Stefnir - 08.06.1895, Page 2

Stefnir - 08.06.1895, Page 2
46 S T E P N I E. 1895 pantar fjel. eptir verðlagsskrám með myndum og hefir að jafnaði heppnazt vel.* — Utdráttur úr pessari frásögu minni verður pví: 1. að vörur pær, sem K. f». hefir fengið, hafi verið vel imeðal- lagi að gæðum yfirleitt, pegar horið er saman við pað, sem menn pekkja hjer, og slæmar vörur verið aðeins hreiu undantekning; 2. að fjelagsstjórnin hafi gert sjer talsvert far um að panta vandaðar vörur og innleitt áður ókunnar og góðar vörur, t. d. klofnar baunir í stað heilbauna, heil- rís í stað hálfríss, og haframjöl, sem kemur í stað rúgs eða bankabyggs í grauta. Sömuleiðis hefir hún aflað sjer upplýsinga eptir fonguin um allar iðnaðarvörur, til pess að geta pantað pær sem nákvæmast eptir eigin geðpótta og kröfum fjelagsmarma, og alls ekki látið umboðsmennina einráða í pessu. Má benda á ýmsar vörur, sem af pess- um orsökum hafa komið hentugri og betri en áður, t. d. eins og sápuna; 3. að umboðsmenn fjelagsins hafa einmitt stutt, en ekki hindrað, fjelagsstjórnina í pessu; peir hafa bæði hvatt til að kaupa góðar vörur, og varað við peim, sem auðvelt væri að svíkja. ISfú veit jeg ekki betur, en að hin pöntunarfjelögin, sem skipta við pá Zöllner og Yídalín hafi fqngið að mestu leyti hinar sömu vörur og Kaupfjelag pingeyinga og um pöntunarfjelögin við Eyjafjörð pekki jeg að meginvörurnar hafa komið pví nær eins til peirra. Jeg hefi pví leitt fram reynzlu Kaupfjel.|>ingeyinga í pessu efni sem sýnis- horn af pví, sem almennast á sjer stað um kaupfjelögin. Hefði. herra Ármann sagt að pöntunarfjelögin væri ekki komin nógu langt í pví, að vanda eða láta vanda að- fluttu vörurnar, pá hefði jeg verið honum samdóma. En að neita peim um viðleitni og alla sinnu í pá átt, er fjar- stæða, og hana pykist jeg nú vera búinn að hrekja. Gfeta mætti pess, að pöntunarfjel. hafa einmitt vakið upp kröfur um betri vörur. Með pví að innleiða fjöl- breytilegrí tegundir, með pví að gefa fjelagsmönnutn færi á að hafa áhrif á vöru útvegurnar og með pví á margan hátt að hrinda gömlum vana hafa pau vakið meðvitund manna í pessu efni eins og fleiru. Gautlöndum í apríl 1895. I*ingnsálafuiHl hjeldu Eyfirðingar á Akureyri 4. p. m. Á fundinum mættu um 100 manns, karlar og konur, par á meðal nær 40 kjörnir menn úr flestum hreppum sýslunnar til að kjósa tvo menn til að mæta á |>ingvelli 28. p. m. Alpm. Jón Jónsson frá Múla mætti á fundinum, en hinn pingmaður kjördæmisins, Kl.Jónsson sýslumaður, var fjærverandi. Hið helzta sem rætt var á fundinum var petta. Stjórnarskrármálið. Eundurinn skorar á pingið að sampykkja úbreytt stjórnarskrárfrumvarp pað, sem sam- pykkt var á aukapinginu 1894, og felur jaingvallafundar- fulltrúum sínum að halda pessu fram. Um háskólamálið, afnám hæstarjettar i Dan- mörku sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum, kjör- gengi kvenna, hluttöku safnaða í veitingu brauða og búsetu fastakaupman na, voru sampykkt- ar í einu hljóði samhljóða tillögur um að skora á pingið að halda peim málum eindregið fram nú eins og áður. Um afnám eptirlauna var í einuhljóði sampykkt svólátandi tillaga: Eundurinn skorar á alpingi að semja *) Smíðaðar járnvörur befir fjelagið pantað í fleiri .ár f'rá At- kinson Bros. Milton Worlcs í Shef'field (stundum frá Taylor í Sheffield). Lampa, lampaglös og' pjáturvorur, tinaðar og gleruðar, frá Carl Mörck í Km.höfn; ofna, eldstór, potta og annað steypijárn frá Anker Heegaard í Km.höfn. Á þessa menn og fleiri, sem keypt er hjá, vísar fjelagsstjórnin. lög um algjört afnám eptirlauna, eða að færa pau niður að minnsta kosti uin helming. |>á lýsti fundurinn í einu hljóði óánægju sinni yfir framkomu landshöfðingja, sjerstaklega viðvíkjandi tillögum hans til stjórnarinnar um neitun lagafrumvarpanna frá síð- asta pingi. Eundurinn skoraði á pingið að afnema með lögum allar gjafsóknir nema fyrir öreiga. Samþykkt var í einu hljóði að skora á pingið að koma á realkennslu við lærðaskólann í Reykjavík, pannig að námstíminn í skólanum s j e a 1 Is s j ö á r, og inntöku- skilyrðin hin sömu og eru við Möðruvallaskólann, 3 neðstu bekkirnir sjeu realbekkir; og að á Norðurlandi sje priggja ára realskóli, sem samsvari algjörlega realbekkjum Reykja- víkurskóla, pannig að piltar útskrifaðir af norðlenzka real- skólanum, geti gengið próflaust inn í 4. bekk Reykjav.skóla. Eundurinn skoraði á alpingi að sampykkja ný lög um breyting á gjöldum sem hvíla á jafuaðarsjóði. Fundurinn skoraði á pingið að breyta lögum um flutning purfamanna, pannig, að yfirvöldunum verði gjört að skyldu, að senda purfamenn á framfærslu hrepp sinn á svo bein- an og mannúðlegan hátt, sem hægt er, helzt með strand- ferðaskipunum, og að kostnaðurinn við fiutninginn verði greiddur úr landssjóði. Eundurinn skoraði á alpingi að breyta lögnrn um burðargjald með póstum innanlands undir blöð og bækur í krossbandssendingum, pannig að borgaður sjeu 1 eyrir undir hver 5 kvint. í samgöngumálinu sampykkti fundurinn svolátandi til- lögu: 1. að rjett er að verja sem mestu fje að landssjóði er fært til góðra vegagjörða og_ brúa á landinu, 2. að ferðir milli út.landa og Islands og sömuleiðis gufuskipa- ferðir og gufubátaferðir með ströndum fram sjeu gjörðar sem hagfeldastar og fje varið til pess, og 3. að pingið stuðli að pví, svo sem með pingsályktunum og loforðum um fjárframlag, að vjer komumst sem allra fyrst í frjetta- práðasamband við útlönd. Lýsti fundurinn yfir pví, að hann teldi hinni dönsku stjórn skylt að lcoma slíku sambandi á og kosta pað. Eundurinn skoraði á alpingi að veita fje í fjárlögun- um til gufubátsferða um Eyjafjörð, eptir sömu reglum og í sama hlutfalli, sem pað hefir áður veitt fje til peirra sýslufjelaga, sem nú hafa komið gufubátsferðum á. Eundurinn vildi að þingið veitti enn sem fyrri styrk til búnaðarfjelaga og helzt að hann yrði aukinn um 10,000 kr. á fjárhagstimabilinu. Einnig skoraði hann á alþingi að fullnægja nú pegar peirri grein bankalaganna er heimilar að stofna útibú landsbankans á Akureyri. Skúla-málið. Sampykkt var í einu hljóði svo- látandi tillaga: Eundurinn lýsir megnri óánægju yfir öllum málarekstrinum gegn sýslumanni Skúla Thoroddsen á ísafirði, og mótmælir pví, að kostn- aður sá, sem af málinu leiðir, falli á landssjóð. Jafnframt skoraði fundurinn á pingið að krefjast pess af stjórninni að setja Skúla sýslumann aptur tafarláust inn í embættj sitt, og að hún gjaldi houum fullar skaðabætur fyrir embættismissinn. Að lokum voru kosnir þingvallafundarfulltrúar, lienn- ari Stefán Stefánsson á Möðruvöllum og bóksali Friðbjöru Steinsson á Akureyri, og til vara sýslunefndarmaður Páll Hallgrímsson í Möðrufelli og Guðmundur Davíðsson bóndi á Hofi. Eleiri mál urðu ekki tekin til umræðu sökum tímaleysis. Sýningarskýrslan frá Grund verður að bíða næsta blaðs.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.