Stefnir - 14.01.1893, Side 4
8
S T E F N I R.
1893,
Nýtt og gamalt.
— o —
cPlöntudúnn» nefnist spáný vöru-
tegund, upprunnin álndlandseyjum, Ceylon
og Indlandi. J>að eru ávaxtarhár af ýms-
um plöntutegundum, er teljast til sömu
ættar og bómullarplantan. Dúnn pessi
er notaður á sama hátt og hinar algengu
fiður- og dúntegundir og jafnast fyllilega
við pær að gæðum; hann er bæði lauf-
Ijettur og mjög fjaðurmagnaður. Dúntrjen
vaxa víða í hitabeltinu og má pví ganga
að pví vísu, að pau verði almennt ræktuð,
pegar notkun dúnsins fer í vöxt. Hjer í
álfu er vara pessi enn lítt kunn, en í
Australiu er plöntudúnninn mikið notað-
ur. Að öllum líkindum verður plöntu-
dúnninn með tímanum keppinautur fugla-
dúnsins á heimsmarkaðinum, á líkan hátt
og bómullin er keppinautur ullarinnar og
annara dýra hára. — Eins og mörgum mun
kunnugt er bómullin cfræulD bómull-
arplöntunnar. þessi ullhár eru nokkurs-
konar flugfæri fræjanna alveg samskon-
ar myndun og hárin (kotúnin) á víði-
fræjunum. Vegna háranna feykjast fræin
langar leiðir svo plantan breiðist út víðs-
vegar. —
Ljósmyndarar hafa hingað til ekki
getað látið hina náttúrlegu liti koma út
á myndum sínum. Nú hefir petta tekizt.
Ekki alls fyrir löngu voru lagðar fyrir
vísindafjelagið franska ljósmyndir með
öllum regnbogans litum. |>essi nýja ljós-
myndunaraðferð, sein telja má stórkostlega
framför, er kennd við mann að nafni
Lippmann, sem fyrstur fann hana.
Herra verzlunarstjóri EinarHall-
grimsson lagði af stað hjeðan 3. p. m.
austur á Seyðisfjörð til að taka við
Grránufjelagsverzluninni par í stað herra
Halldórs Gunnlögssonar, er flytur hing-
að með vorinu, og tekur við Gránu-
fjelagsverzluninni á Ocldeyri.
Bæjarfulltrúakosning á Akureyri
fram fór 5. p. m. í stað verzlunarstjóra
E. Laxdals og amtmanns J, Havsteens,
er frá fóru, voru kosnir til priggja ára
bóksali Frb. Steinsson og verzlunarmaður
Friðrik Kristjánsson, og í stað timbur-
smiðs Snorra Jónssonar, til tveggja ára,
prentari Björn Jónsson.
Tiðarfar. Síðan á nýári hafa verið
mestu stillingar, optast kyrt og heiðríkt
og vægt frost.
Jiirðarftfr Erlendar Ölafssonar
fram fór að Kaupangi 6. þ. m.
Dökkum við öllum innilega, sem
vib jarðarförina voru, og einnig öllum
þeirn, sem í vetur hafa sýnt okkur
velvild sína. En sjer í lagi þökkum
við herra Jakob Gíslasyni og konu
hans fyrir alla þeirra hjálpsemi við
okkur og sjera Matthíasi Jochums-
syni, sem bæði við jarðarförina og
áður hefir sýnt okkur mannúðarfulla
hluttekningu.
Sigurbjörg Einarsdóttir.
Vilhelmina Erlendsdóttir.
Anna Erlendsdóttir.
Verð á kornmat
við H ö e p f n e r’s og Gudman n’s
Efterfl. verzlanir:
Rúgur . . 100 pd. 9,50.
Rúgmjöl . 100 — 10,00.
Bankabygg 100 — 13,00.
Baunir . . 100 — 13,00.
Hrísgrjón . pundið 14—16 au.
Hveiti . .----- 12 — 13 —
6°/0 afsláttur á allri vöru móti pen-
ingaborgun út í hönd pegar fyrir 5 kr.
er keypt í einu eða meira.
Söltuð síld og hákall
fæst á Akureyri hjá verzlunarstjóra
Egger.t Laxdal.
ÓSKILAKINDUR
seldar I Helgastaðahrepp liaustið 1892.
1. Lamb, mark: biti(?) apt. fjöður fr. h.,
fjcður fr. vinstra.
2. Lamb, mark: stúfriíað h., skemmt v.
(biti fr).
3. Lamb, mark: geirstýft:?) hægra, stýfður
helin. fr. biti apt. v.
4. Lamb, mark: fjöður apt. b., marklaust
(skemmt) v.
5. Lamb, ínaric: biti fr. h., stýfður helm.?
fi'. v. (skrúð).
6. Lamb, inark: stýft fj. apt. h., sneitt
og bili apt. v.
7. Lamb, mark: sneitt apt. gagnbitað h.,
hvatt gagnbitað v.
8. Laiub, mark: stýft biti fr. bæði eyru.
9. Lamb, mark: hvatt h., biti apt fj.fr v.
10. Sauður veturgamail, mark : stúfrífað h.,
hvatrifað v.
Helgastaðahrepp 30. nóv. 1892.
Benedikt Jónsson.
IJtgefandi:
Norðlenzkt hlutafjelag.
Ititstjóri:
Páll Jónsson.
Prentari:
Björn Jónsson.
2
þær hafi verið breimdar irieð honum. Dað þótti
gott ráð til varnar móti tilberum að krossa undir
júfrið og leggja Davíðssaltara yfir hrygginn. Deir
sem annars vilja vita meira um tilberann geta lesið
það á fyrgreindum stað í þjóðsögunum. — Eptir-
fylgjandi útskript úr dómsmáiabók Eyjafjarðarsýslu
þykir þess verð, að hún komi fyrir almenniugssjóuir,
því bæði sýnir hún glöggt, hve hjátrúiu var mögnuð
hjá oss enn í byrjun fyrri aldar, og svo sýnir hún
einnig hvernig rjettarfari var háttað, og loks sýnir hún,
að íslenzka lagamálið var þá helmingi betra en síðar
á öldinni, eptir að dönsk lög fóru að koma inn í
landið, og dómarar fóru að lesa lög við háskólann
í Kaupmannahöfn. Að minnsta kosti er stór muntir
á máJinu á þessu og lögþingi'sdómunum síðar á öldinni.
K. J.
Anno 1703, dag 26. maji að Skriðu í Hörgár-
dal settu manntalsþingi af valdsmamiinum Lauritz
Hanssyni Scheving voru eptirskrifaðir menn til þings-
vitnis úriausnar og ályktunar nefndir um eitt og sjer-
hvað, sem á þessum stað og degi fyrir rjettinum
framfer, Jón Dorleifsson, Jón Einarsson lögrjettum.,
3
Stepháu Halldórsson, Dorvaldur Runólfsson, Halldór
Björnsson hreppstjórar, Sigfús Dórðarson og Rögn-
valdur Jónsson.
* *
*
Fram kom Sigríður Hálfdánardóttir ektakvinna
Jóns Jónssonar að Hólum, og af valdsmanniiuim
Lauritz Hanssyni auðmjúklegast óskaði svolátandi
eið af sjer að taka, að hún hvorki ung nje gömul
á sinni æfi hafi brúkað eða brúka látið þá óleyfilegu
kúnst, setn kaliast tilberi. Til hvers eiðs meðsonn-
unar Sigríður hafði hingað koma látið fimm aðrar
kvennpersónur nefnilega Dóru ívarsdóttur, Dórdísi
Aradóttur báðar ekkjur, Guðrúnu Tómasdóttur gifta,
Guðrúnu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur ó-
giftar, hverjum nálægir þingtnenn sameiginlega gáfu
fróman og erlegan vitnisburð, sömuleiðis fram báru,
að þessar greindu persónur væru hvorki skyldar njc
mægbar við nefnda Sigríði. Eptirspurbi nú valds-
maburinn Lauritz Hansson samankomna þingmenn,
hvorn vitnishurð þeir gæfi þráttnefndri Sigríði sem
og hvort þeir hjcldi hana saklausa af meðferð og
brúkun tilbera. Hvar til þeir almennilega svörubu,
ab aldrei hefðu þcir Sigríði lieyrt nema frómt og