Austri - 09.06.1917, Blaðsíða 2
2
AUSTRI
lands hefir komið á fót íþrötta-
námsskeiðum. Það, sem og íþrótta-
samband íslands, hefir völ góðra
kenslukrafta, og betra en ekki
neitt að njcta tilsagnar þeirra í
4—6 viknr.
Ungmennafélóg eiga því undan-
tekningarlaust að ganga i sam-
bandið, og senda efnilegustu menn
ilr sinum hóp, t. d. úr hverju fé-
lagi einn mann, líldegasta íþrótta-
mannsefnið, til að lsera stafróf í-
jjrótta og kenaa síðan, þegar lieim
kemur. Auðvitað getur kennarinn
«kki kent ykkur neitt, þegar heim
kemur, nema því aðeins að þér
séuð áhugasamir, og álítið ykkur
«kki alt of lærða, en viljið leggja
tíma og áreynslu í sölurnar til að
læra af honura. Fyrst þarf að
kenna stafróíið, til að geta lært
að lesa; menn lesa ekki áður en
þeir kunna það. íþróttamenn geta
menn ekki orðið nema á yfirborð-
inu, svona í orði, fyr en menn
hafa lært þær. Kennari ykkar var
nokkrar vikur, og vann baki
brotnu, undir stjórn og aga góðs
kennara; hann lærði stafrófið, og
getur kent ykkur að stauta þegar
hann kemur heim. Hann smálær-
ir eftir að heim kemur, og þér af
honum, og mest heíir hann lært
af sínum yfirsjónum, og nú lærir
hann af ykkur.
Frægur fiðluleikari var spurður
að, b* að lengi hann hefði verið
að læra að spila svona aðdáan-
lega vel. »12 stundir á dag í 12 ár
og er ekki nærri hálfnaðurvenn,«
var svarið. Þó var hann næmur.
Svona er með íþróttir, og svona
ser með alt, ef maðurinn er á
framþröunarskeiði, ef hann t. d.
fæðist ekki með íþróttakunnáttu,
sem ekki er á byggjandi.
Hroki og belgingur er íþrótta-
mönnum, eins og öllum er stöð-
ugt þurfa að sækja fram, einkar
skaðlegur. Hann er banvænt eitur,
því þá er svo hætt við að menn
þykist kunna, hætti þar af leiðandi
uð afla sér kunnáttu, áliti sig nógu
mikla iþróttamenn, og verði áður
en varir að stöðupollum, semekki
sést til botns í fyrir gruggi og ó-
þverra, af því aðrenslið og frá-
renslið vantar.
Það er opinn voði íþróttamonn-
um, eins og reyndar öllum, að á-
líta sig línuskip á veraldarsjónum,
þvi hætt er við að fyrir þeim fari
eins og þeim snúðuga og drembna,
sem þykist sigla á línuskipi, en
siglir í raun réttri á kopp — ef
þeir gera sig að íþróttamönnum
áður en þeir kunna, áður en þeir
hafa lært þær og tamið sér þær.
Slikirmenn geta ekki>rðið manna
kurteisastir, eins og Gunnar á
Hlíðarenda, og vissulega mun þeim
ekki þykja »fögur hlíðin«.
Áður mjög mörg ár eru um
garð gengin, verður komið á stofn
iþróttaskólar í höfuðstað landsins,
og mun hann eftir 3—4 manns-
uXclra verða farinn að standajafn-
fætis þeim skólum, sem beztir eru
annarsstaðar. íþróttaskóli Frakka
i Reims hefir borgað sig í stríð-
inu. Skyldi ekki eitthvað aí þraut-
seigjunni og þolgæðinu koma það-
an á þessum tímum? — Væntan-
lega koma af þessum skóla okkar
ýmsjr afburðamean og prúðmenni,
einhver jafningi Gunnars á Hlíð-
arenda.
íþróttir eiga að auka mannkosti
og þjóðkosti; þær geta verið, ef
rétt er með farið, eins og »litir og
blcð« á einstaklingum og þjóð-
um.
í fagra leiknum sést liturinn og
blöðin. Frumskilyrði hans er þetta:
Að þátttakendur hugsi rétt og
skipulega og hegði sér vel og vilji
vel, hafi óbeit á að bolast. Þessi
hugsun þarf að renna leikendum
og áhorfendum í merg og bein,
festast í sál og líkama. Þetta má
læra af fögrum leik. Því dáist eg
svo mjög að honum.
í jólaleiknum vantar »litskrúðið
og laufin«. Því er hann engum
harmdauði.
17 mȒ 1917.
Ól. Ó. Lárusson.
Á 8 0 k n n.
„Ef þér elskuðuð mig,
þá munduð þérhafa glaðst
af því, að eg fer til Jöð-
ursins; því að faðirinn er
mér meiri.u
(Jóh. u., 28.)
Meistarinn hafði farið um land-
ið og stafað geislum guðlegrar
verundar á alt og alla. Sálir mann-
anna laugaði hann ljósi andagift-
arinnar og yl kærleikans. Og líkn-
arhendur lagði hann yfir öll mann-
leg mein.
Allir veittu meistaranum athvgli,
og ötal hneigðust að honum. Flest-
ir misskildu hann, nokkrir skildu
hann alls ekki, og enginn skildi
hann til fulls.
En hann skildi alla. Þessvegna
gat hann lika fyrirgefið öllum.
Og — þessvegna fengu svo fáir að
fylgja honum stöðugt.
★ ★
*
Hann var með þeim tólf — i
siðasta sinn, og bjó þá undir skiln-
aðinn.
»Eg fer burt,« hafði hann sagt.
Hann sagði ótalmargt annað, og
yndisfagurt alt. En altaf skaut upp
hinu sama í hugskoti lærisvein-
anna: »Eg fer burt« ... »Eg fer
burt.« Þessi orð gnæfðu yfir öll
hin, skygðu á þau og báni þau
ofurliði.
Hann, sem hafðimettað þúsundir;
hann, sem hafði læknað mennina
og reist frá dauðum; hann, sem
hafði látið vindana og vötnin
hlýða sér; hann, sem hafði sagt
þeim fegurstu sögurnar, sem þeir
höfðu heyrt, og flutt þeim fegurstu
kenningarnar; hann, sem hafði
opnað augu þeirra fyrir liinu fagra
og góða á jörðunni; hann, sem
hafði sýnt þeim opinn himininn
og frætt þá um það, að þeir væru
born guðs og bræður sínir; hann,
sém var vitrastur, máttugastur og
beztur allra — — hann var nú
að fara burt.
,0g þeir áttu að verða einir; án
hans var hver þeirra einn, því
hann hafði geíið og gaf lífi þeirra
gildi. Slíkt gat enginn annar. Að
hverfa til hins fyrra lífs var ó-
hugsandi. Nýtl líf án hans var
líka óhugsandi. Hann var ómiss-
andi. — Og nú var hann að fara
— fara.
Og framtíðin varð eyði og tóm
og myrkur yfir djúpinu. Og andi
sorgarinnar sveif jrfir vötnunum.
Og liugurinn varð fnllur af hrygð
og kvíða. Aldrei höfðu þeir fund-
ið eins vel og nú, hversu heitt
þeir elskuðu hann.
»Eg vil leggja lif mitt ísölurnar
fyrir þig,« sagði Pétur. Og hinir
hugsuðu eins — nema Judas.
★ ★
Meistarinn skilur þá. Hann veit
að þeir skilja hann ekki — og
sjálfa sig ekki heldur. Ást þeirra
á honum er alt annars eðlis en
ást hans á þeim. Þeir unna hon-
um, af því þeim finst þeir þurfa
hans með, án hans sé lífið ekki
lifandi. Hann ann þeim ekki vegna
þess að hann þurfi þeirra, heldur
hins: að þeir þurfa hans. Ást
þeirra á honum er krefjandi, njól-
andi; ást hans á þeim er veitandi,
fórnandi. Og þá tilfinningu eina
viðurkennir hann ást.
Hanxi var mönnunum meiri.
Þessvegna gat hann hafið þá á
hærra stig. Hann elskaði menn-
ina. Þessvegna sté hann niður til
þeirra. til að hefja þá hærra. Nú
hrygðust þeir af að missa hann,
þótt hann segði þeim, að hann
færi til faðursins, sem væri hon-
um meiri, — rnundi því eðlilega
geta hafið hann eins og liann þá
—. Hrygðin yfir því að missa það,
sem lærisveinarnir álitu sér fyrir
beztu, varð sterkari gleðinni yfir
því, sem honum var fyrir beztu.
Þessvegna elskuðu þeir sig en ekki
hann. Ást þeirra var eigingirni.
»Efþér elskuðuð mig, þá mund-
uð þér hafa glaðst af því, að ég
fer til föðursins; því faðirinn er
mér meiri,« segir hann.
En hann fyrirgefur þeim — þeir
vita ekki hvað þeir gera. — Og
hann lofar að senda þeim »hugg-
arann«.
★ ★
*
Og huggarinn kom. Hann kendi
mönnunum það, að sá einn er
verðugur bröðir meistarans mikla,
sem elskar mennina, eins og hann
gerði, gleðst af sannri gæfu þeirra,
jafnvel þótt hún virðist ógæfa
hans sjálfs.
★ ★
*
f*1900 ár hefir sögunum um
meistarann mikla verið haldið á
lofti. í 1900 ár hafa menn leitast
við að skýra kenningai hans og
skilja. Miljónir manna játa þær
og kallast kristnar. Mjög liefir
þekking mannanna og máttur auk-
ist á þessum 1900 árum. Og þó
»reikar liarmur í húsum og hrygð
á þjóðbrautuim, ef maður deyr.
Og harmur sá er aukinn og magn-
aður með ýmsum fánýtum at-
höfnum, sem framdar eru í góðu
skini, eða af fordild fátækra sálna.
Svo áralangt eru menn — i
þessu efni sem öðrum — frá því
að vnra kristnir í raun og sann-
leikal Svo mikil er skammsýnin,
og svo rik er eigúBgirnin í sálum
mannanna.
Þessvegna hljómar ennþá ásök-
un meistarans frá gi öf hvers krist-
ins manns — og mest þess, sem
mjög er grátinn:
»Ef þið elskuðuð mig, þá mund-
uð þér hafa glaðst af þvi, að eg
fer til föðursins.«
Geysir.
Ofaa úr sveitam.
»0rð og verk«.
Með þessari fyrirsögn birtist
greinarstufur í Auslra 14. apríl þ.
á. — Eg er svo gerður, að eg gef
því fljótt gætur í blöðum vorum,
þeim sem eg les, þegar einhver
ritgerð birtist í þeim, sem eitthvað
er frábrugðin því hversdagslega,
og þykir vænt um þær. En þó
þessi ritgerð sé að mörgu leyti
snjoll — eftir því sem nú er skil-
ið orðið snjallur — og vel rituð,
þá ætla eg þó að gera við liana
nokkrar athugasemdir, frá mínu
sjónarmiði.
Eins og greinin ber með sér,
fjallar hún aðallega um tvent í
lífi manna, nefnilega orð og verk,
og höf. kemst eindregið að þeirri
niðurstöðu, að það séu verkin, sem
beri að skoða sem máttarviði í
allri heimsmenningunni. Máli sinu
til sönnunar tekur hann . ýms
dæmi. Sérstaklega eru þaii þrjú,
sem hann leiðir fram og dregur
ályktanir af. Fyrst um Móse og
starfsemi hans meðal Gyðinga-
þjóðarinnar. Annað um Ólaf, föð-
ur Eggerts. Og það þriðja um
Krist.
Maður hlýtur strax, við fyrsta
álit, að reka augun í það, hvað
þessi dæmi eru sundurleit og tek-
in af handahófi, og mér fanst þau
alveg hverfa inn 1 »holhljóminn«
síðar í ræðunni hjá höf., og þótti
ilt, því málefnið er þó þess eðlis
að það getur gefið nokkurt tilefni
til íhugunar.
Dæmið um Móse finst mér ekki
allskosta rétt hjá höf. Því það er
skírt tekið fram í frásögninni að
Móse gat ekki int af hendi starfa
sinn án mælskumannsins Arons.
Og þó. eins og höf. tekur fram, að
Móse hefði heiðurinn afstarfanum,
þá vitum við ekkert hver sá heiður
hefði orðið, hefði Arons ekki not-
ið við. Höf. leitast ekkert við að
skýra það. Sennilegast er að Aron
hafi átt fullkomlega sinn þátt i
þessu starfi, með því að sameina
Gyðingaþjóðina og vekja hana til
meðvitundar um manngildi sitt og
sjálfstæði. Með öðrum orðum:
Áron hefir með málsnild sinni
lagt grundvöllinn til verksins, og
það finst mér að beri að líta á í
þessu sambandi.
Annars er þetta dæmi sótt svo
langt aftur i tímann, að það er
tæpast orðið til fyrir augum okk-
ar, sem nú lifum, nema í draum-
kendri þoku.
Þá er annað dæmið um Ólaf