Stefnir - 24.03.1899, Síða 3

Stefnir - 24.03.1899, Síða 3
15 Árið 1899 hinn 13. (lag marzmánaSar var nefnd sú, er kosin var að Fagraskógi I. febr. þ. á. austan Eyjafjarðar til þess, að velja hina beztu leið til þess, að bvaladráp við strendur íslands hætti framvegis, saman kom- in í Höfða í Höfðahverfi. Á fundinum voru mættir alliv hinir kjörnu roenn, og kusu þeir pórð Gunnarsson í Höfða fvrir fundarstjóra og Sigurð lækni Hjöreifsson í Grcnivík fyrir skrifara nefndarinnar. þetta gjörðist á fundinum: 1. Til viðauka við nefndina voru kosnir síra Árni Jóhannesson í Grenivík og Vilhj. porsteinsson óðalsbóndi í Nesi 2. Lesin upp fundargjörð nefndar þeirrar, er hafði mál þetta til meðferðar vestan Eyjafjarð- av, og eptir nákvæma yfirvegun fjellust allir nefndarmenn á gjörðir og ttílögur þess fund- .ar, og samþykktu þær í einu hljóði. fó þykir nefndinni sjálfsagt, að drepa megi hvali þá, sem fastir eru í ísvökum, eða hamlaðir á annan hátt við strendur landsins. Enn fremur þykir nefndinni ástæða til, að brýna fyrir næstkomandi Aiþingi, að sjá um, að lög þau, sem nefndirnar fara fram á, geti öðlast gildi sem fyrst á næstkomandi ári. 3. Fundurinn telur æskilegt, að áskorun sú, er nefndirnar liafa komið sjer sarnan um, verði undirskrifuð af sem flestum kjósendum til Alþingis, og leyfir sjer því, að leggja það til við hina háttvirtu sýslunefnd í Suður- pingeyjarsýslu, að hún taki mál þetta að sjer, og greiði fyrir því á þann hátt, er henni þykir heppilegastur. 4. Fundurinn 'skorar á öll blöð landsins, að taka mál þetta til meðferðar, og veita því sem bezt fylgi. Fundargjörð lesin og fundi slitið. fórður Gunnarsson Sigurður Hjörleifsson fundarstjóri, skrifari, Vilhjálmur þrorsteinsson, Geirf. Tr. Friðfinnss. Helgi Laxdal, Arni Guðmundsson, Arni Jóhannesson. Frjettir. Thyra kom hingað hinn 16. þ. m. í stað Vestu. Sama dag kom Vaagen. Nokkuð kom hingað af vörum til kaupmanna, og von á msiru með skipi Tuliniusar þessa dagana. Með Thyru var Skúli Thoroddsen á heimleið frá útlöndum. Skapti Jósefsson var með Vaagen snöggva ferð hingað. Merkustu frjettir frá útlöndum eru: 16. febr. andaðist lýð- veldisforseti Frakka, Felix Faure, í hans stað var kosinn forseti efri deildar þingsins Loubet. að nafni. A Frakklandi þokar allt af að því, að útlegðardómur Dreyfusar verði ónýttur, en fjöldinn af foringjunum í liði Frakka er því mjög mótfallinn. Ætlun manna er, að þessi nýi forseti sje Dreyfus meir hlynntur en fyr- irrennari hans, æsingar urðu því miklar í París út af kosningunni, og fjöldi manyia settur í varðhald, en við sjálft lá, að upp- rtistin brytist út. Vöruverð erlendis. íslenska ullarverðið í sama hrakinu, pundið stóð í 50 aurum Slld seldist á 15—16 krónur, prjónasaumur var fallinn, kornvara stigín, þar af leiðandi hæklcar tunnan um 1 kr. lijer á Akureyri. Verð á íslenzku saltkjöti kring um 40 kr. tn. Taugaveikin er enn í bænum, en fleslir á batavegi, hún kvað eigi hafa útbreiðst til muna um bæinn, síðan veikindahúsin voru auglýst; veiki þessi kvað liafa stungið sjer niður út á pelamörk og Svalbarðsströnd og fram í Grundarsókn. Spitaians nýja verður víst orðin fyllsta þörf 14. maí, þegar ætlast er til, að hann verði. tekinn til afnota, því nú er gamli spí- talinn fullur af taugaveiki og taugaveikissjúk- lingum, svo aðrir fá þar eigi inngöngu, en hvaðanæva koma menn bæði að austan og vestan og hjeðan úr nágrenninu, til að fá lækningar með skurðum hjá Guðm. Hannes- syni. Vigfús gestgjafi Sigfússon kvað hafa haldið nokkra slíka sjúklinga um lengri eða skemmri tíma fyrir væga borgun, og er slíkt þakkavert, eins og nú á stendur. Forstaða spítalans var nýlega veitt Jónatan Jóhannes- syni á Akureyri. Brunnið er nýlega vörugeymsluhús á Seyðisfirði, eign Tostrups verslunar þar. Eimreiðin kom með Thyru með dóma- dags innlegg í stjórnarskrármálinu frá útgef- andanum, sem væri hin fyllsta þörf á, að gjöra nokkrar athugasemdir víð. Veðrátta. Stillingar nú á hverjum degi, allmikil frost og alsnjóa jörð. Pollurinn er ísi þakinn, en enginn afli upp um hann. Sinjör og tólgSjft^JaE Rúgur, bankabygg, hrísgrjón, sago, kart- öflumjel, sagómjel, hveiti, Nr. 1 og 2, kaffi, sykur, tóbak og brennivín fæst hjá þ>orv. Daviðssyni, Oddeyri. Nýjar vorur! — Með gufuskipunum «Thyra« og »Vaagen« komu til undirritaðs miklar birgðir af allskonar álnavöru úr silki, ull og bóm- uil svo sem: Kjólatau ogsvuntutau mikið úrval, og enn fremur silkitreflar, ýmiskonar klútar, háls- tau, dúkar og m. o. fl. Allt er, eins og vant er með hinar alþekktu góðu vörur mínar, selt með mjög vægu verði sjerstaklega gegn p e n i n g u m. Auk þessa komu flestar nauðsynjavörur og ýmislegt annað. Oddeyri, 21. marz 1899. J. V. Havsteen. Rúsínur, sveskjur, fikjur, döðlur, kirsi- ber, kúrennur, möndlur, sætar og beiskar, múskat, kardemonnnur. sítronolía nýkomið i verslan þorv. Davíðssonar, OJdeyri, Ljósmyudir tekur undirskrifuð hvern virkan dag frá kl. il f. m. til kl. 3 e. m., og á sunnudögum frá kl. 2—4 e. m. — Akureyri, 2i/3 ’99. Anna M. Magnúsdóttir. Bókhaldari YiHijálmur Þorvaldsson á Oddeyri kaupir allskonar brúkuð islenzk frimerki hæsta verði til aprílmánaðar loka næstkomandi og ef til vill lengur, sem nánara verður auglýst síðar. Leirvörur: skálar, diskar og bollapör, hvergi ódýrara en hjá þorv. Davíðssyni Oddeyri. í verslun Sigfúsar Jönssonar á Akureyri fæst, auk matvörn, tóbaks, kaffi, sykurs og vínfanga: Barnakjólar tvær tegundir, brjóst- hlífar fleiri tegundir, karlmanna- og kvenn- mannaslips margskonar, stórt úrval af karl- mannakrögum (fiibbum), brjóst með viðfest- um flibba, manchettur og manchettuhnappar, 7 Legundir af hvítnm Ijereptum bleiktum og óbleiktum, tvær tegundir flonel, bómullar- og silkiflauel fleiri tegundir, tvær teghndir milli- skyrtutau, 11 tegundir af kjóia- og svuntu- tauum mjög vönduöum, baðmullarstrigi, sæng- urdúkur, ullarklútar, kvennhanzkar, mislit borðteppi, hvítir borðdúkar, strammi, javatau, drengjahúfur, hattar handa stúíkubörnum, styttubönd, sokkabönd, tevgjusnúrur sívalar og flatar, tvinnakefii, hörtvinni svartur og hvítur, karlmanna alfatnaður mjög ódýr, tö'sk- ur, barnatottur góðar, njarðarvettir, peninga- buddur, hnífapör, vasahnífar, fílabeinskambar, tóbakspungar, bryddingabönd, skúfa- og hnep- slu tvinni, skæri, vasabækur, postulínsbollapör margar tegundir, kökuföt, sykurker og rjóma- könnur og smádiskar úr postulíni; allt mjög vandað, og þess utan margar tegundir af öðru mjög ódýru leirtaui, og margt fleira"; stumpa- sirtsin eru væntauleg með næstu ferð. Málvörur og málarapenslar hvergi bet- ra en í verslan þorv. Davíðssonar. Að þar til fengnu leyfi amtsins heldur Hvítabandsfjelagið hjer tombólu fyrsta sum- ardag n. k. þeir, sem góðfúslega vilja styrkja þetta fyrirtæki með gjöfum, eru vinsamleg- ast beðnir að snúa sjer til undirritaðra, sem veita gjöfum móttöku. Oddeyri, 15. febrúar 1899. Aðalbjörg Einarsdóttir, Ragnhildur’Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Stefán þórarinsson, Pjetur Hafliðason. Fiskugarn, glimmergarn og allskotiar anuarskonar garn og tviuni er á boðstólum hjá þorv. Davíðssyni. Kaupið Whisky og viudla hjá * þorv. Daviðssyni. 1 bókaverslun Frb. Steinssonar verðtir Sálmabókin í vönduðu bandi seld með mjög vægu verði fyrst um sinn fram yfir sumar- mál. Nýkomin er Eimreiðin V. ár 1. hepli verð kr. 1,50. — í bókaversluninni eru birgðiv af Fjallkonunni, Kvennablaðinu og Barnablað- inu handa nýjum kaupendum með góðuiu kjörum.

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.