Austri - 31.12.1908, Blaðsíða 1

Austri - 31.12.1908, Blaðsíða 1
Biaðið kemur út 3—4 sinu- rm á mánuði hverjum, 4k arkir mitmsi til naesta nýárs. Blaðið kostar um árið: hér á l-.nói aðeins 3 krónur, eriendis 4krónur. Uialddapi 1. júlí her á landi, orlendis borgist biaðið fyrirfram. KVin Ar Seyðisfirði, 8i. desember 1908. Uppssígn skntieg, bujidin við aramót, ógiid ner a komin sé til ritstjórans fyrir 1. október og kaapandi sé skuldlaus dr blaðið. Innletidar auglýsii; -ar 1 króna hvei þumlu n ;;ui dálks, og þriðjangi d;r- ara á fyrstu síðu. Nit. 46 Pósthúsið á Seyðísfirði er opið hvFin virkari dag frá 'kl 9—2 op 4—7 e. m. Á helgidðgum kl. 4—5 e. m. A.UTSBÓKA.SAPN'IÐ á Seyðisfirði er op!3 hvern laugardag frá kl 3—4 ■. m. cc:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co Símaskeyti til Austra. Reykjavík 23/12. Yeneznela. Oastro forseta Venezuela steypt frá völdum af Gomez varaforseta. Innbrotspjófnaður hefir verið framinn á ýmsum stoðum í lieykjavík og stolið nokkrum hundr- uðum króna. R^ykjavík 30. des. fjóínaðnrf amiuu i Hróarskeldndómkirkju. Stohð hefir verið mörgum gull- 0g silfurgripura úr Hróarskeldudómkirkju, pó ekki íslands-kranzmum; pjófarnir óhandsamaðir. Landskjitlfti og feikna manntjön. Ógurlegur landskjálfti orðið á Suð- ur- Ítalíu. Mörg púsund manna far- izt á Sikiley. Messinaborg hálfeydd. Ýmsir bæir stórskemmdir. Utan úr heimi. Frá Balkanskaganum. Ófriðlega lítur par út ennpá, o g mertn eru sem á nálum um aðófriður- inn hefjist pá og pegar. Pað er sér- staklega Serbía, sem er prungin af bardagahug. Má svo heita, að öll pjóð- in sé par á einu máli: að vinnaBosniu undan yfirráðum Austurríkismanna eða falla. Ríkiserfinginn, Georg, geftgur hér í broddi fylkingar og hefir með pví unnið sér ást og virðingu pjóð- arinnar og eptirtekt og aðdáun annara p. óða, en áðnr pótti hann óhernjulegnr unglingur og slarkfenginn. Krónprinzinn hefir nýlega átt tal við blaðamaun og farizt orð á pessa leið: „Öfriðurinn getur skollið yfir áður en varir; en hv%>rkí eg eða Serbia óskum pess, og pessvegna hpfum við sætt okk- ur við, að taka peim minnstu og sann- gjörnustu málalokum sem hugsanleg eru fyrir sjálfstæði Serbíu. Vér getum ekki selt frumburðarrétt vorn. Yér verðum að fá Bosniu. Annars getum við ekki lifað sera pjóðarheild. Innan takmarka Serbíuríkis búa aðeins 3 milljónir Serba, en fráTriest til Make- doníu og frá Adríahafrau tillandamæra Búlgaríu búa 10 milljónijSerba. Pess- ar 10 milljónir hafa einungis einahug- sjón: Alla Serba sameinaða í einu sambandskonungsríki. Bað má ekki og pýðir ekkert að reyna að hindra oss frá pví að ná pessu takmarki. Vér verðum að sigra eða ialla.“ — Knskt fólksflutningsskip, Sar- dinia, brann við eyjuna Malta í p. m. og fórst par margt manna, mestmegnis pilagrímar frá Marokko. % — Eitt námuslysið hefir enn orð- ið í Pittsburg. Eórust par um 100 manna. Skipstrood og loanotjdo. „Tjóðólfu r“ segir svo frá föstudág- inn 4: desember: Á laugardagtnn var, 28. f. m., sökk Breiðafjarðarbáturínn „Geraldine“ skammt frá landi milli Lóndranga og Dritvíkur undir Jöldi, á leið til Reykjavíkur. Hafði lagt af stað frá Stykldshólmi á fimmtudaginn, og var kominn móts við Lóndranga, pá er stýrið brotnaði, og hrakti pá skipið alla fpstudagsnóttinaí landnorð- an-stórviðri og kafaldshríð; pekktu skipverjar daginn eptir, að peir voru skammt fyrir norðan Dritvík. Var pá reynt að varpa akkeium, en akk- erisfestin slitnaði og rak pví aptur til hafs. Kom pá brátt í ljós, að skipið var orðið mjög lekt, ogstóðu skipverj- ar í austri allan síðari hluta föstu- dagsins, ograóttina eptir og fiamundir nón á laugardag. Um pað leyti kenndi skipið grunns skammt frá landi milli Lóndranga og Drjtvíkur, og var par urð eina á landi að, líta og brimrót mikið. Pá veit skipstjóri ekki fyrri til, en stýrimaður og 3 skipverjar aðr- jr eru komuir í skipsbátinn, höfðu hlaujiið í hann af einhverju fáti; einn peirra náði í kaðal, er kastað var til hans frá skipinu og var dreginn upp, varð honum pað til lífs, pví að ósenn'- legt er, að hinir hafi bjargazt í land, pótt tveir peirra væru syndir, en að vísu er ekki fullfrétt um pað enn. Uétt á eptir losr.aði skipið út úr brim- rótinu, var pá lagzt við akkeri. En pá var svo mikill sjór kominn í skipið, að skipverjar hofðu ekki við að ausa. I peim svifrim kom enskt botn- vprpuskip, Eraser frá Hull, norðan fyrir nesið frá Breiðafirði, og stefndi beint á „Gferaldme“, hafði séð neyðar- vita, er kyntur hafði verið í siglu- toppnum, frá pví er stýrið brotnaði. Var par bjargað skipstjóranum á „Geraldine“ (JóniÁrnasyni frá Heima- skaga á Akranesi) 3 hásetum og 3 farpegjum, öllum slyppum og allslaus- um að öðru en pví, er peir stóðu í. Að 10 mínútum liðnum spkk „Geral- dine“, en botnvprpuskipið hélt til Reykjavíkur með skipbrotsmennina, og kom par snemma á sunnudagsmorgun- inn. Beir 3 menn, er í skipsbátinn fóru og taldir eru af, vor.u: Jón Árna- son stýrimaður, átti heimaí Reykjavík, kvæntur, átti eitt barn; Sigurður Magnússon frá Miðseli í Rvík, bræðr- ungur við sliipstjóra, ókvæntur, barn- laus, um prítugt, og Jón Ólafsson af Akranesi, kvæntur; allt röskleika- menn. „Geraldine“ var eign fiskiveiðahluta- félags, er Thor Jensen veitir forstpðu, og var vátryggtfvrir s/4 virðingarverðs eða 27,000 kr. Earmurinn í skipinu var aðallega um 200 skippund afsalt- fiski frá Ólafsvík, er átti að fara til Edinborgarverzl. í Rvk., og mun haún hafa verið vátryggður. „Geraldine“ hélt uppi póstferðum milli Borgarness og Reykjavíkur í fyrra vetur og tók við Breiðafjarðar-ferðunum, eptir að „Reykjavíkin" sokk í vor fram undan Skógarnesi. Breiðfirðingar eru ekki heppnir með báta sína, er sokkið hafa báðir á sama árinu, enmanntjón varð pó ekkert, , er „Reykjavíkin“ fórst. Skipstjóranum á „Geraldine“, Jóni Árnasyni, var bjargað einum af kili fyrir 17 árum (9. des. 1891) á ieið frá Akranesi til Reykjavíkur, og drukknuðu pá allir, er með honum voru, sjö að tolu; formaður var Svein- björn Þorvarðsson frá Kalasteðum. Fiskiskiirið „Golden Hope“ frá Reykjavík, lagði af stað paðan 16. okt. s. 1. á leið til Englands með fiskifarm, Ekkert hefir síðau til skips pessa spurzt par til nú fyrir skömmu, að bæjarfó- getauum í Reykjavík var skrifað frá Eæreyjum, að par hafi rekið í Straums- ey nafnspjald af skipi oghafiá spjald- inu staðið „Reykjavík“, en meira letur ekki á pví sézt, svo hafi og rekið par á öðrum stað, í Vogsey, pilfarspartur með áfpstum bita og á honnm hafi staðið talan 72 og Jakob Kramer Ship- builder Elmsnorn. Þessi einkemri voru á skipiuu „Golden Hope“, og er pví talið víst að pað hafi farizt. Skjpið var 80 smálestir að stærð, 19 ára gamalt, vátrygt í Eaxaflóafé- laginu fyrir 12,000 kr. og farmurinn vátrygður fyrir 18,000 kr. Sldpið áttu Elías Stefáusson í Reykjavík, Árni póstur í Lækjarhvammi og Jónas Sig- urðsson bóndi á Völlum á Kjalarnesi, sinn priðjunginn hver. Á „Golden Hope“ hafa farist 10 menn, 7 skipverjar og 3 farpegar. Allt ungir menn og rpskir. Allir ókvæntir. í’eir voru: Halldór Steinsson skipstjóri, 29 ára, úr Rvík. Gísli Gíslason stýrimaður, 29 ára, af Akranesi. Arnór Gíslasou, 35 ára, af Akranesi (bróðir hins fyrtalda). Ólafur Gíslason, 28 ára, einnig af Akranesi. Páll Hreiðarsson, 23 ára, úr Rvík. Árni Kr. Einarsson, 27 ára, úr Rvík. Bjarni Pórðarsori, 26 ára, úr Kjós. Pessir allir voru skipverjar, en far- pegjarnir voru: Vilmundur og Guðmundnr Oddssynir bræðnr af Akranesi, og Gísli Gíslason, uppeldissonur Árna pósts í Lækjarhvamrai. FRÚ JÓHANNA K'iTTTVDÓTTIR andaðist að heimili sínu i rivinnipeg 6. f. m., 52 á'a að aldri. Hún var seinni kona Finnboga S’gmundssonar, er lengi var veitingamaður hér, og eignaðist með hon m *3 börn, hvar af 2 synir lifa í Ameríku. Hún var rausnarkona, vinsæl og vel metin. SJÓNLEIKIR. - Yngismamia- og yngismeyjafélagið „Bjólfur“ liefir nú byrjað að sýna sjönleiki. Eru pað tveir gamanleikir, „Hinn priðji“ og „Gcst ruír í sumar- leyfinu,, eptir Hostrup,er féiagið hefir nú fyrst hleypt af stokkunum ogleikið tvö kvpld. Pött leikr pcssir séufrem- ui’ efnislitlir, pá eru peir eigi óásjálegir á leiksviði og geia skemmt áhorfend- um, ef lipurt og laglega er leikið, eins og nú átti sér stað nær yík ’eitt. Sumir leikendur léku jafnvel mjög vel. En spngnum var allvíðast ábóta- vant. SKIP. „In gólfur“ kom að sunnan á ann- an jóladag. Earpegjar hingað: Por- steinn Gíslasou símritari, ljósmóðir Björg Isaksdóttir frá Seijamýri, Sveinn Jónsson frá Úlfstoðum, Tho- mason, umboðsmaður útlendra bruna- bótafélaga, o. fl.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.