Austri - 08.09.1917, Blaðsíða 3

Austri - 08.09.1917, Blaðsíða 3
AUSTRl 3 IWV-r^i.n— ■■■■■■ «r ■■■ ■.—w————— ■-■ . .Mniwwii inga — og mér er nær að halda tiltölulega fáir andbanningar — í alvöru og af sannfæringu halda því fram að lögin séu þrælalög. Að login eru brotin, kemur ekki af öðru en þvi að áfengiseitrunin er orðin mjog rík í íslenzku blóði, og íslenzkri þjóð, og styður það í raun réttri enn betur málstað bannmanna, því það sannar hvi- likt háskalyf áfengi er. Enn höfum við enga ástæðu til að véfengja afstöðu þjóðarinnar til bannlaganna, í heild sinni, þar sem alþingi virðist hafa sama skilning á málinu og þjóðin, þ. e. meirihluti hennar hafði 10. sept. 1908 og næstu þing þar á eftir. En auðvitað er það umhugs- unar- og áhyggjuefni bannmanna, hvernig lögunum verði bcitt á skynsamlegastan hátt, svo þau komi að sem beztum notum. Hér á landi er yfirleitt mjög ö- fullkomin tollgæzla. Af því leiða eðlilega allmikil tollsvik. Sérstak- lega hafa erlendir sjómenn, sem veiði stunda við landið, verið ó- happamenn þjóðfélaginu, hvað það snertir. Eg hygg að landssjóð- ur mundi fá þann kostnað vel endurgoldinn, sem aukin lollgæzla hefir i för með sér. Öll líkindi eru til þess, eftir að ófriðnum er lokið og viðskiftavél heimsins byrjar aflur sína eðli- legu starfsemi, að ísland hafi meiri þvðingu fyrir siglingar heims- ins en áður hefir verið. Af því leiðir að við hljótum að auka eft- irlit með siglingunum að mun, ef okkur er á annað borð ant um frelsi okkar og réttindi. Frá mínu sjönarmiði er því brýn nauðsyn á að koma á fót öílugri lollgæzlu, sem þá um leið hefði með höndum gæzlu bann- laganna. Eg fer svo ekki fleiri orðum um það að sinni, en vona að alþingi vort ráði sem bezt fram úr því máli. ÞjóðarfulltrúunuEB treysti eg að fullu, í sarnræmi við mínar- hugmyndir um persónufrelsi, og get ekki vænt |þá neins sérstaks yfirdrepsskapar eða svika, sem muni koma frelsi voru og hagsæld á kaldan klaka. Það er ekkr rétt af andbanning- um að blanda saman irelsishreyf- ingum undirokaðra borgara þeirra þjóðfélaga, sem verst eru leikin af einveldinu og auðvaldinu, og starfsemi sinni í þá átt að afnema bannlögin. Hlutföllin eru öfug'. Aðflutningsbannið er sprottið af tjóni því, sem áfengisnautnin ger- ir borgurum þjóðfélagsins; og það á að vera og verður, fái það að njóta sín, til gæfu fyrir marga einstaklinga þjóðarinnar ogþáfyr- ir þjóðina í heild sinni, því það verður engum eða sárfáum til meins, af því það skerðir ekki atvinnurekstur neinna úr því sem komið er. Það má ekki blanda saman banni á aðflutningi áfeng- is og banni, sem fer í bág við hagsmuni og eðlilega framþróun þjóðarinnar. Frelsishreyfingin, sem nú geys- ar með aíli, er sprottin af kúgun og valdmisbeitingu sárfárra manna. Það er þvi jafneðlilegt að þjóðir þær, sem liða, hristi kúgarana af sé1’ eins og þaö er eðlilegt að við hóiu... hrist f okkur fjötra Bakkusar. Það má líka geta þess að í sömu löndum eykst stöðugt takmörk- un á framleiðslu og neyzlu áfengra drvkkja og þykir bera góðan árang- ur, og ber ekki mjög á að alþýðu finnist sér misboðið, því lmn vill það eðlilega sjálf. Eg vona nú að háttvirtir and- banningar vilji og geti tekið hönd- um saman við bannmenn og ósk- að þess af heilum hug að bannlög- in megi koma að ætluðum notum og að þeir hjálpi til að gera þau svo úr garði að þau verði okkur til sóma, svo aO frelsishugmyndir okkar geti þroskast sem bezt, at- vinnuvegum okkur til gengis og hugsjónum okkar til sigurs. Að lokum vil eg svo geta þess, að eg muni eáki eyða tíma í að svara neinum rakalausum stóryrð- um í minn garð, þó þau kunni að koma frá einhverjum ofsafullum Bakkusarvin. En rökstudd, lióg- vær mótmæli skulu virt. Sigarður Yilhjálmsson Tvær stöknr eftir Þorstein þorskahít. Kerling eitt sinn kát á rúmið sezt, við karlsinn térhún: „Heyrðu góði minn, veiztu hvaðei bein mér þykir bezt að bíta? Pað er hryggjaliðurinn * ★ r * í höfðinu forðum vifið var, og vann að bótum. En nú er það orðið alstaðar í afturfótum. Spírifcigmiiui. Horfar hans á Englandi við síð- ustu árslok. Eftir blaðinu Light. Eins og vinir mínir vita er eg fyrir löngu orðinn sannfærður um að þessi hin merkilega hreyfing boðar nýja lífs- og tilveruskoðun, grundvallaða á vísindalegum sönn- unum, miklu æðri og aðgengilegri en efnishyggjuvisindin þekkja. Sömuleiðis er eg sannfærður um það, að þessi hin nýja opinberuu sé ennþá einungis brot eða bjarmi af dýrðlegri þekking og áhrifum hennar, sem betur og betur birt- ist mannkyninu þegar stundir líða og hin tilvonandi siðmenning Ev- rópu kemst til valda, og hin vold- uga reynsluþekking, forn og ný, hefir lagst á eitt og allar siðrnent- ar þjöðir hafa tekið höndum sam- an til friðsamlegra viðskifta. En látum nú blaðið Light tala, því að þar finst mér vera um málið dæmt jafn hógværlega sem hlutdrægnislaust. »Það væri enginn vandi að segja fyrir ýmsar stórbreytingar, sem hið mikla Evrópustríð hlýtur að hafa á hugsun og háttalag þjóð- anna, því nokkrar afleiðingar þess eru þegar komnar berlega í ljós. Yér sjáum nú þegar ýmsa forna lileypidóma liggja fallna og aðra á fallandi fæti; ótal skoðanaskifti eru að gerast og nýjar hugmynd- ir og hugsjónir eru hvaðanæva að gera vart við sig. En vér viljum nú láta oss nægja að ræða um efni, sem að vísu snertir forlög heilla þjóða, eða réttara sagt: for- lög og framtið alls mannkynsins, og oss varðar því meira um en alt annað, sem fyllir bækur og blöð. Efni, sem þó þykir litlu skifta, enda minsti liluti þess orð- inn alþjóð kunnur. Hvernig, í fám orðum að segja, horíir nú mál þetta við? Það sem búið er að sýna og sanna, er þrenskonar fyrirbrigði: 1. Hlutleg fyrirbrigði margskonar, staðfest af fjöida -vitna og vís- indalega ákveðin. 2. Andleg fyrirbrigði, eins ogfirn- sýn eða heyrn, skygni og ótal fleira; og kemur margt af því heim við eldri fyrirbrigðasagn- ir og sögur. 3. Heimsskoðanakenningar, sum- part bvgðar á sýnum eða vitr- unum, er virðast koma til vor frá ósýnilegum heimi. Kenn- ingar og skoðanir, sem á sið- astliðnum árum eru búnar að gagnsýra gervalla trúarlega hugsun manna og nálega ger- breyta skoðunum alls þorra manna á dauðanum. Af því opinberun sú, er Kristur og postular hans færðu heimin- um, birtist á óvísindalegum tím- um, fékk hún munnmæla- og sögusagnablæ, t. d. um upprisu Jesú Krists. En kirkjan þýddi þær sagnir allar á sinn hátt og lögfesti þýð- ing þeirra á fyrstu öldum. Því er allur þorri hugsandi manna — auk ritskýrenda vorra tíma — vaxinn frá þeim, og einkum vegna þess að efnishyggja síðustu aldar tók bókstaflega alla hina arfgengu rétt- trúan úrhjörtum meirihlutamanna. Þá er vissulega tímabært að allir trúhneigðir menn fari alvarlega að íhuga þau eilífðarmál, sem frá upphafi mannkynsins hafa knúð á dyr mannanna hjartna. Lífhvers einstaks manns er stutt, veikt og valt. Og hvað svo?« 64 kuldasnpur færst yfir andlit barónsfrúarinnar, o*. meðao á framburði hans stóð, gerðist Hún ókyr og virtíst nokkrum sinnum ætla að taka má!s, og er hann hafði lokið máli sínu, æpti hún íiástöfnm, svo það heyrðist ura allan sal- inn: „Hlustið ekki á hann! það er hann, sem hefir leitt íou minn í glötun. Hann hefir svift mig i arninu mínu. Eg vil ekki eiga neitt sam- eiginlegt við þennan manu. Sonur minn skal ekki gera mér þá smán að ganpa að eiga frændkouu hans, hann skal ekki taka við stóra Cöaumiére úr þessa nianns höndum. Eg hefi sagt við hann: D -eptu mig, ef þú heddur tast við áforrn pitt, og eg mun formæla þér. Og hann kefír nú gert tilraun til þess að drepa m:g. Síðustu orðin hoyrðnst óskýrt, og hin ógæfu- sama kona hnó í ómegin, Dómarinn sagði rétt- inum slitið í hálfa klukkustund, og mannfjold^ inn streymdi út úr salnum í ákafri geð@H hræririgu. M. J. 61 sagði að það hefði nndireins. verið sent eftir lækninum. Hún skýrði eínnig frá heimkomu barónsms. Iheyrendunum gat ekki dulist að Marta reyrdi að b»gja grunínum frá hinnm unga bar- ön, en að hún í hjarta sínu ðttaðist að hann væri sekur. Þ^gar hún var spurð, hvort húu á- liti að nokkur ðxunnugur hefði getað læðst upp á herbergi barónsins, meðan liúshændurnir voru að keiman, og tekið skammbyssurnar þar, varð hún alveg frá ser og sagði, að hún Lefði gætt svo vel að allan daginn og ekki hleypt nemum inn. Eu bún gat ekki sagt neltt um, hvort skammbyssumar hefðu verið 4 sínum stað, eítír að Maxime var farinn. Meðþjónn hennar, Jean, vissi heldur ekkert um þetta atriði, en h.irm va>- henni samdöaia um það, að enginn hefði getað komist inn í búsið ári vitundar þeirra til að stela skamm- byssnnum. Hann rsyndi einnig að látast vera sannfærður um sakleysi baróusins, en gamla manninum tókst uppgerðm lakar eu Mörtu. Q-erard læknir sýndi einnig sömu viðleitnina fil að sýkna baróninn, en P.card, vinnumaðurinn sem hafði leitað að Maxime í skóginum og sem haíði fundið skammbyssuna, dró engar dulur á að hann áliti barón.nn sekun. Fremont markgreifi og kona hans hlutu að júta, að alvarlegt óaamþykki hefði átt sér stað milli barónsfrúarinnar og sonar heunar, og að þau hefðu lent í ákafii deilu þeg&r þ&n I síðasta

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.