Stefnir - 18.01.1894, Síða 2
2
S T E F N I R.
1894
hann er nú gugnaður éða sýnir nýja rögg af sér, birtist
hans kveðskapur eins og veðrabrigði eða áttaskipti hjer
á landi — eins og nýr og töluverður norðan-sperringur,
upp úr sunnan-mollu og sudda-tíð. Og pótt jeg sje
ekki viðbúinn að setja mitt nafn undir hvert lofs- eða
smjaðuryrði, sem vor pakklátu blöð hafa fært pessu
skáldi, mun pað lengi verða mælt, að hann einn hafi
haft orð og andagipt til að pýða fyrstur fyrir vorri
pjóð liinn nýja realismus í k*veðskap Norðurlanda.
J>orsteinn Erlingsson er mestur rimsnillingur, íslenzk-
astur og, ef til vill, einkennilegastur allra vorra yngri
skálda — pó hann pyki stundum spýta mórauðu. Einar
Benediktsson er skarpleiks maður og býr yfir all-
mikilli gáfu, en ekki er mjer enn ljóst, hvort braglistin
verður honnm nokkurntíma töm eða eðlileg. Sviplíkt
má segja um fleiri. Jóni Ólafssyni varnar enginn vits
og snilli í kveðskapnum sem á öðrum pingum, en lista-
skáld getur hann sjaldan heitið. Ekki heldur Einar
Hjörleifsson, en samt er Einar ágætt kvæðaskáld, pótt
hann yrki fátt. Flest kvæði hans í syrpu peirri, sem
hann ljet prenta í sumar, eru bæði frumleg og andrík.x
J>að er auðsjeð, að hann hefir litið dýpra en allir hinir
niður í lífsins bikar — ekki nautnarinnar, heldur „Grím
hinn góða“, bikar hinna beizku skoðana og hinnar botn-
lausu lífssorgar. Jeg vil í heiðursskyni við höf. nefna
kvæðin: „Eptir barn“, „Hún fölnaði11 og „Kossinn“.
J>a.ð er líka auðfundið, að Einar pekkir og er snortinn
af nútíma lyrik hins stórauðuga enska skáldskaparanda,
og veit meira um hann en glamrið um Byron einn.
J>á er J>orsteinn Gíslason með sína bók. J>eir kveðl-
ingar eru æði-ungæðislegir. J>ó er piltur pessi dável
hagorður að náttúrufari, en á eptir að pekkja lífið og
listina til hlýtar. J>á er Bjarni Jónsson og — Bjarni
Jónsson. „Við heitura allir Ólafar“, sögðu Norðmenn-
irnir, „nema formaðurinn, hann heitir Ólafur Ólafsson“.
Ísaíoldar-Bjarni kveður ekki óliðlega, en hann parf ,.að
sigla“, parf nýja skírn, eða kannske heldur nýja „barlest“
i sitt Frostafar. Menn verða ekki skáld pó inenn fari
að kenna og prjedika; menn verða pað með tvennu
móti, annaðhvort með pví, að hafa mikla frumgáfu, sem
sigrar alla erfiðleika, ellegar með pví, að leggja hart
á sig, ríða vafurloga margra rauna; pá getur stundum
mikið otðið úr litlum gáfum. En sjálfsagt verður nokk-
ur gáfa að vera til að skapa úr. J>á er Bjarni frá
Vogi með „Dauðastundina“. Kvæðið er hugsað, all-
vel hugsað og all-vel byrjað, en laklega botnað. J>að
sýnir mannvit gott hjá ungum manni, en sorglega lifs-
skoðun. Lakast er, að kvæðið er ekki vel kveðið.
Fornyrðislag má aldrei kveða eptir sig, og náttúr-
unni má aldrei lýsa eins og eptir málverki eða forskript.
Að menn yrki örvinglunarkvæði, eða nihilistisk
— eins og sjera JónBjarnason í Wpeg segir — er fyrir
sig, en pá má síður en ekki vanta eldinn, skapið.
J>að er ekki skáldskapur ef lesandinn hrífst ekki, kvelst
ekki, nýtur ekki, gleðst ekki, hryggist ekki Og livað
braglist og orðfæri snertir, er pað ekki skáldskapur,
sem lesandi og heyrandi lærir ekkert í eða man af
eins og gamnll sannleiki sje nýr og nýr sannleiki gam-
all. Braglistin er lífsins æðsta list, og hvcrsa góðar
sem sögurnar pykja og rómanarnir, mega hinir ungu
andans synir aldrei pessu gleyma. tíleymist braglistin,
verða allir pjóðskáld — eða enginn! Enn má nefna
]á Hannes Blöndal og Pál Jónsson (á Akureyri). Páll
yrkir mjög lagloga, en fátt, Blöndal laglega og margt,
kannske of margt. J>ó tekst Blöndal optlega furðu-vel
pegar efnjð er glaðværð og gamau. J>ví miður eigum
vér allt of lítið bæði af glaðværðar- og kai-lmennsku-
kvæðum. Annars hygg jeg, að hinn svo nefndi realismus
(c: liinn lakari) sje annaðhvort dauður eða í andar-
slitrunum hjer á landi, og er pá herzlukippurinn eptir,
sá, að losa andann við víl og örvinglun og yrkja með
nýrri trú á tilverunnar sannleik og samhljóðun, og með
nýrri barnslegri gleði yfir hennar eilífu „sólarhæðum“.
Mattli. Jocli.
Vestan iim haf.
Eptir
Dr. Vnlftj Gnðmtindsson.
IV.
Edínborg, 19. júlí 1898.
J>að var hátiðabragur á Edinborg daginn sem jeg
kom hingað. Framhlið flestra húsa í hinum helztu göt-
um bæjarins var skreytt með hárauðum og rauðguluin
dúkum og skjaldmerki og fánar blöstu hvervetna við
augum manna. J>að var auðsjeð, að eitthvað óvanalegt
var á ferðum, er borgin var ski ýdd í slíkt skart. En
pað var pó í rauninni engin hátíð parrn dag, heldur
var petta allt saman undirbúningur undir næsta dag
par á eptir, sem var brúðkaupsdagur hertogans afYork,
tilvonandi ríkiserfingja og dóttursonar konungs vors, og
prinsessunnar af Teck. Jann dag var líka mikið um
dýrðir hjer í borginni. J>ótt dagurinn væri virkur dag-
ur, var öllura búðum og starfhúsum lokað og dagurinn
haldinn- sem fulíkominn helgi- og hátíðisdagur. Til
pess að gjöra daginn enn pá hátíðlegri. var haldin hjer
afar-mikil hermannasýning á völlunum bak við Holy-
roodhöllina í hinum svo nefnda Drottningargarði (Queens
Park). Var par skipað í fylkingar öllu setuliði bæjar-
arins, riddaraliði, stórskotaliði og fótgönguliði. j>að var
fögur og áhrifamikil sjón, er liðið ruddist fram, einkuin
fylking Háskotanna, er sólin skein á vopn peirra og
búninga, pví á peim er litaskraut mikið og eru litirnir
bæði sterkir og skiptast vel. J>ar var viðstödd bæjar-
stjórn Edfeiborgar og borgarstjórinn i broddi fylkingar.
Brekkurnar fyrir ofan flötina, par sem sýningin fór
fram, voru alpaktar áhorfendum og voru margir peirra,
eins og nærri má geta, prúðbúnir, einkum kvennfólkið
í Ijósleitum sumarbúningi. Jafhvel á sjálfum klettun-
um og hamrabeltu,num úði og grúði svo af fólki, að pað
var álengdar cigi ósviplíkt eyjabjörgum á íslandi al-
setnum fugli.
Hjer í Edínborg er fjelag, sem hefir pað fyrir
mark og mið, að halda við aflraunum og ípróttum Há-
lendinga og örfa menn til að temja sjer pær, Heldur
fjelag petta samkomu eða fund á ári hverju hjer í bæn-
um, og fara par fram murgskonar lcikir og aflraunir,
t. d. veðhlaup bæði á fæti og á tvíhýli oða hjólhesti,
stökk, dans og pípnablástur. Afl sitt reyna menn með
pví að hefja björg, kasta pungum sleggjum í ákvcðinn
fjarska og togast um streng eða „hönk“, sem forfcður
vorir kölluðu svo. Allir peir, sem taka pátt í pessum
aflraunum og ípróttum, verða að vera búnir pjóðbún-
ingi Hálendinga. Dómarar eru skipaðir til pess að
dæraa um, hverjir bezt leiki hverja íprótt, og hljóta
peir verðlaun, sem ákveðin eru fyrir fram, og geta pau
numið pó nokkurri upphæð. J>esskonar leikmót var
haldið hjer í borginni pann 15. p. m. og var jeg par
viðstaddur. Fóru leikirnir fram á sljettri flöt moð
skciðbraut hringirm í hring, en umhverfis voru riðpallar
mcð sætum fyrir áhorfendur, og var af peim samaa
kominn hinn mesti sægur bæði karla og kvenna og