Austri


Austri - 26.03.1901, Qupperneq 2

Austri - 26.03.1901, Qupperneq 2
NR. 11 A U S T R I 30 að honum takist pað, fyr en raun er á orðiu. Hann ætti að minnast pess er hann samþykkti 1895. En auk pessa rerður að fækka himum konungkjörnu pingmönnum. jþað pykir óhæfa í öllum löndum, par sem þingbundin stjórn er, að stjórnin velji helming pingmanna í efri deild- iani og geti pannig hindrað að nokkuð pað mál verði sainþykkt, sem henni er ógeðfellt, eins og á sér stað einungis h íslandi. í efri málstofu l)ana, landspingiau, eru 12 konungkjörnir af 66. Eptir pví ættu að vera tveir konungkjörnir pingmenn í efri deild- inni á Islandi, en á pessu væri pó ráðin nægileg bót, ef einungis fjórir pingmenu væru konungkjörnir. Hins vegar væri pað eflaust til stórmikilla framfara, að helmingur pjóðkjörinna pingmanna væri kosinn af öllu landinu og landið gjört að einu kjördæmi að því er kosningu peirra snerti, líkt og Páll amtmaður Briem hefir lágt til um kosningu allra pingmanna. Væri hægra að koma því á, en að kjósa svo alla pingmenn, enda pðtt mann- valið yrði betra á pann hátt. Bogi Th, Melsteð. S v a r til Ara Brynjiilfssonar á Þverhamri. fví raiður er pað stundum svo, að „sinn löst láir hver mest“. J>annig finnst mér A. B. hafa orðið, pegar hann las svar mitt í 4. nr. Austra p. á. Ycra má að honum hafi jafnvel fundist nokkur sannleiki í greininni, svoua undir niðri, og orðið honum „sárreiður“; enda ber svar A. B. í 9. blaði Austra þ. á. vott um petta, jafn ruddalega sem pað er ritað. A. B. heldur harn óvirði mig með svari sínu, en pað er barnalegur misskiln- ingur hans. Ekki vantar pað hann reynir til pess, en jafnframt reynir hann til að óvirða sýslunefnd Suður- Múlasýslu, og sig sjálfann með, án pess haun taki eptir. „Sá sem kastar saur á aðra, atar sjálfan sig mest“. Eg skal gjarna leiðrétta orðið „dellugrein“ í svari mínu, eins og til að bæta A. B. dálítið fyrir brjóstinu; pað er misprentun, á að vera „deilu- grein“, er hefir vafalaust orðið í ógáti misgrip á 1 fyrir i, som hefir óheppi- leg áhrif á „geðsmuni“ A. B., ogkomið honum til að viðhafa ókurteisari „rit- hátt“ en annars. Eg geri ráð fyrir að A. B. fari penna veg sinn, sem hann ta.lar um, bara hann lendi ekki veg allrar ver- aldar með málstað sinn. Hafi eg gleymt „ö-llum ástæðum“ í hinu fyrra svari mínu til A. B., eins og hann segir, er líklegt að eg hafi dregið dám af grein hans, sem eg var uð svara, en samt vil eg ekki kanr.ast við að svo hafi verið. Hvað viðvíkur hinum „götótta sann- leika,“ sem A. B. kallar, viðvíkjandi útsvarsmálunum iir Breiðdal, hef eg pað saroa að segja og áður, að eg hygg að sýslunefnd Suður- Múlasýslu geti sannað, ef henni pykir ástæða til, að flest útsvarsmál hafi komið paðan á síðari árum, pvi pau voru svo mörg í íyrra; auðvitað þau útsvarsmál talin með, sem A. B. segir að enga áheyrn haíi fersgið hjá riefndinni. fu'ssi mál voru víst pannig útbúin, að ekki var hægt að láta þau fá aðra áheyrn, en pau fengu. Satt er pað, ervitt viðfangs var úf- svarsmálið úr Breiðdal hér á árunum, sem A. B. minnist á, svo hefði séra Jporsteinn mátt segja, Ari er víst eitt- hvað kunnugur pví(?) En látum petta mál liggja á milli hluta nú. J>að er útsvarsmál séra þorsteins í fyrra, sem við A B. erum að rífast um. Lesi hver óvilhallur maður skjöl pessa máls sem vill, honum mun finnast að heldur sé gjörð tilraun að pröngva kostí séra forsteins, heldur en hitt, með jafn afarháu útsvari, miðað við samanburðar- menn hans. jþetta er pað sem A. B. kaliar „tilhæfulausar getsakir.11 J>ótt A. B. sé mjög óánægður með — prátt fyrir vinsemdina — að sýslunefnd- in skyldi leyfa sér að lækka útsvar séra jþorsteins, verður hann að sætta sig við pað. J>að eitt er alveg áreiðan- legt, pó sýslunefndarmaðnr Breiðdals- hrepps hefði verið á fundinum og jafn- vel Ari sjálfur, hefði þetta margnefnda útsvarsmál e k k i verið úrskurðað á annan hátt. Skaði, að Ari kom ekki til að „spig- spora“ með sínum eigin ástæðum. J>að gleður mig, er A. B. segir. að Breiðdælingum sé betur við séra jþor- stein en mig, pví átti eg von á, en ekki á pví gagnstæða, og þykist cg ekki.minni maður fyrir pað, pótt eg beri lægri hlut í pessu efni fyrir séra J>orsteini. Að eg hafi gefið í skyn, að Breið- dælingar hefðu a 11 i r pröngvað kosti séra þorsteins, eða væru í óvináttu við hann, er misskilningur hjá A. B. En pað segi eg nú, að mér þykir varnar- skjal A. B., fyrir hönd hreppsnefndar- innar í Breiðdal, gagnvart útsvars- kæru séra J>orsteins, einhvernvegin hálf einkennileg vinahót. Eiðum, 14. marz 1901. Jónas Eiríksson. Útlcndar fréttir. — 0-- Búastríðið virðist nú vera að færast nær endalokum, par Englendingar bafa nú fengið svo góðan hestakost, að peir eiga nú miklu hægra að elta Búana og eru jafnan margir um einn, og pví verða Búar að liörfa undan og missa bæði menn og vopn; einkum par sera yfirforingi Englendinga, K i t- c h e n e r lávarður, sækir fram, er bæði er sjálfur hinn mesti fullhugi og ágætur hershöfðingi. J>ó hafði hann enn um miðjan þ, m. eigi náð í nokkurn af yfirforingjum Búanna, hvorki B o t h a, S c h a 1 k B u r g- h e r, S t e i j n, D e W e t eða D e 1- a r e y. er Kitchener hafði boðið pessa friðarkotti: 1. Búum skyldu sakir uppgef- ar, og foringjum peirra líka 2. Uppreistarmenn á Kapnýlendunni skyldu missa kosuingarrétt, 3. Búum skyldu veitt lán til pess að byggja upp aptur hina brenndu bæi sína. 4. Milner skyldi vera landsfjóri Búalands og nokkrir Búar skyldu vera ráðgjafar hans. Svo vill 0 h a m b e r 1 a i n að sendir séu til Suður Afríku um 10,000 enskir bændur, og svo mun hann hafa í hyggju að senda kvennþjóðina á eptir. Eyrrnefndir yfirforingjar Búanna ætluðu nú að halda fund með sér, til pess að ræða þessa friðarkosti, er sagt er að Botha sé ekki fjærri skapi að aðhyllast, en þeir De Wet og garuli Kriiger taki fjarri að aðhyllast. En Englendingar hafa neitað Krirger um að senda hraðskeyti friðarkostunum viðvíkjandi til Búanna, en Englendingar hafa einir ráð á fréttapráðnum til Suður- Afriku. Pestin (svarti dauði) útbreiðist nú á Kaplandinu og er líka koirin til Australíu. Bruni. Nýlega brann eitthvert stærsta dýrasýningasafn heimsins, Hagenbacks, í Baltimore í Ameríku á fáum tímum, par brunnu inni með- al annara dýra, 4 0 Ijón, og hafði verið all ógurlegt að heyra öskrið í peim í eldinum. Edison hefir nú eptir margra ára tilraunir loks tekizt að búa tii r a f- urmagnsgeymi, er hann álítur að bráðum muni komast inn á flest heimili, lýsa pau og hita, einsog líka megi sjóða við pað rafurmagnsafl alla hluti, og muni gjöra eldivið allan og kol ópörf, og umskapa nærri pví heim- iun. Og muni pessi nýi vinnukraptur reynast margfallt ódýrari núverandi eldsneyti, hverju nafni sem nefnist. J>á má líklega fara að hagnýta sér eitthvað af fossa aflinu á íslandi. Nýtt brúarefni hefir hinn belgisku mannvirkjafræðingur, Briigerwelt, fundið upp, og býðst nú til að byggja brú yfir Litlabelti úr p a p p í r. Briigervvelt pressar pappírnum saman í stórar blakkir, og segir petta nýja byggingarefni minnst 10 sinnum sterk- ara og haldbetra en jáin, miklu léttara í meðferðinni og ödýrara. Harrison, fyrverandi forseti Banda- ríkjanna., er dáinn. Zeppelin greifi, hinn nafnfrægi hug- vitsmaður, er hefir kostað aleigu sinni» um 3 mill. króna, til pess að búa til loptfar, er stýra megi, er nú orðinn svo bláfktækur, að hann hefir neyðzt til að láta skuldheimtumenn sína fá loptfar hans fyrir 120,000 kr. Edward YII., Euglakonungur, á að fá 470,000 pund sterling í árslaun; hann hefir og erft mikið fé eptir móður sína, svo pað eru heldur líkur til, að hann hafi eitthvað „í sig og á“ pó hann væri sagður æði skuldugur, er hann kom til rikis. Aflog urðu hin harðvítugustu nýlega í neðri málstofunni milli íra og lögregluliðsins. írar neituðu að hlýða forseta til pess að fara út, er pá bauð pjónum þingsins að láta pá út. fjönarnir tóku svo einn íranna og ætluðu að koma houutn út, en hann varðist þeim svo vel, að peir urðu frá að hverfa, og sækja lögregluliðið^ sem bar írana svo hvern eptir annan nauðuga út úr þingsalnum eptir hin verstu áflog og ólæti. Ogurlegir skipskaðar urðu í grennd við Grawelines, er fiskiskipin lögðu paðan út í vor til Islands. par sem 8 af skipunum fórust í ofsaveðri og drukknuðu par fjöldi skipverja. Skammt frá ftio Janeiro í Brasilíu fórst og nýlegastórt mannflutningsskip, og drukknuðu par á annað hundrað manns. Dán'r eru: hertoginn af Brogglie, er líklega hefði komið Bourbonunum aptur til ríkis á Erakklandi 1875, hefðu þeir getað fellt sig við hinn prí- lita fána stjórnarbyltingarinnar; — og G u r k o, einhver mesti hershöfðingi Rússa, sá er brauzt yfir Balkanfjöllin 1878, og elti Tyrki suður undir Mikla- garð, svo peir urðu að biðjast friðar. „Hið kgl. danska General-konsulat. London, 26, febrúar 1901. Herra ritstjóri Skapti Jósepsson Seyðisfirði. í tilefni af hinni heiðruðu fyrirspurn yðar 30. desember f. á., er pér báruð upp fyrir hinn danska více konsul í Yarmouth viðvíkjandi kyrrsetninguf An- holdelse) á par tilgreindum íslenzkum fiskiskipum í Lowestoft, skal general- konsulatið hórmeð tjá yður, að„Esbjærg“ var pann 4. október 1900 strikað út af hinni dönsku skipaskrá af skipamæl- inga* og skrásetningar skrifstofunni í Kaupmannahöfn. „Norðfirði “ var skipað að hafa innan 3 mánaða út- vegað sér lögmæt skipskjöl; en áður sá frestur var iiðinn, komu íslenzk skipaskýrteini til „Norðfjarðar“ og „Snæfells", En generalkonsulatið veit ekki til pess, að skipin hafi notað pessi skjöl. Eyrir nokkru síðan var lagt lög- hald á skipin og pau síðan seld p. 28 janúar p. á. við opinbert uppboð The Deep Sea Eisheri Company Ld. Bessi skýrteini hafa verið fengin í hendur generalkonsulatinu, sem í gær sendi pau svo utanríkisráðaneytinu? . Að endingu skal generalkosulatið taka pað fram, að pví þykir leitt að hafa eigi getað svarað yðar heiðraða hréfi, en það hefir eigi álitið sig hafa heim- ild til pess fyrr en máli possu væri ráðið til lykta. Virðingarfyllst eptir umboði I. Clan, consul emissus“. „Ymuiden, 26. febrúar 19Q1. Herra Skapti Jósepsson, ritstjón Austra. Til pess að gefa yður sönnun fyrir sannleiksást „Bjarka,“ sendi eg yður hér með orðrétt eptirrit af bréfi danska generalkonsulatsins í London.* p>að er fyllilega óhætt að staðhæfa pað opinberlega, að „Garðar“ hefir nú bvorki löglega stjórn eða eptirlitsneínd (Controlcomite) af pví að nú í tvö ár hefir enginn meðlimur af stjórninni gengið úr henui, prátt fyrir pað pó lög Garðarsfélagsins skipi svo fyrir, að einn gangi úr stjórn félagsins á hverju ári, og í öðru lagi af pví að enginn aðalfundur hefir valið hína lögboðnu eptirlitsnefnd. Samkvæmt félagslögunum er eg pví nú sá eini. maður Garðarsfélagsins, sem nú hefi lögmætan réít til að stjórna fólaginu. Eg ætla mér ekki að uppgefast i bardaganum gegn féglæfrum og svikum, og sá dagur er harla nærri er eg mun birtast á Seyðisfirði til pess að láta ,,Bjarka“ og félaga hans standa mér reikningsskap.* Virðingarfyllst. 0. B. Herrmann. framkvæmdarstjóri Fiskiveiða- hlutafélagsins „Garðar“. * * í öðru bréfi til vor segir herra Herrmann, að Englendingar séu sama dag koirnir til Amsterdam til pess að leita sátta og samkomulags við hann, er sýnir og sannar, að peir voru pá ekki komnir í mál við hann einsog lengi hefir veiið staðhæft hér af fulltrúum Garðarssannleikans. Ritstj. * pað bréf fer í líka átt og brófið hér á undan, Eitstj.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.