Austri - 18.08.1917, Blaðsíða 3

Austri - 18.08.1917, Blaðsíða 3
AUSTRI t Bethel-pipar er jurt með löng- um blöðum og afarsterku krydd- bragði. Blöðin eru að innan smurð með kalki; og hlýtur það að hafa einhverja sérstaka þýðingu, þar sem það er notað beggja megin á hnettinum. Enginn Malayi getur nokkurn- tíma verið án bethel-bauks síns; það er orðið honum lifsskilyrði. Yerkanirnar eru sýnilegar á brún- um vörum og svörtum tannum neytandans. Hann hrækir ákaílega. Andþefurinn er þægilegur. Hon- um líður ágætlega og er altaf i góðu skapi, Þessi tuggning virð st hafa góð áhrif á meltingu og mat- arlyst. Ekki hafa menn getað fundið nein verulega skaðleg áhrif af þessari nautn. Katha-plantan. í allri Austur- Afríku, frá Abyssiníu til Natal, og í Arabíu, tyggja menn blöðin af kath-plöntunni. Hún er sérstaklega ræktuð í Arabiu vegna blaðanna, sem eru mjög eftirspurð verzlunar- Vara. Plantan er 2—3 m. há með gljáandi, hörðum og þykkum blöð- um. Af blöðunum er þægilegur á- Vaxta- og hnetukeimur, og eru nokkuð áfeng. Neyzlan eykur þol, en verkanin er hressandi og æsandi. Þessi nautn virðist ekki hafa önnur óþægindi i för með sér en þau, að mönnum getur gengið illa að sofna, líkt og af te eða kaffi. Ekki vita menn, hvaða efni veld- ur áhrifunum. Það er hvorki kaffein eða kokain. Af því mönn- um hefir ekki tekist að skilja það úr, litfir það heldur ekki verið misbrúkað ennþá. Kola-hnetur. í Vestur-Afríku er annað efni, sem menn tyggja. Það eru kola-hnetur; ávextir af tré einu, 20—30 metra háu. Það vex sérstaklega í Afríku vestanverc ri, en einnig nokkuð í Suður- og Mið-Ameríku. Hinar betri hnetur eru tuggnar, en úr hinum er bú- inn til drykkur. Ahrifin eru svip- uð og af kaífi. Kola-hnetur hafa sömu þýðingu hjá þessum þjóðum og kaffi hjá nss. Gestum, sem að garði bera, er jafnan boðið að neyta þeirra. Verkunarefnið er lcaffein (2*/o)- í Norðurálfu er farið að nota hnet- ur þessar í ýmsum myndurii, bæði i mat og þrykk. Kawa er nautnameðal, búið til i Ástraliu og á Suðurhafseyjunum, úr rötum kawa-piparsins. í henni eru margar liarpixtegundir og efni, sem er svipað kokain að verkun. Úr rótinni er búinn til ölvandi og deyfandi drykkur, sem er mikið notaður við helgisiði. Tilbúningurinn er einfaldur, en nokkuð óþokkalegur á okkar mælikvarða. Unglingar eru látnir tyggja rótina í mauk, og lu’ækja tuggunum í ílát. Á maukið erhelt vatni og jastrað. Lögurinn er oft- ast óhreinn, með öþef og vondur . á bragðið. Þarlendir menn neyta lians þó með mestu græðgi, sér- staklega við helgiblót. Menn kom- ast í gott skap ef lítils er neytt. Sárum mönnum batnar fyr, ef þeir fá litlar inntokur af honum. Drekki menn mikið, er drykkur- inn svsefandi og menn verða til- finningarlausir. í höndum prest- anna hefir drykkur þessi verið máttugt meðal til þess að halda fólkinu í skefjum. Hann er lítt þektur í Norðurálfu, en hefir þó eitthvað verið notaður sem lækn- islyf. Haschis er safi úr indverskum hampi, og hefir mikla útbreiðslu sem nautnameðal i Austuririfu ennþá. Drykkurinn er æfagamall. í Vedabókunum (nálægt 1500 f. K.) er hann kallaður Indra cana = Indraveigar. Homer talar um hann. Herodot líka. Meðalið má búa til á margann hátt, hvert land hefir sína aðferð. Hin almennasta er sú að seyða blöð og blóm i vatni og smjöri, og blanda seyðið ýmsum efnum. Stundum eru bloðin reykt; en oftast er Haschis neytt í pillum, enda verða áhrifin þá sterkust. Lillir skamlar verka hressandi, örfa starfsþrekið og auka matar- lyst, eru gott varnarmeðal hita- sótta. Stórir skamtar gera menn elvaða, verka einkum á írtiyndun- araflið. Menn verða tvöfaldir, með tvöfaldri vitund. «Innri maðurinn« svelgir i sig allar þær nautnir, er menn helzt óska sér. Ekkert nautnameðal kemur ímyndunar- aflinu á aðra eins lireyfmgu, af engu verða menn eins óendanlega sælir og ánægðir með sjálfa sig — meðan áhrifin haldast. Eftir- köstin eru ill og langæ. Haschis er mjög fæsancli fyrir ástafar karla og kvenna. Evrópu- menn, sem hafa vanið sig á haschis- nautn, þola hana ekki; þeir lenda oftast á vitfirringastofnunum. »Innri hiaðurinn« fær að lokum jTirráðin yfir hinum. Haschis hefir líka verið notað- ur í þjónustu trúarbragðanna. Múhamedstrúarmenn, sem ekki máttu neyta víns, notuðu haschis, og opium í þess stað. Trúboðain- ir náðu ungum mönnum í þjón- ustu sína, með því að svæfa þá undir haschis-áhrifum og setja þá í aldingarða, þar sem öll dýrð Austurlanda var saman komin: aldintré, blóm og hús, skínandi af silki, gulli, mjúkum hvílubekkj- um og ungum stúlkum, sem hvíldu á þeim brosandi og girnilegar. Þegar unglingarnir höfðu notið þessara unaðssemda nokkra stund, voru þeir svæfðir aftur og látnir vakna á sama stað og þeir sofn- uðu í fyrra skiftið. Svo var þeim talin trú um að þeir hefðu verið í Paradís Múharnedsmanna, og fengið forsmekk af þeirri sælu er biði þeirra margföld, ef þeir hlýddu í blindni boðum »meist- aranna«. Á þennan hátt náðu þeir á sitt vald þúsundum ofstækis- fullra áhangenda, sem »meistar- arnir« létu fremja allskonar ó- dáðaverk, sérstaldega’ að myrða menn, sem voru þeim Þrándar i Götu. Absinth. í rómönsku Iöndunum er drykkur einn, náskyldur haschis, að útrýma vínandanum. Þessi drykkur er absinth, dregin úr ýmsum malurtartegundum. Stund- um er lögur þessi blandaður víni, en oftast er hann hafður mjög sterkur, jafngildur 90 % vínanda. Þá er hann þykkur og grænn á lit. Blandaður með vatni verður lögurinn grá-grænn, sætur á bragð- ið með anis-keim. í smáum stíl er hann hressa idi og æsandi, eykur matarlvst. En mikil neyzla eyðileggur mjcg lieils- una. Drykkur þessi er réttilega alit- inn miklu verri og hættulegri eu venjulegur vínandi, sem hann út- rýmir. Enginn vafi þykir á því, að flestir af sjúkdómum þeim i rómönsku löndunum, sem eru eignaðir áfengisnautn, eru absinth að kenna. Tóbak er ein af gjöfum frum- þjöðanna til okkar »menningar- þjóðanna«. Munurinn á tóbaks- notkun þeirra og okkar er þó sá, að þær héldu sér við nautn tó- baksins, en við frekar við ofnautn- ina. Heilar okkar, som oftast eru þreyttir af stöðugri áreynslu og umhugsun um gull og göss, þola ekki eins mikla skamta af deyf- ingar- og nautnameðulum, eins og hinir lítt þreyttu heilar frumþjóð- anna. Hér er ekki rúm til að rekja sögu tóbaksins. Þess skal aðeins getið, að til Evrópu íluttist það frá Ameríku, strax með Kolumbus, sem haíði lært notkun þess hjá Indíánum. í tóbaksplöntunni eru ýms efni, meðal þeirra 7 eiturefni; hið helzta þeirra er Nikotin. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir, hvernig á því stendur að Indíána-nautn þessi hefir náð svo almennri útbreiðslu. * Aðal- efnin í plöntunni eru eitur. Fyrsta nautnin veldur neytandanum að- eins óþæginda: klígju, hjartsláttar, höfuðverkjar, svita, svima, maga- veiki og jafnvel krampa. Mikil nautn hefir drepið jafnvel æfða tóbaksmenn. Fyrir unga menn er tókaksnautn áreiðanlega stór-skað- leg. Nikotin er svo eitrað, að 20 gr. af því (úr 1. kg. tóbaks) nægja til að drepa 5—600 manns, ef því er dælt inn í blóðið. Ef líífærin tækju á móti því Nikotin, sem er 52 „Já, alveg rétt,“ sasði bermaðuánn, „en þess« regna spyr eg líka aftur: Hvaðan fá pau pen- inga til að borga sakarverjanda? “ „Eins og nióðir vildi ekki gefa sínn síðasta pening til að frelsa barn sitt!“ beyrðist nú sagt með viðkvæmri kvennmannsrödd. Kbrimennirnii hlógu. „Hval er að heyra! Ætti barónsfrúin, sem sonurinn pví nær var búion að drepa, að borga verjanda hans?“ „Hún er samt sem áðar móðir hans,“ var svarað. „Hún ætlar að bera vitni gegn honum í dag.“ „það er ekki alveg víst.“ „Ef hún ekki gerði Jnð, hefði hann aldrei ver ð ákærðar.“ • „Við fáum nú bráðam að heyra hvaö úr því verður,“ sagði kanpmaðui einn. „En eg get ann- ars sagt ykkur hver pað er, sem borgar mála- færslumanninum. Það er Guignolle, ríki banka- sijóiinn, sem hefir keypt stóra Cnaumiére." „Hvernig stendar á því?“ spurðu nú ýmsir, og einn fynd'nn náungi sagði: „Hann hefir víst kcypt hpllina of ódýrt, og ætiar nú að friða samvizku sina.“ „þá ætti hann fromur að gefa baiórfsfrúnni ppningana, heldui en að kasta þeim þannig á glæ, því —“ hermaðnrinn varð að gleypa það, sem eftir var af setningunni, því lögregluþjón ■ arnir buðu nú ellum að þegjs, og allur hávað- inn hætti skyndilega, því dómararnir komu nú 49 stórfé fyrir. Henni hafði verið sagt að baróns- frain öefði ver:ð mjgg reið yfir kunningískpp Maxime baróns við fjelskylda Guignolle, og hefði ámælt syni sínum harðlega tyrir, og að hún hefði alveg orðið frá sér numiu af reiði, er hún frétti að sonur hennar ætlaðist til að Anna Delpit yrði tengdadóttir hennar. Erú Guignolle gat ekki skilið ástæður baróns- fr.úarinnar, sem voru sprottnar af ættaidrambi og slærilæti. Heuni fanst framkoma henDar per- sónuleg méðgun við sig og «ína. Henui fanst ó- hugsandi, að tagra, elskulega og rika frændkona sfn væri ekki ellum velkomin tengdadóttir. Hún sjrif hefði fúsloga kosið hana sér fyrir tengda- dóUor, ef hún hnfði ekki þurft að lúta skoðun- um manusius síns, sem var mjög mótfallinn hjónabandi milli náskyldra ættingja. En hver veit hvornig alt hefði farið, ef Maxime barónn hefði ekki komið til sögunnar — þessi Maxime barónn, sam maðurinn hennar hafði svo óskiljan- lest dálæti á — þessi Maxime barónn, sem befði átt nð forðast 0nnu, þegar hann vissi hvernig móðir hans tók í málið, — þessi Mnxime barónD, sem nú olli vesalings Önnn svo mikillar sorgar. Eftir því sein hún sá b.rior, hve sárar sorga - kvalir hin uDga stúlka varð að þola, þess meira hatur lagði hún á þann mann, sem Hún áleit upphafsmaan allrar þessarai ógæfu. Fiú Guig- nolle liugsaði ekki rökrétt, og þessvegna kom gremja hennaf við Maxime henni til þess að á- Sonur útlagans. 4

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.