Austri - 20.11.1903, Blaðsíða 2

Austri - 20.11.1903, Blaðsíða 2
NR* 38 A U S T R I 142 lierrar segja nm pað, ef einhverjir pingmenn tækiuj'upp á að halda því fram, að botnverpingum skykli leyft fyrir litla póknun í landssjóð, að eyðileggja beztu fiskimiðin fyrir hinnm hlómlega fiskiskipaflota Reykvíkiuga?! eins og hvalararnir eyðileggja nú alla síldveiði með nót hér eystra og á Eyjafirði og máske fiskaflann líka. Amtmaðer Páll Briem skýrir frá J>ví í 37 thl. Austra, að lieykvíking- arnir (hinir konungkjörnu) hafi fellt frumvarp hans o. fl. um forðabúr og heyásetning á alpingi 1887. A síðasta alþingi hafa aðailega þeir konung- kjörnu lækkað útflutningsgjald neðri deildar á hvalaafurðum, svo það kemur aðjeugum notum til takmörkunar á hvalaarápinu og munar lítið landssjóð, en gefa oss í þess stað hÍD illa þokk- uðu gaddavírslpg. J>að virðist því tími til krminn, að skapa einvekli hinna konungkjörnu þá takœörkun, er hin nýja stjórnarskráaf 3. októbor s. 1. til allrar hamingju á- kveður. Bátaútgjörðin. Herra ritstjóri! Eg er að hugsa um að biðja yður að unDa fieinum línum rnms í yðar heiðraða blaði. þ>að kemur ekki svo sjaldan fyrir að eg fái löngun til að skrifa, en það er ekki alltaf að eg get ráðið við mig um, hvað eg á að skrifa. J>að er svo margt, sem mig langar til að skrifa um, því eg finc svo innilega sárt tii þess að geta ekki lagt minn skerf til’ þegar um einhver nauðsynjamál er að ræða, Optast er það nú, að eg finn kjá mér vanmátt til að leggja „orð i balg“ og það tekur eðliiega fyrir raunninn á mér, svo lítið verður úr framkværadunum. I þetta sinn ætla eg að fara nokkr- v;m orðum um sjávarútveginn hér á Austfjörðum. Eg byrja þá á þvi, að taka munn- inn fullan og segja að sjávarútvegurinn sé í miður heppilegu lagi. Einsog flestir, að minnsta kosti hér við Seyð- isfjörð, vita, þá er og hefii verið næg- ur fiskur hér í haust hefðu menn getað náð honum, en tíðin hefir verið mjög stirð og ósí0ðug,svo mesta hætta hefir verið að róa út á haf. Eptir að kemur fram í september, má fara að búast við slæmri tíð og ógæftum, eu jafnframt má þá búast við þorskfiskiríi og er sannarlega hörmuglegt að vita til þess, að hafa ekki tök á að ná í fiskinn. En svo er það nú samt. J>að er ekki minasta vit eða fyrirhyggja í bátaútgjörðinni hér á haustin, Nú síðari árin hefir flskur aldrei, svo að segja, gengið á grunnmið, svo eitt af tvennu verða fiskimenn að vera án hans eða hætta sér út á reginhaf, en það síðara kjósa flestir, því allir vilja og þurfa að lifa, en slíkt hefir opt búið mönnum hið gagnstæða: dauða fyrir líf. {•eir sem þekkja sjósókn hér á haustin og bátana sem sótt er á, geta bezt dæmt um, hvort þeir (bát- arnir) séu svo, að þeím megi treysta þegar við storm og störsjó er að eiga. J>að er ekki heidnr nein von að jafn- litlar fleytur geti mætt haust- og vetrarveðri og sjó. Bátaruir eru of litlir. Eg er þoss fullviss, að það væri álitið mjög fíflslegt. ef t,. d. einbver , útgjörðarmaðurinn í Festmannaeyjum | færi að taka upp á þvi að nota smá- báta á vetium, enda væri það í meíra lagi heimskulegt. J>ar og alstaðar á | Suóurlandi, sem eg þekki til, eru stór skip tekin þegar haustar að. Hér á Austfjörðum’ ætti líka sú regla að gilda. Hér mætti fiska nálega allan vet- nrinn ef til værp skip ti.l að fiska á. J>ó að hér sé opt 5hagstæð veður- átt, þá er ekki sá mismunur og á Suðurlandi, að ekki mætti af og fil róa ef skipin væru nógu stór. Eg vil skjóta þeirri spurningu tii | allra hugsandi sjómanna hér, hvort þeim virðist ekki tími til kominn að hreyta til í þessn efni. í haust hefir tíðin verið mjög van- { stillt, svo að röðrar era tiltölulega ! fáir, því gætnir formenn veigra sér í við að róa litlu fleytunn.n sínum í ! misjöfnu útliti, eti sárt má það vera ! aí vita af nægura fiski; en geta ekki S náð honum nema í logni og nærslétt- j um sjó, ! $ Hverníg er heppilegast að breyta í til? J>eirri spurningu eru auðvitað 1 sjómenn sjálfir færastir og sjálfsagð- i astir að svara. Eg hefi stundum verið j að hugsa um, að happileaast væri að j fá stóra báta með færeysku lagi. { Sex eða áttrónir færeyskir bátar ! væru án efa góðir. Vestmanneyingar , eru nú almannt farnir að nota slíka báta og hafa þeir að bögn reynzt vel; þeir hafa fengið skipasmið beintfrá EærByjum til að smíða skip þessi. Útgjörðamenn hér ættu að gjöra slíkt hið sama. Hver útvegsbóndi ætti að j eíga einn slíkan bát til að halda út ! haust og retur; slíkur bátur gæti ! borgoð sig áfáum dögam. Eptir að Sunnlemlingar eru i’arnir ; á haustin, er fiskiúthald hér í mjög smáum stíl. tJtvegsbændurnir eru 1 optast í raannhraki, þó þeir bjóði ! víldarkjör, fá þeir naumast menn til í að róa. j Eg er viss um, að margur maður, i sem bæði vill og þarf að róa, setur ■ aðeins fyrir sig hættuna, sem er sam- i fara smábáta úthaldinn hér á haustin; j og er það í alla staði eðlilegt. J>ér hafið, herra rítstjóri, í Austra nr. 37 gefið mönnum bendingar í þá > átt að smábáfaúthaldið hér þyrfti að < breytast og þó eg beinlíns"is taki I ekki í satna streng og þér hvuð fynr- i komulagíð snertir, þá þötti mér vænt, J um að sjá að þér munið vera breyt- ’ ÍDgunni klynntir, og eg hygg að fær- { eyskir bátar, eins og eg hefi drepið i á, værn ekki eins notasælir eins og j norskir hátar með hreyúvél. En #g \ er hálfítræddur um að útvegsbændur hér klóruðu sér á bak við eyrað, ef ura vélar væri að ræða;það er eins og vér Islendingar hpfam beig af vélum, Eg hefi þá með fáum orðum látið skoðun mína í ljós og vona að hafa komið þessu máli á hreyfingu og vildi óska, að aðrir tækju ?ið að skrifa um málið. Vér megum sannarlega ekki láta þorskinn óhindraðan ganga oss úr greipnm, það er ekki lengi að koma í hverja krónuna af honnra karlinnm, þegar miðað er við það sem menn hafa upp úr „snattvinnn“ við smásálarlegar sknldaverzlanir,þar sem litlir sem engir peningar fást fyrir vinnuna, að minnsta kosti ekki nema þá með ónotum og eptirgangsmun- um. P. 8, Þjófnaðarbálkur. I. „Raansókii frjálslcg rsíknast synd r»id«l er böðuls syipa- . . . .“ Erækornum er verið að sá í síðasta tölublaði „Frækorna“, sem atlast mun vera til að beri holla ávexti á skoð- anir manna um híð svo nefnda „Odd- rúnarmál“. J>að má nndarlegt virðast, að blað- inu skuli þykja kynlegt þó til væru þeir menn, sem vildu að þjófnaðar- máiið væri rannsakað út af frásögn Oddrúnar. J>að voru ekki einstakir menn, heldur allur þorri seyðfirzkra borgara, sem óskrðu að málið yrði rannsakað, ef leitt kynni að geta til þess, að þessi dularfulli þjófnaður kæmist upp, og á meðal þeirra má ðbætt telja ritstjöra Frækorna. Svo er þó ekki sóma- og siðferðistilfinning allra Seyðfirðinga niðnrbæld ennþé, að þeim þyki ekki óviðfeldið að um- gangast þjófiun dularklæddan máske dugs daglega. Svo er að skilja, sem Erækornum þyki sjálfur þjófnaðurínn ekkert i samanburði við framburð vitoisins^ „ljóíu sögnna11 sem þ:;ð kallar. J>ykir bluðinu virkilega Ijótara að bera vitni um óupplýstan pjófnað «n að fremjji þjófnaðinn? Einnst því það kiistileg skylda sín, eða hefir það ekkeit nnnað þarfara að starfa en að vanda um við þá menn sem vilja fá híð sanna í ljós? Eða veit blaðið ekki, að hér í kaupstaðnum hafa \erið framdir 4 stórþjófnaðir á síðustu árnm, sem hafa ekki komizt upp? J>ar af eru þrír peningastuldir, sem í hvert sinn hafa numið mörgum hundruðum króna, og i fjórða skifti var stolið gullstázi, sem eiunig mun hafa verið mörg hundruð króna virði. Tveir af þessum þjófn- uðum hafa veriá fraaadir í húsi hins núv«randi sýslumauns vors eg bæjar- fógeta. J>að virðist liggja nær stefnu blaðs- ins, að það hefði vítt þá, sem spom- að hafa á móti og þótt virðinga sinni roisboðið með því, að málið væri rannsakað. Eramkoma þeirra manna er einmitt mjög eptirtektaverð. Eðli- legast virðist,að allir heíðu átt að geta venð samhnga um að málið væri rann- sakað sem ýtarlegast og siutt að því, og ekkj sízt sakborningarnir sjálfir, er þeir voru vissir um sakleysi sitt, Hér er við dularfullt mál að eiga, og lítur út fyrir að ekki lé við neinn viðvaning að fást, einsog sézt bezt á því, að hinir skarpvitru og ó’nlífnu dómarar, sem fengizt hafa við að rannsaka það, hafa ekki ennþá getað j leitt sannleikann 1 ljós. J>að er eptirtektavert að hið hákristilega blað hneyxlast á því að „einstakir menn“ hafi stutt málið til rannsóknar, en >ykir j&fn- framt ekki ókristilegt eða ótilhlýðilegt að útbreiða getgátur að varnarlausri stúlku um þjófnaðinn að óupplýbtu málí. Sem dæmi þess að rétt bó að telja stúlku þessa varnarlausa má nefna það, að einn af borgmrttm bæj- arins, handgenginn bæjarfógetanum, hefir lagt hendur á hana og barið hana í viðurvist bæjarfógetans sjálfs, á heim- ili hennar. Erá almennu sjónarmiði sýnist hafa þurft meiri kunnugleika á staðarhátt- um og meira áræði og snarræði við framkvæmd þjófnaðarias, en líkindi eru til sð öviðkomandi kvennmaður geti hafa haft. Emda er þetta það atriði í þessu máli, sem margir hafa álitið að aelzt mnndi geta leitt á rétt spor. a b c. Yatnsleiðslunni í kaupstsðnum er nú hér um bil lokið og er það bæði þarft og mikið verk, er hefir verið unnið að í c. 5 mánuði af 6—8 mönnum daglega undir for- ustu herra Friðriks Gislasonar, er hefir leyst það vandaverk snildarlega vel af hendi einsog vanur lserður verk- fræðingur og það í betra lagi. Eru hin mestu þægindi að vatns- leiðslunni og óhættara við húsbrunum, er nægileg vatn er til sstaðar í hverjn húsi til að grípa til, §r a. þarf að halda og svo er slökkvikrani í þétt- býlinu, er akrúfa má 4 „slöngurnar“ og senda vatnsgusurnar yfir þéttbýli kaupstaðarins og hæstu hús og getur einn maður unnið þar að á víð 8 roannj við báldrepuna> Síðar verður víst fjölgað þessum slökkvikrönnm, því þessi eini var settur til prófs og hetír vel getizt, 'V atnið er tekið í. limd npp í Fjat ðar- túni, svo hátt, að nægur kraptur er á því í húsunum uppi á loptum. Lindin er uppmúruð og vatuið leitt úr henni um 6 puml. vítt rör imn í safnbrnnninn, sem er allur steinlímdur npp, hátt og lágt ri'íð 5 álnaþykkri uppfylling á hlið- uin og L alin ofaná honnm; 12 áln. á lengd, 6 álu. á breidd og 5'/2 al. á hæð. Er það verk allt með prýðileg- um frágangi eptir þá Friðrik Gísla- son og Sigurð Sveinsson. Niður Ctá safnbruiminum liggHr svo vatusleiðslan ofan Fjarðartún og kaup- staðinn, Fjarðaröldu og Búðareyri, allt ut að Goodtemplarhúsinu eptir hinum satranlóðuðu höfuðrörum, sem eru aLtaðar grutin 2\j2 alin í jörðu nonifc undir vatnsfletinum i Ejarðará, þar sseis rörin eru aðeins grafin ’/2 alin niður fyrir árfarveginn. Aðalrörin eru 200 faðma löng og 3 þml. innanmáls og á leiðslunni 16 stoppkranar svo hægt yrði við að gjöra ef eitthvað liilaði, og 4 póstar. Hiu mjórri leiðslurör eru 2 þml. innanmáls og 400 fað»ar á leugd. Mjóstu rörin eru P/2 þnil. ínnan- máls og 180 faðmá löng. I aíalleiðslunni eru „asfalteruð" járnrör, en inní hús 3/4 þml. „galvan- iséruð“ járnrör. Gröptur allur mun um 1100 faðma. Verkið allt tekið upp á „akkorð“ af herra Friðriki Gíslasyni fyrir kr. 8750, er mun að mestu haf#, gengið upp í vinnulaun og innkaup, enda beflr haun hvergi til sparað, að efui og vinn# reyndist sem traustust. J>að er mikil frainför að þessum vatnsleiðslum,því þ#ð er enginn smá- ræði* bollusta, að h#fa gott og hreint nejzlavatn. — En til þess að standa fyrir þvilíku vandaverki mun enginn áreiðailegri en herra Eriðrik Gíslason er hefir levst þessar vatnvleiðslnr svo prýðisvel af hendi. — Kostnaðinum verður jafnað niður á þau bús, er hafa vatnsleiðíluna. Vatnsleiðslu á Vopnafirði hafa þeir herrar héraðslæknir Jón Jónsson og verzlunarstjóri Sig. Jo- hansen látið Eriðnk Gríslason leggia inn i húa sín úr btunni, er tekar 70 tunnnr, og er líklegt, að fleiri sa111" eini sig þessum forgöngumönaum dúi vatnsleiðslu þar. — J>essi vatns- leiðsla mun hafa kostað 800 kr. J>riðju vatnsleiðslunni hefir hr. Er. G. staðið fyrir á Dvergasteini, er mun hafa kostað næv 250 kr.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.