Austri - 18.05.1912, Blaðsíða 2

Austri - 18.05.1912, Blaðsíða 2
'iHi "fr.-*i NR. 20 AUSTEI Nýjar bækur. danskar og norskar. Danskir vísindamenn, ekki sízt efnafræðingar og sagnameistarar — |>ykja fylliiega jafnsnjallir 0ðrum pj<5ð- um tiltolulega. Af sagnafræðingura eiga peir hvern oðrum merkari (t. d. Troels Lund. Ingerslev, Holm, Fred- ricia o. fl.) Suma efnafræðinga og lækna eiga peir mikla, p. á m. pró- fessor Salonaonsen, sem jafn kunnur er fyrir að kunna flestar tungur í Evrópu eins og lærdóm sinn í læknis- og efnafræði. í fornum tungumklum hefir enginn, síðan Rask leið, náð slíkri frægð sem W. Thomsen. í skáldskap og fagurfræði eiga peir aptur á móti nálega engan víðfrægan höfund, enda er Georg Brandes nú pegar tal nn úr sogunni, og ritar pó enn margt smávegis með líkri snilld sem fyr, en með meiri stillingu. En sú bók, sem hér skal minnzt á, er eptir efnafræðinginn Fr. Weis, hinn lærðasta mann; heitir bókin: rLijiö og þess leg* (Livet og dets Love). Er hún samin við alpýðu hæfi og allra rita íróðlegust. Áður hafði Blocli, líflæknir konungs, samið bók: „ Um dauðannu, og gefst pví að lesa, hvað hin „hærri Kritik“ kann að fræða oss, er peir leggja saman til að, „afla oss nautum upplýsingar- töðu“, eins og síra Páll skáldi kvað. Eg heti ekki lesið nema hálfyrði um pessi rit, en pað er víst, að pótt peir herrar lýsi lífí og dauða furðu- vel, og dirfist að fullyrða beggja lðg, er pað hvortveggja, að gátuna sjálfa lífs og dauða reyna peir ekki að ráða, enda hafa ekki treyst sér svo langt að fara. Báðir virðast vera Haec- kels lærisveinar og algengir efnis- hyggjumenn, pví að hin stefnan pekk- ist lítið við háskóla Norðurlanda, o: hin nýja sálfræði, eða skoðun á lífi og dauða, enda er hún í barnæsku í meginlöndunum sjálfum, og er helzt kennd við pá "W. James, H. Borg- son og svo hina helztu forsprakka spiritistahreyfingarinnar. Að öðru leyti gjörir hvorugur hinna dönsku höfunda nokkra grýlu úr dauðanum, Weis segir: „Dauðinn fær allt ann- að útlit pegar tímar líða, pá andast menn úr elli og lífið endar ekki eins og hálfkveðin vísa, botninn kveður dauðinn eptir eðlilegum bragliðum, og verður velkominn gestur eptir dagsins preytu.“ Annars er útsýnin dimm hjá peim herrum, pví að íllgresið fylgir ávallt hveitinu. Hér er lítil klausa úr hók Weis: Mfað verður ervitt, að sýna — eptir mannlegum mælikvarða — nokkurt siðalogmál í plöntu- og dýraríkinu. Hið sama gjörræði, íllska, hatur og óvild, sem afskræmir mannlífið — allt, sem er gagnstætt réttlætishugmyndum verum og talið er glæpur, pað gjora aðrar skepnur, sem næstar oss eru, sig sekar í.“ Hinsvegar bendir hann á samhug dýranna og einkum móðurást peirra, en bætir pví við, að af^ pví aettum vér að skilja, að vérjmennirnir eigum engan einkarétt til pess, sem kallað er kærleikur. Hitt sé víst, að pað, sem vér köllum syndir, pekki skepnurnar ekki. „Yér megum pví ekki ætla, að vér getum lært moral af peim.“ En hvað sem líður veraldarskoðun pessara og annara vísindamanna, kem- ur pað lítíð í bága við pá ómetanlegu hjálp og nytsemi, sem mannkynið á að pakka hinni ópreytandi starfsemi peirra, pví peir fremur ollum öðrum •téttum bera og borið hafa á herð- um sér pjóðirnar, lengra og lengra fram á brautum pekkingar og sið- menningar. Rá hafa tveir háskólakennarar í Kristjanfn nýskeð leitt saman hcsta sína. Eyrst birtist ritkorn eptir pró- fessor Anathon Aall, kennara í sál- fræði- Beirri grein svaraði dr. og próf. Oskar Jæger íeinn hinna gáfuðu frænda, með pví eptirnafni). Aall hafði að sáralitlu getið hinna nýju spiritisku rannsðkna, eða hins enska 27 prófessorafélags, er kallast „Psy- chical Reseacs Society“. Er pað of langt og torvelt mál, að útlista pá deilu hér, en manna raunur mikill virðist par koma fram. Sem vísinda- greiu pekkist hin nýja hreyfing sára- lítið og próf Aall kvaðst og hvorki geta talað um hana vísindalega né í fullri alvöru; segir að nýjar og kyn- legar kenningar, sem ósannaðár s0gur fari af, skrum og fullyrðingar, séu vandræðagripir og ósamboðnar skóla peim, er peir pjóni. Jæger veitir hart viðnám, og spyr, hví hinn dirfist pá ótilkvaddur, að dómfella pessa hreyfingu, sem nú sé komin um öll Ipnd, og pótt meiri hluti fræðimanna fælist hana, nefnir hann marga ágæta sál- fræðinga, sem fylgi henni — sumir eptir langar rannsókuir og mikið stríð; kallar hann að skprin sé komin upp í bekkinn, pegar einn sálarfræð- ingur við háskóla Noregs pori að neita staðreyndum nokkurra frægustu sálarfræðinga veraldarinnar. Eærir hann mörg vitni fram, er sanni, að par sé um hinar átakanlegustu stað- reyndir (facta) að ræða. Síðan fram«> setur hann frumsetningar efnisfræði og hinnar venjulegu sálarfrwði og gagnrýnir hverja fyrir sig, vegur pær og finnur léttar og ófullnægjandi — eins og 0ll svo nefnd atomistisk og mekanisk veraldarskoðun svo og materialisminn í heild sinni. Dr. Aall svarar aptur og síðan Jæger aptur, og við pað stendur. En pó játar hinn fyrnefndi, að eitt af tvennu sé víst, að annaðhvort hljóti hið enska rannsóknafélag að spjara sig betur en pað hefir gjört pessi liðnu 28 ár, ellegar hreyfingin fari sama veg sem hin forna galdra og apturgpngutrú. I Danmörku er hreyfingarinnar sjaldan getið, nema hvað blöðin par sem og í stóru löndunum eru að mestu hætt háði og spotti um pessa hina miklu og kynlegu hreyfingu, sem vísindi nútímans ráða ekki fremur við en 17. aldar vitringarnir við galdra- trúna. M. J. Suðurlandalerð 1912. Víð vorum 36 í hóp og höfðum með okkur fylgdarmann eða farstjóra. Hann sá um okkur að öllu leyti á ferðinui, keypti jarnbrautarseðla, samdi við gistihúsin, sá um flutning frá járnbrautarstöðvunum til gistihúsanna og frá peim aptur, greiddi öll nauð- synleg útgjöld, þar á meðal drykkju- peniuga til pjónustufólks o. s. frv. Auk pess sýndi hann oss pað helzta á ferðinni og skýrði pað fyrir oss, hvort sem pað vorn einkennilegir staðir hvað náttúrufegurð snertir, sogulegir staðir, eða pá byggingar, myndir eða önnur listaverk. Earar- stjórinn var menntaðnr maður, poly- tekniskur kandidat og „Ingeni0r“, vel að sér í pýzkn, fr^nsku og ensku, kunni einnig talsvert í ítölsku og floiri tungumálum. Hann hafði ferð- ast um flest lönd Norðurálfunnar og auk pess verið nm tíma í Ameríku og Afriku. Af ferðamannahóp pessum var helmingurinn frá Kaupmannahöfn, hinn helmingurinn sumpart frá Sjálandi, Fjóni og Jótlandi, sumpart frá Svia- ríki og Noregi. Einn var frá Ame-; ríku; hafði farið sér til skemmtunar paðan til Kaupmannahafnar tíl að hitta ættingja sína og tók svo pessa íerð um leið. í hópnum vora bæði karlar og konur á ýmsum aldri, flest gift fólk og yfirleitt framur skemmti*> legt. Víð fórum frá Kaupmannahöfn 20. febrúar kl. 8 um kvöldið og koinum til Hamborgar kl. 6 morguninn ept- ir. í>aðan fórum við til Basel og vorum par nótt. Basel er fallegur bær og all-stór, liggur beggja megin við Rinarelfu og eru all**margar biýr par yfir hana, J>ar er mikil verzlun, alLmiklar verksmiðjur og margar fallegar byggirgar. Bærinn er talinn að vera ríkur. Frá Basel fórum við að morgni dags, staðnæmdumst lítið eittíLuzern keyrðum svo gegnum St. Gottharðs- göngin, sem, eins og kunnugt er, eru mestu jarðgöng í heimi, 14 kilometrar á lengd, og vorum við tæpar 20 mínútur að keyra í gegnum fjallið. passu mikla mannvirki var lokið 1882. G^ngin voru grafin frá báðum hliðum fjallsins og mættust verkamennirnir í miðju fjallinu. Á leiðinni frá Vierwaldstedtervatninu til Milano í Ítalíu eru fjöldamörg jarðgpng, sem járnbrautin liggur í og sum þeirra um mílu á lengd eða meir, svo járn- braut pessi frá Sviss til Ítalíu hefir verið all-kostnaðarsöm. Um hádegi keyrðum við meðfram hiuu fagra Luganovatni og var pá sólskin og gott veður og náttúrufeg- urðin óviðjafnanleg. Hin tignarlegu fjöll spegluðu sig í vatninu og húsa- raðirnar lágu upp eptir skógivaxinni fjallshlíðinni. Um nónbilið komum við til Milano og dvöldum par til næsta dags; skoðuðum meðal annars hina nafnfrægu dómkirkju. Hún er, næst eptir Péturskirkjunni í Róma- borg, stærsta kirkja á Ítalíu og ein- hver hin fegursta kirkja í heimi, Turninn er 335 fet á hæð og öll er kirkjan skreytt með ötal marmara- súlum utan og innan. Auk pess eru á kirkjnnni 2000 stór lfkneski, höggv- in í marmara af frægum liscamötin- um. par var í borginni stórt líkn- eski af hinnm mikla meistara Leo- nardo da Vinci, sem dvaldi all-morg ár í Milaoo, fram að árinu 1399, hjá Lodovico Sforza, sem pá réði yiir Milano. Er hér til eptir hann í klaustrinu Santa Maria della Grazia, málverkið: Innsetning kvöld- máltíðarsakramentisins, sem er helzta málverk hans og óviðjafnaulegt meist- araverk. J>að er sagt, að málara listin hafi aldrei, hvorki fyr né síðar, sýnt jafn stórkostlega einkennileg höfnð og jafn talandi hreyfingar eða látbragð með hondam. Á myndinn er Kristur og lærisve’nar hans 12. Annað málverk eptir Vinci er „Mona Lisa“, sem stolið var úr Louvresafn- inu í Paris í vetur, er sagt að pað sé sú „andríltasta1' mynd, sem til sé í heirai, af ungri fullproskraðri konu Leonardo da Vinci er elztur af hinum miklu listamönnum Ítalíu, sem voru uppi á 15. og 16. öld. Hann er fæddur 1452 og er að líkindum sá mesti allsherjar-snillingur, sem nokkru sinui hefir lifað- Hann var ekki aðeins meðal allra fremstu mál- ara, sem nokkurnlíma hafa verið uppi og ruddi málaralistinni nýjar brautir, sem fylgt hefir verið síðan — beldur var hann einnig myndasmiður kyggiDgameistari, verkfræðingur (In- geniör), songfræðingur, náttúrufræð- ingur, stærðfræðingur (Matematiker) og líffærafræðingur.* í engu pessu var hann meðalmaður, heldur var hann, í sumum greinum, langt á und- an sfnum tfma, og pað svo, að pað er fyrst nú á síðustu árum, að vís- indamennirnir hafa kunnað að meta hann. |>að er ótrúlegt, hvað mikið þessi maður hefir lært og hvað vel hann hefir lært, en gáfurnar voru sro öviðjafnanlegar, að hann purfti mikið ðkemmri tíma en aðrir til að læra og skilja. Hann fókkst mikið við líkskurð, og kom pað honum að haldi þegar hann málaði mannsmynd- ir í ýmsum stellingum. Enginn hefir, hvorki fyr né síðar, teiknað eins vel „anatomiskar“ teikningar eins og hann. L. hefir teiknað mynd af sjálfum sér með svartri krít. Andlitið er fagurt, tilkomumikið ög góðmannlegt. Hann var að sínu leyti eíns vel gefinn til líkamans sem sálarinnar og var mest- ur sundmaður og skilmingamaður, auk þess sem hann dansaði allra manna bezt á sinni tíð, Hann var alveg laus við allt stæriiæti, góður og auðmjúkur í viðmóti gagnvart öðrum. Hann hofir pví haft flesta pá kosti, sem prýtt geta mann- L. var „óskilgetinn" og var faðir hans „Notar,“ en móðirin bóndadóttir. Eöður hans mun pó hafa pótt eins vænt um hann fyrir pví og gat út- vegað honum gott uppeldi. J>að bar mjög snemma á hinum miklu hæfi<* leikum hans, ekki sízt í hljóðfæra- list. En seinna hallaðist hann pó líklega meir að málaralistinni. En pað er vist örðugt að segja, í hvaða grein lista eða vísÍDda hann hefir náð lengst, par sem hann var svo fjöl- hæfur og fullkominn í 0llu. Frá Milano fórum við að morgni

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.