Austri - 02.04.1902, Blaðsíða 2

Austri - 02.04.1902, Blaðsíða 2
Nft. 11 A U S T 3t I. 38 petta só eigi aðeias kosningaragn? Yér vildum fegair geta látið ]>að vera að gruna Y Itýinga um pað. Eu eptir framkomu dr. Yaltýs og foringja flokksins á pingi ot í haust og vetur, með peirri tröllatrú á Hafnastjórnar- ráðgjafanum og fullan margra ára fjandskap við búsetu ráðgjafans í lieykjavík, getur engum verið láandi, pö hann efist um einlægni peirra og apturhvarf; onda hefir „J>jóðviljinn,“ annað helzta blað Haf narstjórnarmanna, kallað boðskapinn „mikil vonbrigði" og vfirlýsing stjórnarnefndar Yaltýs, flokksins í „pjóðviljanum11 10 febr. s. 1. hefir svo mörg „ef“ og „svo framarlega,“ að hætt mun við að óánægjan með búsetuna og tilhneigingin til að „f 1 o y g a“ frv. ráðgjafans, verði of sterk, ef kosningar færu svo illa í vor, að nokkur von væri til að koma hinu ómengaða frv. Valtýinga írá síðasta alöingi að, sem eptir yfirlýs- íngu flokksstjörnarinnar til ráðgjafans 6. desemher s. 1. sé svo einkar hag* fellt fyrir oss íslendirga! og pá sé svo sem sjálfsagt að aðhyllast pað heldur en annan eins gallagrip og peir pá mundu álita frv. stjórnar- innar ef kosningar veittu peim færi á að fá frv. sitt sampykkt. J>etta munu nú Hafnastjórnarmenn kalla ósvífnar getsakir, prátt fyrir pær miklu likur, er vér pykjumst hafa fært fyrir pví hér að framan, að svo mundi fara, ef Valtýingar sæju sér pess nokkurn kost, að fá frv. sitt frá síð- asta pingi sampykkt. En pað vill nú svo vel til, að vér höfum meira en líkur fyrir oss að bera í pessu efni, og pað úr áreiðanlegustu átt, frá sjálfri stjörnarnefnd Yaltýinga, sjálfum guðsmanninum í Grörðum á Alptanesi, par sem hann í hinni prestlegu! grein sinni í „ísafold" 22. febr, s. 1. með hinni snotru kenni- mannlegu fyrirsögn: „H æ 11 u a ð Ijúga, J>j óðólfu r!“—kemst pannig að orði á miðjum fremsta dálki á 2. síðu, „og unnu n eð pví eitt hið viturlegasta og parfasta verk (sampykkt stjórnarfrv. dr. Valtýsí eíii dtild, eptir að pm. vissu um stjórnarskiptin,) er pessari pjóð hefir á pingi unnið verið, meðal annars fyrir pá sök, að afreksverk pað styttir vonandi um eitt ár* pann tíma, er pér veiður auðið að flytja lygar og bera róg út af stjórnarskrár- málinu og léttir af pjóðinni fyr en ella hefði orðið peirri óöld pólitisks ópokkaskapar, er pú allia blaða fremst ert orsök í.“ Hér játar pessi stjórnarnefndar- maður Valtýinga, séra J e n s Pál s- s o n í Görðum, að hann voni, að sampykkt frv. Valtýinga á síðasta pingi „stytti um eitt ár“ tíma pann sem stjórnarskrárprefið purfi að standa, er beinast getur orðið raeð pvi, að frv. síðasta pings veiði sampykkt óbreytt á aukapinginu í sumar. Og pessa hreinskilnu játningu gjörir stjórnarnefndarmaður pessi 12 dögum eptir birtingu ávarps stjórnarinn til flekksbræðra peirra, par sem peir í orði kveðnu leggja pað til, að flokksmenn peirra aðhyllist boðskap konungs!! Og pessi játning er gjörð í blaði meðstjórnanda höf., „lsafold“, og hefir ritstjóra hennar illa láðsf að * JLeturbreytíngar gj0rðar af ritstj. vara höfundinn við pessari hrein- skilni, En nú stendur pað parna svai t á hvítu, hvað Valtýingar ætla sér að gjöra, svo framarlega sem peir komist í meiri hluta við kosningarnar í vor. l>ví ætti engum kjósanda, sem ann íslandi, að koma til hugar að kjósa nokkurn Valtýing eða Hafnastjórnar- mann á ping í vor, en allra sízt pó flokksforingja peirra. Eptir að hafa kastað mold á leið i Valtýinga til kosninga, skulum vér leyfa oss að fara fáum orðum um kosningarnar í kjördæmunura. í Suðurmúlasýslu verða víst margir frambjóðendur, og pað tveir eða fleiri sunnan úr íteykjavík, sem varla getur verið heppilegt fyrir sýsl- una að sækjast eptir, með pví líku að sýslan á völ á mjög vel hæfum innan- héraðsmönnum, hvar af Guttorm- ur Vigfússoner sjálfsagður, og svo annarhvor peirra, J ónBergson á Egilstöðum, eða Ari Brynjölfs- s o n á J>verhamri, sem verða að miðla pví millisínhvor peirra skuli vera í kjöri, en báðir mega peir eigi bjöða sig fram; pað mundi veikja mjög flokk vorn heimastjórnarmanna, og gjöra Valtýingum hægra fyrir að komastpar að. í Norðurmúlasýslu teljum vér óefað, að verzlunarstjóri Ó 1 a f u r Davíðsson á Vopnafirði sé sjálf- sagður að fá langflest atkvæði, par hann mun nú nafa fengið leyfi yfirstjórn- enda verzlunar 0rum & Wulffsað mega fara á ping í sumar og getur pví gofið kost á sér; og svo álítum vér líkleg. ast, að með honum verði í kjörj S ö 1 v i bóndi Vigfússon á Arn- heiðarstöðum, er oss öllum er að góðu kunnur, vænn maður og staðfastur- En Ól. Davíðsson er svo góðkunnur kjósendum, að hann parf engin meðmæli með sér við kjósendur, er vér ætlum að muni kjósa hann sem í einu bljóði^ einsog líka er sjálfsagl. Um kosningar í fingeyjar- sýslum parf eigi að orðlengja, pví par dirfist víst enginn Valtýingur að bjóða sig fram. í Eyjafjarðarsýslu var í haust einhver undirróður gegn sýslu- manni Klemens Jónssyni, mest fyrir misskilin orð hans á leiðarping- inu. En bæði er pað, að sýslan og kaup- staðuiinn hefir aldrei haft. pjóðhollari pingmanni á að skipa, sem hefir unnið henni sVo mikið gagn með skörung- skap sínum og vinsældum á pingi, að hin kjördæmi landsins hafa nær séð ofsjónum yfir, og svo hefir hann nú j vetur í Höfn ásamt bróður sínum; prófessor Finni Jónssyni, unnið mál- stað okkar heimastjómarmanna pað stórgagn, er vér fáum honum seint fullpakkað, svo pað væri hið sorgleg- asta politiska vanpakklæti og óráð, að hafna honum. — Stefán Stef- á n s s o n í Fagraskógi mun vera viss, svo framarlega að skólastjóri J ó n Hjaltalín eigi bjóði sig fram, en hann hefir reynzt mjög nýtur og frjálslyndur pingmaður áður, og er góðs verður fyrir fæð pá, er aptur- haidsstjórnin danska lagði á hann fyrir frjálslyndi bans og sjálfstæði. Skagfir ðingar ættu ekki að að láta Stefán Stefánsson á Möðruvöllum hælast um hve peir hefðu gleypt við valtýsku spekinni úr honum, einkum ef peir eiga kost á öðrum eíns staðfestu- og hæfileikamanni í pólitik og Jóni Jakobssyni, bókaverði, sem peim er líka að góðu kunnur sem pingmaður þeirra; og par umboðsmaður Ó 1 a'f u r B r i e m hefir svo sorglega vilzt inn í Valtýsflokkinn, pá ættí að hafna honum, enda muuu Skagfirðingar eiga völ á meiri fram- kvæmdarmanni á pingi en hann hefir reynzt peim, í Húnavatnssýslu mun HermannJ ón as s o n Afingeyrum vera viss með að ná kosuingu, og par sem nú amtmaður Páll Briem, er’mun bjóða sig par frara,“hetir tjáð sig konungsiioðskapnum fylgjandi og hann er allra manna áhugamestur um fram- farir í landbúnaði vor Islendinga og heíir par lagt vitrast og bezt til mál- anna, pá álítum vér a.ð pað mundi stórtjón fyrir bændastétt landsins að hafa eigi pvilíkan mann á pingi. Strandamenn kjósa eflaust Gruðjón Guðlögsson, pvi pað er alveg nauðsynlegt að hafa jaín aðdáanlegan „hirtingarvönd syndugs manns“ á pingj. ísfirðingum verður að pessu sinni við kosningarnar falinn heiður og frarntið vor íslendinga, par sera peir eiga aðallega að kjósa svo að segja milli góðs og ills, milli foringja heimastjórnarmanna og foringja Hafnarstjórnarmanna, milli vonaríkrai framtíðar og áframhalds útlendrar stjórnar, milli pjóðrækni og svæsins flokksfylgis, milli göfuglyndis og eigin- girni, milli ljóss og myrkurs. fér, ísfirðingtr, hafið áður boriðgæfu til að hafa um langan aldur foringja vorn íslendinga fyrir pingmann, par sem var Jón Sigurðsson. Nú býðst ykkur aptur sá pingmaður, er líkleg- astur er allra íslendinga fyrir margra hæfileika sakir til að geta með blessun fyrir land og iýð tekið að sér forustu hinna pjóðhollu pingmanna, sem s o sorglega hefir vantað hin siðari árin til ómetanlegs tjóns fyrir starf alpingis. En sá maður er* sýslumaður og bæj- aríógeti Hannes Hafstein. Hann er maður tigulegur ásýndum, og pó hinn pægilegasti í viðmóti, gáfaður sem færri og eldheitur áhugamaður og óeigingjarn föðurlandsvin. Isfirðingar! veljið nú Jóni Sigurðs- syni pennan eptirmann, er harm mundi helzt hafa kosið og liklegastur er til að halda æfistarfi hans fram til íulls sigurs. Herra Mattías Ólafsson höfum vér lengi pekkt sem ^ greindan marn og frjálslynflan, er ísfirðingar mundu vel sæmdir af. En um fram abt látið ekki pessa óhreinustu skugga ValtýskuDnar hvorki nnrra eða kúga út úr ykkur atkvæði ykkar við kosningarnar í vor. Fyrverandi pÍDgmönnum Barð- strendinga og Mýramanna mundi flestum Valtýingum fremur treystandi sökum drengskapar peirra, ef peir lofuðu pví afdrátturlaust að fylgja lilboði konungsboðskaparins. Dalamenn hafa einbeittan heiœa- stjórnarmann fyrir sig, par sem er B j ö r n sýslumaður Bjarnarson. Og líklega láta peir sig eigi herda pað ólán, að taka síra Jens Pálsson fram yfir Björn sýslumann, eptir pað hneyxli, sem hann hefir vakið meðal alpýðu með áður tilvitnaðri skamrna- grein sinni. Snæfellingar hafa lengi eigi haft jafn efnilegan pingmann og L á r u s sýslumann Bjarnason, og er pað :úm ágætlega skipað er hann situr í á pingi og all óárennilegt; hafa Snæfellingar heiður af pví að senda pann hæfileikamann á ping. Borgfirðingar munu sjálfsagt vel áuægðir með pingmann sinD, búfr. Björn Bjarnarson, sem verði ugt er. Heykvikingar eiga T r y g g v a bankastjóra Gunnarssyni gott upp að nnna, svo annt sem'hann hefir gjört sér um heill og framför pessa höfuðstaðar landsins, og styrkt stórum annan aðal atvinau eg vorn, sjávar- útveginn, með ráði u' dáð, og er pví hinn parfasti maður á pingi. Tryggvi á lika, ásamt landshöfðmgja, mestan og beztan pátt í pví að landsbankinn, þessi eina fjárstofnun landsins, var eigi ásamt seðlaútgáfuréttinum, seld í hendur útlendingum til fullrar einok- unar. Hann hefir og í haust útvegað ágætt tilboð frá útiondum um ódýrt lán á gulli, er fullmegja mundi við- skiptapörf landsins og gjöra lands- bankanum mögulegt að stofna útibú í kaupstöðum hinna 1 mdsfjórðungamia, einsog svo lengi hefir verið práð. Gullbringu og Kjósar- s ý s 1 u erum vér nokkuð vondaufir moð, en líklegt er, að kjósendur par eigi pó að minnsta kosti völ á meiri hæfilegleikamanni til píngsetu en B j ö r n kaupm. Kristjánsson hefir reynzt, að pví ógieymdu, að báðir pm. eru magnaðir Valtýsliðar. Arnesingar hafa víst verið vel ánægðir með ritstjóra H a n n e s Jporsteinson, eine og peir máttu líka vera, svo vel sem hann kora fram á þingi. Er vonandi að peim takist að útvega sér samheDtai’i mann honum á aukapingið en í fyrra, Kangæingar mundu ráða vel með að kjósa síra Eggert Páls- son ogSighvat gamla A r n a- s o n, eða pá annan góðan bónda þar í sýslu. V estmanneyingar eiga pökk alls landsins skilið fyrir að skipta nú um þingmann til batnaðar, og er óskandi að þeir láti eigi k ú g a s t til að kjósa dr. Valtý nauðugir aptur, er peir eiga völ á jafn ágætu pingmanns- efni og J ó n i landritara M a g n ú s- sy ni. A us t u r S kaptfelling ar ættu fyrst og fremst ekki að láta fleka sig, til pess að seilast eptir síra Ó 1 a f i Ólafsyni af peim ástæðum, sem áður hefir veiið vikið að hér í blaðinu. En vér álítum Austur-Skaptfellinga. vel sæmda af síra JóniJónssyni í Stafafelli, er jafnan hefir haldið taum bændastéttarínnar á pingi og reynzt hinn nýtasti pingmaður, eins og vér höfum áður tekið fram hér í Austra Kjósendur! látið eigi ginnrst af kosningarbrellum Valtýinga, trúið eigi ávarpi stjórnar peirra til fiokksbræðra peirra (latold 1. febr. s. 1.) um að stjórn llokksins aðbyllist konuugsboð- skapinn og vilji að fiokksbræð- ur peirra gen pað iika. ]?að væn óðs manns æði að treysta pessari yfiiiýsingu eptir að einn af stjórnendum flokksins hefir svo hrein- skilnislega játað pað í tilvitnaðri grein í ísafcld 22. febrúar s. 1. að pað só enn peirra bjartasta ósk og von, að fá stjórnarskrár frv. Yaltýinga frá síðasta pingi sampykkt óbreytt á aukapinginu í sumar. Að eudingu skulum vér leyía oss að taka pað frazn, að pað væri mjög æskilegt, að stjórnm iýmdi Vultýsliðum úr konungkjörna ilokknum. j’að virðist fjærstæða, að stjórnin skipi mótstöðumönnum sínurn og heima- stjórnarmanna nú í paun hóp lengur. l>á er Nelson barðist í síðasta sinn hafði hann pennan stutta formála til liðsmanna sinna: „England væntir þess, að hver maður gjöri skgldn sínayl Og vér förura eigi Ijærri ósk og von pjóðarinnar er vér hrópum nú til kjósenda Jandsins: Island væntir pess að hver og einn kjósandi gjori skyldu sína! En skylda hvers og eins kjósanda er pað, að hlynna með atkvæði sínu að heill og réttindum föðurlandsins. Abyrgðarmaður og ritstjóri: Cand. phil. Skapti Jósepsson. Prentsmiðja þórstems J. 0. bhaftasonar.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.