Austri - 08.06.1912, Blaðsíða 1
Blaðið kemur út 3—4
sinnum á mánuði hverjum,
42 arkir minnst til næsta
nýárs. Blaðið kostar um
árið hér á landi aðeins 3
krónur, erlendis 4 krönnr
Gjalddagi 1. júlí hér á
landi, erlendis boigist blað-
ið fyrirfram.
Uppsögo skriflesr, bund'n
við áramót, ógild nema
komin sé <il ritstjóra fyr r
1. október og kaupandr.
sé skuldlans fyrir blaðið.
Innlendar auglýsingar: 40'
aurar hver centimetri dálk*.
og priðjungi dýrnra á 1.
siðu.
XXII. Ar.
Sejðisflrði 8. júní 1912
NR. 23
Utan úr heimi.
Danmerk.
Andlát og útför Iconungs.
Mikill söknuður er almennt manna
á meðal, hjá æðri sem lægri, yfir fráfalli
Friðriks konungs, og eykur pað mjög
hryggð fólks, hve sviplega og óvænt
andlátið bar að, par sem konungur
lézt einmana úti á stræti, í stórborg
framandi lands, og var fluttur ópekkt-
ur á líkhús.
Fréttaritari blaðsins Pclitiken skýr-
ir frá ýmsum atvikum við pennan
sorgar-atburð.
Konungu^ hafði gengið einn út
skammt frá gistihúsinu, eins og hann
gjörði opt sér til hrefcsingar, er hann
allt í einu fékk aðsvif, og logreglu-
þjónar komu honum til hjálpar, og
gáfu fyrirskipanir um að þessi velbúni,
snyrtilegi, ópekkti gamli maður yrði
fluttur á hafnarlíkhúsið, Hamborgar „La
Morgue." Far var hann lagður á
sjúkraborur, og læknirinn, sem var á
verði, sagði að maðurinn væri dáinn,
því hjartað væri hætt að slá. Síðan
var lýsing pessa dauða manns rituð í
dagbókina, en eugin tilraun gj0rð til
pess að fá vitneskju um, hver hann
væri. f>ví næst var líkið kl.' ÍO1/^ um
kvöldið lagt á auðan stokk í miðju
llkhúsinu og á brjóstið á líkinu var
lagt lítið spjald, sem á var ritað með
grifli: Nr. 1653.
Heima á gistihúsinu hafði þjónn
konungs vakað, og pótt hann undrað-
ist mjög yfir hinni löngu útivist herra
síns, sat hann aðgjorðalaus par til
kl. 2 um nóttina, að hann vakti hirð-
marskálkinn og gistihússtjórann, og
sagði peim að konungur væri enn eigi
korainn. peirn datt í hug að konung-
ur hefði ef til vildi að gamni sínu far-
ið inn á einhvern skemmtistað eða
veitingasal, og leituðu hans á mörgum
slíkum stgðum, en fundu ekki. fá
sneru þeir sér til lpgreglunnar og
fengu par fregnir um, að 4 klukku-
stundum áður hefði gamall, vel búinn
maður verið fiuttur andvana til hafn-
arsjúkrahússins. Gfistihússtjórinn sagði
nú til nafns síns og fékk lögreglupjón
sér til fylgdar og óku peir saman í
bifreið til sjúkrahússins. |>egar þangað
var komið, krafðist hann að fá að sjá
líkið. En honum var sagt að koma
aptar pegar komið væri undir hádegi.
l>á gjórði hann boð fyrir læknirinn;
hann svaf og mátti ekki vekja hann.
Gistihússtjórinn sagðist taka á sig
alla ábyrgð, og ef sér yrði eigi hlýtt,
pá sagðist hann sjálfur vekja lælmir-
inn. Loks vaknaði pó læknirinn, en held-
ur vildi hann eigi leyfa gistihússtjóranum
að sjá líkið fyr en hann hafði hvíslað
að lækninum, að petta væri lík gre;f-
ans af Kronborg, en undir pví nafni
ferðaðist Prfðrik VIII.
Jafnskjótt og gistihússtjórinn leit á
likið 1653, sá hann að par var lík
Danmerkurkonungs. Gistihússtjðran -
um var nú um að gjöra að koma lík-
inu heim á gistihúsið fyrir fótaferðar-
tíma. Lét hann þv/ bera líkið út að
bifvagninum, en vagnstjórinn sneiist
ílla við og kvaðst ekki aka með dauð-
an mann, pað væri bannað í bæjar-
reglugjörðinni, oðrum en peim, sem til
pess starfa væru beinlínis kjornir.
Gistihússtjórinn lagði pá nokkra gull-
peninga i lófa vagnstjóraus og sagði
að maðurinn væri ekki dauður, heldur
aðeins mikið veikur. Uá var hinn
dauði, sem hafði stirðnað af kuldanum
í llkhúsinu, settur uppréttur á sætið í
vagnshorninu, og pannig varð loks
komizt með lík Friðriks VIII. til
gistihúss hans. Klukkan var pá rúm-
lega 4.
Heim til Danmerkur var lik kon-
ungs fluttá konungsskipinu „Danne-
brog“, er tvö herskip fylgdu. Yar
líkið flutt til hallarkirkjunnar. ]?ar, í
miðri kirkjunni, var likið sett á háan
pall, klæddan hvítusilki; yfit-kistuna,
sem pakin var konungsfánanum, var
hin purparalita konung-skápa breidd.
Ofan á konungs kápunni lá kórónan á
hvítum silkisvæfli. Við fótigafl kistunn-
ar lá ríkiseplið, veldissprotinn og rík*
issverðið, einnig á hvítum silkisvæflum.
Vinstra megin við k'stuna lágu heið-
ursmerki konungs en hægra mepin var
skjöldur konungs, Sem riddara af fils-
orðunni, vafinn svartri slæðu. Við
hvert kistuhorn stóðu hinir gömlu
stóru dýrindis-ljósastjakar, sem geymd-
ir eiu áRosenborgarhöll, og silfur.-
ljónin prjú höfðu einnig verið paðan
flutt og sett fyiir framan kistuaa. Á
fótstallinum lágu fagrir blómsveigir,
með breiðum silkiböndum gull-letruðum
sem sýndi að þeir voru frá ýrasumpjóð*
hefðingum, svo og útlendum og innlend-
um stofnunum. Við kistuna héldu vörð 8
æðstu hei shöfðingjar úr laud- og sjó-
her og 6 laub'nantar. Kirkjan var
faguilega skreytt ljósum, blómum og
sorgarslæðum. J>ann 20. mai, kl. 10
f. h. var kirkjan opnuð. Hafði fólkið
staðið par fyrir utan í stórhópum
síðan kl. 6 um morguniun. Og nú
leið fólksstraumurinn inn í kirkjuna,
fram hjá kistuDni án pess að stanza
og svo út hinu megin. þannig gekk
straumurinn allar þær dagstundir
meðan kirkjan stóð opin, par til degi
áður en jarðarförin fór fram, pann
24. f. m.
í síðasta útlenzka blaðinu, er vér
hofum séð, „Bergens Tidende" frá
24. maí, segir pannig í skeyti frá
Hróarskeldu pá um morguninn:
„Frá því í dögun í morgun befir
fólkið streymt í stórhópura hingað til
bæjarins. Vegurinn, þar sem líkfylgd-
in fer um, er vel skreyttur. Flagg-
stengur, vafðar sorgarslæðuro, reistar
sitt hvoru megin við veginn og á
hverri stong blaktir Dannebrog í
hálfri stöng. Á veginn er stráð lyngi
og blómum. Öll hús eru fagurlega
skrýdd blómum og slæíum. A járn-
brautarstöðinni er líka sorgarskart; og
fyrir utan dómkirkjuna heldur lífvarð-
arherdeild v0rð.“
Fjöldi útlendra þióðhofðingja var
kominn til útfararinnar, par á meðal
Hákon Noregskonungur og Vilhjálm-
ur Þýzkalandskeisari.
Það varð tit að auka harm að-
standenda Friðriks konungs, að syst-
ursonur hans, Georg Vilhelm, elzti
sonur hertogahjónanna af Cumberlandi
fórst á bifreiðarvagni á l>ýzkalandi á
leið til jarðarfararinnar; vagninn rann
út af veginum, rakst á tré og mol-
brotnaði og prinzinn og pjónn hans
rotuðust til dauða.
Nánari fregnir af útför konungs
munum vér gsta flutt í næsta tölu-
blaði Austra.
— Látinn er í Danmprku prófessor
L. Easaelriis, myndhöggvaii, 68 ára
gamall.
Noregnr.
Meiðyrðamálunum milli peirra pró-
fessoranna, Jæger og Morgenstjerne
rektors, er nú lokið pann veg, að þau
eru lögð í gjörðardóm par sem dóm-
stjóri í hæstarétti, Thinn, er oddamað-
ur. Eins og áður hefir verið sagt frá
í Austia, hafa deilurnar milli pró-
fessoranna og málaferlin, sem af peim-
leiddi, vakið mikið hneyxli bæði £
Noregi og víðar.
— Fyrverandi lénsmaður í Vinjer
Jamsgaard, og systnr hans, hafa í erfða-
skrá sinni gefið allar eignir sínar,,
130 pús. krónur, til pess að fram-
kvæma nauðsynlegar umbætur í hér-
aðinu fyrir, svo að skattabyrðin minnki
á efnalitlum gjaldendum og er talið
að hún lækki árlega um lj3 frá því
sem nú er, þegar vpxtunum af pessu
fé er varið til sveitarparfa.
— HrylliLgt ódæðisverk vann
lögreglnpjónn einn i Tromsö nýskeð f
ölæði, par sem hann drap tvo börn
sín, pilt og stúlku, og reyndi síðan að>
skera sjálfan s;g á háls.
— Gyldendalsforlag í Kaupm.h.
kvað œtla að reisa stórhýsi i Kristjan-
íu og hafa par forlag og bökaverzlun.
Eins og kunnngt er, hefir Gyldendal um
langt skeið gefið út bækur allra helztn
rithöfunda Noregs, en eigi haft par svo
fastar stpðvar fyr en nú. Er Norð-
mönnum ekkert vel við bið danska vald
og hin dpnsku áhrif á bókmenntir sínar.
Svípjðð.
í>ar syrgja menn nú fráfall skálds-
ins og rithafondarins Ágústs Strind-
bergs. og eru flestir sammála um að
telja hann fremstan sænskra skálda
síðasta mannsaldur. Jarðarför hans
fór fram 20. f. m. í Stokkhólmi að
viðstöddum miklum mannsofnuði, par
á meðal umboðsmanni konungs, og
mörgum ráðherrnm, og oðru stðrmeDni
landsins; en fjolmennastur var pð
verkalýðorinn, sem Strindberg studdi
í orði og verki. Voru verkmanna-
félpgin þar með fána sína og skipuðu
sér í hálfhring kring um grofina.
Strindberg hafði mælt svo fyrir að
enga líkræðu skyldi halda, og roru
pví aðeins lesnir ritningarstaðirnir um
dauða og upprisu, moldarrekunum
kastað á kistuna og sálmar sungnir á,
undan og eptir.
England.
Tom Mann, ritstjóri, sem dæmdur
var í 6 mánaða fangelsi fyrir, að
hafa í blaði sínu skorað á hermenn-
ina að skjóta ekki á kolaverkfallsmenn-
in8, meðan á verkfallinu stóð, pó þeir
gjpfðu upphlaup, hefir nú fengið pá.
hegmngu færð* niður i 2 mánaða
einfalt fangelsí.