Austri - 01.06.1901, Blaðsíða 2
tfífc. 20
AUSHI.
64
þeir sjálfir sitja á alþingi — nema
bæjarfógeti Jóh. Jóliannes-
s o n, er hefir einmitt það embættið,
er a 11 r a þessara embætta sízt má
vera yfirvaldslaust nokkurn bluta árs;
en út yfir ttkur það þó um hásumar-
tímann, þar sem hér ernálega á hverjum
degi meiri eða minni umíerð af útlend-
um gufuskipum og fiskiskútum með
misjöfnu fólki á, og mörgu nokkuð
sukksömu, en eignarrétturinn því miður
ekki í sérlegum hávegum hafður hér í
vetur, svo par ofaná er engu bætandi.
Auk þess eru mörg mál hér fyrir
rétti, er málsaðilar hafa fulla heimt-
ingu á, að fram verði haldið með
hæfilegum hraða; og þá ekki sízt hið
stóra og umþrætta bú, Garðarsfélagið,
sem er undir skiptum, þar sem hver
krafan eptir aðra er gjörð á hendur
félaginu eða stjórn þess og mjög mikill
vafi leikur á, hvort réttiiega hafi verið
framselt til skiptameðferðar, en fram-
kvæmdarstjóri 0. B. Herrmann lýsir
stórsökum á hendur félagsstjórninni,
er allt krefst fullkomins jurista í
dómarasætinu.
pað var nú á orði, að herra cand.
juris Björgvin Yigfússcn gegndi em-
bættinu hér í fjærveru bæjarfógetans,
en hann neitaði því við oss, þá er
hann var hér nýlega, og kvaðst hafa
lofað sér herra sýsluraanni A. Y.
Tuliníus.
Allra síðast höfum vér nú heyrt þá
fjærstæðu, að sýslumaður Steingrímur
Jónsson á Husavík ætti að gæta
emhættisins hér í sumar, en sitja þó
að staðaldri á Húsavík.
Yér getum eigi trúað því, að háyfir-
völdin samþykki þvílíka heimsku og
ójöfnuð. |>ví hvaða not höfum vér
af þeim bæjarfógeta og lögreglustjóra,
er situr á öðru landshorni; eða á að
skylda okkur bæjarmenn og sýslubúa
til að sækja yfirvaldið þangað norður
með ærnum tilkostnaði, ef vér þurfum
á því að halda, sem enginn vafi er á
að muni verða opt og tíðum í sumar?
Er þetta réttur skilningur á hinum vel
meintu fyrirskipunum íslands ráðgjafa
um, að hinir kosnu bæjarfógetar og
dómarar setji fullgildan lagamann í
sinn stað meðan þeir sitja á alþingi ?
Hún amma mín!
(Sbr. „Kirkjuhvoll11 nr.3 í sönglögum sr. B. þ.)
(:o:)
Hún amma m í n það sagði m é r:
„Sjá eitt er allra fyrst:
Af öllu hjarta trúðu’ á Guð
og son hans Jesúm Krist;
J>ú heilög boð hans halda skalt,
og hvergi víkja frá;
Og er þú neínir nafnið hans
í neyð, hann þér er hjá.
Og englar Guðs þig sætum söng
svæfa munu’ á kvöldin“.
Hún trúði þessu’, hún amma mín;
jeg efaði ei það,
J>ví orðum sínum fann hún glöggt
í Bitningunni stað.
Um árin mörg, þau orðin jeg
hef innst í hjarta geymt,
Mín huggun, vernd, og hjálp í neyð
æ hefur þaðan streymt.
Og ennþá vaggast andi minn
englasöng á kvöldin.
*
Útlendar fréttir.
(Ná til 26. mai.)
—o—
Danmörk. Á meðan krónprinz
Priðrik var i kirkju á uppstigningar-
dag, hafði kviknað í höll hans á
Amalienborg og var eldinum þegar að
slá út, er hann kom að. En með því
slökkviliðið kom þegar að og þetta
var um hábjartau dag, þá tökst að
slökkva eidinn, þó eigi fyr en eptir 2
tíma.
Eldurinn hafði komið upp í klæða-
herbergi, og björguðu þeir synir
krónprinzins, Kristján og Haraldur,
þaðan með harðfengi og snarræði
nokkrum dýrgripum, er þar höfðu
verið lagðir,
Fjárskaðinn er ekki mjög mikill.
Svíþjóð. J>ar varð nýlega í hænum
Grenna í Skáney sá voðaatburður, að
maður nokkur, að nafni Axel Nehr-
mann, er varð brjálaður með köflura
og bafði því komið sér fyrir á geð-
veikrahæli baronsekkju v. Dúben, varð
allt í einu óður, sleit af sér böndin,
mölvaði sig inn til frú v. Duben og
þriggja dætra hennar, náði þar í eldús-
inu í stóra sveðju og veitti þeim öllum
ólífissár. Síðan brauzt hinn óði út á
götur bæjarins og rak sveðjuna í
hvern sem mætti honum, þar til hann
hafði felida 5 menn, þá fór æðið af
honura, og hann féll niður, grátandi yfir
ógæfu sinni og voðaverkum.
Axel Nehrmann hefir gengið á há-
skólann í Lundi, en neytti þar svo
mikils tóbaks, að hann varð
sinnisveikur af; hann er 33 ára að aldri.
Soregur. Norðmenn hafa með
mikilli viðhöfn haldið hátíðlegan stjórn-
frelsisdag sinn, 17. mai einkum þó í
Björgvin og Kristjaníu. í Björgvin
var afhjúpaður minnisvarði fiolins-
snillingsins mikla 0 1 a B u 11 s, sem
er látinn standa undir fossi og hlusta
á „Nökken“, er við fætur honum
spilar á hörpuna, sem fossinn fellur
um.
Myndin af Tordenskjold,
sjóhetjunni frægu, er reist í Kristjaníu,
og horfir hann með þrá út á ræinn.
J>ar var viðstaddur krónprinz G u s t-
a f, er bæjarbúar héldu síðan ágæta
veizlu, og talaði hann að henni svo
hlýlega til Noregs ogNorðmanna sem
landa sinna og vina, að öllum líkaði
hið bezta, og er vegur Gústafs krón-
prinz nú all- mikill þar í landi.
Að þessari veizlu átti prinzinn langt
samtal við Björnstjerne Björnsson og
féll vel á ineð þeim, en áður hefir
skáldið verið nokkuð harðort í garð
krónprinzins og Svía.
England. I>ar var Edward VII.
nær drukkDaður á kappsiglingu á hinu
nýja skipi Liptons rika, Shamrockll,
er átti að vinna Ameríkubikarinn.
Kappsiglingin fór fram á milli eyjar-
innar Wight og lands, og kom allt í
einu á þá ofviðri svo mikið, að brotnaði
mastrið á Shamrok II. og flest kapp-
siglingaskipin sakaði meir eða minna,
en konungi, fylgd hans og ski pverjum
varð oauðlega bjargað.
Ítalía. Yiktor Emanuel II. Ítalíu-
konungur hafði nýlega nær beðið bana
í lyptivél í höll sinni, er konungur
ætlaði út úr, en vélin hélt áfram og
hafði nær klippt höfuðið af konung-
inum.
Serbía. I>ar hefir Alexander kon-
ungur fyrir löngu boðað þjöðinni, að
að hún ætti von á rikiserfingja hjá
drottningu D r a g a. Bússakeisari, sem
er mikill vin Serba, sendi sinn frægasta
læknir til þess að taka á raóti krakk-
anum. En læknirinu er nú farinn
heim aptur fjúkandi vondur, og hefir
saet Alexander konungi og keisara
að drottning sé alls eigi barnshafandi;
og lítur út fyrir að Draga hafinarrað
Aloxander konung til að giptast sér
með því að segjast vera þunguð eptir
hann;ogvekur þetta hið mesta hneyxli
alstaðar og ríður m'áske konungdómi
Alexanders að fullu.
Kina. J>að lítur út fyrir að Bússar
vilji eigí láta Mantsjuríið laust aptur,
en hafa fært sig það upp áskaptið, að
þeir heimta nú hafaarstað á Kórea,
og gjöra Japanar sig all- líklega til
a.3 þola þeim eigi þann yfirgang, hvað
scm svo fleiri fylgja þeim að því raáli
af störveldunum;1 en fullyrt er, að
I>jóðverjar dragi saman mikið lið á
landamærum Bússlands; og nýlega hefir
hermálaráðgjafi Frakka sagt, að þeir
væru nú í hvívetna búm'r. Lítur
þetta eigi friðarlega út.
Buar hamast nú að Englendingum
þar syðra, og vinna sigur á þeim í
mörgum smá orustum og hafa sprengt
roargar járnbrautarh stir í lopt upp;
enda hafa Búar nú meira lið en í vet-
ur, og er De Wet aptur kominn með
töluverðu liði suður á Kaplandið, og
sú fregn gekk staflaust í parlamentinu
í Lundúnum þ. 25. maí, að Kitchener
hafi hótað ráðaneytínu að höifa úr öll-
um herstöðvum fyrir norðan Prætoria
ef honum væri eigi þegar sendur drjúg-
ur liðsafli.
pað er sannað, að Boberts lávarður
hefír boðið Botha 900,000 kr. til þess
að leggja niður forustuna fyrir Búum
og 190,000 kr. í árslaun til dauða-
dags, en Botha haft tilboð hans í háði
einu við sína menn.
Allir þar syðra hældu þsim Ellefsen
og Bull tyrir höfðingsskap og örlæti
og álitu báða hina beztu gesti þar.
„Albatros“ kom svo hingað aptur
með ferðafólkið um kvöldið. Ljúka
allir samferðamenn upp einum munni
um það, að þeir hafi aldrei skemmt
sér betur en þennan dag, og munu
með hlýjum huga þakka Imslands-
familíunni og Mannæs skipstjóra fyrir
allan höfðingsskapinn.
Yfirlýsing.
Yfirlýsingu þá, sem stendur í 12. tbl.
Bjarka þ. á„ og stíluð er af sýslu-
manni Jóh. Jóhannessyni, undirskrifaði
eg í íhugunarleysi og fljótræði, því
greinina í 8. tbl. Austra þ. á. með
| yfirskriptinni: „Stórþjófnaðurinn á
j sýslumannskontórnum og rannsóknirnar
út af honum“, skrifaði herra ritstjóri
Skapti Jósepsson eptir minni beiðni
og'fyrirsögn. Einnig sf:al það tekið
fram, að eg hefi alls eigi beðið Bjarkaað
birta umgetna yfirlýsingu, sem eg hér-
með apturkalla.
Seyðisfirði, 28. maí 1901.
Elieser Sigurðsson.
Yitundarvottar:
Einar Helgason.
Gísli Gíslason.
Yið sýslumaður erum þá báðir orðnir
ritarar hjá Elieser Sigurðssyni, með
þeim eina mismun, að Elíeser viil uú
eigi kannast við ritsmíði sýslnmanns,
: sem hans velborinheit skrásettu, að
sögn Eliesers, á skrifstofu sinni.
Verði yður að góðu, herra sýslu-
maður!
Bitstj.
Voðalegt manntjón varð nýlega við
Vestmannaeyjar, þar sem drukknuðu
27 manns, karlar og konur.
Skemmtiferð.
|>eir feðgarnir I m s 1 a n d og skip-
stjóri M a n n æ s sýndu fjölda bæj-
arbúa þá kurtoisi að bjóða þeim í
skemmtiferð með gufuskipinu „Alba-
t r o s“ til Mjóafjarðar og Norðfjarðar
á fyrsta hvitasunnudag. Allir, sera
gátu því viðkomið, notuðu sér þetta
höfðinglega boð; enda var veður hið
inndælasta, er hélzt allan daginn, og
skipið sjálft hið glæsilegasta, ágætlega
hraðskreytt, rúmgott á þilfari og vel
útbúið.
A skipinu var öllum veitt bið bezta.
„Albatros“ fór fyrst til hvalveiða-
störvarinnar á Sveinseyri í Hellisfirði,
þar sem B u 11 hvalaveiðamaður hefir
byggt og þegar fengið 26 hvali á 2
veiðiskip. Yar ærið störfenglegt að
skoða hér hinar ýmislegu vélar og
annan útbúnað, er eigi er hægt hér
frá að skýra.
Siðan var haldið til Norðíjarðar og
þar heilsað upp á kunningjana, og þaðan
til Brekku í Mjóafirði, par sem Kon-
ráð kaupraaður Hjálmarsson og frú
hans tóku á móti mönnum með venju-
legum höfðingsskap og gestrisni.
J>aðan hljóp „Albatros“ snöggvast
inn að Asknesi til hvalveiðastöðvar
herra Ellefsens, sein þar hefir
reist mikil og falleg hús; hefir hann
þegar fengið 43 hvali á 7 skotbáta,-
en hann byrjaði veiðina seinna en Bull.
Ellefsen kvaddi gesti sína með 6
fallbyssuskotum.
Seyðisfirði, 1. júní 1911.
Tíðarfar er nú sem stendur
fremur kalt og rosalegt; í nótt töluverð
rigning, og er þa"ð ágætt fyrir gras-
sprettuna oían á hitann vndanfarandi;
enda oru tún nú þegar orðin falleg ’nér
í firðinum.
p i s k i a f 1 i alltaf nokkur.
F i skiveiðagufuskip þeirra
Imslandsfeðga eru nú öll þrjú komin
bingað: „Albatros11, skipstj. Mannæs,
„Atlas“, skipstj. Kaavig og „Brem-
næs“, skipstj. Hjemgaard. Með „Brem-
næs“ kom hingað herra Albert Han-
sen, mágur Imslands.
Skipin „Albalros" og „Atlas“, sem
eru nýsmíðuð, eru bæði af sömu gerð,
hin fríðustu skip og ágætlega hrað-
skreið.
„Hólar“, skipstj. Öst-Jakobsen,
komu í dag að norðan. Farþegjar
voru: frökenarnar Snjólög og Vilhel-
mína Sigurðardætur og Margrét Jó-
sepsdóttir frá Akureyri, J. Davíðsson,
G. Daníelsdóttir, Karl Nikulásson
dýralæki’ir, Páll Jónsson verzlunarm.,
kaupm. Fr. Möller, skraddararnir H.
Andersen og Fr. Eggertsson, og síra
Halldór Bjarnarson. Frá Borgarfirði
komu: frk. Sigfrid Dahl, Karl Ey-
mundsson og Eirikur Sigfússon.
N ý d á-n a r eru hér á sjúkrahúsinu
úngfrúrnar f> o r b j ö r g W i i u m og
Stefanía Sigurðardóttir.
Fineste Skaíidmavisk
Export Kaffe Surrogat
F. Bjorth & Co.
Köbenhavnn.