Austri - 18.11.1916, Side 2

Austri - 18.11.1916, Side 2
NR. 53 A V S T R I 131 iflrlio d!ra læknisfræðilegra tíma- rita á Englandi. Mr. W. S. Simpson hefir ran'- sakað geisla sína í háll’t þriðja ár. Varð hann þeirra fyrst var í Timm- stofu sinni er liann var að gera tilraunir með málmbræðslu. í íil- raunastofu hans var horaður flæk- ngsköttur, sem sóttist eftiraðsitja i geislum þeirn sem logðu frá málmbræðslunni. Varð kisa fljótt feit og þriíleg af þessu. Simpson er verkfræðingur en eigi læknir og hafði marga aðstoðarmenn í tilraunastofunni. Urðu aðstoðar- mennii nir þess vai’ir, aðþeirurðu þolbetri til vinnu er'vissar tegund- ir geisla höfðu leikið um þá. Varð þetta tii þess að Simpson tók að ransaka lækniskraft geislanna. Segir blaðið að síðastliðið hálft annað ár hafi geislar þessir verið reyndir við 0 000 sjúklinga og þær tilraunir Itorið göðan árangur, einkum á þeim sjúklingum sem hafa þjáðst af húðsjúkdómum. Geislarnir hafa .og verið notaðir tíl að græða sára hermenn, og gef- ist vel. Ýmsir læknar í Englandi hafa fengið ser áhöld til að fram- leiða »S«-geisla og stór sjúkrahús í Lundúnum hafa einnigverið sér úti um þessi áhöld. Þór lí. Þórarinsson kaupm, sem ferðaðist til Lundúna í sumar kynt- ist Mr. Simpson. Árangurinn af þeim kynnum sézt, hvað »S“-geisl- ana snertir, af eftirfarandi bréfj: 100. Victoria street, /íirst floor) Westminster, S. W. 0. ágúst 1916. Thor. B. Gudmundsson Esq. Seyðisfjörður ísland. Iværi herra! Alt, sem þér hafið sagtmér um Finse* og landsmenn yðar, hefir mjög vakið athvgli mína, og þar sem eg á því láni að fagna að hafa fundið upp merkilegt lækn- ingaáhald, þá mundi eg telja það mikinn heiður ef þing eða stjórn yðar vildi þiggja að gjöf frá mér eitt slikt áhald. Ennfremur ef þeir vildu senda hingað einn lækni, þá mundi eg sjá um að honum verði nákvæmlega kendar allar aðferðir við notkun áhaldsins. Yðar með virðingu U'. S. Simpson. Hr. Þór. B. Þórarinsson hefir nú skýrl landsstjórninni frá boði Mr. Simpsons, og má telja vafa- laust að þvi verði ‘ekið, og læknir sendur til Lundúna til þess að læra að nota lækningaáhaldið. Mr. Simpsons, hefir sýnt íslenzku þjóðinni mikinn vinsemdarvott með sinu höfðinglega tilboði. — —xxx^xxx—------ TH islenzkra barnakennara. -♦- Bækur og blöð cru boðberar hugsana. í þeim geta menn átt tal saman um áhugamál sin, sem ella inundi liggja i þagnárgildl vegna strjálbygðar og íleiri orð- ugleika. Nú er þvi svo háttað, að menn, sem inna af hendi sama starf og ættu því að eiga sameiginleg á- hugamál, eru svo að segja bundn- ir hver öðrum sérstökum skyldu- kvöðum. Af því leiðir aftur, að sjálfsagt 1 væri að slíkir menn byridust félagsböndum og mynd- uðu »stétt«, er gætti hagsmuna sjálfra þeirra og starf þess eða málefnis, er þeir helga krafta sina um lengri eða skemri tíma. — Svo lieíir þetta líka verið um heim allan, að inyndast liafa »stéttir« á þessnm grundvelli. All-oftast hafa þær átt sér mál- gagn lil að styðja að samheldni stéttarinnar, skýra kröfur ogverja réttindi henriar. ;— Islenzkir barnakennarar kvarta mjög’ undan kjörum þeim og kost- um, er þeir verða við að búa. Eru þær kvartanir á fylstu rökum bygðar og því rétlmætar. En svo gersneiddur er fjöldi þessara manna ábyrgðar-tilfinn- ingu fyrir sameiginlegum hag »stéttarinnar« og svo áhugalaus er meginþorri þeirra fyrir stefnu þeirri, sem starfinu á að vera sam- fara, að vér höfum það fyrir satt, að aðeins lítíll hluti þeirrct kaupi og lesi »Skólablaðið«, eina íslenzka málgagnið, sem þeim er sérstak- lega ætlað. Þegar nú þar við bætist, að blaði þessu er haldið út af yfir- stjórn fræðslumála í landinu, er með áhuga og samtökum kennara að baki sér gætu miklu ráðið um kjör þéirra og kosti og hefir þar að auki mikinn áhuga fyrir því, að starf þeirra verði sjálfum þeim og þjóðinni til heilla og blessun- ar, þá sætir það mestu firnum, að allir barnakennarar í landinu skuli ekki kaupa blaðið og lesa. Hefir þö jafnan verið vel ritað og mjög leiðbeinandi á ýmsalund og ætti að hafa verið ogveraholl- vinur hvers kennara. Nii er svo komið, að vafasamt er bvort blaðið getur haldið áfram að koma út, nema kaupendum fjölgi að mun og allir standi vel i skilum, sem einnig mun hafa verið nokkuð ábótavant hingað til. Óhætt má fullyrða að áhuga- leysi einu er um þetta að kenna því að enginn getur afsakað ,sig með því að 1 króna og 50 aurar á ári, séu svo mikil útgjöld, að með þvi sé efnahag hans stofnað í voða. Skorum við því hérmeð á öll starfssystkyni vor, nær og fjær, er eigi hafa haldið blaðið hingáð til, að gerast kaupendur þess nú þegar, og hina, er eigi hafa staðið i sæmilegum skilum við blaðið að greiða því nú skuldir sínar að fullu. Að vér séum öll samtaka í þessu efni sem öðru, cr skilyrði fyrir heill kennai’astéttarinnar og mál- ef*is þess er vér störfum fyrir. Og hiklaust teljumvér það bæði skaða og skomm fyrir fræðslumál landsins og kennarastéttina í heild sinni, ef blaðið legst niður. En það þarj eigi að verða ef kénnarar í þessu efni gera skglausa skgldu sína og má aldreí verða söma þeirra vegna. — Sameinaðir stondum vér, sundraðir föllrim vér. pt. ísafirði 25. júlí 1916. # Snorri Sigfgssoú frá Tj0rn Friðrik Hjartarson jrá Mýrum Báldur Sveinsson. -------mé-z.-------- sendar Austra til *irisagnar. íslrnskur nútíðar-skáldskapur. Höfuðsnáld fjárlaganna. Eftir Árna Jakobsson. (Sérprentun úr »ísafold«). Rúmgóba Þjöðkirkjan. Eftir sr. Sigurð Stefánsson í Vigur. (Sér- prentun úr »Lögréttu«). Bogi Th. Melsteð: Handbók i íslendingasögu. Gefin út af hinu íslenzka Fræðafélagi í Kaupmanna- höfn 1916. Arsrit Fræðaféíagsins 1916. Vestan um haf. Smávegis um Ameriku og landa vestanhafs. Eft- ir Magaús Jónsson, prest á ísafirði. (Rvk. 1916). Glímubók. Gefin út af íþrötta- sambandi Islands. llvk. 1916. Ársrit Búnaðarsambands Aust- urlands 1014—1915. (Rvk. 1916). o. fl. — Á flestar þessar bækur verður minst nánar hér í blaðina áður en langt líðtir. -----4^--------- Um heyíorða. -♦- Mjóafirði, 8. nóv. 1916. Iir. ritstjóri! Mig langar til að byðja yður um að gera svo vel og lofa þessum línum að birtast i yðar heiðraða blaði. Mér kom tilhugar að láta i ljósi með sem fæstum orðum, hugleið- íngar mínar, um bætur á heyforða manna hér á landi. Það hefir nú í seinni tíð verið ritað talsvert um fóðurforða bænda til skepnuhalda, frá ýmsum hliðum, og er það mjög eðlilegt, því allirsjá þáðtjón, sem hlotist getur af föðurskorti, að vorinu til, þá rnenn eru búnir að fóðra gripisína allan veturinn. En aftur eru það sumir, sem hræðast lítið hættuna, og þarafleið- andi verða þeir hinir somu fyrir því, ekki ósjaldan, að komast í heyþröng á vorin, ef vetur er ekki því blíðari. En aðrir eru það, sem að vísu eru mjög hræddir við afleiðingarn- ar af fóðurskorti, en setja samtof margt af búpeningi á fóðurforða sinn, ef vetur yrðislasrour, oghygg eg það sé af því, að vonin um göðan vetur, lyfti svo mjög undir þá. Svo halda og inargir þvi frnm, að landbúnaðurinn borgi sig ekki ncma sett sé nokkuð á vogun. Af þessu hefir leitt, ásamt fleiru, að margir bændur komasí helst tilof oft í heyþröng. Fyrir þetta hafa verið gerðar ýmsar gagnslitlar ráðstafanir, sem hafa þó haft kostnað í för með sér fyrir hrejipana. Út í það ætla eg ekki frekarað fara, en 01111038! heldur á hitt, að mér virðist það nauðsynlegt að hver hreppur á landinu hafi nokk- uð af skepnufóðri fyrirlyggjandi árlega; enda hafa komið fram radd- ir um það, úr ýmsum áttum, og tillogur þar að lútandi. Eg vil mi slá þeirri htig.sun minni upp fyrir almenningi, hvort ekki væri tiltækilegt, að hver hrepji- ur landsins hefði sumarlangt eða nokkurn jiart úr sumri 1 karl- mann og konu lil heyskapar. Það mundi koíria sér afarvel fyr- ir bændur að eiga svoleiðis undir- komin hey að bakhjalli. Eg býst nú við að nokkrir liugsi sem svo að sumirhverjir mundu setja liclst til mikið af fénaði á fóðnr sín, þegar þeir vissu af þessum hey- forða; en það er ekki svo mjög að óttast, því heyið mætti setja svo dýrt, .að monnum þætti ekki borga sig, að setja fénað sinn beint á þau. En hinsvegar mundi marg- ur böndinn vera öruggari um gripi sína þó vetur væri harður, ef hann vissi af þessum heyforða. Hrepps- nefndir, eða aðrir tilsettir menn, yrðu að sjá um þelta, gegn borgun úr hreppssjóði, bæðium að tryggja sérslægjur, úthlutun á heyi, enn- fremur ráðningu hjúa o. s. frv, Hvort þetta muridi borga sig efa eg ekki. líg þykist vita að heyskapurinu gangi misjafrilega í hverjum hreppi fyrir sig, því engjar eru bæði mis- jafnar að gæðum, svo og vega- lengd frá bygðum manna. En þó langt yrði að sækjahey- ið þá mundu þeir er lieylausir yrðu, ekki telja það efíir sér, þvj eg býst við að beyunum yrði víð- ast hvar kastað þar sem heyað yrði. Aukakostnaður ætli þctta ekki að verða fyrir hreppana; því heyið mundi bcrga allan kostn- aðinn. og vel það. Með þessu væri það lika unnið, að útlent fóður ætti ekki að þurfa að kaupa, til tryggingar heyforða bænda; held- ur þeir peningar sem fyrir það hefðu farið lentu til landsmanna sjálfra. Um þetta ætla eg svo ekki að fara fleiri orðum að sinni. G. G. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦J Fjármark $♦ undirritaðs er þannig: Stúfrifað og gagnbitað hægra, sýlhamrað vinstra. Anna (iunnarsdóttir, Mýrnesi, Eiðaþinghá,

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.