Austri - 31.12.1917, Blaðsíða 1

Austri - 31.12.1917, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦^ Ritnefnd: Jón Jónsson á Hvanná, Karl Finnbogason, Sveinn Ólafsson í Firði. Ábyrgðarm. Jón Tómasson. Prentsm. Austra. | Seyðisfirði, 31. desember 1917. || Talsími 18 b. 48. tbl. XXVII. ár ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Coiibri 3 & 4 Símnefni »Geysir«. Alía Laval er handhæg i notkun, endingargóð, ein- föld, skilkarlinn er »sjálfballanserandi«, hún smyr sig sjálf »automatiskt«, hefir ótölusettar skálar, er með »fríhjóli« sem eykur endingu skilvindunnar að.; mun. Hún skilur mjólkina betur en nokkur önnur skilvinda. Fæst í öllum 'stærðum frá 60—1000 lítra á klulckustund. Fæst á fæti og með útbúnaði fyrir ratnsafl og rafmagn. Biðjið um allar frekari upplýsingar. Aðalumboðsmaður fyrir ísland H. Benediktssoii, Talsímar 8 & 284. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ F á n i n n. Loks varð þó allur þingheimur sammála um það, að oss væri full þörf á íslenzkum siglingafána. At- burðir stríðsins höfðu sannfært jafnvel þá, sem jafnan hafa talíð þetta heimsku eina og hégilju. Ráðherra vor ílytur málið fyrir konungi með fullri rögg og ein- urð. Og þó er oss synjað fánans. Þetta ætti að verka líkt á þing og þjóð eins og aðfarir Sameinaða gufuskipafélagsins forðum — þeg- ar Eimskipafélag íslands var stofn- að. Yönandi verður það svo, og þá til ekki minna góðs. »ísland væntir þess, að hver maður geri skyldu sína.« Og nú verður heróp vort að vera: »F á a a n n eða fullan s k i 1 n a ð.« GJeðilegt ár og farsælt! Ef tíðarfarið verður eins og bezt hefir verið á íslandi . Ef heilsufar og arður lands og sjávar verður enn betri. Ef stjórnarfar, andlegt lif og siðferði verða ennþá bezt. Ef sansgöngur vorar og við- skifti losna úr læðingi. Og um fram alt: Ef heimsstyrjöldinni linnir og varanlegur friður fæst. Ef alt þetta verður á árinu 1918, þá verður það í sannleika gleði- legt og farsælt ár. Og þessa óskum vér. 0llum gleðilegt ár og farsœlt! Ekki damður, en sofandi. Síðan hljóðbært varð, að Austri mundi hætta að koma út nú um áramótin, hefir komið í ljós megn og almenn óánægja yfir því. Þetta er eðlilegt og ánægjulegt. »Allir þeir, sem meira megna en munninn fylla og sínu gegna«, sjá og skilja, að þetta er skömm og skaði fjórðunginum. Blaðlaus uaá hann ekki vera. Þá verður hann eftirbátur annara fjórðunga landsins, ekki aðeins í því, heldur og mörgu «ðru. Þeir sem sjá þetta og skilja, hafa nú ástæðu til að leggja blað- inu lið, svo það geti hafið gongu sína á ný. Því Austri er ekki dauð- ur, heldur sefur hann. Og hann sefur ekki fast. Alþýðuskólar. Hina miklu stjórnarbyltingu Frakka hafa menn talið einhverja hrykalegustu, en um leið þýðing- armesta viðburð mannkynssög- unnar *. Margir hinna allra snjöll- ustu rithöfunda hafa reynt að skýra hana og áhrif hennar á líf og lifHaða-háttu þjóðanna. Margir eru þeir, sem hafa skoðað hana sem hinn viðbjóðslegasta hildar- leik, þar sem allar hinar lægstu og tryltustu eðlishvatir manns- hjartans bafi taumlaust bylt sér og brotist um. Aftur eru þeir langt um fleiri, og hvorki ósnjallari né ómerkari, er hafa skoðað hana sem eina af hinum allra þróttmestu lífshreyf- ingum þjóðanna, sem einskonar endurfœðingarhátíð mannkynsins. Hvað sem þessu líður, þá er það fyrir löngu full-sannað, að stjórnarbyltingin franska losaði um margra alda þrældóms-, kúg- unar- og niðurlægingarhlekki, sem öll alþýða og margai þjóðir voru harðfjötraðar i. Eftir þá byltingu tók fyrst að roða fyrir sól og sumri í lífi alþýðunnar ojx hinna kúguðu þjóða, og þá tók að rofa til í andans heimi um gervalla Norðurálfu. Alt fram að þeim tíma höfðu andans gæðin verið tabn eins og nokkurskonar séreign hinna svo kölluðu lærðu manna. Öllum öÖr- um flokkum höfðu þeir reynt að halda vendilega innan hinna allra þrengstu vébanda fyrirlitningar og vanþekkingar. Þá fyrst kemur fram kenningin um mannréttind- in, og þá fyrst í raun og sann- leika er viðurkendur tilveruréttur alþýðunnar. En frá tilverurétti al- þýðunnar liggur leiðin eða vegur- inn rakinn í áttina til alþýðument- unarinnar. * Að andanskildum þeim viðburðum, sem nú geysa yfir beiminn, en áhrif nútiðarvið-* burð nn * ern «kki komin svo greinilega í Ijób, *ð hsegt sé að draga þar af neinar réttar iiyktanir. Forvígismenn þjóðanna setja það á stefnuskrá sina, sem eitt af sín- um aðal-áhugamálum, að fá hinn sjálfsagðu og nauðsynlega menn- ingar- og tilverurétt f]öldans við- urkendan. Einmitt um þann til- verurétt hafa hinar gx-immustu styrjaldir stáðið, út á við og inn á við, meðal þjóðanna, og standa yfir enn þann dag í dag. En þær hafa aftur hi-ynt af stað hinum svonefndu upplýsingarstefnum, er aftur ei*u bvgðar á alheimslögmáli mannúðar og lögjafnaðai-. Norðurlandaþjóðirnar sváfu illa en þó umbrotalítið. Þær hímdu sem væru þær hálfvisnar, bæði andlega og likamlega, í miðald- anna hjátrú og hleypidónoum og stjórnarfarslegum hlekkjum, sem þær annaðhvoit sjálfar höfðu bii- ið sér, eða verið hneptar í af stjórnmála-alglöpum annai-a þjóða. En eftir 1800 risa upp mörg á- gæt gofugmenni meðal NorðHr- landaþjóðanna, viljasterkir og hug- myndaríkir, skáld og rithöfundar, sem vekja þjóðirnar af dvala og drunga, og sveipa lífi þeirra ljósi og yl. Þeir ruddu nýjum sjálfstæð- um hugmyndum brant til ávaxta- samra dáðaverþa fyrir löndin og þjóðirnar. Nokkx a menn ætti að vera leyfi- legt að nefna (þótt í axtstfirzku blaði sé, sem þegar er hordautt), sem itt hafa mestan eða mikinn frumþátt í að vekja Norðurlanda- þjóðirnar til framsóknar og dáða. í byrjun 19. aldarinnar var lxkt á komið með Norðmönnum og oss. Löng áþján hafði komið þeirra forna naetnaði og menningu al- gerlega í kút. Sinni fornu feðra- tungu kunnu þeir eigi lengur að mæla. Bókmentir áttu þeir litlar og litilfjörlegar. 011 þeirra skóla- mál og atvinnumál lágu í kalda koli. (Að tungunni og samfeldri bókínentasögu stóðum vér tölu- vert framar.) Sjálfstæði eðluðust Norðmenn að rnestu 1814 sem kunnugt er. Með frelsisöldinni renn- ur upp hjá þeim ný öld. Glæsileg- ar bókmentir hefjast með þeim Wergeland og Wellhaven, sem báðir fæðast í aldai'byrjun (1807 og 1808). Þeir verða fyrstir til að gera bókmentagarðinn frægann. Wergeland, lýðskáldið góða, hug- ljúfi þjóðar sinnar, með djarfarog háfleygar hugsjónir um norrænt þjóðerni og sjálfstæði, og var hann elskaður, fram í dauðann, af öll- um, sem heilbrigða hugsun höfðu og unnu «ðru en daðri og tyldri. Wellhaven hefir einnig vei-ið tal- inn lislaskáld mikið, með meira ▼ald á hugsunum og búningi. Bein- ir arfþegar þessara tveggja frum- herja bókmentanna norsku, voru stórskáldin miklu, Ibsen og Björn- son. Með skíldskaparverkum þess- ara snillinga sinna telja Norðmenn að nýtt tímabil hefjist ískáldskap- arlist þairra, bókmentum og sjálf- staeðisþrótti. Meðal þeirra snillinga, erþárisa

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.