Austri - 08.09.1917, Blaðsíða 2

Austri - 08.09.1917, Blaðsíða 2
2 AUSTRI ■Valdafíkn, ágirnd, gróðafíkn og íjörum lægstu hvötum manneðlis- íns, og svó ekki sízt í það að víg- I)úa þjóðirnar sem bezt, svo þær gætu, hvenær sem vera skyldi, ráðist hver á aðra með sem full- komnustum morðtólum. Þvi var það að fór sem fór. Ófriðurinn heflr gert marga svart- sýna, sem áður litu björtum aug- um á lífið; ekki sízt þá, sem kvgðii alt silt traust á efnishyggju nútíujans. Þau gjaldþrot efnis- hyggjunnar, sem ófriðurinn er þegar búinn að leiða í Ijós, hafa orðið mörgum þeirra sár von- hrigði. Og þó er svartsýni á ófrið- 5nn enganvegin að öllu leyti rétt- mæt, eí nánar er að gáð. Það má jafnvel finna bjartar hliðar á á- standinu eins og það er. Það þarf ekki annað en að minna á alla þá miklu förnfýsi og trúmensku, sem kemur i ljós hjá fólki nú í öfriðarlöndunum. Sjaldaneðaaldrei hefir víst sjálfsfórnarþráin og sjálfsfórnarstarfsemin komist á hærra stig en nú. Það er áreiðan- legt, að það eftirtektarverða lög- mál, sem ríkir i tilverunni, — það légmál, að aldrei séu stærri spor stigin fram á við i áttina til þroska og fullkomnunar, cins og þá er við mesta erfiðleika er að stríða, — gildir einnig liér fullum fetum. í*að er margviðurkend staðreynd, að aldrei komast menn frekar að sannleikanum en þá, er brotist er að honum gegn um sárustu hörm- ungar og þyngsta reynslu. Og hvenær hefir heimurinn gengið gegn um sárustu hörmungar og þyngsla reynslu, ef ekki nú? Fvrir skömmu kom út bók í Englandi: »Ófriðurinn og eftir- tíminn« (The war and after) eftir einn allra frægasta rithöfund þeirr- ar þjóðar. Bókin vakti feikimikla eftirtekt og er þegar komin út í tfjolda útgáfum og þýdd á ýms íungumál. Það, sem sérstaklega einkennir allan anda bókarinnar, >er bjartsýnin á afleiðingar ófrið- arins mikla, þrátt fvrir skelfmgar þær sem honum fylgja. Höfund- urinn álítur að fyrir reynslu þá, sem ófriðurinn veiti, muni mann- kynið taka feikilegum andlegum framförum, svo sem í þjóðfélags- og stjórnmálum, í mannúð, sið- gæði og trú, og síðast en ekki sizt í skilningnum á mikilvægi andlegs frelsis og umburðarlyndis i öllum greinum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þessi enski rithöfundur hefir rétt fyrir sér, en gleðilegt væri ef svo yrði. Ekkert hefir eins háðmannkyn- 5nu á öllum öldum eins og þröng- sýnin. Hún hefir verið einhver ■versta óvættin, sem ofsótt hefir alla andlega viðleitni, og oft orðið þess valdandi að fegurstu hugsjón- ir hafa dáið í fæðingunni og frjó- sömustu meiðar mannlegrar snilli hafa visnað og skrælnað upp í mannlífsakrinum áður en þeir báru fullþroskaða ávexti. Að vísu er hætt nú að brenna þá menn á báli, sem færðu heiminum ný sannindi, eins og var tízka fram <eftir öllum miðöldum, og flest ríki hafa vei't þegnum sínum fult málfrelsi, kenninga- og ritfrelsi, eftir fyrirmyndinni frönsku frá 1789; en þetta frelsi er miklu meira í orði en á borði. Sjálfsagt gætu margir þeir um það borið, sem nú cr varnað máls í ófriðar- Iöndunum, hvort mannréttindin svokölluðu eru ekki mest á papp- írnum. En vér þurfum ekki að leita til ófriðarþjóðanna eftir dæm- um — höfum þau nær, og eilt að minsta kosti glænýtt, eða svo til. Margir kannast sjálfsagt við Arboe Rasmussens málið svonefnda, sem reis upp í Danmörku fyrir skömmu. Arboe-Rasmussen, prestur Skib- sted-Lyngby safnaðar, var kærður fyiir hinar frjálslyndu skoðanir sínar á ýmsum guðfræðileguin kenningaratriðum. Fyrir biskups- rétti var hann dæmdur frá em- hætli og til að glata rétti sínum til þess að vera prestur i hinni donsku evangelisk-lúthersku þjóð- kirkju. En þessum dómi var á- frýjað til hæstarcttar. Það yrði of langí að rekja þetta mál til hlít- ar hér, — sem vakti feikimikla athygli, ekki aðeins í Danmörku, heldur og um öll Norðurlönd. Málið hefir líka verið rakið að nokkru áður í íslenzku blaði (Lögréttu). tn óneitanlega er það fróðlegt að lesa ýmislegt það, sem tilfært er í dómsástæðum biskups- réttarins og notað sem gögn á móti hinum kærða. Þannig hafði A. R., er hann var spurður að hvað sé meint með hugtakinu Guðsorð, látið þá skoðun í Ijós að Guðsorð sé að finna, ekki að- eins í íitningunni, heldur og í ritum afburðamanna á ýmsum tímum, t. d. eins og í ritum skáld- anna Goethe og Ibsens og náttúru- fræðinganna Newtons og Darwins. Þessi var nú ein goðgáin, með öðrum fleiri. sem A. R. var dæmd- ur sekur fyrir. Eins og kunnugt er, var A. R. algerlega sýknaður fyrir hæsta- rétti, og er nú aftur oiðinn prest- ur í þjóðkirkjunni dönsku. Það, sem hæstiréttur fyrst og fremst lagði áherzluna á í sýknunardómi sínum, var það, að dómstólarnir gætu ekki haft neitt úrskurðarvald yfir persónulegum scoðunum manna í andlegum málum — þar y"ði samvizka einstaklingsins að vera hæstiréttur, — með öðrum orðum hæstiréttur viðurkenndi skoðana- og kenningafrelsið. Ur- slitadómurinn í þessu máli varð þannig dönsku réttarfari til full- komins sóma, þó að illa áhorfðist í fyrstu. Yiðtökurnar, sem A. R. hefir fengið síðan hann var sýkn- aður, ekki aðeins hjá hinum nýja söfnuði sínum, heldur og hjá þjóðinni yfirleitt, hafa líka ótví- rætt sýnt hve allur þorri almenn- ings er ánægður með úrslitin. Hinsvegar mun A. R. hafa kom- ist að raun um það, að ennþá er varasamt að tala og rita eins og samvizkan býður manni, enda þótt vér lifum á 20. öldinni. Aðflntnin^sbaiK’ð. Yegna þess sem birzt liefir í nokkrum síðustu blöðum Austra, get eg ekki látið hjá líða að fara fáum orðum um aðflutningsbannið. Af hverju er aðflutningsbannið til orðið? All þar til á 15. öld voru ekki aðrir áfengir drykkir þektir en þeir sem byrlaðir voru úr vín- berjum (vín) og mjöð og öl. Á- fengir drykkir voru af mjög skorn- um skamti og dýrir. Þeir voru því aðallega ríkra manna nautna- lvf. En þá lærðu menn að búa til hreint áfengi (spiritus). Þar sem kartéflur og korn var rækt- að varð mikið um áfenga drykki, og nú voru þeir ekki lengur eins dýrir. Þá fengu menn brennivín- ið. Alþýða manna »fór á túr«. Drykkjuskapurinn óx stöðugt og var orðinn mjög almennur á síð- ustu öld. Það kom í ljós að lægri stéttir þjóðfélaganna stóðu mun ver að vígi gagnvart áfengisnautninni. Fjárhagsástæður þeirra leyfðu ekki cins mikil útgjöld til ónauðsyn- legra hlula. Þær urðu því að kaupa ódýrara og sterkara áfengi til að svala þorsta sínum, cg urðu því fyrir meiri áfengiseitrun. En það hafði þær afleiðingar að lík- amsþróttuiinn þvarr og heilsan bilaði. Eg segi þessa sögu ekki lengri, Hún er ölluin kunn og allar þær sögur um eymd þá og volæði, sem drykkjumannsheimilið varð fyrir. Menn sáu að hér var hætta á ferðum — hætta fyrir þjóðfélögin í heild sinni. Það var kominn upp sjúkdómur, sein marga nýta menn og vaska drengi lagði að velli. Hér voru góð ráð dýr. Það var farið að reyna að minka of- drykkjuna, menn byrjuðu að bind- ast samtökum — mynda félög, sem ákváðu að enginn meðlima sinna mætti neyta áfengi%. Þessi félög, sem höfðu útrýmingu áfengis fyr- ir markmið, tóku saman höndum, og á ótrúlega stuttum tíma skutu þau róturn um allan heim og það jafnvel hingað lil lands — norður i ísinn og kuldann, sem menn í heitari löndum gera sér i hugar- lund að hér sé. Það félag, sem við höfum mest kynni af og mest og bezt hefir starfað að útrýmingu áfengis hér á landi, er Good-Templarreglan. Fyrir rumum 30 árum festi hún fyrsta rótarangann. Á næstu 20 árum teygði hún ræturnar um alt land og útbreiddi mjög óbeitina á áfenginu. Templarar höfðu fvrir takmark algérða úti'5Tmingu áfeng- is, og á þeim grundvelli störfuðu þeir. Nú er komið á þriðja ár síðan þeir náðu aðalmarki sínu: aðflutningsbann á áfengi. Athugum að af almennri nautn áfengra drykkja leiðir þrenskonar þjóðarböl: 1. Fjáreyðsla, örbirgð og eyind. 2. Heilsutjón, styttir ald- ur, manna og jafnvel kemur nið- ur á afkomendunum. 3. Spillir siðferði manna. — Þetta er reynsla hagftæðinnar, læknisfræðinnar og siöíræðinnar. Það getur hver sem vill sagt að eg fari með lygar og fals, en þeim hinum sömu vil eg ráða til að kynna sér málið og yfirvega það rólega. Þar sem nú nautn áfengra drykkja hefir þessarmargumræddu skuggahliðar, er ekkert eðliiegra en þjóðfélagið taki að sér málið og banni innflutning á áfengi. Við verðuin að athuga að það skerðir alls ekki atvinnu neins framleið- anda og er því ekki framleiðslu- bann. Skoðanamunur bannmanna og andbanninga getur ekki verið fólginn í öðru en því, hvort al- gert aðflutningsbann sé heppilegri leið til skjótrar útrýmingar en frjálst bindindi, ef gengið er út frá því að hvorirtveggi vilji þjóð sinni vel. Af því eg hefi hvergi séð því haldið fram í alvöru að áfengi geri nokkurt gagn, öðruvísi en sem læknislyf éftir læknisráði og til iðnaðar. Læknistræðin aftur á móti kallar áfangiseitrunina sjúk- dóxn. Eg veit ek i betur en að öllum lýð þyki rniklu varða að liefta farsóttir eins fljótt og unt er. Eg get því ekki betur séð ea að mikið samræmi sé milli að- flutningsbanns á áfengi og sótt- varnarlaga. Það er mjög liætt við að frjálst bindindí nái aldrei takmarkinu: útr^'ming áfengis. Skýrslur um að- flutning á áfengi á árunum 1884 -—1908 sýna að þrátt fyrir bindind- isstarfsemina hefir áfengisnaulnin aukist (1884' var fysta stúkan stofnuð hér, en 1908 var greitt at- kvæði um bannlögin). 1885 var flutt inn áfengi fyrir 340 þús. kr. en 1908 fyrir 554 þús. kr. Mér finst það nægilega langur tími til að reyna þá aðferð. Eg hygg að þó við hefðum skýrslur um það efni þessi siðustu ár, mundu hlut- föllin verða öfug. Þá gömlu grýlu og léttvægu mótbáru, sem andbanningar færðu á móti bannlögunum, að lands- sjóður mundi ekki þola að missa áfengistollinn, liefir reynslan dæmt fjarstæðu. Það er líka ofureðli- legt að því minna, sem fer af fé út úr landinu fyrir ónanðsynlega hluti, þess meira verður gjadþol þjóðarinnar. Það er furðulegt að jafnvel sumir af fjármálamönnum okkar skuli hafa fært þetta sem rök á móti aðflutningsbanninu. Reynsla síðustu ára hefir fært okkur heim sanninn um, að ef við viljum framkvæma skynsamlegar hug- sjónir okkar getum við mikið, ef samtö* eru viðhöfð, hvort sem um fjárhagsleg atriði er að ræða eða annað. Þegar bannmenn hafa eins ör- ugga stoð í röksemdafærslu sína og þá, að andbanningar viðurkenna hversu frjálshuga og stórhuga ís- lenzk þjóð er — og það er tölu- verður meirihíuti hennar sem með leynilegri atkvæðagreiðslu hefir á- kveðið að aðflutningsbannið skyldi ganga í gildi — mun enginn af skynbærum bannmönnum, sem eÍHS vel þekkja frjálslyndi íslend-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.