Stefnir - 15.12.1894, Side 3

Stefnir - 15.12.1894, Side 3
1894 S T E F N I R. 99 Se}’ðisíjörð, ásamt mestöllum vörum, sem i þeim voru. Alls brunnu 9 hús, smærri og stærri, verzluninni til- heyrandi; par af voru 3 pakkhús, búð og íbúðarhús. Eldurinn kom upp á pann hátt, að búðarpiltur kastaði frá sjer logandi eldspýtu í herbergi áföstu við búðina, par sem steinolía var inni, og kviknaði pegar í olíunni og laust logunum samstundis um allt, enda var veður ákaflega hvasst og vindstaða hin versta. Reikningsbók- um verzlunarinnar varð bjargað og ofurlitlu lauslegu úr búðinni, en annars brann allt, er í húsunum var, og par á meðal innbú verzlunarstjöra E. Hallgrímssonar, nema dálítið af sængurfötum. J>etta mun vera hinn stærsti eldsvoði, sem orðið hefir hjer á laudi svo sögur fari af, enda er skaðinn ákaflega mikill. Hús og vörur Grránufjelagsins munallt hafa verið vátryggt, en ekki eignir verzlunarstjórans. Vaðiaumbað var 12. okt. s.l. af landshöfðingja veitt hr. umboðsmanni St. Stephensen á Akureyri, en í pví umboði eru allar pjóðjai’ðir Eyjafjarðarsýslu, að undan- skildum 5 jörðum, sem nú nefnast Möðrufells-spítalajarð- ir, og eru enn sjerstakt umboð. Norðursýsluurrtboðinu, sem innibindur pjóðjarðir í {>ingeyjarsýslum, er nú slegið upp, og verður pað veitt frá næstkomandi fardögum. Rússakeisari dáinn. „Austri'* segir að frjetzt hafi til Seyðisfjarðar 15. f. m., að xVlexander 3. Rússakeis- ari hafi dáið snemma í sama mán. Hann hafði lengi verið veikur, að sögn bæði á sál og líkama. Hr. 0 Wathne hefir fengið útmældan grunn á Oddeyri, og mun láta byggja par næstkomandi vor. Búnaðarskýrsla. Eptir búnaðarskýrslu Akureyrar- kaupstaðar fyrir p. á. hefir fjáreign kaupstaðarbúa verið: 35 kýr, 162 ær með lömbum, 26 geldar ær, 86 gemling- ar, 12 sauðir og hrút.ar, eldri en veturgamlir, og 40 hestar og hryssur. Alls hafa peir heyjað 729 hesta af töðu og 852 hesta af útheyi, fengið upp 762 tunnur af kartötíum, 27* l 2 3/2 tunnu af rófum og næpum, skorið 2733 hesta af mó, og sljettað á túnum 700 □faðma. Tíðarfar hefir nú síðastliðna d:iga verið heldur vetrarlegra en áður, talsvert frost og pokufullt lopt með nokkru fjúki við og við, pó er snjór heldur lítill enn hjer í sveit. S M Æ L K I. það var annað mál. Guðrún (við Sigríðisystur sína): »Jeg heyrði glöggt að pú kysstir einhvern áðan hjerna inni í stofunni. O, hvað pað er vemmilegt!« Sigríður: »En heyrðu, góða, petta gjörðir pú líka einu sinni«. Guðrún: »Já, en jeg kyssti bara kærastann minn«. Sigríður: »En pað var líka kærastinn minn, sem jeg var að kyssa«. Hirðirinn. Prestur nokkur. sem var að spyrja börn, líkti sjálfum sjer við hirði; síðan spyr hann eitt barnið: »Hvað gjörir liirðirinn við hjörðina sína?«. »Klippir hana meðan hún lifir og jetur hana pegar hún er dauð«, svar- aði barnið. Neglurnar. Vísindamaður einn hefir reiknað út, að neglur á manni vaxi í 70 ár 7 fet og 9 pumlunga. ÓSKILAKINDUR, seldar i Ljósavatnshreppi, haustið 1894. 1. Hvítur sauður veturgamall. mark: markleysa hægra biti framan vinstra. Brennimark: J Kr Gr 2. Hvít lambgimbur, mark: Markleysa hægra, miðhlut- að í stúf v. 3. Hvítur lambgeldingur, mark: sneiðrifað fr. h., stýft biti fr. v. Hvarfi 28. nóv. 1894. J. S i g u r g e i r s s o n. ÓSKILAKINDUR, seldar í Reykdælahreppi haustið 1894. 1. Lamb, mark: stúfrifað h., sneiðrifað apt. v. 2. —■— mark: hamarskorið h., hoilrifað v. 3. Ær mylk, raark: stýft biti fr. h., sneiðrifað a. v. Reykdælahreppi 1. des. 1894. B e n e d i k t J ó n s s o n. 68 dyraklukkunni og spurði eptir honum. — Lundbergvar heiina og Níels var boðið inn. Níels bar pegar upp erindið; öll feimni og ótti voru liorfin; hann var næstum pví heimtufrekur. Hon- um lá á peningutn og vildi endilega fá pá, og Lundberg, ltann kaupmannssonurinn gæti eflaust lánað, ef hann bara vildi hjálpa nauðstöddum náunga; hann skyldi borga pað allra bráðasta, kannske fyrir ntánaðarlokin; en nú mátti hjálpin ekki bregðast. Lundberg hjelt áfram að reykja. »Hvað kallið pjer að borga pað allra bráðasta?« spurði hann loksins. »Svo fljótt sem jeg get; pegar mjer er pað tnögu- legt — pað allra fyrsta«. »Og hvaða tryggingu hafið pjer?« »Trygging! — áreiðanlegt loforð. — Getur pað ekki dugað?« »Loforð — áreiðanlegt loforð. J>jer baldið kannske jeg láni gegn tómu loforði. Hvaða trygging er í pví? Jeg gef ekki mikið fyrir pennan áreiðanleik. Finnst yður annars sæmilegt að biðja og nauða uin lán, eins lítið og við erum kunnugir?« Níels varð dreirrauður; hann fyrirvarð sig — svo reiddist hann og gekk snúðugt burtu án pess að segja eitt orð. f>egar heim kom mætti konan, sem leigði honum herbergið og sá fyrir fæðinu, Níels í dyrunum með brjef, sem var til hans. Níels pakkaði. — Vingjurnlega andlitið henuur veitti 65 og á nú ekkert til í bráðina». það var hin preytta vingjarnlega rödd ekkjufrúar Berg sem svaraði. Níels stóð hægt á fætur; snöggur roði rann í fölu, mögru kinnarnar. Hann tók hatt sinn og ætlaði út, en áður en hann var búinn að snúa sjer við, var Sofía koinin fram fyrir dyrnar. Inni í herberginu sló í pögn; móðirin reyndi árangurslaust að dylja tárin, sem streymdu niður kinn- arnar. Niels hleypti brúnum og prýsti fast saman vörunum; eptir roðann varð hann gráíölur. Sofía lauk upp hurðinni og paut inn með fullt fangið. »Nú skulum við slá upp veizlu. Hjer er hálfur humri handa pjer, Níels, og pjer pykir góð kálfskjöts- steik, frændka; mjer geðjast nú bezt að saltkjöti og osti. Svo er hjer öl, nóg öl. Setjist pið bara niður og smakkið á rjettunum, jeg veiti«. Bæði neituðu, en hún bað pau svo vinsamlega og vel, að pau ljetu á endanum tilleiðast. Maturinn var ungu elskendunum sjerlega munntamur, Níels borðaði með slíkri lyst eins og hann hefði lengi fastað. — Sofía sinurði brauðið, hellti ölinu á glösin og bauð peim; svo kryddaði hún matinn með fjörinu, kryngilegum orðum og hlátri. Niels gleymdi öllu andstreyminu, og gamla konan reyndi að kefja óttann og angrið með pví að horfaá lífið með sömu augum og pau gerðu. Saintalið hneigð- ist að tíðarfari og veðrabrigðum, að kunningjunum og hversdagslífi mannanna, að hinu og pessu, en all ekkert að sameiginlegri sorg peirra sjálfra nje örbyrgð.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.