vetrardag, eða örmagna af þreytu, nær því búna að að gefa frá sér þrótt á sumardag; hér er því varla hugsanlc-gt að þing vort hugsi sig um eitt augnablik, að framleggja nægilegt fé til brúargjörðar á Jökulsá við fyrsta tækifæri, enda mundi mörgum þykja því mislagðar hendu”, þá er það leggur fram stórfé til litt þarfra akvegat. d. eiirsog vegár- ins frarn Eyjafjörð, en svo skyldi það þverneita, að veita fé til brúargjörð- ar á eitthvert vesta vatnsfall landsins. jpótt mikið sé búið að gjöra í þá áttina að brúa stórár hér á landi, þá er þó talsvert eptir, og dugar því eigi að hætta í hálfu kafi, sannast þá eigi liið fornkveðna „hálfnað er verk þá hafið er“, ef ekki er tafarlaust baldið áfram að brúa allar stórár á landinu jafnótt óg fé leyfir, þangað til það er búið. I þetta slíipti ætla eg ekki að fara meira út í þetta efni, en síðar hef eg ásett mér, ef þörf gjörist, að sýna fram á, hvort ekki mætti byggja lag- lega brú fyrir fé það sem veitt hefir verið af þingi voru í ýmsar áttir, án þess að landið hafi haft hin ininnstu not af. Ritað i desember 1899. G. Th. Utan nr Iielmi. —o— Lundúnahúum var skapþungt um jólin. (Úr bréfi til „Politiken.") „I ár var lítil gleði á ferðum íLund- únaborg um jólin, því enginn fær um annað hugsað enn Natal, Kimberley, Prætoria og Ladysmith. far berjast landar vorir fjarri ættjörðru sinni, og hörmutigar ófriðarins hvíla yfir vorir og áhyggjur vorar fara sívax- og það er þó sorglegast, að hugsa til þess, að þetta voðalega stríð er að maigra áliti háð af ábata- og drottn- unargirni. Reyndar klæðumst við hér eigi sekk og ösku, og ókunnugir menn mundu varla sjá nein missmíði á staðarlífinu, því Englendingar halda í lengstu lög fast við þá lífsreglu, að setja ekki líf- ið fyrir sig og víla sem minnst fram- an í aðra. Búðirnar eru fullar af dýr- indis varningi, það er mannþröng á götunum, eg menn fara með mestamóti á leikhúsin og á söngstaði. En við ná- kvæmari aðgæzlu taka menn eptir því að margar verzlnnarvörnr eru merktar m<-ð smáseðlum, er stendur á: „fyrir hermenn vora, fyrir ,Tommyl í Afríku, læknislyfvið skotsárum, styikingar- meðal á lengri hergöngu“. Hinn dimrna skugga hernaðarins ber á allar jóla- gjafir vorar. Og sntii ntenn sér frá húðargluggunum og hveifi inní mann- strauminn á götunum, þá taka menn stax eptir hinum mörgu sorgarklæddu konum og körlum, og öðrum, sem kaupa með skjálfandi hendi, blöðin með síðugtu fréttunum af ófriðnum. Leikhús og sönghallir eru troðfullar, en einungis af því að mestur hluti ágóðans gengur til hermannanna, og mest af leikjunurn og söngunum er upphvatning til þess að gefa ríflega til hermannanna og bág- staddra skyldmanna þeirra heima fyrir og það er stórfé er safnast í þessu augnamiði dag frá degi. Miskunsemi og örlæti liefir gagntekið huga þjóðar- innar. Hér skal eg aðeins nefna fá dæmi: Nýlega var hið nýja leikhús Charles Wyndhams vígt, og hafði hinn ágæti leikari og eigandi þes's heitið þvi, að allur ágóðinn eins og hann legði sig fyrsta kvöldið, ætti að ganga til herliðs okkar í Afríku. Leikhús þetta erlítið ogrúmar ekki nema 1200 áhorfendur, svo merm bjuggust ekki við neinum stórvægileginum ágóða

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.