Stefnir - 13.08.1894, Blaðsíða 2
62
STEJNIR.
1894
liöfðingrjarnir sjálfir boðuðu til peirra og stýrðu þeim, eða
pá synir beztu manna í hjeruðunum, et unglingar Ijeku
eða æfðu sig. Án allra inálalenginga um þetta, viljum
vjer beinlínis skora á almenning ungra manna í öllutn
sveitum, þar sem slíku máviðkoma, að stofna leikfjelög,
sem með samþykktum reglum eða lögum hafl þann til-
gang, að fá unga menn saman á tilteknum stað og tima
i sveit hverri til að iðka og efla iþróttir og fimleik.
hverrar tegundar sem er, og ungutn mönnum þykir
sæma, svo sem glímur (eptir reglum), aflraunir, hlaup
og stökk, skot og hæfni, skilmingar, skauta- og skíðaferð
o. fl.; einnig sund, siglingar, kappróður, reiðfimi. Enn-
fremur pyrftu menn endilega að laera aptur knattleiki,
sem fornmeun höfðu að hversdags-skemmtun, ogallaraðrar
þjóðir en vjer iðka enn í dag, enda geta stúlkur allt eins
tekið þátt í þeim. Sjálfsagt þarf nú meir að gjöra en að
fá einhverja sveitunga til að riða á vaðið og stofna slíkt
leikfjelag, því mest ríður á formanninum eða leikstjúr-
anum (hann ætti helzt að vera einn og með vel ákveðnu
vaidi), og svo kennurum i hverri grein. Engin íþrótt
lærist að gagni nema fyrir góða tilsögn, enda verður
það einhver mesti erfiðleikinn fyrst í stað, að fá til slíka
menn. J«ó er í þessu efni sem fleirum mest komið undir
áhuga manna, að menn bæði skilji nytseini slíkra framfara
og þann sóma og menningu, sem hver maður og þjóð má
afla sjer með íþróttum sínum og inanndómi. Útlendur
íþróttamaður, hinn nafnfrægi Burton, komst einhverju
sinni svo að orði um oss Islendinga:
„Forfeður þessara manna (>: ísl.) voru í fyrri daya
frœgastir vaskleikamenn til íþrötta á 'öllum Noröurtöndum;
nú eruþeir dauðýfli, sein varla lcunna að ganga upprjettiv1.
Góðir landar! rekum af oss slikt ámæli, og þó vjer
hvorki höfum hermenn eða böðla til að berja oss úr kengn-
um og kenna oss að bera oss eins og ungir menn gjöra
í öðrum löndum, sem þess konar læra, þá mönnum oss
því heldur sjálfir og rekum af oss slikt ámæli.
M.
Nöfnin á læknaumdæmum lands vors.
Nöfnin á hinum ýmsu nýju hjeruðum, sem hinir nýju
læknar eru skipaðir til að þjóna — eða rjettara að segja:
nafnaleysi — eru mjög óviðkunnanleg og óglögg. Fæstir
muna hvar þetta 1„ 2., 5., 13., 17. o. s. frv. hjerað liggur,
og þótt menn aptur og aptur lesi og heyri, að Pjetur eða
Páll sje skipaður læknir fyrir pann eða þann tölulið hjer-
aða, eru flestir jafnnær. pessi númera-nöfn, sem eru auðsjá-
anlega skrifstofusmíði, eiga allsekki við, eru ekki notuð nje
verða notuð af almenningi, og ættu að afnemast sem allra
fyrst af blöðum og yfirvöldum. Hvert læknishjerað þarf
að nefna og einkenna eptir aðalsveitinni, sem lækn-
irinn þjónar, eða þá að kenna embættið við heimili lækn-
isins eða kaupstaðinn, búi hann í kaupstað. J>annig fer
alþýða að, hún segir: læknirinn á Sauðárkróki, á Akureyri,
á Húsavík, á Yopualirði, Seyðisfirði og Eskifirði. Stundum
kenna menn læknirinn við heiinili hans: læknirinn iNesi,
læknirinn á Bæ o. s. frv. Jeg hefi nú sjö umsextugt, og
minni mig rjett, kenndi hún amma mín sáluga mjer kver-
ið mitt á 9 vikum — að hún sjálf sagði, — en það er
mjer aptur farið, að ekki man jeg sein stendur við hvaða
skrifstofutölu læknirinn hjerna í mínu hjeraði er kenndur,
hvert það kallast 2., 3., 15., 19., 1900. •— eða hvað.
Styrbjörn Sturlaugsson.
Setning alþingis.
Sjera þórhallur prjedikaði. — þ>in=nienn allir mættir
nema Kl. Jónsson, sem ekki er væntanl. og L. E. Svb.,
sem var veikur. Benedikt Sveinsson kom með »Vágen«
um morguninn.
Prófun kjörbrjefa tók all-langan tírna. Kosningakær-
ur komu fram úr Mýrasýslu, er fóru fram á, að kosning
þingmannsins væri gerð ógild; færa þeir ýmislegt til, en
þó einkum það, að kjörstaður hefði verið færður og kjör-
fundur boðaður með minni fyrirvara en lög heimta. —
J>ingið komst að þeirri niðurstöðu, að fresta úrslitunumog
láta nefnd þá, er ráð er fyrir gert í 3. gr. þingskapanna,
fjalla um kærurnar. Meðan bíður þingmaðurinn Halldór
Danielsson án þess að hafa þingmannsrjett.
Forseti sameinaðs þings kosinn B. Sveinsson með 20
atkvæðum. Tryggvi fjekk 8 atkv.
Varaforseti eptir þrítekna kosningu: Tryggvi Gunnars-
son með 16 atkv. Sighvatur fjekk einnig 16atkv., og rjeð
hlutkesti.
Skrifarar: þorleifur Jónsson með 29 atkv. og Sig-
urður Stefánsson 27 atkv.
Ivosnir til efri deildar: Sigurður Stefánsson 30 atkv.,
Sigurður Jensson 30, þorleifur Jónsson 30, Guttormur
Vigfússon 29, Jón Jakobssou 25, Jón Jónsson frá Bakka-
gerði 22.
Forseti neðri deildar: J>órarinn Böðvarsson m. 15 atkv.
Varaforseti: Ólafur Briem með 14 atkv.
Skrifarar: Einar Jónsson 20 atkv., Guðlaugur Guð-
mundsson 17 atkv.
Forseti efri deildar: Árni Thorsteinsson (öll atkv.)
Varaforseti: Lárus með 8 atkv.
Skrifarar: Hjaltalín og jþorleifur.
LÖGFERJA Á AKUREYRAR-POLLI.
Meðan engin brú er á 'Eyjafjarðará undan Gili, og
enda þó brú kæmist á, er mikil þörf á fastri ferju eða
lögferju með ákveðnum tolli við Pollinu lijer, og munu
cinkuin flestir J>ingeyingar og aðrir, sein hingað sækja
norðan yfir, mjög sakna slíks farargreiða. Leirurnar eru
lengst af árinu ófærar eða illfærur, enda aðeins færar um
fjöru. Vegurinn ytir Hólmavöðin bæði opt slæmur og nú
þar á ofan bannaður af eigendum og notendum hólmanna.
Vaðið við Gil er hæði æði-afskekkt og úr vegi, þar liann
liggur kringum heila sveit suður frá beinni leið liingað
yfir heiðina, og svo er Gilsvað einatt hvorki reitt eða ferju-
fært sakir dýpi, misdýpi, grynninga eða bleytu. Flutning-
ar á bátum frá Hallanda og Veigastöðum. svo og hjeðan
og yfir tíðkast að vísu^ en eins opt ber við bæði lijer og
á bæjunum, að livorki eru menn til að ferja til taks nje
ferjan heklur. Úr þessu vandræði má eingöngu bæta með
lögskipuðum ferjuin. Ættu þær að vera tvær: önnur frá
Veigastöðum, en hin frá Hallanda og flytti sú til Oddeyrar.
f Hinn 9. júním. s. 1. andaðist að Veturliðastöðuin í
Fnjóskadal húsfreyja SIGURB.IÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
77 ára gömul, ættuð úr Eyjafirði. Hún var tvígipt; fyrri
inaður hennar lijet Jónas Bjarnason, og bjó á Veturliða-
stöðum. Eptir missiris-sambúð þeirra andaðist hann, og
eignuðust þau hjón eitt barn. Síðan gekk hún að eiga
Sigurð Davíðsson frá Reykjuin i Fnjóskadal, sem enn lilir
og býr á Veturliðastöðum. Lifðu þau 43 ár í farsælu
hjónabandi og eignuðust 5 börn. Af þeiin lifa 2 piltar,
Davíð og Sigurður, báðir mjög duglegir menn og vellátnir.
Sigurbjörg lieitin var góð kona og mjög vel þokkuð
af öllum, er hana þekktu. Hún var og hin bezta búkona
og manni sínum samhent í öllu, enda bjuggu þau hjón
alian sinn búskap miklu sóinabúi á Veturíiðastöðum.