Stefnir - 08.04.1899, Síða 3

Stefnir - 08.04.1899, Síða 3
19 alsendis óviðkomandi. Fimdabók verður að vera vel um vönduð, gott iíka að hafa brjefa- bækur fyrir meðtekin og burtsend brjef bind. viðvíkjandi (eigi «prívat» brjef). Embættis- bækur mega aldrei vera spjaldalausar eins og skrifbækur. Siðlegir, alvarlegir og lióværir þurfa al’.ir að vera á fundum og eigi óþreyju- fullir. En það laðar unga fólkið til fundar- sóknar, að hafa gleði á eptir fundum, dans. hljóðfæraspil, smáleiki og þá eigi sízt góðan og fagran söng. þ'egar bindindisfundir eru haldnir í kirkjum, sem opt er hentugt og tilhlýðilegt, þá má þó gleðin aldrei haldast þar. í sjálfu sjer gæt-i stutt guöræknisæfing verið upplyptandi, til styrks liinu bezta máli, og gæti verið sameinandi, undir því skilyrði aðeins, að slíku fýlgdi þá fullkomin alvara og andakt. I»að yrði menn að athuga. Gaman og alvara; hvað um sig á rjettum stað og í rjettu sambandi. Gaman siðlegt og meinlaust, alvara ástrík og sameinuð guðsótta. Heimska að amast við slílui skemmtun, gott að hafa hana hinu alvarlega og nytsama til stuðnings. Til dagskrár getur lieyrt, að lesa upp næsta fund á undan; lesa upp fjelagsmannaskrá á höfuðfundi ársins; lesa [>á líka upp fjelags- lögin. Grenslast á hverjum fundi eptir bind. brotum; minnast eitthvað á fjármál fjelagsins, bæði til að gera reikningsskil og auka sjóð- inn og fleira. Eitt atriði er úrganga úr íje- laginu og innganga í það. A mörguin fundi kosning til þess og þess. Á sem flestum fundum ætti að vera upplestur eða ræðuhald bind. til styrks og útbreiðslu. Á hverjum fundi ætti að hvetja menn til lífstíðarbind- indis og spyrja um það, hvort engir treystist aö ganga í það. J>á getur verið samþykkt um næsta fund, stað hans og tíma. Eitt málið getur verið á sumum fundum um bind. bandalag, annað um útbreiðslumál bindind- isins. í fundarlok er gott að reikna út fje- lagsmannatölu, sem getur verið önnur en við fundarbyrjun, svo og að gá að tölu þeirra fjelagsmanna, er mættu á fundinum. Allt þarf að bókast greinilega og skipulega og fundur að undirskrifast af nálægum fjelags- stjórum. Eigi álít jeg hyggilegt, að sleppa fundi, þótt fáir komi. Fundir fjelaganna eru, ept.ir því sem mjer er kunnugt, ávallt opinberir, og geta [iví ver- ið jafnaðarlega uín leið útbreiðslufundir. J>etta álít jeg betra, en þeir sje innan luktra dyra. 4. Nokkur orð um bindindi Eyfirð- inga og þingeyinga austur að Jökulsá í Ax- arf. og um landsbindindið almennt. Herðum oss með það á rjettan hátt þrátt fyrir góðar liorfur, því enn er það eigi nóg þroskað til þess, að löggjöfin slái nú þegar smiðshögg bannsins. Eyfirðingar og þingeyingar austur að Jökulsá í Axarf. eiga 3 stúkur (Akureyri. Hjalteyri, Siglufirði), og eptir því sem jeg kemst næst 28 bindindisfjelög. Yirðist þetta fullkomlega benda á, að praktiskari sje stofn- un og starfi fyrir fjelögin, en stnkurnar hjer á voru strjálbyggða og fátæka landi, þótt eigi væri það athugað, að ein þessara stúkna var alveg stofnuð upp úr bindindisfjelagi og önn- ur að nokkru leyti. Og þótt fjelö gin (sum líka stofnuð á þessum vetri), færi eigi mjög ört inn í sameininguna, tel jeg það eigi verra merki; að ganga er manninum eðlilegra en stökkva. Sem stendur eru þau 14 í sam- einingunui. Fjelögin kenna sig ýmist við ireppa, sveitir, pláss eða sóknir, sem bera auk þess sjerstök nöfn. Á svæði þ'essu mætti kalla að væru 5 bindindisauðnir. Skýrslu- útdráttur birtist í Stefni á næstliðnu hausti, i 17. tölublaði. Ef menn bera liann samau við þetta, sem hjer er og verður sagt, þá geta menn sjeð fjölgun fjelaga, eíiing sam- einingar og, það sem ekki er síðra, góðar liorf- ur. I nefndum fjelögum svæðisins hljóta að vera auk G. T. meir en 900 bindindismenn og af þeim hjer um bil l/is í lífstíðarbiudindi. Líístíðarbind. mönnum fjölgar lítið, en þó ueidur vaxandi. Sígandi lukka er bezt. Jeg veit sum fjelög hafa lífstíðarbindindi á dag- skrá sinni. Flest fjelögin eru fátæk enn, ein- stök eru öreigar eða nálega það, sum eru ailtaf að auka sjóð sinn, sem verður að ganga neldur seint yfirleitt, fá eiga mjög álitlegan sjoð, eitt yfir 100 kr., annað um hálft annað uundrað krónur, hið þriðja líklega meira eða miklu meira. Sum fjeiög hafa etnað til tom- Uoiu bincl. til eíiingar. J>egar nú eru á tíunda hundrað b. manna i fjelögum nefnds svæðis, sem nær yfir hálfa uðra sýslu' eða rúmiega það, þá væri eigi ó- iiklegt, að bind. menn annarsstaðar á landinu í tjeiögunum væri tvisvar anuað eins, eða írernur tieiri, svo allir fjelagabind. menn yrði um 30UO, og að G. T. sje 3000 trúi jeg vel. Eptir þessu væri b. menn beggja tiokka jal'u- margir, alls OOOu bind. menn á öllu landinu eöa nálægt þessari tölu. þ>etta er hjer eigi rúm að rökstyðja. Jeg trúi því alls eigi, að G. T. sje nálega 8/é aJlra b. manna landsins. þ>að má eigi lá, þótt rengdir sje þeir menn, sem líta svo mjög niður á móðurstarfann 1877—’84, að þeir segja í opinberu blaði: Að einungis »örfáir« menn hati aðhyllst bind. áður en G. T. komu til sögunnar hjer, þar sem merkari mennirnir gátu varla örfáir heit- ið; að varla »nokkur« maður hati minnzt á bind. opinberlega, þar sem bind.-ritgerðir komu opt í blöðum og bind. hreifinga opt getið í þeim á þeim árum, helzt eystra og nyrðra, og bindindisfræði kom út upp á 20 arkir; að bind. menn iiafi þá verið um 400, þar sem þeir voru líklega 1200 eða fast að því (8já liind. fr. Ak. 1884, 1. bálk 7. þátt). Er shk rangfærsla og andleg óvandvirkni bjoðandi þjoð vorri? Að ööru Jeyti fer nú að lagast með skýrsiugerðirnar og óvissan að hverfa, eptir því sem samlimanirnar þroskast. G. T. passa sinar skyrslugerðir, vjer hinir komum nú hið bráöasta tagi á þær, A landi lijer eru enn þá stórar bindind- isauðnir, þrátt fyrir mikia framför, nú upp á síðkastið einkum, en á meðan sveitir eða sóknir eru færri, sem ekkert bind. eiga sjer ætla jeg óráðlegt með öllu, að þingið siái sítt smiðshögg, sem jeg vil að sje fyrir land- ið allt í einu, þegar rjetti tíminn er kominn, X>ingið á að styðja veikan mátt og góðan vilja, svo fram geti komið sterk siðgæðisolsk, upplýst og menntuð almannaskoðun við starfa og áreynslu, en forðist menn fát og fljótræði. [>að hefir eigi góð áhrif á þjóðernið, að þjóðin nenni eigi sjálf að starfa í bindindinu, en heimti valdboð yfir sig alla í einu, sem þá myndi vanta góða og tilgangssamkvæma fram- kvæmd og eptirlit; það sannaðist, ef málið væri eigi betur undirbúið, en ennþá er. En sveitir og hjeruð reki bindindið á meðan með áhuga á sama hátt, eins og nú horfir, eigi á tieinn annarlegan eða nýjan hátt; hjer er verra að brevta til. Eigi má raska þeim gangi bindindisins, sem nú er að leiða til sigurs, heldur styðja hann beinlínis og örva. þ>etta einmitt eflir þjóðmenningu og siðgæði meir en ótímabært bann lands eða landsparta, J>jóðin ætti eigi að segja: »Landsbind- indið er að sönnu hálfkarað eða eigi hálfkar- að úr vorri hendi, en vjer nennum eigi að vera að þessu lengur, þótt nú sje horfurnar orðnar upp á hið bezta, vjer viljum eigi leggja |mð á oss, þótt starfinn sje nú orðinn miklu hægri en var; ossvantar líka traust á málinu, oss vantar sigurvonina, oss vantar traust á sjálfum oss og traust á Guði, oss vantar sanna frelsishugsun. Vjer heimtum að þing- ið slái í botninn með einu höggi, einum smell«. í frjálsu landi stekkur eigi framförin, hún gengur, því hún á eigi að meiða sig. Smell- urinn hlýtur að merkja það, að þjóð, sem sjálfri leiðist Jióf þetta, afhendir gegnum þingið vfirvöldunum, valdstjórninni bind.- málið; svo hættir stúkna- og fjelaga-starfinn smátt og smátt,, eða líldegast fljótt eða allt í einu. Er það þjóðerninu eða málinu hið eina holla og hið rjetta nú þegar? Svar sumra já, sumra nei, sumir eru í efa, eigi samt jeg. Löggjöfin gefi bind. bæði frest og sem mestan styrk til starfa síns, svo að nú megi vinna öfluglega, eins og nú horfir. Með þessu lagi kemst bindindið inn í skiln- ing, hjörtu, skynsemi, samvizku og reynslu, inn í frjálsræði og innri siðgæðisfestu almenn- ings og það hverrar sveitar landsins. Annað mál kynni að vera um þingið 1901. [>egar bind. er í svona miklum uppgangi, eins og nú er hjá báðum vinnuflokkunum, þá er eigi annað sjáanlegt, en að uppskeran fari bara að vaxa með stækkandi vexti (progressivt), og að þjóðin verði þá alvöknuð, hver æð og liver taug hennar gagntekin af hiuni lireinu, siðgæðandi og frelsandi afneitun, sem á að vera atþalberandi þessa máls frá upphafi til enda. Svona þarf það að vera í sjorhverri sveit landsins, þetta samir frjálsri þjóð, og þá getur hún, næst Guði, þakkað sjálfri sjer beinlínis þá umbót, sem einna mest og bezt er á dagskrá um allan jarðarhtiöttinn. Meðan jeg get andað og- meðan jeg sje nokkursstaðar bindindisauðn í nokkurri sveit, og meðan jeg get stungið niður penna eða komið nokkru fyrir almenningsaugu, þá hrópa jeg þetta hið sama: »Hættið aldrei, íslend- ingar, að stofna bind.-fjelög eða stúkur, með- an í nokkurri sveit er bindindisauðn, og hald- ið fjelögunum vel við. Að láta bind.-fjelög deyja út, er handvömm eða skilningsleysi eða trúleysi. En ekkert b.-fjelag einangrist það er skaðræði og liinn hættulegasti mis- skilningur«.

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.