Stefnir - 24.03.1899, Page 1
Argang. 24 arkif. Verð 2 kr.. er-j
lcndis 2 kr. 50 a. Borgist fyrirj
lok júlím. Uppsögn ógild r.ema!
komin sjo til útsolumann* 1. okt.
>Tr. 4.
Sýslufuiidur Eyflrðinga.
var settur á Akureyri 13. þ. m. Sýslunefnd-
armennina úr Arnarness- og Hrafnagilshreppi
vantaði, en Stefáni bónda í Fagraskógi var
Veitt málsfrelsi ,og tiliögurjettur á fundinum,
pað heizta, er gjörðist þar, og í frásögur
þykir færandi, er þetta:
Lesið var brjef nokkurra búfræðinga í
Kvík um, að veita að minnsta kosti einum
búfræðingi styrk til, að mæta á búfræðinga-
fundi í Keykjavík í sumar. Nefndin sá sjer
eigi fært, að 'sinna þessari beiðni.
Samþykkt var, að leggja niður Garðsár-
rjett, og byggja aðalrjett hjá p>verá.
Út af endurskoðun á skýrsluformi um
fjárskoðanir, gjörði nefndin svohljóðandi sam-
þykkt:
«|>ar eð sýslunefndinni erkunnugtum,
að lög þau, spm hjer er um að ræða,
(horfellislögin) hafa vakið almenna óá-
nægju, bæði að því er snertir fram-
kvæmd þeirra óg væntaniegan árangur,
virðist nefndinni æskilegast, að þeim yrði
breytt liið allra fyrsta, eða afnumin.
Sýsluvegagjaldið þetta ár var haldið að
mundi verða 1200 kr. og í sjóði voru 126 kr.
Samþykkt er, að verja þessu fje þannig: Til
hreppavega: í Öngulsstaðahreppi 50 kr., í
Saurbæjarhreppi 50 kr., í Glæsibæjarhr. 50 kr.,
í Skriðuhr. 80 kr.; til sýsluvegagjörða: í
Arnarneshr. 300 kr., í Svarfaðardal 200 kr.,
í Hvanneyrarhr. 200, til brúargjörðar á Hörgá
300 kr., til brýnustu aðgjörða á sýsluvegum
126 kr. = 1326 krónur.
Sýslunefndin gaf oddvita sínum fulltum-
boð til, að taka 2000 kr. lán handa spítalan-
um á Akureyri.
í nefnd, til að semja reglugjörð handa
spítalanum, voru þeir kjörnir Magnúsá Grund
og Eggert á Tjörnum (af bæjarstjórnarinnar
liendi voru kosnir í þá nefnd amtm. P. Briem
og verSlunarstj. Eggert Laxdal, í þeirri nefnd
eru og sjálfkjörnir sýslumaður og læknir).
par sém breytingar á fiskiveiðasamþykkt-
inni, er gjörðar voru í fyrra, náðu eigi sam-
þykki amtsins fyrir formgalla, var nýtt frum-
varp til fiskiveiðasamþykkta samþykkt nú í
syslunefndinni, gjörir það hinar sömu breyt-
ingar á hinni giidandi samþykkt, og farið var
fram á í fyrra, og að auki var nú breytt
tímatakmarkinu, sem lína rná ekki liggja i
sjó, þannið, að frá 1. maí til 1. september,
mogi lína ekki liggja í sjó frá kl. 8 að kveldi,
til kl, 1 e. m. þ>essari breytingu var fært
það til meðmælis, að Svarfdælir, og jafnvel
Ólafsfirðingar, sem eiga langróið, þurfi á sumr-
um að róa út meöan næturlognið sje, og vera
búnir að draga línurnar þegar hafgolan kem-
ur, einkum þar sem útvegurinn sje nú að
S T E F NIR.
Sjöundi árgangur.
Akureyri, 24 marz.
færast í það horf, að hafa færri menn á hverj-
um bát, línur styttri og að leggja þær optar
en einu sinni yfir daginn.
Samþykkt var ailítarleg reglugjörð fyrir
kvennaskólann, og var hennar hin brýnasta þörf.
Stjórnarnefnd skólans var kosin : Sýslumaður,
Eggert Davíðsson og Stefán kennari Stefáns-
son.
Samþykkt var, að veita '80 kr. til sund-
kennslu, í von um jsvipaðan styrk úr lands-
sjóði.
Hafliða Guðmundssyni á Siglufirði var
veitt veitinga leyfi.
Sýslunefndin fól oddvita sínum, að ann-
ast um, að nægilegt bóluefni til bólusetning-
ar á sauðfje yrði til næsta haust, enn frem-
ur skoraði sýslunefndin á þá hreppa, í hverj-
um bráðapest er vön að gjöra vart við sig,
að annast um, að einn eða tveir hreppsbúar
lærðu sem fyrst aðferðina við bólusetningu
sauðfjár.
Samþykktir voru reikningar tóvjelanna
fyrir árið sem leið. Kom það í ijós, að hús,
vjelar og vatnsleiðsla eru komnar upp á hátt
á 18 þús. kr„ upp í það liefir verið fengið
að láni um 17 þús. en af vinnuarði vjelanna
gengið til þessa um 800 kr. Um áramótin
áttu þær þó um 400 kr„ en nú fara í hönd
árlegar afborganir á láninu og vaxtagreiðslur,
og virtust litlar líkur til, að vjelarnar einar
fengju reist rönd við þeim útborgunum, þó
allt gengi vel. Samþykkt var því, að fá af-
borgunarfrestinn lengdan úr 15 árum í 25 ár.
Samþykkt var ný reglugjörð fyrir vjelastofn-
unina, eptir lienni hefir vjelastjórinn mesta
framkvæmd milli sýslufunda, en sýslunefndin
velur honum 1 meðráðamann og einnig velur
bún tvo reikningsskoðara. Meðráðamaður
var kosinn Friðrik kaupmaður Kristjánsson.
f tilefni af uppástungu frá oddvita, var gjörð
svohljóðandi samþykkt:
nSýslunefndin og bæjarstjórnin álíta
mjög æskilegt, að fullkomnar ullarvinnu-
vjelar komi hjer upp sem fyrst, og áiykt-
ar, að skora á landsstjórnina, að leggja
fram allt að því helming af því fje úr
landssjóði, sem til þess þarf að koma
slíkum vjelum upp, — að minnsta kosti
50,000 krónur — en veita hinn lielm-
ing fjárins að láni með sem vægustum
kjörum, ef sýslurnar í Norðuramtinu
fara þess í sameiningu á leit, að fá þetta
fje.»
Allmargar útsvarskærur frá jarðeigna-
mönnum í Skriðuhreppi komu fram á fundin-
um, ogvoru lesin upp löng brjef þeim viðvíkj-
andi. Engu breytti nefndin af útsvörum á
þessum fundi, en hvatti þá dalamenn til sam-
vinnu og samkomulags. Stefán á þverá var
Augl.kosta 75a.hver þuml. dálks
eða 12 a. línan af vanalegu letri
tiltölulega meira af stærra letri.
þuunl. 90 a. á 1. síöu, 15 a. línan
1899.
á fundinum, og færði fram varnir fyrir hrepps-
nefndina, er Stefán vel máli farinn, og varn-
argögnum sínum beitti hann svo, að færri
oddvitar mundu liafa betur leikið. Hinsvegar
voru og sóknarskjölin sum mikið vel stíluð,
og varð því einum á tilheyrendabekkjunum að
orði, er skjöl þeirra voru upplesin: »Fleiri
gjörast nú pennafærir í Skriðuhreppi, en jeg
hugði«. Hinsvegar ætlum vjer, að með lagi
mætti jafna þessar mismunandi skoðanir þeirra
dalamanna, einkum með því, að fá þá til, að
líta á fleiri gjaldþolsgjörendur en nettó arð af
fasteign og lausafje, væri hægt að benda þeim
á gjöranda, er hefði meiri þolrif en þeir tveir,
sem þeir deila nú mest um, myndi ef til vill
betur semjast, því munur er á, að flytja jafn
þungt á þremur eða tveimur.
Bj argráð.
pað er óhætt að fullyrða, að hvergi í
heiminum drukknar eins margt fólk að til-
tölu og hjer við ísland. Að vísu mun þessi
mikli mannskaði stafa nokkuð af því, að veð-
urlag er hjer harðara en víðast annars staðar,
þar sem sjór er sóttur, en með fram á hann
rót sína að rekja til þess, að menn gera ekki
það, sem í þeirra valdi stenflur, til þess að
forðast dauðann í sjó og vötnUm. þmð er
ávallt. hryggilegt, þegar menn farast vofeifiega,
en þeim mun liryggilegra er það, þegar þetta
á sjer stað um menn á bezta reki, eins og
optast, er um sjómenn, og út yfir tekur, þeg-
ar slysin eru sjálfskaparvíti.
Eins og kunnugt er, gekk sjera Oddur
Gíslason, sem nú er kominn til Yesturheims
fyrir nokkrum árum, vel fram í því, að benda
sjómönnum á ýms bjargráð. Hann gaf út
blaö í þessu skyni, Sæbjörg, og ýmsa ritlinga,
en menn hafa látið ráð hans eins ög vindum
eyrun þjóta, að minnsta kosti hjer á Norður-
landi, og voru þau þó vel þess verð, að þeim
væri gaumur gefinn. Jeg ætla að fara hjer
nokkrum orðum um tvö af bjargráðum sjera
Odds, sundnám og notkun lýsis eða olíu í
sjávarháska.
Sundið er gömul list og göfug, og hefir
tíðkazt hjer á landi frá alda öðji, eins og
víða sjest á fornsögum vorum. 'Svo lagðist
sundiistin mjög niður í nokkrar aldir, en er
nú farin að breiðast út aptur upp á síðkast-
ið, þótt hægt fari. I>að er hægt, að telja
sundinu margt til gildis, en ekkert til ógildis.
Uað er fögur list og heilsusamleg, hressandi
bæði fyrir sál og líkama, og auk þess á marg-
ur maður sundinu það að þakka, að hann
hefir lialdið lífi, þótt hann hafi fallið í vatn
eða sjó. £>að er hart á hinn bóginn, að sjá
Alnavara allskonar, er nú komin, og með næstu gufuskipaferðum von á miklu meira í verslan J>orv. Davíðssonar Oddeyri.