Stefnir - 21.08.1899, Blaðsíða 2

Stefnir - 21.08.1899, Blaðsíða 2
54 böðunina, og alls eigi látið út í rigningar hina fyrstu fjórtán daga. Til pess að árangur læknir.ganna gæti sjezt sera bezt, voru samgöngur pess fjárs, sem tekið var til lækninga, bannaðar við annað fje ura tvo mánuði, og sömuleiðis voru framkvæmdar á pví prjár nákvæmar skoðanir á mánaðar fresti. J>ar sem að notkun tóbaksbaðsins er lítt kunn hjer á landi, skal jeg skýra frá tilbúningi pess. Tóbaksbaðið er pannig tilbúið 1 pund af sterkum tóbaksblöðum er tekið og soðið í 10 pottum af vatni, bezt er að hafa hlemm yfir pottinum, petta skal soðið í l1/., — 2 tíma, pá er bætt í seyðið jafn miklu ogguf- að hefir upp við suðuna. í pessu seyði er hægt að baða 3—4 kindur alls, eptir pví hvað pær eru stórar og ullarmiklar. Hvað lengi að kindurnar eru látnar liggja i bað- inu fer eptir. pví, á hvaða stigi kláðinn er, en vanalega eru pær hafðar í baðinu 5-10 mínútur. Tvær baðanir purfa að fara fram með 5-8 daga millibili. Kreolinbaðið hefir verið brúkað á sama hátt og hr. dýralæknir M. Einarsson segir fyrir í bæklingi sínum. ]>að var eink- um notað af peirri ástæðu að fróðlegt var að vita, hvert baðmeðal petta reyndist tryggilegt við lækningar, er miða til út- rýmsln fjárkláðans. Á tímabilinu frá 12. febr. til 3. maí hefir alls verið vart við kláða á 10 bæjum og grunur um að kláði leyndist á tveimur, par sem fjeð hefir einnig verið tekið til lækninga. Alls hafa komið fyrir 29 kláða- kindur en til iækninga hafa verið teknar 2537 kindur. Eptir reynslunni í vetur kostar efni i kreolinbað til að tvíbaða kind- ina 12 aura eptir pöntunarverði, en af tó- baksbaðinu 25 aura pr. kindina. |>að er að segja ef að tóbaksbiöðin fást fiutt tollfrí til íslands. Mest var vart kláðans í Axarfirði og kom hann par alls fyrir á 9 bæjum. J>ar á meðal á flestum bæum í Löndunum á miili Jökulsárkvíslanna, og hefir hann par undan farin ár opt orðið allskæður einkum á vorin. Baðanirnar fóru par frarn í vetur nm mánaðamótin febr. og marz. Á timabilinu frá 4—24. júní ferðaðist jeg enn á ný um hinar sömu sveitir til að gjöra ráðstafanir, ef að kláði kæmi fyrir á einhverjum stöðum, við hina almennu kláða- skoðun, sem fram fór uro rúnings tíinabilið á öllu svæðinu á milli Jökulsánna. Við skoðanirnar í vor kom ennánýkláði fyrir á prem bæjum. A einum bæ í Axar- firði, pangað mun sóttnæmið hafa borist af næsta bæ, par scm kláðinn var i vetur; nú var allt fje par tekið tii lækninga. Hinir bæirnir eru á Hólsfjöllum, á annan peirra mun sóttnæmið hafa borizt með kindum innan úr Suður J>ingeyjarsýslu, sem finttar voru austur yfir ána i vor. Aptur á rnóti hefir eigi komið fyrir nein kláða kind í vor, á peim bæjum, par sem fje var tekið til lækninga í vetur, og virðist pvi hjer með vera sannað, að hægt sje að útrýina fjárkláðanum með tveimur böðunum, sem eru vandvirknislega afhendi leystar. XJm baðlyfin getur aptur verið nokkurt spursmál. Eptir reýnslu Norð- manna er tóbakið áreiðanlegt, og aðal framkvæmdarstjóri peirra í kláðamálinu hr. O. Myklestad, segir ekkert annað bað- meðal trvggilegt til pess að nota við út- rýmslu kláðans en tóbakið. Að vísu er kreolinbaðið (pöntunarkreolin) helmingi ó- dýrara, og reynslan í vetur sýnist berida á, að hægt sje að lækna kláðann með pví, en hún er ails eigi næg til að sanna, að bað meðal petta sje óbrigðult, enda virðist svo sein styrkleiki pess sje eigi ætíð hiun sami. Tóbaksbaðið er að vísu dýrt og fyrir- hafnarmeira, en pað er áreiðanlegt og skemmir ullina minna, en kreolí’nbaðið, sem blekkir hana að mun, pegar baðað er tvisvar. f>að kann að vísu verða sagt, að með til- raunum pessum i vetur hafi eigi mikið unn- izt, en pær virðast pó benda á. að ráðstaf- anir amtsins liafi verið rjettar, og aðferð sú, sem liefir verið notuð við lækningnrnar. sje hinn eini vegur til pess að útrýina fjár kláðanum. J>etta kemur og heim við reynslu Norðinanna, sem aðallega hefir verið lögð til grundvallar við tilraunirnar í vetur; en hvort fjárkláðanum verður út- rýmt er mest undir almenningi komið sjálf- um. J>að er eigi hægt fyrir pað opinbera að láta hafa hjer eins nákvæmt eptirlit, eins og t. a. m. i Noregi sökum fjarlægð- arinnar og fjártjöldaus. Yilji menn láta útrýma fjárkláðanum, purfa allir að leggjast á eitt bæði yfir- menn og fjáreigendur, hið eðlilegasta væri, að hið opinbera t. d. landssjóður kostaði öll baðlyf, sem til lækninga pyrftu, svo að engin freistiug væri fyrir fjáreigendur að leyna kláðanum vegna kostnaðar pess, er af pví leiðir fyrir eiustaklingaua í bráð. Hraflastöðum, 3. júlí 1899. Sigurður Sigurðsson. Af alþingi eru eigi miklar frjettir með Hólum og Botníu, fremur hæglátt á þingi eptir fráfall Valtýskunnar. Fjárlögunum var lokið í neðri deildinni. Tillagið til landfrjetta- þráðarins fjekk þar framgang, þykir Norð- lendingum og Austfirðingum það stórum bet- ur. Síra Mattíasi eru boðnar 2000 kr. ef hann segi af sjer prestskap, þykir sumum til- boð þetta kynlegt, en meining þingsins mun vera, að veita skáldinu kost á, að losast viö embættið til þess að geta varið kröptum sín- um og tima eingöngu til ritstarfa, en svo þyrfti um hnútana að búa, að síra M. fengi tryggingu fyrir árslaunum æfilangt eptir að hafa sleppt embætti sínu, svo liann úr því þyrfti eigi eingöngu að lifa upp á þingsins náð. Samþykkt höfðu verið við 2. umræðu skáldalaun lianda síra Valdemar, en voru felld við 3. umræðu. Jóni yfirdómara og Jóni landritara eru veittar 400 kr. til að halda áfram útgáfu á lagasafni alþýðu, og amtm. Briem 200 kr. til útgáfu Lögfræðings, Hall- dóri Lárussyni 400 kr. til að fullkomna sig í hraðritun og kenna hana. Guðm. Hannes- syni ætlaðar 800 kr. á ári til þess að getá haldið aðstoðarmann, Stefán kennari á að fá lOOOkr. áári til að rannsaka fóðm- og beiti- jurtir. Frumvarpið var komið til efri deildar og voru þessir settir þar í fjárlaganofnd: J, Havsteen, H. Sveinsson, G. VigfúsSon, porl. Jónsson og Sig. Stefánsson, Búíst Var við að deildin mundi nokkuð mjókka lengjuna, sem neðri deildin að þessu sinní var búinn að máta fyrir, að rista skyldi af alsherjarfje lands- manna. pingið hafði á prjónunum lög um lækk- un á burðareyri fyrir blöð. Meðal annars var búið að samþykkja á þinginu: iög um hækkun tóbakstolls, lögsem banna tiibúning á áfengum drykkjum, lög um lýsingar og leyfisbrjef til hjónabands, ein lýs- ing látin duga, og brjefin felld um helming, lög, er færa niður aldurstakmarkið fyrir því að vera fullmyndugur og hálfmyndugnr ofan í 16 og 21 árs aldur. Veðdeildarfrumvarpið var talið víst að næði saniþykki [dngsrns, tveir danskir auðmenn komu að vísu með Botníu upp til Keykjavík- ur, til að semja við þingið um hlutafjelags- bankann, en ólíklegt þótti, að mál þeirra fengi fullnaðarúrslit á þessu þingi. Hvalafurðatollinn, sem neðri doild setti, liafði efri deildin fært niður, (tollinn á lýsinu ofan í 50 au. á tunnu), enda tóku hvalveiða- mennirnir vestra sjer ferð á hendur til Reykja- víkur til að kveina undan meðferð neðri deildar á sjer. Fr j e t í í r. Ceres og Egilí fóru hjeðan 9. þ. m. Með Agli tók sjer far til útlanda kaupmað- ur Magnús Kristjánsson í verzlunarerindum. Með Ceres fór til Kaupmannahafnar Jóhann yngsti sonur Sigurjóns á Laxamýri til þess að stunda dýralæknisfræði við landbúnaðar- háskólann. Með Ceres fóru hjeðan fulltrúar á Gránufjelagsfund, sem haldinn var á Seyð- isfirði 12. þ. m. Guðmundur læknir Hannesson fór snöggva ferð til Keykjavíkur með «Heimdal» á föstu- daginn. »Botnia» kom hingað 17. þ. m. Með henni kom síra Bjarni I>orsteinsson af Siglu- firði, er dvalið liefir erlcndis frá því í vor við að safna til íslenzkra laga, hafði hann gefið út og látið nótnaprenta sjer í hepti hátíða- söngva og í öðrn hepti 6 sönglög. Kaupstj. Chr. Havsteen kom og með skipinu og ungf. Olga Schiöth. 4 veðurfræðingar danskir komu liingað með "Botniu'i, sem ætla að dvelja hjer í vet- ur við norðurljósarannsóknir, hefir ríkissjóður Dana veitt ríflegan styrk til þessa fyrirtækis. Foringi þessara manna er Adam Paulsen, forstöðumaður veðurfræðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn, frægur náttúrufræðingur, er það roskinn maður. Honum fylgja 3 ung- ir menn, málarinn Moltke greifi, stud. mag. D. la Cour og stud. polyt. Ivar Jantzen, sá síðast taldi er íslenzkur í móðurætt, dóttur-

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.