Öldin - 07.10.1891, Qupperneq 1

Öldin - 07.10.1891, Qupperneq 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Iíecord of Current Events and Contemporary Thought. Subscr. I’rice $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. O L- Advertising Kates: 1 inch single colunm: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. |t j, WINNIPEO, MAN., MIÐKUDAG, 7. OKTÓfí. |g0| A TT4 ÖLDIN komr svona seint út, 3—5 vikum síðar en upp- haflega var ætlað, kemr af úáreiðan- leik letrsteypu-hússins, sem hefir húið til letr vort. — Af sömu orsök stafar það, að í þessu og ef til vill einu eða tveim næstu blöðum verðr ýmsu smávegis áfátt hjá oss með ýmsa stafi í letrinu á ,,Öldinni“. Annars hefir prentsm. ,,Aldarinnar“ íslenzka stafi í fleiri letrtegundum heldr en hin blöðin, bæði Þ þ Ð ð o. s. frv. Þorsteinn Skúlason. Með hlæjandi andlitið liýrt og bjart Þú lilóst, því þú sást ekki myrkrið svart, Sem deyðir ljósið og lífið. Af kæti og ljöri þú fullur varst, Sem fjöður á straumi um lífið þú barst, Ei þyngdi þig þungbæra kífið. Og glaðan og ánægðan oft sá ég þig, Það undraði stórlega tíðum mig Þitt barnshjarta óskert þú áttir. Og það var þín andlega sumarsól, Er sál þína verrndi, svo ekkert kol Af því sem þú missa ei máttir. En svo kom fregnin: frostnott köld Var fallin á blóm þín, og hinsta kvöld, Sem lielkalda húmskugga lagði Svo langa og dimma á lífs þíns braut, Að lifsveru þinnar dagsbirtan þraut Á einu augabragði. Þú varst ungur og þrekstör að sja, Og þú barst hraustleikans merki þér á Og andlega atgerfis blæinn, Til prests þig langaði’ að læra því, Og lentirsvo kyrlcjunnar náttmyrkrum í, En nú sjerðu sannleikans daginn! Nú ertu lagstitr á lága döf, Á líkkistubotninn,—niðri í gröf, Þú hvílist um aldur og æli. Utan við jarðlífeins strit og stríð, Stormana köldu og bruna-hríð Og ofsann á æfinnar sævi. Þú sefur nú vært ina síðustu nótt, í svartnretti grafar allt kyrt er og hljótt Og engar andvöku-stundir, Því þangað ná eugin andvörp sár, Og engin væta þar koddann tár, Þar blæða’ ekki ógrœddar undir. í moldu þú geymist, svo geymist loks liver, Á grafar-þakinu upp yfir þjer Á vori mun grasið gróa. Svo breiðir á liausti sitt ljósa lín Á legstað þinn náttúran, móðir þin, Þá frystir og fer að snjóa. Kr. Siefdnsnoti. F R É T T I R. ÚTLÖND. — Boulanger, fyrverandi her- málaráðherra franska þjóðveldisins, er síðar gcrðist landráðamaðr sem verkfæri í hendi einvaldsflokkanna og ætlaði að steypa þjóðveldinu og komast sjálfr til valda, en varð að fara landflótta og lifa í útlegð in siðari ár, róð sjálfum sór bana á miðvikudaginn 30. f. m.4 Hann hafði. yfirgeflð konu sína og lagt lag sitt við aðra konu, Madame du Bonnemain. Þau unnust hugástum, og hafði hún lagt aleigu sína, $15,000,000, í sölurnar fyrir mál- efni Boulangers. I sumar í Júlí dó hún úr tæringu og var greftr- uð í Brussel. Boulanger var orð- inn félaus og yfirgefinn af flestum vinum sinum, og sá varla glaðan dag eftir andlát lijákonu sinnar. Hann skaut sig á leiði hennar. — Hungrið í Rússlandi. Það eru hörmulogar sögur, sem um það ganga. Kvennfóllí selr sig hrönnum saman til losta fyrir mat. Foreldr- ar selja börn síp fyrir mat; sumir loggjast út tilrána; aðrir er sagt að leggi sér til munns líkin af þoim sem úr hungri deyja. BANDARÍKIN. — Verzlunarsamning sín á milli ætluðu Bandaríkin og Canada að semja um í Washington snemma í þ. m., eða réttara sagt halda þar fram sanlningatilraunum þeim, sem fitjað vai' Upp á í voi'. En nú hefir Harrison forseti beiðzt frests á samn- ingatilraunum fyrir sakir lasleika ut- .anríkis-ráðherrans Mr. Blaine. — »S'kyndileg uppliefð kom ný- lega fyrir bónda í Norðr-Dakota, S. Sinclair að nafni. Faðir hans, James Sinclair var enskr handiðnamaðr, og föðui'faðir hans var ofursti í hernum. Þessir Sinclair-ar voru fram í ættir eitthvað dálítið skyldir George Phil- ip Alexander, jarli af Katanesi (Caithness). Elzti sonr jarlsins af Katanesi ber ávallt tignarnafnið: lá- vai'ðr af Bariáedale. Fyrir fjórum árurn fór þossi fátæki handiðnamaðr, James Sinolair, vestr um haf og keypti sér jörð í Norðr-Dakota, og nefndi heimili sitt Barriedale, som er fomt heimilisnafn í ættinni. Yann hann baki brotnu á jörð sinni og miðaði laglega áfram að efnahag. Þegar hann fór vestr, var George Philip, 15. jarl af Katanesi, 27 ára, hrausti' rnaðr og nýkvæntr; en 1889 dó hann sonarlaus, og lá jarldómrinn niðri um heilt ár, unz menn vóru gengnir úr skugga um, að tignin hlyti að hverfa í annan leg-g ættar- innar, og var það þá grafið upp, að James Sinclair væri næsti ættmaðr róttborinn til að verða jarl af Kata- nesi, og sonr hans lávarðr af Barrie- dale. Það var farið að halda spurn- um fyrir honurn, og tók það ár að hafa upp á Sinclairs-fólkinu í Norðr- Dakota; var James þá dáinn, en sonr lians, ungr bóndi, S. Sinclair, er allt í einu orðinn cnskr lávarðr. Auk lystiskóga og halla og kastala erfir hann meðal annars 15000 ekr- ur af landi, og nema landskuldir af því árlega $25—30,000.—Slík breyt- ing á lífskjörum er ærið ævintýrleg,' og tíðari í skáldsögum en í lífinu. CANADA. — Dominion þinginu var slitið á Miðvikud. 30. f. m. Það mun lengi að minnum haft sakir allra þeirra hneyxla, er upp hafa komizt uni þingmenn og ráðgjafa meðan það var saman, og þá eigi síðr fyr- ir úrslit þau er á rannsóknunum urðu. Virðist sem fiest blöð, þau er eigi eru háð flokkunum hér, svo sóm Bandaríkjablöð og Norðrálfublöð, leggi þar öll einn dóm á, að land- inu só öllu meiri minnkun að hvít- þvotti stjórnarflokksins á afbrota- mönnunum, heldr en jafnvel að sjálf- um brotunum. — I Quebeck harðnar nú rimma milli fylkisstjórans Anger’s og Merci- ers æðsta ráðgjafa hans. Út af fjár- drætti þeim er M. var gefinn að sök, heimti A. að sett væri dómnefnd til rannsókna og fóllst M. og félag- ar hans á það; en A. vill að eins skipa ákæranda af réttvísinnar hálfu gegn M., en neitar að skipa honum verjanda, og þykir það hart og ó- í'óttvíst, og einnig mjög óhyggilegt, þar sem bönd virtust berast mjög að M. og almenningsálitið féll heldr á móti honum. En þessi aðforð Ang- ers hefir aftr snúið áliti nianna M. í hag. — Sameining við Bandaríkin. A opinberum fundi sem haldinn var fyrir helgina í Windsoi', Ont., í því skyni að ræða þetta mál, var sam- þykt í einu hljóði, að æskilegt væri fyrir Canada að sameinast Banda- ríkjnnum að fullu og öllu. Fundr- inn var fjölsóttr og ýrnsir merkis- menn þar viðstaddir, svo sem núver. og fyrver. þingmenn. Bréf var þar lesið frá Goldwin Smith, er gckk í sömu átt. — Ilúsbruni mikill varð í Hali- fax, N. S., 1. þ, m, Skaði metinn nær hálfri millíón doll. Islands-fréttir. I. Eftir ísafold. — Hvalr róinn á land í Grinda- vík 4. ágúst. — Nkðri deild alþingis kaus yfir- dómara Jón Jensson til að endrskoða landsreikningana (í stað Páls Briem sýslumanns). Efri deild endrkaus Kristján Jónsson yfirdómara til yfir- skoðunarmanns. — Gæzlustjóra bankans endrkaus neðri deild alþm. séra Eirík- Briem. — Gæzlustjóra Söfnunarsjóðsins kaus neðri d. Björn Jonsson kennara. — Ólafr Hblgason (Hálfdánarson- ar) hefir fengið veiting fyrir Gaulverja- bœjar prestakalli. — Landsliöfð. liefir kjörið hann (Ó. H.) til *að takast á liendr kenslu heyrnar og málleysingja og sigldi hann því í ágúst til út- landa til að búa sig undir það starf. — Eptir miðjan ágúst var Ölfus- árbrúin fullger að öllu nema tréverk- inu (palli o. s. frv.). — Embættispróp við prestaskólann hafa tekið: Sæmundur Eyjólfeson og Sigurðr Magnússon með 1. einkunn; Jón Pálsson og Ingvar Nikulásson með 2. og Emil Guðmundsson með 3. — Bref úr Barðastr.sýslu, dags. 11. ág., segir engan þorsk iiafa aflazt á vorvertíð, nerna þilskipin öfluðu hann vel. „Dauðans vandræði hjá öllum þorra manna að geta fengið matvöru eða aðrar nauðsynjar úr kaupstað".— Kuldatíð hélzt fram í Júní-mánuð; Svo kom gróðrarveðrátta fram í Júlí. Gróðrarvöxtr með bezta móti og hey- skapartíð in inndælasta. — Kíghósti í börnum í rénun; varð ekki mann- skæðr. Heilsufar yfir höfuð gott. — Bryde Vestmannaeyja-kaupmaðr hafði í sumar verzlun allmikla í Yík í Mýrdal; gengu vöruflutningar og milliferðir fram og aftr yfir höfuð vel og fljótt. Skaftfellingum má í brún bregða með hægðarauka á aðflutningum. — Dýr hafði sézt á Látraheiði og elt mann, sem var á ferð um heið- ina (segir í bréfi úr Barðastr.s.). Hann lýsti því svo, að það heíði verið á stærð við lítinn hest, langt og mjótt, með haus líkan kálfehaus, rauðblesótt, og liefði stokkið áfram líkt og köttur, en er það stóð á aftr- fótunum var það a Iiæð við mann. Það náði manninum einu sinni og reif fót hans; en sökum liræðslu gat hann eigi sagt, hvort það gerði það með kjapti eða klóm. Sumir liafa haldið að þetta mundi vera bjarn- dýrshúnn. Ég talaði nýlega við manninn sem sá það; liann er bóndi á næsta bæ við mig. En nokkrir fleiri liafa og séð það bæði fyr og síðar en hann. Það var urn daginn verið að tala um að gera að dýrinu leit, og reyna að skjóta það; en hvað úr því verðr, veit ég eigi“. — Sigmundr Guðmundsson, prent- ari, fór 23. Ágúst af stað úr Reykja- vík, áleiðis til Ameríku — ekki getið um 'hvert helzt. — Nýjan kvennaskóla er Mrs. Sig- ríðr Magnússon að stofna í húsi sínu Vinaminni í Reykjavík, og á hann að byrja í liaust. Mrs. M. hefir í mörg ár verið að safna samskotum utan lands og innan til þessa skóla. — Alwngi var slitið 2(i. Ágúst. — Alþingi það sem liáð var í sum- ar er talið ið ófrjósamasta og gagns- minnsta, er haldið hefir verið. ísa- fold kallar það „þingið magra“, og segir, að í frumvörpum þeirn, sem þingið liafi samþykt (að frátöldum fjármálalögum) muni vera „varla meira en 2—3, seni almenningr liirðir hót um, eða rnundi eigi láta sér á sama standa, þótt aldrei hefði til orðið“. Það eru: lög um þóknun lianda hreppsnefndum; lög um ísl. texta lag- anna (stjórnarfrumvarp, sem ákveðr, að konungr skrifi að eins undir ísl. textann, en enga danska þýðing); lög um landsbankann, sem gera banka- stjóraembættið að sérstöku embætti. Annars var það regla á þessu þingi, segir ísaf., að þau mál, sem nokkuð var í varið, freru í mola, eða lmigju fyrir bana-sigð inna konungkjörnu í efri deild, með þá Gr. Thomsen og Fr. Stefánsson aftan í, ýmist annan eða báða, (Framli. á 3 bls.)

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.