Stefnir - 08.06.1895, Qupperneq 3

Stefnir - 08.06.1895, Qupperneq 3
1895 S T E F N I R. 47 Sameinaður sýsiufundur þingeyjarsýslu og Eyjafjarð- arsýslu var haldinn á Akureyri 5. p. m. til að ræða um að koma upp tövinnuvjelum, með tiistyrk beggja sýsln- anna, annaðhvort á Oddeyri eða Húsavík, en af 'peirri sameining gat ekkert orðið. Menn hjeidu svo sem ekki kyrru fyrir í peirri á- gætistið, sem var um haustið. Karl í Kothúsi átti líka erindi norður að sjó, eins og hinir piltarnir. Á leiðinni kom hann við hjá kunningja sínuin og páði hjá honum kaffi og brennivín; fór paðan dálítið glaður, bæði af hressingunni, veðurblíðunni og spor- ljettum hesti, sem hann reið. |>að voru mörg ár siðan að eins ljett hafði verið yfir gamla Karli og pá. Skuldirnar prengdu ekki jafn- í'ast að honum og verið hafði öll baslárin, meðan hann var að koma fram barnahópnum sínum. J>að fór nú að síga á seinni hluta með að borga hreppsskuldina, sem Jiafði legið eins og helsi um háls hans, frá pví hann bjó í Tröð, og örbyrgðin knúði hann til að biðja um sveit- arstyrk. — Hann komst í 500 kr. skuld við hreppinn, áður en hann sjálfan varði. Nú voru pó varla eptir nema 70, ef Jón á Steinum hefði borgað pær 30, sem hann hafði lofað um sumarið. Kierri sloppinn! —• Ef vel ljeti í ári, gat öllu verið lokið næsta haust og hann haft frið fyrir pessum sí- felldu kröfum oddvitans. Böruin voru komin í sjálfstæða stöðu og revndust bæði sparsöm og samheldin, svo Karl hafði beztu vonir um framtíð peirra og athvarf fyrir sig í ellinni, Leiðin lá við vallargarðinn hjá umboðsinanninum á Velli, óg par var að sjá gestkvæmt eins og vant var. En Valgarður á Velli var líka oddviti hreppsnefnd- arinnar — pað mundi Karl ofurvel, pví hann hafði svo opt minnt hann á að borga skuldina, og pað ótvírætt og greinilega. Karl var á tveím áttum, hvort hann ætti að koma við eða ekki; honum lá við að skreppa í keng framan við háreistu húsin á Velli og harðlega svipinn oddvit- ans. En hann átti : erindi við einn af heimamöunum par, og stóð með betra móti að vígi — pegar ekki var meira eptir en eitt gripsverð af allri súpunni. Gfestir hvörfuðu par á hlaðinu og einir tveir eða prír heimamenn. J>eir tóku til að spyrja gamla Karl eptir tíðindum og hann að tína altt pað til, sem frjettir gátu heitið ; einkum Ijet hann vel yfir, hvað sláturíjo reyndist frá- lagsvænt par fremra og hvað tiðin væri óvenjulega góð. Talið gat vel heyrzt inn í stofuna. Valgarði varð litið út um gluggann, hætti samræðunni við gestina, sem hjá honum sátu, stóð svo skyndilega á fætur og snarað- ist fram í stofuganginn ; rak par fótinn í Mörð, sem ekki hafði htigann á öðru en einni veggjarholu við lopts- gættina; honum virtist hún veiðileg. Valgarður risti greinilega á, varpaði sjer svo fram í bæjardyrnar og út á hlaðið. Karl tók undir eins eptir að hann kom út, tök til húfunnar og heilsaði honum berhöfðaður og mjúkflr í máli. En pað varð ekki langt lófatak og heyrðist lítið til kveðjunnar umboðsmannsins. Hann stóð parna, hár vexti, bústinn og stæltur, framan við gamla Karl, lágan, lotinn og ekki mjög upp- stærtan, par sem hann hugði niður í hlaðið. „Ertu kominn til að borga skuldina? J>ú hefir lít- inn lit sýnt á pví petta árið, svo pað er kominn tími til pess, að mjer finnst11.' „Jeg á von á að búið sje að borga eitthvað af henni í reikninginn yðar11. „Og eklci hefi jeg nú orðið pess var enn pá. Mjer virðist einhver vífilengjubragur yfir pjer líka, svo jeg get efast um að pú hafir átt von á pví“. „Jú, víst var mjer lofað pví, og jeg skil ekkert í Jóni á Steinum, hafi hann ekki gert pað“. „Hann hefir ekki skrifað eyrisvirði inn til mín. — Ætlarðu að fara fram á að jeg ljúgi pví. — J>akka pjer fyrir. — En jeg pekki hvað pjer er ljett um að borga skuldir og standa í skilum“. „|>að má merkilegt heita —- jeg get varla trúað pessu“. Og Karl leit snöggvast spyrjandi til umboðs- mannsins. „J>ú raátt til að trúa, hvort pú vilt eða ekki — skalt mega til, hróið mitt. Höh, höh, höh!“ „það var nú verri sagan. — Sem stendur hefi jeg ekkert, og . . . „Hvaða helvítis refjar og vöfiur eru petta----------- Jeg skal kenna pjer hvað pað kostar að svíkja alltaf“. Valgarður preif með hægri hendi í hvíta, síða höku- skeggið, hnykkti til og hrakti Karl dálítið, og sneri svo gam- almennið niður eins og ullarvindil—bara með annari hendi. Takið var ágætt og oddvitinn vaskleiksmaður. Svo sneri umboðsmaðurinn sjer snögglega við og gekk snúðugt inn í dyrnar aptur. Við stofuganginn mætti hann Merði, sem velti mús- argrisling með hægri löppinui, sleppti honum, greip liann aptur með kjaptinum og urraði við — í pví kom sparkið. „þarftu alltaf að fiækjast íyrir, helvítis skelmirinn11. Valgarður sneri iun göngin til baðstofunnar, en Mörður stóð undrandi eptir og steindauður grislingur- inn framan við á gólfinu. t>egar gamli Karl komst á fætur, skundaði hann suður fyrir fjóshlöðuna, settist par niður á dyraprepið og stundi, en tárin runnu niður kinnarnar, eitt eptir annað, streymdu niður i skeggið og vættu pað. Og all- ar raunir vöknuðu, allt pað mótdræga og erfiða lifnaði og vaktist upp. Nektin og hungrið, sem pjáði hann sjálfan, konuna og börnin sex, ferðin til hreppsnefndar- innar og andprengslin, sem hálfkæfðu orðin, pegar hann fór að tala við hana, allt sem hafði sært hann sern sveitarpurfa, öll atvik og orð, meðan hann var að greiða skuldina. Allar pessar pögulu vofur tróðu tilfinningu hans pungt, pegjandi og helsárt. Gat hann aldrei orð- ið frjáls? Mátti hver sem vildi skeggtoga hann •—• fylgdi pað pessari skuldabyrði? Að sparka og rcita fannst honum hafa orðið sjer drýgst í mæliuum nú á síðkastið. Hann var staðráðinn að borga hreppsskuldina sem allra fyrst; með pví var helzt hægt að strjúka um frjálst höfuð. Einn gesturinn færði honum hestinn, talaði alúðlega við hann og bauð að verða samferða eitthvað par norð- ur eptir. Karl varð grátfeginn pessu hlýlega viðmóti, og reið dapur og harmsfullur frá reisulega stórhýsinu á Velli og dugnaðar óddvitauum par. Vesalings gamli Karl í Kothúsi vildi ekki hætta til meiri viðskipta við umboðsmanninn á Velli og engir urðu heldur til að fýsa hann pess.

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.